Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 21
Hetgih 10.-11. jiiti' iáb ÞJÓÐViLJÍNN — StÖA 21 tslendingar hafa á siðustu ár- um og áratugum ekki farið var- hluta af bágu ástandi viða um heim. Fyrir og eftir heimsstyrj- öldina seinni kom hingað fólk af ættkvisl Daviðs, ófriðurinn i Ung- verjalandi '56 kom við islendinga á sinum tima. Hingað fluttist fióttafólk frá Vietnam og nú sið- ast komu hingað 23 Pólverjar. Það þarf ekki að fara i neinar grafgötur með, að það hefur orðið þessu fólki þungbært að sjá á eftir fósturjörðinni, fjölskyldu og vin- um. Stór hluti þessa fólks hefur þó skotið hér rótum og orðið nýtir þjóðfélagsþegnar, eins og það er stundum orðað, aðrir hafa gert stuttan stans, stefnt á aðrar stóðir þar sem einangrunin er ekki jafn hininhrópandi og á tslandi. Einn þessara manna hefur á undanförnum vikum búiö um sig og sina á Islandi. Hann heitir Ir- enus Klonovski og var einn Pól- verjanna sem kom hingað til lands þann 28. mai siðastliðinn. Meö honum var fjölskylda hans, kona og litil dóttir þeirra. Undir- ritaður hitti hann að máli þarsem hann var við sina vinnu i Fóður- blönduninni h/f, en þar hefur hann starfað siöan hann kom til landsins. Klonovski var einkar viðmótsþýður og blátt áfram per- sónuleiki, af vænu fólki, hugsaði ég. Hann er tiltölulega lágvaxinn Yiö skildum allt eftir og hraustlegur I útliti og var ekki að sjá að hann hefði átt erfiða daga. Við spuröum hann hvernig honum likaði dvölin á Islandi: „Þvi meir sem timinn liöur þvi sannfæröari verð ég um aö sú á- kvöröun aö gera tsland að okkar fööurlandi var rétt. Við hefðum getaö farið eitthvaö annað, en þetta varö ofan á og ekki ástæða til að sýta það. Aður en við kom- um hingað vissum við litið um landið, aðeins þaö sem stóð i upp- flettiritum. Þar var talað um hroðalega verðbólgu, en það fældi okkur ekki frá. Einhvern veginn hlýtur fólk aö komast af, hugsuð- „Þvl meir sem timinn liöur þvf sannfærðari verð ég um að sú á- kvöröun að gera island að okkar fööurlandi var rétt.” Rætt við pólska flótta- manninn Irenus Klonovskí um við, og satt aö segja þá er ekki annaö að sjá en að fólk sé allvel haldið hér. Nú, móttökurnar hafa veriö hinar bestu. Við fengum strax ágæta ibúð, svipaða þeirri sem viö höföum i Póllandi, eilitiö stærri þó, ef eitthvaö er. Þaö má kannski geta þess aö sú ibúð sem viö höfðum I Póllandi var mun stærri og betri en allur almenn- ingur hefur. Viö höfum verið að koma okkur fyrir i henni. Eftir vinnu er maður aö dunda sér við aö mála og dytta aö. Partur af þvi aö setjast hér að var að læra mál- ið. Fyrstu vikuna vorum við i is- lenskutimum upp á hvern dag, en siöan var kennslan minnkuð niöur i einn tima á viku. Nú er kennar- inn okkar kominn i sumarfri svo kennslan fellur niður á meðan. Annars reynum viö aö hlusta sem mest á útvarpið og sjónvarp, leggja eyrun við framburð fólks, Þetta kemur allt með timanum.” Hvernig gekk svo að fá vinnu? ,,Ég átti svo sannarlega ekki von á þvi aö fá vinnu við mitt fag I þessari litlu borg sem Reykjavik er. Ég starfaði við fóðurblöndun- arverksmiðju i Póllandi og er hér kominn inn i svo til nákvæmlega sömu hlutina og þar. Ég hef verið við aö skipuleggja nýja verksmiðju sem Fóður- blöndun h/f hefur veriö að reisa út við Sundahöfn, auk þess séð um gæðaeftirlit á framleiðslunni. Margt af þessu er nú ansi frá- brugðið þvi sem maður átti aö venjast, þvi búskaparhættir is- lenskra og pólskra bænda eru gjörólikir. Ég held að islenski bóndinn vinni viö mjög erfiðar aðstæður i flestu tilliti, ekki sist til veðurfars. Konan min sem er dr. scient, aö mennt fékk strax vinnu við sitt hæfi, svo dóttir okkar fór á barna- heimili. Við eigum svo von á öðru barni okkar eftir nokkra mánuði. Konan hættir þvi að vinna innan „Yfirvöldin voru ekki að letja fólk til að fara, ef það vildi, og það var tiltölulega auðveltá þessum tfma að fá áritun upp á eitthvert á- kveðið ferðalag”. skamms. Okkur hefur veriö vel tekið á vinnustaö og er það ólikt þvi sem gerist i löndum eins og Austurriki eöa Sviþjóð. Þar eru flóttamenn oft litnir hornauga og ekki vel séð ef þeir komast 1 góöar stöður á tiltölulega stuttum tima. Andinn á þessum vinnustað er góður og það er tekið tillit til breyttra viöhorfa i lifi minu.” Eru mikil samskipti meöal Pók verjanna sem komu hingað I maímánuði? „Þaö er kannski dálitiö erfitt fyrir mig aö tala um það. Við höf- um undanfarið verið önnum kafin við að koma okkur fyrir. A íslandi ætlum viö að búa, svo mikiö er vist. Aðrir af þessum hópi eru dá- litiö tvistigandi. Maður hefur heyrt út undan sér að fólk sé að vega og meta hin og þessi lönd, er ekki alveg búiö aö ákveða hvort ■ það vill dvelja hér á landi. Fólk er að velta þvi fyrir sér hvort lifs- kjör séu ekki betri annarsstaðar en hér. Við höfum haldið okkur fyrir utan þessa umræðu þannig að samskiptin hafa ekki verið svo ýkja mikil.” Talið barst nú að lifinu og til- verunni I Póllandi og þaö var ekki örgrannt um að beiskju gætti hjá Klonovski i garð pólskra yfir- valda. Hann kvaðst þó fylgjast með framgangi mála á HM á Spáni með áhuga, og var ánægöur meö frammistöðu Pólverja þar; sagði að Pólverjar hefðu átt að vinna Sovétmenn. Hann var spurður að þvi hvenær ákvörðun- in um að yfirgefa land hefði verið tekin. ,,t nóvember I fyrra — man nú reyndar ekki dagsetningu ná- kvæmlega— fórum við úr landi. Það ber aö geta þess að i Póllandi var þá allt með kyrrum kjörum, óeölilega rólegt. Lognið á undan storminum, ályktaöi maður. Við fréttum frá nokkrum vinum okkar að eitthvaö væri i aösigi. 1 lok nóvember lögðum viö upp. Herlögin tóku svo gildi um miöjan desember. Okkur tókst aö útvega nauðsynlega pappira á þartil- geröum skrifstofum undir þvi yfirskini að við værum að fara i sklðaferöalag til Austurrikis. Ég er handviss um að maðurinn sem lét okkur fá nauðsynlegar áritan- ir hafi vitað hvað vakti fyrir okk- ur: Ég á ekki von á að viö sjáumst aftur. Gæfan fylgi ykkur, sagöi hann. Yfirvöldin voru ekki að letja fólk til aö fara ef þaö vildi og það var tiltölulega auðvelt á þess- um tima aö fá áritun upp á eitt- hvert ákveðið feröalag. Skiða-j feröalag til annarra landa er t.d. i nokkuö sem Pólverjar sækja ekki i mikið i. Ég man aö það var föstu- dagur þegar viö lögöum upp ak-, andi i eigin bll. Viö skildum allt | eftir, ibúöina meö húsgögnum,j peninga og annað. Við komumst svo nokkurn veginn klakklaust til Austurrikis. 1 Tékkó lentum við i, smávegis erfiöleikum. Það var veriö aö tefja för okkar að þvi er virtist algerlega að ástæðulausu. Við komum til Austurrikis um helgi og það var ekki fyrr en á mánudegi sem við báðum um hæli sem pólitiskir flóttamenn. Við vorum i 6 mánuði i Austur- riki, áttum þess kost að fara til Kanada og Nýja Sjálands auk Is- lands, en völdum að fara hingaö.” Lengra varö samtaliö ekki. Hann vildi koma þakklæti á fram- færi til þeirra fjölmörgu aðila sem hefðu hiálDaö honum oe fiöl- skyldu hans á einn eða annan hátt, einkum þó starfsmönnum Rauða Kross tslands hér á landi. — hól. „Okkur hefur verið vel tekið á vinnustað, og er það ólikt þvisem gerist flöndum eins og Austurriki og Sviþjóð” Mikil velvild í garð þessa fólks — segir Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri Rauöa Kross íslands Þann 28. mai siðastliðinn komu hingað til iands 23 Pól- verjar sem i kjölfar atburðanna i Póllandi höfðu ákveðið að fiytjast frá föðurlandi sfnu og setjast að annarsstaðar fyrir fullt og fast. Með komu Pólverj- anna tóku tslendingar sitt stærsta skref i viðleitni þjóða tii að mæta hinum mikia flótta- mannastraumi frá Póllandi. Rauði Kross tslands hafði milligöngu með að taka á móti Pólverjunum. Rauöi Krossinn gekk i að útvega þeim húsnæði, atvinnu og rétta þeim hjálpar- hönd á alian mögulegan hátt. Nú er rúmur mánuður siðan Pdlverjamir komu og mætti halda að eitthvaö sé fariö aö hægjastum hagi þeirra. Jón As- geirsson framkvæmdastjóri Rauða Krossins á íslandi var m.a. inntur eftir þvi hvernig gengið hefði aö finna húsnæði fyrir flóttafólkið. „Þaö hefur gengið vel. Viö er- um búnir að finna hentugt húsa- skjól fyrir állar þessar fjöl- skyldur en ein kona, sem upp- haflega ætlaði að vera i sambýli meö öörum, hefur beöið um ein- staklingsibúö. Við höfum verið aö svipast um eftir ibúð fyrir hana og vonumst til að leysa það mál bráölega. Strax þegar viö fengum að vita aö þetta fólk væri á leiöinni, sem við fengum með litlum fyrirvara, auglýstum við eftir fólki, einstaklingum og fyrir- tækjum sem gæti séð af hús- munum o.þ.h. Von bráöar streymdu inn til okkar húsgögn, heimilistæki og fleira. Ég hef fundiö fyrir mikilli velvild i garð þessa fólks og margir hafa lagt á sig mikla vinnu endurgjalds- laust.” Er þetta fólk búið aö fá vinnu við sitt hæfi? „A.m.k. einn aðili úr hverri fjölskyldu hefur fengiö atvinnu og flestir þeirra viö sitt fag. Einn læknir var i hópnum og hann fékk vinnu hjá Landspital- anum, efnafræöingur fór til Fóðurblöndunar h/f Einn hefur fengiö vinnu i járnsmiöju og annar tekið til starfa hjá Lýsi h/f. Þá hefur ein kona starfað i Sjóklæðagerðinni, en kona sem starfaði sem tölvuforritari I heimalandi sinu hefur enn ekki fengiö starf. Af þessum hóp má minna á að 3 fóru til Akureyr- ar.” Hvernig miðar islensku- kennslunni? „Við fórum strax af stað með íslenskukennslu um leiö og þetta fólk kom hingað til lands. Húnvar áhverjum degi, en sið- an var hún minnkuð niður i eina kennslustund i viku hverri. Jón Gunnarsson kennari hefur séð um þessa kennslu og á ég von á að kennslan haldi áfram i haust,” sagði Jón. Jón var að lokum spurður hvort einhver óvænt vandamál hefðu skotiö upp kollinum i sambandi við veru Pdlverjanna * hér á landi og hvort þeir ætluðu sér allir aö dvelja hér á tslandi til langframa. Sagði Jón, aö eins og gefur aö skilja, þá kæmu upp ýmis vandamál þegar fólk, auralaust og eignalaust kæmi í land þar sem framandi tungumál væri talað. Hann sagði að þeir hjá Rauða Krossinum og fleiri aðil- ar hefðu gengist i aö leysa slik mál og eftir þvi sem hann best vissi heföi þaö tekist vel. Hann sagði að pdlska fólkið hefði komið hingað með það fyrir augum aö setjast hér að; Island yröi ekki stökkpallur á leið til Bandarikjanna eða annars lands. —hól. Jón Asgeirsson framkvæmdastjóri Rauða Krossins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.