Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓDVILJINN; Helgin 10.-11. júll 1982 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Ótgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Vramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Fréttastjóri:Þórunn Siguröardóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson'. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiösiustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Ólafsson, Magnús H. Gislason. ólafur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sig- urdórsson, Sveinn Kristinsson, Vaiþór Hlöðversson. lþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson Otlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkaiestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar:Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi: 8 13 33 Prentun: Blaöaprent hf. ritstjórnargrein úr almanak inu Ekki beöið í heilt ár Tveir forystumanna Alþýðubandalagsins hafa i blaðinu gert nokkra grein fyrir þeim efnahagserfið- leikum sem við er að etja, nauðsyn róttækra ráð- stafana og forsendum sem fyrir hendi eru til gagn- aðgerða. Útlit er fyrir að þjóðarframleiðsla dragist sam- an i fyrsta sinn um árabil, og að þjóðartekjur minnki á þessu ári um 3-6%. Samdráttur útflutn- ingsframleiðslu og þjóðartekna mun hafa keðju- verkandi áhrif á alla atvinnustarfsemi og viðskipti og getur leitt til verulegs atvinnuleysis i flestum at- vinnugreinum að nokkrum tima liðnum, nema rót- tækar gagnráðstafanir séu gerðar. önnur einkenni vandans eru vaxandi verðbólga, sem hlýst af auknu gengissigi i þágu útflutningsatvinnuvega og ört vaxandi halli i utanrikisviðskiptum sem gæti sökkt þjóðinni i skuldafen. Verðtryggingarstefnan hefur skapað veruleg vandamál og lánsfjárþurrð er i ( bönkum. Vaxtakjör á erlendum lánum hafa versnað um 40% að meðaltali og gjaldeyrisstöðu hrakað. Þá hafa markaðir fyrir sauðfjárafurðir brugðist. Og varla þarf að minna á taprekstur stóriðjufyrirtækja i landinu. Það er ljóst að veigamestu orsakir hins bráða vanda sem fyrir liggur að glima við má rekja til ut- anaðkomandi ástæðna og hinnar djúpu kreppulægð- ar sem rikir allt i kringum okkur. Á hinn bóginn er stjórnkerfi efnahagsmála einnig þannig háttað hér á landi að á þvi þarf að gera verulegar breytingar. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins segir i viðtali við blaðið að flokkurinn muni leggja áherslu á heildaraðgerðir á efnahagssviðinu sem byggjast á félagslegum viðhorfum flokksmanna, kröfu um jafnari skipti i þjóðfélaginu, og fyrirheit- um stjórnarsáttmála núverandi stjórnar um fulla atvinnu. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra átelur út- breitt óraunsæi fjölmargra hagsmunahópa i land- inu sem imynda sér að þeir geti náð fram umtals- verðri breytingu til batnaðar á afkomu sinni, þrátt fyrir þá djúpu kreppulægð sem allir verði að horfast i augu við. I stað hvetjandi bjartsýni sé alltof mikið um botnlaust óraunsæi. Þeir Ragnar og Svavar ræða báðir stöðu rik- isstjórnarinnar sem hefur ótraustan meirihluta á þingi. Formaður Alþýðubandalagsins segir að stjórnin muni ekki vinna sig fram úr vandanum né veita þá leiðsögn sem nauðsynleg er,nema að staða hennar sé traust á Alþingi. Fjármálaráðherra gefur þá yfirlýsingu i grein sinni, að rikisstjórn, sem meti aðstæðurnar þannig að ekki sé kostur á nauðsynleg- um gagnaðgerðum i efnahagsmálum, muni ekki biða aðgerðarlaus i heiit ár eftir lögmætum kosn- ingum. I máli þessara forystumanna Alþýðubanda- lagsins kemur fram að flokkurinn mun vera þeirri venju sinni trúr að hlaupa ekki frá vandamálunum. Hann mun taka á málum af fyllsta raunsæi með jafnaðarkröfu að leiðarljósi. Hingað til hefur verið gott samkomulag innan rikisstjórnarinnar um að ná fram málamiðlunum og engin sérstök ástæða til þess að ætla annað en að enn sé áhugi fyrir sliku, enda hefur Gunnar Thoroddsen verið staðfastur i þeim ásetningi sinum að sitja út kjörtimabilið. Hinsvegar hrekkur sá vilji skammt, sé bakhjarl forsætisráðherra á þingi brostið. — ekh. Kjörin setja Nú er liöin rúm vika siöan kjarasamningar voru undirrit- aöir þar sem alþýöustéttunum var skenkt 4% kauphækkun og 2.9% visitöluskeröing strax 1.] september i haust. Lágmarks- launin i verkalýöshreyfingunnií veröa samkvæmt nýjustu tölumj rúmlega 7000 krónur og þykirí vist engum mikiö. I kjölfar samninganna kom skattskráin i Reykjavik út. Þar kom i ljós þaö sem allir vissu aö þeir Páimi i Hagkaup og Þor- valdur i Sfld og fisk hafa tals- vert meira en 7000 krónur á mánuöi, enda vist eölilegt þar; sem þeir hafa lagt hart aö sér viö aö afla verömætanna sem viö pöpullinn lifum á. I Þjóöviljanum á fimmtudag birtust niöurstööur i könnun á vinnustööum og vinnuslysum sem unnin var á siöasta ári á meöal iönaöarmanna I Reykja- vik og á Akureyri. Þar kom i ljós aö rúmlega fimmti hver iönaöarmaöur haföi oröiö fyrir vinnuslysi á siöustu 12 mánuö- um og aö um 6000 manns koma á Slysavaröstofuna á ári hverju á manninn mark eða var einhver að tala um stéttaskiptingu? vegna áverka sem þeir hafa hlotiö á sínum vinnustaö. Þegar nýi meirihlutinn tók við i höfuöborg landsins i siöasta mánuöi var strax ákveöiö aö fækka borgarfulltrúum niöur i 15 á ný vegna þess aö þeir 6 borgarfulltrúar sem settir höföu veriö á til viöbótar væru allt of dýrir fjárhag borgarinnar. Um sama leyti var dregin fram I dagsljósið sú staöreynd aö sam- anlögö laun þessara 6 borgar- fulltrúa gera ekki meira en aö nema launum borgarstjórans eins, Daviös Oddssonar! Vanúi togaraútgeröar á Is- landi er mikill um þessar mund- ir sem og endranær, og þvi hafa stjórnvöld setið á rökstdlum viö aö finna leiöir til aö bjarga skút- unni frá þvi aö sökkva. Ein hug- myndiner sú aö landslýöur gefi úrgeröarmönnum ca þriöjung oliuverös, aö landslýöur gefi frystihúsaeigendum um þaö bil lOOmilljónir króna í formi eftir- gjafar á söluskatti og aö togara- eigendur fái aö hækka fiskverö- iöán þess aö sú hækkun komi öll til skipta á milli sjómannanna sjálfra, þ.e. þeirra sem draga aflann aö landi. Þegar veröbætur á laun voru reiknaöar út 1. júni sl. kom i ljós aö veröbótahækkunin til ráö- herra, hæstaréttardómara og borgarstjóra nam mánaöar- tekjum meöaljóns i Verka- mannasam ba ndinu. Þessir fyrrnefndir heiöursmenn fengu allt aö 8000 krónur i launahækk- un en meðaljóninn aðeins 800 krónur ofan á sin laun. Þaö er litiö hús hér á baklóð Þjóöviljans sem staöiö hefur þar um áratuga skeiö og undan- farin 6 ár i óþökk málgagnsins þar sem vér viljum gera bila- stæði þar sem kofinn stendur. Já, þetta er kofi, enda þótt þar búi einsetumaður, sem ekki hef- ur getaö séö náö fyrir augum Féiagsmálastofnunarinnar I Reykjavik þegar hann hefur leitaö hófanna meö aö fá sóma- samlegt húsnæöi. Hann veröur væntanlega enn um sinn aö láta sér nægja kalt vatn, oliukynta Valþór Hlöðverssorí skrifar miöstöö og hripleka glugga. A sama tima safnast menn i þús- undavis við skrifstofur borgar- stjórnar og heimta fleiri lóöir til að geta byggt milljónahús yfir sig og sina. Ég hygg aö þessi 7 dæmi, sem vissulega eru tekin af handa- hófi, segi meira um stéttaand- stæöurnar á Islandi en langir talnadálkar eöa fræöilegar rit- geröir. Núna hefur veriö viö völd i þessu landi rikisstjórn sem Alþýöubandalagiö á aöild aö og hefur flokkurinn dyggi- lega stutt viö bakiö á fulltrúum sinum i stjórnkerfinu. „Okkar menn” hafa nú setiö viö þá kjöt- katla sem flestum ylja i 4 ár og eftir þvi sem Mogginn segir, haft fingurinn á slagæð þjóöfé- lagsins og tögl og hagldir i þeim bastaröi sem stundum hefur veriö nefndur rikisstjórn Gunn- ars Thoroddsens og Eggerts á Bergþórshvoli. En foringjar okkar hafa bar- ist á fleiri vigstöðvum. Okkar menn i verkalýöshreyfingunni hafa og veriö býsna duglegir við aö berja á helv... kapitalistun- um —-eöa hvaö? Svo langt sem elstu menn muna hefur eitt af grundvallarsjónarmiöum Al- þýöubandalagsins varöandi kjaramál falisti þvi viöhorfi aö aldrei skuli skeröa veröbætur á laun. Aö öflugasta aöferö fjár- magnsaflanna viö aö niöa niöur kjör alþýöustéttanna væri aö magna upp veröbólguna og þvi væri eina ráöiö gegn þeim fjanda aö koma á óskertum veröbótum á laun. En hvaö hef- ur gerst? Hvernig hefur flokk- urinn brugöist viö þar sem afls hans hefur notiö viö? 1 rikis- stjórninni ákvaö flokkurinn aö kyngja ölafslagavisitölunni þar sem stórfelldir fjármunir voru færöir úr vösum launafólks yfir i hit peningajöfranna. Tilgang- urinn var auðvitaö sá að „bjarga þjóöabúinu” og ráð- herrasósialismi flokksins hafði auðvitað fullan skilning á „þörf- um atvinnuveganna”. Innan verkalýöshreyfingarinnar reyndu menn þó aö malda i mó- inn en gáfust upp þegar reikni- meistarar Þjóöhagsstofnunar höföu sannfært þá um aö hvergi væri peninga aö hafa til bjargar „undirstööua tvinnu vegunum ’ ’ nema i kistuhandraða öreigans. Og þaö var „sæst” á aö skeröa laun manna I landinu um 2.9% i haust, ekki bara hæstarréttar- dómaranna, ráöherranna og borgarstjórans, heldur og þá hungurlús sem Sóknarkonan, Dagsbrúnarmaöurinn og Iöju- fólkið hefur til aö kreista mill- um fingra sér. Eg hygg aö einhverjum þyki nóg komið i umræöunni i mál- gagni sdslalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis. En viö sem störfum hér á Þjóðvilj- anum erum mörg hver oröin þreytt á þvi aö verja frammi- stööu foringjanna á vettvangi dagsins. Eöa hvers vegna eru veröbæt- ur á laun láglaunafólksins i landinu skertar? Hvar er jafn- launastefná verkalýöshreyfing- arinnar og Alþýöubandalags- ins? Hver hefur gefiö verka- lýðsleiötogum leyfi til aö semja um 7000 króna lágmarkslaun? Hvers vegna borga Eimskip og önnur tugmilljóna fyrirtæki engan skatt til samneyslunnar? Hvers vegna er þaö látiö liöast aö ráöherra hafi 5föld laun verkamannsins? Hvers vegna er þaö látiö liöast aö hæstu skattgreiöendur I Reykjavik hafi allt aö 40föld laun láglauna- mannsins? Og siöast en ekki sist: Hvern fjandann erum viö aö gera i þessari rikisstjórn? Spyr sá sem ekki veit.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.