Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓBVILJINN Helgin 10.-11. júll 1982 Um verkalýðsmál á Akureyri á kreppuárunum__ Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði Sumardag einn 1973 heimsótti ég Steíngrim Aðalsteinsson og ræddi við hann um verkalýðsmál á Akureyri á kreppuárunum. Eins og alkunna er, var Steingrímur á þeim árum formaður Verkamanna- félags Akureyrar og bæjarfulltrúi á Akureyri, en síðar alþingismaður og loks formaður Sósialista- félags Reykjavíkur. t fyrstu spurði ég hann um upp- vaxtarár hans. „Hvar og hvenær ertu fæddur, Steingrimur?” „Ég er fæddur 13. janúar 1903 að Mýrarlðni í Glæsibæjarhreppi. Þaö er skammt utan við Akur- eyri.” „Ertu af eyfirskum ættum?” „Já, foreldrar minir voru bæði Eyfirðingar. Móðir min hét Krist- björg Þorsteinsdóttir, bónda á Mýrarlóni, en faöir minn hét Aðalsteinn Hallgrímsson. Faðir hans var framan af ævi búsettur i Hörgárdal, en fluttist siöan inn i Eyjafjörð.” „Hve mörg voruð þið syst- kinin?” „Við vorum sex, og var ég næstelstur, ári yngri en Kristin systir min, sem var elst. Bræöur minir eru Jónas, Ólafur, Karl og Eiður, sem er dáinn.” „Ólstu upp aö Mýrarlóni?” „Foreldrar minir fluttust i Glerárþorp þegar ég var á fyrsta ári. Þar reistu þau litið býli, eins og tiðkaðist á þeim árum. 1 kringum það var litill túnblettur, og áttu þau nokkrar kindur. Faöir minn stundaði sjóinn. Árið 1914 kom hann eitt sinn fárveikur i land, haföi fengið lungnabólgu af kulda og vosbúð. Hann var lagður á sjúkrahús og dó þar.” „Þú hefur þá verið ellefu ára.” „Móðir min stóð uppi með okkur börnin. Hún vann eins og hetja alla daga. Þá var mikill saltfiskur verkaður og sól- þurrkaður, breiddur á Glerár- eyrum. Þangað sótti hún vinnu. A sumrin þegar sild veiddist, salt- aði hún meðal annars úti i Jötun- heimum. Einn bræðra minna tók Stefán bóndi á Varðgjá að miklu leyti til sin. Og ég var um tima inn i Eyjafirði, fyrst á Hliðarhaga i firöinum vestanverðum, undir fjöllum að kalla, og siðan á Gilsá. Yngri bræðurnir voru i sveit á sumrin og léttu þá á heimilinu, og þegar þeir stálpuðust hjálpuðu þeir til. Þetta bjargaðist ailt saman, mamma þurfti aldrei að þiggja af sveit.” „Hvar gekkstu á barnaskóla?” „1 Glerárþorpi var barnaskóli, 8 vikur á vetri, og gekk ég á hann þangað til pabbi dó. Eftir að ég fór inn i Eyjafjörð, sótti ég far- skóla, sem lika stóð 8 vikur á vetri. Einn veturinn forfallaðist ég vegna veikinda, ekki alvar- legra þó. 011 min barnaskóla- ganga var samtals 28 vikur. „Fékkstu frekari tilsögn?” „A sextánda ári, haustið 1919, varö ég vinnumaður á Æsu- stöðum, og var þar i tvö ár. Þá var Gunnar Benediktsson prestur á Saurbæ, og var ég nokkurn tima hjá honum við nám. Gunnar var ágætur kennari, en hann þjónaði sjö kirkjum, öllum Eyjafirði, og haföi litinn tima aflögu til kennslu. Vorið 1922 skreið ég þó upp I annan bekk Gagnfræðaskól- ans á Akureyri.” „Þá hefur þinn hagur væi^k- ast?” „Mér féll ágætlega i Gagnfræöaskólanum. Siguröur Guömundsson skólameistari Steingrlmur Aðalsteinsson. kenndi islensku, og hafði ég áhuga á henni, svo að sæmilega fór á með okkur. Sögu kenndi Brynleifur Tóbiasson, Árni Þor- valdsson ensku, mjög viðfelldinn maður, dálitið sérkennilegur þó, Hulda Stefánsdóttir dönsku, og Lárus Rist leikfimi. Annan vetur minn I skólanum kenndi Davið Stefánsson i forföllum Brynleifs, og það var gott að vera með Davið Stefánssyni, hvar sem var.’ „Viltu minnast á einhverja sambekkinga þina?” „Þeir voru náttúrlega all- margir. Ég get nefnt Þórarin Björnsson skólameistara, Eirik Brynjólfsson, lengi ráösmann á Kristsneshæli, og Jónas Halldórsson, sem var úr Eyja- firði.” „Hvenær laukstu gagnfræða- prófi?” „Voriö 1924.” j „Það þótti góð menntun i þá daga.” „0 já. Ég taldi mig ekki hafa möguleika á lengra námi. Gagn- fræðaskólanum á Akureyri var ekki breytt f menntaskóla, fyrr en nokkrum árum siöar. Ég lét þess vegna við þetta gagnfræðapróf sitja. Mikið gagn hafði ég áreiö- anlega af þessu námi, þótt ekki, væri lengra.” „Hvað tók þá við?” „Verkamannavinna. Ég tók þá vinnu, sem bauðst, en atvinnuá- standið var misbrestasamt. Einn vetur, 1926-1927, tók ég farkennslu austur á landi, I Fáskrúðsfjarðar- fræðsluhéraði, eins og það var nefnt. Ég kenndi á tveimur bæj- um á Reyöarfjarðarströnd og á einum i Fáskrúðsfirði.” „Hvernig lét þér kennslan?” „Mér þótti gaman að vera meö þessum börnum. Og eftir getu reyndi ég að hjálpa þeim. Viö Reyðarfjörö var Hafranes annar bærinn, sem ég kenndi Þar var steinhú, góð hibýli, og i heimili voru tveir til þrir tugir manna. A meðal barna i farskólanum þar voru unglingar, sem komnir voru af barnaskólaaldri, og reyndi ég að kenna þeim aukreitis.” „Lá leið þin svo aftur á eyr- ina?” „Já, ég fór aftur að vinna verkamannavinnu. Næsta ár, 1927, var stofnað verkamannafé- lag í Glerárþorpi, og var ég val- inn formaður þess. Þá fóru að hlaöast á mig ýmis störf.”,,Varla hefur Verkamannafélag Glerár- þorps verið fjölmennt I fyrstu?” „Mig minnir, að stofnfélagar þess hafi verið 22. Fyrstu tvö árin var dauft yfir félagiiiu, en síðan hjarnaði það við.” „Varstu i Alþýðuflokknum á þessum árum?” „Satt aö segja hafði ég litiö kynnst róttækum skoðunum, áður en ég fór að starfa að verkalýðs- málum, en þá hlaut ég lika að sinna stjórnmálum, svona með einum og öðrum hætti. Erlingur Friðjónsson veitti þá Kaupfélagi verkamanna forstööu og sat i bæjarstjórn af hálfu verkalýðs- félaganna. Og verkalýðsfélögin sáu til þess, að hann var kjörinn þingmaður 1927, að mig minnir. Þótt ég teldi mig vinstri Alþýðu- flokksmann, var ég eiginlega aldrei I Jafnaöarmannafélagi Akureyrar.” II- „Lengi varstu kenndur við Verkamannafélag Akureyrar?” „Ég var kjörinn formaður þess i janúar 1930, þá fluttur inn á Akureyri.” „Og um skeið formaður eöa vara-formaöur Verkalýðssam- bands Norðurlands á þessum árum?” „Mig minnir að ég hafi veriö kosinn vara-formaður þess 1931, en Einar Olgeirsson formaður, og veriö formaður þess 1933—1934 og aftur varaformaður 1935.” „Varstu þá orðinn kunnugur Einari Olgeirssyni?” „Einar Olgeirsson varð kennari við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri, lærddmsdeild, og vann eftir það ötullega að verkalýðsmálum. Og kynntist ég honum þá. Strax eftir stofnun Kommúnistaflokks Islands 1930, tók kommúnista- félag til starfa á Akureyri, og gekk ég i það. Aður hafði ég ekki verið i pólitisku félagi.” „Þið áttuð hlut að Verka- manninum?” „ Verkamaöurinn hafði þá alllengi komið út, verið gefinn út af verkalýðshreyfingunni, og haföi Halldór Friðjónsson, bróðir Erlings, lengi verið ritstjóri blaðsins. Eftir að Kommúnista- flokkurinn var stofnaöur, eöa klauf sig út úr Alþýðuflokknum, máttum við okkar meira i rit- stjórninni og réðum loks blað- inu.” „Og ykkur tókst að halda Verkainanninum reglulega úti?" „Já, það tókst, en kostaöi tals- veröa vinnu og fjármuni.” „A ýmsu gekk i verkalýös- málum á þessum árum?” „Eftir stofnun Kommúnista- flokksins fóru kommúnistar með stjórn nokkurra verkalýðsfélaga norðanlands, einkum verka- mannafélaganna á Akureyri og Siglufiröi. Alþýðuflokkurinn og Alþýöusamband Islands voru þá ein skipulagsleg heild, og Alþýðu- flokkurinn sætti sig ekki við, að stjórn verkalýðsfélaga gengi honum úr höndum. Hann klauf verkamannafélögin á Akureyri og Siglufirði og stofnaði ný, en þau náðu ekki fótfestu.” „Þú fórst snemma i framboð fyrir Kommúnistaflokkinn?” „Asamt Gunnari Jóhannssyni var ég i framboði fyrir Kommúnistaflokkinn i Eyja- fjarðarsýslu 1933 og fengum við liðlega 250 atkvæði.” „Hvenær varstu kjörinn i bæjarstjórn Akureyrar?” „Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna á Akureyri bauð fram lista i bæjarstjórnarkosningunum i janúar 1934. Listinn hlaut 402 atkvæði og tvo fulltrúa kjörna, og var ég annar þeirra.” „Vinnudeilur norðanlands á fjórða áratugnum þóttu sögu- legar, einkum Nóvu-deilan 1933 og Iðjudeilan 1937.” „Nóvudeilan svonefnda i júli 1933 var fyrir margra hluta sakir merkileg. Þetta voru kreppu- og atvinnuleysisár. Verkafólk á Akureyri sem annars staðar var aðþrengt vegna atvinnuleysis og litilla tekna. Verkamannafélag Akureyrar bar upp þær kröfur við bæjarstjórnina haustið 1932, að hún stofnaði til atvinnufram- kvæmda þá um veturinn. Eftir miklar bollaleggingar tók bæjar- stjórnin á leigu tunnuverksmiðju sem Hjalti S. Espholin átti og stóö ónotuö. Lét bæjarstjórnin smiða þar um 30 þúsund sildartunnur i atvinnubótavinnu, en vildi ekki taká á sié áhættu af verkinu. Ef tunnurnar seldust illa, átti það að bitna á verkamönnum, en ekki bæjarsjóöi. Verkamenn áttu ekki að hafa neina kröfu á bæjarsjóð, jafnvel þótt tunnurnar seldust ekki nema fyrir efniskostnaði og verksmiðjuleigu. Verkamanna- félag Akureyrar gat ekki fallist á þá skilmála.” „Þegar horft er til baka, viröist þetta vera óvenjulegur aðdrag- andi vinnudeilu.” „Þá var tiðin önnur. — Bæjar- stjórnin bauöst þá til að tryggja verkamönnum 70 aura lágmarks- Hafnarstræti á Akureyriáriö 1929. Verslunarhús KEA Ibyggingu t.v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.