Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJjÖÐVILJINN Helgin. 10.-11, jlill I?8?
Framhald af 19. si&u.
ar vinnustöðvunin hófst, i öðru
lagi, að málsóknir yrðu engar
hafnar út af vinnudeilunni, og i
þriðja lagi, allt starfsfólk verk-
smiðjanna yrði framvegis i Iðju.
Þá voru það forsendur tilslökun-
arinnar, að umboðsmenn S.l.S.
hæfu samninga þá um kvöldið. Ef
skilyrðum þessum yrði hafnað,
skyldi aðflutningsbannið á versl-
anir K.E.A. aftur taka gildi kl. 10
næsta morgun.”
„Hvernigfór?”
„Það urðu straumhvörf i deil-
unni, verkafólki til ófarnaðar,
Þött skilyrði verkfallsstjórnar-
innar væru ekki uppfyllt, settust
fulltrúar Iðju að samningum við
fulltrúa verksmiðjueigenda,
Avöxtur þessarar afsláttarpóli-
tikur kom fram i tilboði atvinnu-
rekenda, sem var minnst lengi á
eftir. Var það lagt fyrir fund i
löju, aö kvöldi laugardagsins 13.
nóvember. Auk félaga i Iðju töl-
uðum við Halldór Friðjónsson
gegn tilboðinu, og held ég, að við
höfum aldrei talað af minni æs-
ingu en i það sinn. Tilboðið var
strádrepið.”
„Tólf daga verkfall mun þ<5
hafa reynt á þolrif verkfalls-
manna?”
„Verkfallsstjórnin krafðist að
aðflutningsbann yrði aftur sett á
verslanir K.E.A. en erindreki
Alþýðusambandsins lagðist ekki
aðeins gegn þvi, heldur gekk
lengra. Hann kvaðst mundu fara
fram á það á fundi i Iðju að kvöldi
15. nóvember, að hún gengi til
sérsamninga við K.E.A. á grund-
velli tilboðsins, sem hafnað hafði
verið. Hafði hann sitl mál i gegn i
verkfallsstjórninni meö 7 atkvæð-
um gegn 5, en 3 voru íjarverandi.
Á fundi Iðju f lutti hann mál sitt af
miklu kappi, og taldi jafnvel
kjark úr verkafólkinu, og fékk
umboð til sérsamninga sam-
þykkt. Alþýðuflokkurinn hafði þá
samvinnu við Framsókn um
rikisstjórn og gekk stjórn Alþýðu-
sambandsins hér erinda hennar.
Sendi hún meira aö segja mann á
fund Brynjólfs Bjarnasonar i þvi
skyni að biðja hann að tala um
fyrirmér.”
„Iðja gerði sérsamning við
K.E.A. 16. nóvember þegar verk-
fallið hafði staðið i 14 daga. Af-
leiðingin varð sú, að aðrir at-
vinnurekendur hélduað sér hönd-
um um samningstilboð i viku, 7
daga. Við kommúnistar kröfð-
umst þess, að verkíallsstjórnin
kæmi saman til fundar sunnudag-
inn 21. nóvember, en hún hafði
engan fund haldið, eftir að sér-
samningurinn var gerður. Á
fundinum kröfðumst við þess aö
aðflutningsbann yröi sett á S.I.S.
en erindreki Alþýðusambandsins
hafði áskilið verkfallsmönnum
rétt til þess, i samningaviöræðum
sinum um sérsamningana, ef ekki
drægi saman. Erindrekinn féllst á
að gangast eftir þvi, en næsta
kvöld hélt stjórn Alþýðusam-
bandsins fund um málið, og sá sér
ekki fært að setja aðílutnings-
banniðá.”
„Mál hafa þá verið komin i
nokkra sjálfheldu.”
„Sáttasemjari bar l'ram sátta-
tillögu sem lögð var fyrir deiluað-
ila þriðjudaginn 23. nóvember,
þegar verkfallið haí'ði staðið i
þrjár vikur. 1 flestum greinum
fylgdi tilboð sáttasemjara þvi til-
boði atvinnurekenda, sem Iðja
felldi 13. nóvember. Aðeins var
hækkað kaup karlanna á siðari
hluta fyrsta starfsárs, og kvenna
lika á siðari hluta fyrsta starfsárs
og á öðru og þriðja ári. A fundi
Iðju var tillaga sáttasemjara
felldmeð27 atkvæðum gegn 3.”
„Hve lengi stóö verkfallið? ”
„Atvinnurekendur þrjóskuðust
við eina viku enn. Að henni liðinni
bar sáttasemjari l'ram nýja
sáttatillögu, sem fól i sér tals-
verðar kjarabætur aðallega fyrir
starfsfólk Gefjunar. Var hún
samþykkt á fundi Iðju aö kvöldi 1.
desember. Verkallið hafði þá
staðið i réttan mánuð.”
„Hvaða dóm leggur þú á þetta
verkfall?”
„1 þessari vinnudeilu var Iðja
viðurkennd sem samningsaðili
um kaup og kjör iðnverkafólks á
Akureyri. Og var það megin-
árangur deilunnar, og merkur
afangi. En þær kjarabætur sem
iðnverkafólk fékk að þessu sinni
voru raunaíega íitíar. Og endalok
aeuunnar voru ekkí i samræmi
við undirbúning hennar.”
Rvk.9. júni 1982
Haraldur Jóhannsson
Manuela: „Leikur eins og frá öftrum heimi
Manuela Wiesler gerir víðreist á Norðurlöndum:
„Flautusnillingur frá Islandi”
segir
í dómum
Manuela Wiesler hefur
leikiö einleik og samleik á
hljómleikum í Noregi og
Danmörku undanfarna
mánuði og nú hafa Þjóö-
viljanum borist umsagnir
um ieik hennar og eiga tón-
listargagnrýnendur varla
orð til að lýsa hrifningu
sinni.
I mars voru þrir ungir norrænir
einleikarar með tónleika I Kong-
svinger I östfold I Noregi. Þetta
voru auk Manuelu sænski fiðlu-
leikarinn Dan Almgren og danski
pianóleikarinn Anne öjland. Odd
Holm gagnrýnandi östlendingen
segir að allir þessir listamenn séu
á heimsmælikvarða en þegar
komið var að Manuelu Wiesler
hafi hún sprengt allar fyrri hug-
myndir i loft upp um flautuleik og
verið mesta opinberun kvöldsins.
Hún lék Sónötu I a-moll eftir
C.Ph. E. Bach, Incantation eftir
Jolivet og Kalais eftir Þorkel
Sigurbjörnsson. Um siðastnefnda
verkið segir Odd Holm að hann sé
ekki með öilu ókunnugur flautu-
leik og flaututækni en túlkun
Manuelu á þvi hafi verið eins og :
ólýsanleg kennslustund.
Erik Svenke Solum segir i
Glámdalen að Manuela hafi haft
svo fullkomið vald á hljóðfæri
sinu að sjaldan hafi annað eins
heyrst þar um slóðir. „Tónninn
var svo skinandi hreinn og
bjartur og blásturinn algjörlega
fyrirhafnarlaus. Hin músikalska
innlifun og tilfinning var djúp og
ekta”, segir hann.
Þá voru einnig sömu einleik-
arar með tónleika i Lillehammer
I Noregi og segir Kolbjörn Myd-
land I blaðadómi að Manuela
Wiesler hafi leikið á flautu sina
eins og frá öðrum heimi. Eftir
mörg hástemmd lýsingarorð
segir hann að það sé ótrúlegt aö fá
að hlýða á slikt. Nils Tön segir I
öðrum blaöadómi að Manuela sé I
fágætur flautusnillingur og hafi
leikið svo „sjarmerandi” og
„elegant” að hún hafi bókstaflega
náð áheyrendum á sitt vald.
1 mai mánuði lék Manuela
Wiesler einleik með tltvarps-
hljómsveitinni I Kaupmannahöfn
undir stjórn Gunnars Staern. Hún
lék þar Eurydice eftir Þorkel i
Sigurbjörnsson. Hans Voigt segir
i Berlinske Tidende að Manuela
hafi leikið stórkostlegan flautu-
leik og hafi hann i senn verið af
háum gæðum og I þjónustu
kvennamálstaöarins en þar er
Orfeus-goðsögnin sögð frá hliö
Evridisar.
1 lok júni stjórnaði Páll Pampi-
chler Pálsson tónleikum Fil-
harmonikerna I Konserthúsinu i
Stokkhólmi og var Manuela ein-
leikari. Hún lék þar einnig Euri-
dice eftir Þorkel og flautukonsert
eftir Mozart. Carl-Gunnar Ahlén
skrifar dóm i Svenska Dagbladet
og talar um hana sem hinn
dæmalausa flautuleikara og fer
um tónlist hennar hástemmdum
orðum.
Hans Wolf skrifar um sömu
tónleika i Dagens Nyheter og
segir að Manuela hafi ekki látiö
sér nægja að spila meltheldur sett
sterk persónuleg einkenni á flutn-
inginn.
Þá lék Manuela einnig einleik
með Gotlandskvartettinum á tón-
leikum sem haldnir voru til heið-
urs Hilding Rosenberg niræöum
og spilaði hún þar sólósónötu eftir
hann. Lars Hákansson segir i
blaðadómi að það hafi verið
músikölsk hátiðarstund að hlusta
á einleik Manuelu. Þar segist
hann fyrst og fremst eiga við hið
einstaka samband sem þessi
gáfaði flautuleikari nær við
áheyrendur og hún sé að honum
vitandi eini flautuleikarinn sem
spilar verk sin utan að án nótna.
Þess vegna komi nóturnar ekki
upp á milli áheyrenda og flautu-
leikarans. Hann segir aö hún leiki
frjálst og án spennu og þaö gefi
flutningi hennar aukiö gildi. „Það
er mikið hægt að læra af þessum
flautusnillingi frá Islandi”, segir
hann, „mikið sem aldrei lærist i
skóíum og akádemlum”. Hann
segir að túlkun hennar á sóló-
sónötu Rosenbergs hafi verið létt
og leikandi og full af gamansemi
og flautugleði.
(GFr þýddi og endursagði)
Kristján Jóhannsson, óperu-
söngvari og Guftrún Kristins-
dóttir, planóleikari munu dagana
10.—28. júli sækja heim Austfirð-
inga og Norftlendinga i tónleika-
för, og einnig sækja heim Vest-
mannaeyinga 31. júll. Söngur
Kristjáns hefur þegar vakið
mikla athygli og hrifningu bæði
hérlendis og erlendis, en hann
hefur nýverift skrifaft undir
samning vift English National
Óperuna I London og heldur
þangaft næsta haust til aft syngja I
Madame Butterfly.
Þetta er tvimælalaust ein
mesta viðurkenning sem islensk-
um söngvara hefur hlotnast er-
lendis nú á siðari árum, en Krist-
ján hefur einnig skrifað undir
samning viö English Northern
óperuna i Bretlandi og mun
syngja þar i vetur lika. Þess má
geta, að Kristján hlaut mikið lof
fyrir túlkun sina á hlutverki Ro-
dolfo I La Bohéme, þegar óperan
var flutt i Þjóðleikhúsinu á sið-
asta ári.
Guðrún Kristinsdóttir leikur
undir hjá Kristjáni, en hún er
þjóðkunn orðinn fyrir undirleik
sinn með ýmsum af virtustu
söngvurum Islendinga.
Á efnisskránni verða söngvar
og ariur eftir bæði innlenda og er-
lenda höfunda, s.s. Gounod, Bizet,
Verdi, Leoncavallo, Tosti, Car-
dillo, Rossini, Donizetti, Puccini,
Tónleikaferð um Austur- og Norðurland:
Kristján Jóhannsson syngur
Sigfús Einarsson, Sigurð Þórar-
insson, Sigvalda Kaldalóns og
fleiri.
Tónleikarnir verða sem hér
segir:
Egilsstöðum laugardaginn 10. júli
i Valaskjálf kl. 17
Neskaupstað mánudaginn 12. júli
i Egilsbúð kl. 21
Reyðarfirði miðvikudaginn 14.
júli i félagslundi kl. 21
Siglufiröi föstudaginn 16. júli i
kikrjunni kl. 21.
Hvammstanga sunnudaginn 18.
júli i félagsheimili kl. 21
Blönduósi þriðjudaginn 20. júli i
félagsheimilinu kl. 21
Skagafirði miðvikudag 21. júli i
Miðgarði kl. 21
Raufarhöfn föstudaginn 23. júli i
Hnitbjörgum kl. 21
Aðaldal sunnudaginn 25. júli að
Ýdölum kl. 21
Akureyri miðvikudag 28. júli i
Iþróttaskemmunni kl. 21
Vestmannaeyjum laugardaginn
31. júli i Leikhúsinu kl. 21
Aðgöngumiðar verða seldir
einum og hálfum tima fyrir tón-
leika.
Kristján Jóhannsson 1 hlutverki Rodolfos I La Bohéme.