Þjóðviljinn - 16.10.1982, Qupperneq 3
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Ritið Safnamál:
, ,Lítið að utan
stórt að innan”
Út er kominn 6. árg. ritsins Safn-
amál. Útgefendur þess eru
Héraðsskjala- og héraðsbókasafn
Skagfirðinga. Ritið er gefið út með
styrk úr Menningarsjóði Magnúsar
heitins Bjarnasonar kennara, en
umsjónarmenn með útgáfunni eru
þeir Hjalti Pálsson, Kári Jónsson
og Kristmundur Bjarnason.
Safnamál er að sjálfsögðu fyrst
og fremst helgað málefnum safn
anna, en hefst á úrslitum vísna-
keppninnar 1981. Allmargar vísur
bárust, en dómnefnd skipuðu þeir
Andrés Björnsson, útvarpsstjóri
og Sigurjón Björnsson, prófessor.
Töldu þeir 3 vísur bestar án þess þó
að gera upp á milli þeirra. Fara þær
hér á eftir:
„Sólarhaddur suðri frá
sviptir gaddinn ráðum.
Vonsku-saddur vetur þá
verður kvaddur bráðum. “
Höfundur er Andrés Valberg,
Reykjavík.
„Veitir blíðu vorsins tið,
vindur þíður hressir lýð.
Grösum skrýðist grund og hlíð.
Gyllir víði sólin fríð“.
Höfundur Friðrik Friðriksson,
Sauðárkróki.
„Þraukað hef ég þorrann enn,
þar á ofan góu.
Einmánuður úti senn,
orðið stutt í lóu“.
Höfundur Baldur Pálmason,
Reykjavík.
Óskað er eftir botnum við tvo
fyrriparta, vegna vísnakeppni
1982:
„Viltu berja botninn í
böguna þá arna?“
og
„Sólin býður birtu og yl,
brosin kvikna á vanga".
Hjálmar Jónsson sér um þáttinn
Vísnamál og birtir þar 12 vísur eftir
ýmsa höfunda. Minnst er þriggja
Skagfirðinga, sem allir komu mjög
við sögu safnanna. Hjalti Pálsson
ritar um Stefán Magnússon, bók-
bindara, og Kristmundur Bjarna-
son um þá Gísla Magnússon bónda
í Eyhildarholti og Stefán Jónsson,
fræðimann á Höskuldsstöðum.
Birt er ársskýrsla Héraðsbókasafns
Skagfirðinga og Safnahússins, sagt
frá Listasafninu og starfsemi þess
og Héraðsskjalasafni Skagfirð-
inga. Getið er allra þeirra, sem
fært hafa söfnunum gjáfir á s.l. ári,
Krabbameinsfélag
Reykjavíkur
Opinn
fræðslu-
fundur
Á mánudaginn kl. 20.30 held-
ur Krabbameinsfélag Reykjavíkur
opinn fræðslufund um starfsemi
Leitarstöðvar Krabbameinsfélags-
ins og verður þar spjallað um
krabbameinsleit almennt hér á
landi. Fyrirlesarar verða Jón Þor-
geir Hallgrímsson kvensjúkdóma-
læknir og Ásgeir Theódórs melt-
ingarsérfræðingur. Þeir svara einn-
ig fyrirspurnum. Þá verður sýnd
kvikmynd sem tengist fundarefn-
inu með íslensku tali.
Leiðrétting
f frétt af huganlegri ráðningu úti-
bússtjóra Búnaðarbankans í
Grundarfirði, Árna Emilssonar í
blaðinu í gær slæddust þær villur
inn í niðurlag greinarinnar, að Árni
var sagður hafa gegnt störfum
sveitarstjóra á Hellissandi, en átti
auðvitað að vera á Grundarfirði.
Þá var Árni sagður fyrrverandi
hreppsnefndarmaður Sjálfstæðis-
flokksins en á vera núverandi.
Hann var og er hreppsnefndar-
maður Sjálfstæðisflokksins.
en þeir eru 85 talsins. Framhald er
af skrá yfir það, sem Héraðsskjala-
safninu hefur borist frá sveitarfél-
ögum í sýslunni. Þá er þátturinn:
„Úr Héraðsskjalasafni" og birtast
þar að þessu sinni dagbókarbrot
eftir Þóri Bergsson, rithöfund
(Þorstein Jónsson), en hann gaf
Héraðsskjalasafninu höfundarrétt
að ritverkum sínum, prentuðum
jafnt sem óprentuðum og „Enn um
sveitarblað í Lýtingsstaðahreppi".
Birtar eru 18 mannamyndir, sem
ekki er vitað af hverjum eru, og
þess óskað, að þeir, sem kunna að
bera kennsl á þær, hafi samband
við Héraðsskjalasafnið. Loks eru
svo í ritinu „Safnafréttir“, fróð-
leikur um starfsemi safnanna.
Safnamál er ekki fyrirferðar-
mikið rit, einar 36 bls. í frekar litlu
broti. En það rúmar ótrúlega mik-
inn fróðleik. Við lestur ritsins rifj-
ast upp sagan af konunni, sem kom
inn í skóbúðina og bað um skó, sem
væru stórir að innan en litlir að
utan.
-mhg
Gítar-
tónleikar á
Norðurlandi
Síðustu daga hafa gítarleikar-
arnir Símon H. ívarsson og Sieg-
fried Kobilza haldið tónleika víða á
Norðurlandi, þ.á.m. á Dalvík,
Húsavík og Rleynihlíð, og hefur
þeim hvarvetna verið vel fagnað.
Næstu daga leika þeir félagar á
Akureyri, Siglufirði og á Sauðár-
króki. Föstudaginn 15. okt. leika
þeir í Akureyrarkirkju, kl. 20:30,
laugardaginn 16. okt. í Siglufjarð-
arkirkju kl. 16:00 og sunnudaginn
17. okt. leika þeir síðan á Sauðár-
króki kl. 16:00, á vegum Tónlistar-
félagsins þar.
Umhverfis jörðina
á 26 viöbuiöaríkum dögum
Föstudaginn 17. desember leggjum við upp í fyrstu
íslensku hópferðina umhverfis jörðu.
Við fljúgum í breiðþotu milli heimsins stærstu borga,
stökkvum úr einu menningarsvæðinu í annað og
eigum ævintýralega hnattferð að baki eftir 26 við-
burðarríka daga.
Við fylgjumst með jólaundirbúningi í Amsterdam,
skoðum Búddamusteri í Bangkok, ráðumst í frum-
skógarferð á Filipseyjum og borðum með prjónum
í Tokio. Og auðvitað liggjum við í leti í Honolulu,
njótum stórborgarlífs í San Fransisco, kynnumst
næturlífi Las Vegas, könnum merkustu staði New
York borgar og hvílumst eftir spennandi daga á
stórglæsilegum hótelum sem bíða okkar „í hverri
höfn“.
DAGSKRÁ:
1. dagur:
Flogið til Amsterdam.
2. dagur:
Amsterdam, frjáls dagur.
3. dagur:
Flogiö síðari hluta dagsins til
Bangkok.
4. dagur:
Bangkok. Hvíld og dæmigerður
Thailenskur kvöldveröur.
5. dagur:
Bangkok. Kynnisferð um borgina,
bátsferö og heimsókn á bóndabýli.
6. dagur:
Bangkok. Frjáls dagur sem til-
valinn er til aö skoða fljótandi
markaði pg veitingastaöi.
7. dagur:
Bangkok-^anila: Flogiö um
miöjan dag til Manila, höfuöborgar
Filipseyja.
8. dagur:
Manila: Kynnisferð um borgina
fyrri hluta dagsins en síðari hlutinn
er frjáls. Þjóðdansasýning og
þjóðlegur kvöldverður.
9. dagur:
Manila-Pagsanja-Manila. Dags-
ferð til Pagsanja, bátssigling og
sundsprettur fyrir þá sem vilja, undir
Pggsanja fossunum.
10. dagur:
Manila-Tökio. Flogið til Tokio og
lent þar kl. 14.30. Gist á Grand
Palace hótelinu.
11. dagur:
Tokio. Skoðunarferð um borgina
og hádegisverður í hinum fræga
„Chinzanso Garden". Siðari hluti
dagsins frjáls og um kvöldið er t.d.
tilvalið að bregða sér í leikhús.
12. dagur:
Tokio-Nikko-Tokio. Musteri og
hof skoðuð í Nikko, farið að
Chuzehki-vatni og að Kegon-
fossum.
13. dagur:
Tokio-Honolulu. Fyrri hluti dags-
ins frjáls, flogið um miðjan dag til
Honolulu. Lent þar klukkan 9 að
morgni þannig að þú nýtur dagsins
tvisvar. Frjáls dagur í Honolulu.
14. dagur:
Honolulu, frjáls aagur. Tilvalið að
flatmaga á ströndinni eða skoða
eyna með bílaleigubíl. Hawaiskt
skemmtikvöld.
16. dagur:
Honolulu. Frjáls dagur.
17. dagur:
Honolulu-San Fransisco. Flogið
fyrri hluta dagsins til San
Fransisco.
18. dagur:
San Fransisco. Skoðunarferð um
borgina fyrri helming dagsins.
Síðari hluti hans er frjáls.
15. dagur:
Honolulu. Dagsferð til sjálfrar
Hawaiieyjunnaroggamlárskvöldið i
Honolulu verður ógleymanlegt.
19. dagur:
San Fransisco-Las Vegas.
Dagurinn frjáls til að skoða borgina.
Flogið um kvöldið til Las Vegas.
20. dagur:
Las Vegas-Grand Canyon. Farið
í kynnisferð til Grand Canyon,
rómaðs náttúrusvæðis sem áin
Colorado rennur um.
21. dagur:
Grand Canyon-Las Vegas. Ekið
um hádegi aftur til Las Vegas þar
sem lífsins er notið um kvöldið í
spilavíti eða skemmtistað.
22. dagur:
Las Vegas-New York. Fiogið til
New York þar sem lent er kl.
20.00 að staðartíma. Gist á
Lexington-hótelinu á Manhattan.
23. dagur:
New York. Heimsókn í Greenwich
Village, byggingu Sameinuðu Þjóð-
anna, Chinatown, Harlem og víðar.
24. dagur:
New York. Frjáls dagur.
25. dagur:
New York-Amsterdam.
26. dagur:
Komið til Keflavíkur.
Innifalið:
Verð kr. 58.500 Allt flug.flutningur til og frá flugvöllum erlendis,
miðað við gistingu í 2ja manna herbergi. gisting m. morgunverði, 7 hádegisverðir, 4 kvöld-
Aukagjald vegna eins manns herbergis kr. 7.500 verðir, íslensk fararstjórn.
Nánari upplýsingar á söluskrifstofu Arnarflugs og hjá ferðaskrifstofunum _
Flugfélag með ferskan blæ
WfARNARFLUG
Lágmúla 7, sími 84477
1082-6