Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 9
sm Hítf oi ijj » -. . a'/ y
Helgin ÍO.-ll. jiili 1982 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 9
Axel Arnfjörö, pianisti og organ
leikari.
Axel Arnfjörð var friðleiks-
maður, beinasmár, léttur i spori
og hvatur i hreyfingum, fingerður
að vexti og i framgöngu. Glettni
samfara djúphygli skein úr gáfu-
legum augum hans. Gjarna hafði
hann gamanyrði á hraðbergi og
gat verið menna kátastur i vina
höpi. Sem listamaður var hann
kröfuharður við sjálfan sig og
vandaði vel til allra verka. Músik
var honum æðri tjáningarmiðill
en mælt mál, sem stundum leynir
meiru en það opinberar. Tónninn
sjálfur og samfylgd hans var
hinsvegar óhjúpaður, sannur
raunveruleiki, syngjandi sál. I
hverju góðu tónverki birtist hon-
um klingjandi sannleiki skapandi
sálar, samræmi hreinnar tilfinn-
ingar og skýrrar hugsunar sem
æðsta fullkomnun mannlegrar
verundar. Þessi bjargfasta trú
hans gerði hann að heillandi
kennara, sem bjó yfir þeim ómet-
anlega eiginleika góðs læriföður
að geta hrifið aðra með sér.
Pálmi Hannesson rektor, sá
stórmerki uppfræðari ungra
manna, sagði eitt sinn við okkur i
skólasetningarræðu: „Hæsti
sjónarhóll yfir mannlegt lif er
grafarbakkirin.” Þegar við nú frá
þeim stað litum yfir æviferil
munaðarleysingjans frá Bolung-
arvik, undrumst við aðallega
tvennt: afrek hans við óbliðar að-
stæður og tómlæti föðurlands
gagnvart hámenntuðum tónlist-
armanni. Afrekin marka spor i is-
lenzkri tónmenntasögu, og tóm-
lætið jaðrar við menningarpóli-
tiskan glæp.
Heimkomahans hefði orðið við-
burður, svo kunnáttusamur sem
hann var; og sá innri eldur, sem
með honum brann, hefði vakið
nýtt lif meðal allra þeirra, sem
hlotnazt hefði að njóta vegsagnar
hans; og Islendingur skilur betur
hvarskórinn kreppir, en aðfluttir
dtlendingar.
Stolt þjóðar hefði verið að kalla
til sin umbótasinnaðan hæfileika-
mann, konsertvanan pianista og
útlærðan organmeistara, i stað
þess að staðna i fávislegri per-
sónudýrkun og útlendingaveg-
sömun, sem jafnvel hafa leitt til
„terrorisma”. Slik viðhorf eru
andstæð allri sjálfstæðisbaráttu,
sem sérhver þjóð verður að
heyja, sjálfri sér til staðfestingar,
ekki sizt á sviði þeirrar menning-
argreinar, þar sem hún er
skemmst á veg komin.
Æviganga Axels Arnfjörð frá
Bolungarvik til Kaupmannahafn-
ar er ævintýri likust. Gáfur og
iðni fleyttu fari hans farsællega i
höfn, þrátt fyrir fjármunaskort.
Heiðrikur hugur hreinnar lista-
mannssálar bjargaði honum
gegnum brim og boða and-
streymis. Biturleiki vegna brost-
inna vona um búsetu i heimahög-
um ásótti hann þó tiðum og
magnaðist við einveru hans i
Holte hin siðari ár. Fátt er þvi vit-
að um bana dægur hans og orsök.
Röskur og glaðsinna gekk hann
þó að starfi til hinzta dags.
Skyldurækni og ábyrgðartilfinn-
ing gagnvart sjálfum sér, listinni,
fósturlandi og föðurlandi ein-
kenndu allan starfsferil Axels.
Þarmeð vann hann traust og til-
trú allra sinna samvistarmanna.
Einbúinn i Holte saknaði alla
tið ættjarðar sinnar, og nú sér
einbúinn i Atlantshafi á bak
merkum syni sinum, sem hann
ekki bar gæfu til aðfóstra. Báðum
varð skaði gjör. Island glataði
streng af hörpu sinni, en Axel
missti þann hljómgrunn, sem
hann helzt hefði kosið sér til
framdráttar.
Að leiðarlokum þakka vinir Ax-
els honum ótal ánægjustundir,
þar sem hann leiftraði af snjöll-
um tilsvörum eða brá upp fagur-
óma stefjum á hljóðfæri sitt, úr
kjörsmiðju Schuberts eða Carls
Nielsen, og yfir öllu hvildi hið
fagra útsýni frá Hóli til Skálavik-
ur, úr kirkjunni, þar sem hann
sem kornungur drengur hafði
stigið sin fyrstu spor i þjónustu
þeirrar listar, sem æ siðan varð
honum inntak alls þess bezta og
göfugasta, sem manninum býðst
á sinu jarðvistarskeiði.
Dr. llallgrimur llelgason.
Picmc-taska fyrir fjóra
kr. 412.00
Tjaldborð og fjórir stólar
í tösku kr. 437.00
M"
ú>s
ÚTILÍF
GLÆSIBÆ
SÍMI 829:
frá Bolungavík
Löngum hefir Kaupmannahöfn
verið athvarf margra tslendinga,
sem þangað leituðu til náms og
siðar varð þeim starfsvettvang-
ur, þrátt fyrir upphaflegan ásetn-
ing að hverfa heim aftur og vinna
sinni ættjörð, sem nýta skyldi fá-
séðar gáfur.
Þessi staðreynd rifjast upp við
andlátsfregn Axels Arnfjörð, sem
lézt i Holte i Kaupmannahöfn 26.
(eða 25.) febrúar. Axel var fædd-
ur i Bolungarvík árið 1910, sonur
Kristjáns skósmiðs Arnfjörð. Eigi
naut drengurinn móður sinnar,
Astu, sem utan hjónabands eign-
aðist þennan son, þá 16 ára göm-
ul, þvi að hann var tekinn i fóstur
af konu Kristjáns, gegn vilja föð-
urins, sem þá sneri baki við heim-
íli sinu.
Er drengur dafnaði, fór brátt að
beraá sérstöku tónskyni hans. öll
venjuleg lög lærði hann svo að
segja við fyrstu heyrn, og sér-
hvert hljóðfæri fangaði hug hans
allan. Langþráða tilsögn hlaut
hann siðan á Isafirði hjá Jónasi
Tómassyni, og von bráðar var
hann þess umkominn að annast
orgelleik og söngstjórn við Bol-
ungarvikur-kirkju. Löngun til
frekara náms beindi för hans til
Reykjavikur 1929, þar sem hann
varð nemandi Páls Isólfssonar.
Stuttvarðum þá læri-stund, þvi
að Axel heldur til Kaupmanna-
hafnar 1930, stenzt inntökupróf
við konunglegu konservatóriuna
og leggur stund á bæði orgelleik
og pianóleik, ásamt öllum skyld-
ugum aukafögum (hljómfræði,
kontrapunktur, formfræði, tón-
menntasaga, söngstjórn). 1
pianóleik átti Axel þvi láni að
fagna að njóta handleiðslu Har-
alds Sigurðssonar, fyrsta pianista
Islands og allt til þessa dags hins
frægasta, fyrir framúrskarandi
túlkun á sigildum verkum á fjöl-
mörgum konsertum á öllum
Norðurlöndum, Þýzkalandi, Eng-
landi og Austurriki. Þessi tigin-
mannlegi og ljúflyndi listamaður,
sem með nærfærni sinni og næmu
innsæi laðaöi fram alla beztu
hæfileika Axels, leiddi hann til
þess þroska, sem reyndist honum
alla ævi óforgengilegt vegarnesti,
enda vottaði Axel lærimeistara
sinum virðingu og væntumþykju
við sérhvert tækifæri.
Miðað við litla undirbúnings-
kunnáttu, lauk Axel tvöföldu
námi sinu á ótrúlega skömmum
tima og tók lokapróf sem pianisti
og organisti við æðstu tónmennta-
stofnun Danmerkur árið 1935.
Sýnir það ekki aðeins frábærar
gáfur hans, heldur lika einstaka
iðjusemi, skyldurækni og sjálfs-
ögun, sem byggðist á brennandi
áhuga og miklu viljaþreki.
Veraldleg efni til iangskóla-
náms voru sáralitil, og fátækum
gerir ófátt að ama. Fyrirheit um
fjárstyrk að heiman brugðust, og
skortur virtist skipta sköpum.
Brostin fyrirætlun og rofið nám
voru svik við æskuhugsjón, sem
gerðu sjálft lifið einskisvert. Eftir
örvæntingartilraun til að troða
helveg barst likn i þraut. Þau göf-
uglyndu hjón Steinunn og Þórður
Jónsson, yfirtollvörður i Kaup-
mannahöfn, gerðust kjörforeldr-
ar Axels og bjuggu honum það
heimili, sem bezt hann hafði
nokkru sinni átt, enda rikti með
þeim gagnkvæm umhyggja og
ástriki. Hér tók Axel aftur gleði
sina á einu gestkvæmasta heimil-
isfangi borgarinnar, þangað sem
ótölulega margir Islendingar
lögðu leið sina, hlutu þar lið-
veizlu, hollráð og viðurgerning.
Hérefldist honum styrkur til þess
að ná settu marki og fullnuma sig
i þeirri listgrein, sem heillað
hafði hann þegar i bernsku.
Að loknu fullnaðarprófi hefst
nýtt timabil i ævi Axels. Hann
gerist eftirsóttur pianisti á kon-
sertum, ýmist einn eða með öðr-
um, einkum sem afbragðs
kammer-músikant og undirleik-
ari hjá sólistum, emsöngvurum
og einleikurum. Sem virkur með-
limur i „Det unge Tonekunstner-
selskab” er hann tiður gestur á
konsertpalli margra hljómleika-
húsa, og umsögn gagnrýnenda er
öll á eina leið: hér er að verki fin-
gerður listamaður, gæddur næm-
um skilningi á mótun fagur-
sveigðrar laglinu og óyggjandi
tilfinningu fyrir syngjandi
áslætti, og hnökralaus leikni
þjónar i auðsveipni músikinni-
haldi verks hverju sinni. Þessir
dómar opna honum greiða leið að
dönsku útvarpi, þar sem hann
langtimum saman annast fasta
dagskrárliði.
Þessi sigurganga Axels Arn-
fjörð hefir hér heima verið litt
kunnog þvi siður sú staðreynd, að
hann er fyrsti íslendingur, sem
með lokaprófi lýkur organista-
námi við viðurkennda tón-
menntastofnun (sértilfelli Egg-
erts Gilfer er hér undanskilið)/
Það hefði þvi mátt ætla að hans
biði glæsileg framtið sem braut-
ryðjandi á sinni fósturjörð, sem i
margar aldir hafði farið á mis viö
alla þá hátimbruðu músikþróun,
er löngum var einna sterkasti
þáttur menningar Evrðpu, allt
siðan á dögum Snorra Sturluson-
ar, Vissulega hafði Island ekki
efni á þvi að afsala sér slikum
starfskrafti. Samt sem áður skeð-
ur hið ótrúlega, að umsókn hans
um organistastöðu i Reykjavik
árið 1939 er ekki tekin til greina.
Þarmeðvar innsiglaður útlegð-
ardómur yfir þessum fyrsta
,,diplóm”-organista landsins.
Gunnar Gunnarsson sagði eitt
sinn: „Þaðhefir verið árátta á Is-
lendingum að fyrirfara ávallt sin-
um beztu mönnum.” Þetta sann-
aðist hér enn einu sinni. 1 yfir-
þyrmandi reiði og sárum von-
brigðum brustu þau bönd, sem
tengt höfðu þennan hugsjónarika
Bolviking við ættjörðina, sem nú
sló á hans útréttu hönd. Island, i
sinu tónmenntalega allsleysi,
þarfnaðist hans (i sinni glám-
skyggni) ekki, en Danmörk, með
aldagamalt, háþróað tónmennta-
lif, tók honum fegins hendi.
Þessi bíásnauði erki-músikant,
sem reiðubúinn var að leggja allt
i sölurnar fyrir menntun sina i
þágu föðurlandsins, varð nú að
sæta þvi reiðarslagi, að ættjörðin
hafi brugðizt honum á úrslita-
stund. Axel kom þvi aldrei aftur
til tslands, utan einu sinni með
stóru skemmtiferðaskipi. Hafði
hann þá örskamma viðdvöl að-
eins og enn naumara tækifæri til
að hitta menn að máli. Hinsvegar
var hann jafnan tiður gestur á
samkomum tslendingafélagsins i
Kaupmannahöfn, lék þar oft ein-
leik og stjórnaði söng, ekki sizt á
árum siðustu heimsstyrjaldar.
Með stöðugum flutningi ættjarð-
arljóða var hann lifið og sálin i
þjóðlegri samheldni landa á þeim
voveiflega timum.
^ Fóstrur athugið
Fóstrur vantar að leikskóla Sauðárkróks-
kaupstaðar frá 1. sept. og 1. okt. i haust.
Aðstoð veitt við útvegun á leiguhúsnæði
fyrir umsækjendur. Umsóknarfrestur er
til 19. júli. Nánari upplýsingar um störfin
gefur forstöðukona leikskólans i sima 95-
5496.
Félagsmálaráð
Sauðárkróks
Okkur vantar íbúð
Okkur. vantar ibúð frá 1. sept. n.k.
Allar upplýsingar gefa fyrir okkar hönd:
Anna Snorradóttir, simi: 35081
Birgir Þórhallsson, simi: 29333
Snorri Sigfús Birgisson, simi 10461
Guðrún Sigriður Birgisdóttir
flautuleikari
Martial Nardeau flautuleikari.
Æviminning
AXEL AXFJÖRÐ