Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. október 1982 Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: .Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, LúövíkGeirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. (þróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. ritstjórnargrein úr almanakinu Ein sú elsta og vinsœlust • Núívikunni hefur Dagblaðið og Vísir birt niðurstöður ur nýrri skoðanakönnun sinni, þar sem spurt var um fylgi og andstöðu annars vegar við bráðabirgðalögin um efnahagsmál frá 21. ágúst s.l. og hins vegar við ríkisstjórnina. • Þótt slíkar skoðanakannanir séu að sjálfsögðu aldrei fyliilega marktækar, þá má engu að síður ætla, að þær gefi nokkuð sterka vísbendingu, þegar hver könnun á fætur annarri sýnir áþekka niðurstöðu. • í átta skoðanakönnunum, sem Dagblaðið (og Vísir) hafa staðið fyrir síðan núverandi ríkisstjórn var mynduð, þá hefur stjórnin ætíð notið fylgis verulegs meirihluta þeirra, sem afstöðu hafa tekið. Sú staðreynd segir auðvitað mun meira, heldur en úrslit hverrar einstakrar könnunar fyrir sig. • í skoðanakönnuninni nú, lýstu um 55% þeirra sem afstöðu tóku fylgi við bráðabirgðalögin, en 45% kváðust andvígir lögunum. UOOVIUINN Morgunblaðið og hagur aldraðra • Þótt síst af öllu sé ástæða til, að líkja þessum bráðabirgðalögum við kjaraskerðingarlög ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar frá febrúar 1978, - þá er engu að síður býsna fróðlegt að bera saman niðurstöður úr sams konar skoðanakönnun þá og nú. • Þann 13. mars 1978 birti Dagblaðið niðurstöður úr skoðana- könnun um afstöðu manna til febrúarlaga Geirs Hallgrímssonar, og var staðið að þeirri könnun með nákvæmlega sama hætti og nú. • Aðeins um 15% þeirra sem afstöðu tóku lýstu sig fylgjandi febrúarlögunum þá, en hins vegar kváðust um 55% fylgja bráða- birgðalögunum nú. í skoðanakönnun Dagblaðsins frá mars 1978 lýstu um 85%, þeirra sem afstöðu tóku, sig andvíga hinum ill- ræmdu febrúarlögum, en nú voru það hins vegar nær helmingi færri, eða um 45%, sem lýstu andstöðu við bráðabirgðalög þau sem nú er deilt um. • Sannleikurinn er líka sá, að sé sanngjarnt tillit tekið til allra aðstæðna, þá má segja að hinn mikli munur á stuðningi, annars vegar við bráðabirgðalögin nú og hins vegar við kjararánið í febrú- ar 1978, sé í fullu og eðlilegu samræmi við ólíkt innihald þessara tveggja lagabálka. • Skoðanakönnun Dagblaðsins og Vísis nú sýndi þó nokkru meiri stuðning við ríkisstjórnina heldur en við bráðabirgðalögin sem slík, og reyndist fylgi ríkisstjórnarinnar hjá þeim sem afstöðu tóku vera rétt um 60%, en fylgi stjórnarandstæðinga um 40%. Þetta er sama útkoma og í febrúarkönnuninni fyrr á þessu ári, og þannig skiptist fylgið einnig fyrir tveimur árum í könnun sem fram fór haustið 1980. Þegar Morgunblaðið er annars vegar kemur fátt á óvart í sorablaðamennsku af hvers konar tagi. í skjóli mikillar útbreiðslu er gengið á skjön við sannleikann eins og ritstjórum blaðsins hentar hverju sinni og óbreyttum blaðamönnum att á foraðið, þar sem lítið er gefíð fyrir smámuni eins og blaðamannsheiður og sannsögli. Það er engu líkara en myndað- ur hafi verið starfshópur á Morg- unblaðinu til að skrifa árásar- greinar á núverandi heilbrigðis- og tryggingaráðherra Svavar Gestsson. í hverju málinu á fætur öðru er sannleikanum umsnúið og sótraftar sem mikið þarf til að hreyfa úr stað, á sjó dregnir. Sér- staklega vírðist fara í taugarnar á Morgunblaðinu það átak sem verið er að gera í málefnum aldr- aðra á þessu ári þeirra, auðvitað vegna þess að þar er verið að vinna stórvirki með samvinnu ríkisvaldsins og fjölmargra frjálsra félagasamtaka eldri borg- aranna. Við skulum af þessu til- efni skyggnast örlítið um sviðið og athuga hver staðan er í dag. • Þótt varast beri að álykta of djarflega út frá þessum niðurstöð- um, þá verður það samt að teljast einkar athyglisvert, að stjórn sem ekki hefur lengur starfhæfan meirihluta á Alþingi skuli sam- kvæmt skoðanakönnuninni njóta fylgis hjá réttum 60% þeirra sem afstöðu taka. Þeim mun athyglisverðara er þetta, þegar þess er gætt, að Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn kosningasigur í sveit- arstjórnarkosningunum í vor, og að flokkseigendafélag Geirs Hallgrímssonar hefur viljað eigna sér þann sigur að fullu. Hér er einnig vert að minna á, að frá því síðasta skoðanakönnun fór fram hafa þeir Albert Guðmundsson og Eggert Haukdal horfið frá öllum stuðningi við ríkisstjórnina, en ekki virðist það hafa breytt einu né neinu um fylgi við stjórnina. • Niðurstaðan af skoðanakönnun Dagblaðsins og Vísis nú, þegar ríkisstjórnin hefur setið í 32 mánuði, hún er sú að stjórnin njóti enn fylgis sem svarar öllu fylgi Alþýðubandalagsins og Framsóknar- fíokksins í síðustu kosningum, og þar til viðbótar um 40% af þáverandi fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fylgi stjórnarandstöðunnar er hins vegar samkvæmt þessu aðeins kjósendahópur Alþýðu- flokksins í síðustu kosningum og um 60% af þáverandi kjósendum Sjálfstæðisflokksins. • Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen mun nú vera orðin ein sú elsta í allri Vestur-Evrópu, - og hún virðist tvímælalaust vera sú vinsæl- Byggingar fyrir aldraða Stofnun Framkvæmdasjóðs aldraðra á síðasta ári skiptir sköpum frá því sem áður var. Nú er svo komið að í ár verða veittar tæplega 30 miljónir króna úr sjóðnum til 16 verkefna víða um land, en núverandi heilbrigðis- ráðherra beitti sér sem kunnugt er fyrir stofnun sjóðsins. Af fjár- lögum er veitt 11 miljónum til sjóðsins í ár. Á síðasta ári var veitt af fjárlögum 13 miljónum króna en árið 1976 var aðeins veitt einni miljón til bygginga aldraðra úr ríkissjóði. Eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Geirs Hall- grímssonar, sem sat árin 1974— 1978, var að fella niður ákvæði í lögum um fjárframlag til bygg- inga elliheimila og var hlutur gamla fólksins ekki réttur fyrr en með ráðstöfunum núverandi ríkisstjórnar. Hin auknu framlög þýða það að á árinu 1984 verður búið að fullnægja eftirspurninni eftir rými á hjúkrunardeildum fyrir aldraða á Reykjavíkursvæðinu.; Þá hafa sumsé allir aldraðir: hjúkrunarsjúklingar á því svæði, fengið inni á hjúkrunardeildum!' Sama þróun er úti á landi, bæði með aðstoð fjárframlaga hins op- inbera en einnig með stórvirku átaki sveitarfélaga og annarra aðila. Ef við athugum yfirlit yfir byggingar hvers konar fyrir aldr- að fólk á landinu þá kemur í ljós að um 48% aukningu þeirra er að ræða á þessu og næsta ári, frá því sem áður var! Núna eru tilbúin 1954 rými fyrir aldraða á dvalar- heimilum, sjúkradeildum, hjúkr- unardeildum og í sérhönnuðum íbúðum, en í byggingu eru hvorki meira né minna en 941 vistrými. Og þetta kallar Morgunblaðið að ekkert sé verið að gera í málefn- um aldraðra í dag!. Valþór Hlöðversso skrifar Daggjöld eða bein framlög? Miklu moldviðri hefur verið þyrlað upp undanfarnar vikur vegna þeirrar ákvörðunar heilbrigðisráðherra að taka þrjár svokallaðar sjálfseignarstofnanir út af daggjöldum og greiða rekst- ur þeirra beint úr ríkissjóði. Fjölmargar sjálfseignarstofnanir í landinu eins og Borgarspítalinn ,og Hrafnistuheimilin eru alger- lega reknar fyrir framlög frá ríki og viðkomandi sveitarfélagi. Þessir tveir aðilar hafa hins vegar ekki haft nægjanlega mikla- möguleika til að fylgjast með rekstrinum þar sem sjálfstæðar stjórnir stofnananna sjá um slíkt. Ríkissjóður (sem greiðir 85— 90% daggjaldanna) hefur hins vegar mátt senda viðkomandi stofnunum óútfylltar ávísanir án þess að hafa möguleika til að fylgjast með rekstri þeirra. Þetta kallar Morgunblaðið að verið sé að ráðast á sjálfræði þessara stofnana og hafa m.a. borgar- læknir í Reykjavík og formaður DAS verið fengnir til að lýsa van- - þóknun sinni á þessari ákvörðun Svavars Gestssonar. Morgun- blaðið getur þess aftur á móti ekki að í heilbrigðisráðherratíð Matthíasar Bjarnasonar voru all- ir ríkisspítalarnir í landinu teknir af daggjaldakerfinu og settir inn á föst fjárlög! Og það hefur ekki heldur haft viðtal við fyrrverandi aðstoðarmann Matthíasar Mat- hísens þegar hann gegndi emb- ætti fjármálaráðherra, en hann segir í viðtali við Þjóðviljann í síðustu viku: „Ég hef mjög Iengi verið hlynntur beinni fjármögn- un sjúkrastofnana einfaldlega vegna þess að daggjaldakerfið er meingallað og þjónar alls ekki til- gangi sínum“. Kaupmáttur ellilífeyris Við skulum athuga þriðja þátt- inn sem snýr að málefnum aldr- aðra. Það liggur fyrir að ellilíf- . eyrir er nú hærra hlutfall af um- sömdum launum en nokkru sinni fyrr — nálgast 90% þegar tekið er tillit til Dagsbrúnartaxta og lægstu greiðslna úr lífeyrissjóð- um. Ellilífeyrir og tekjutrygging hækkaði um heil 60% í einu stökki í heilbrigðisráðherratíð Magnúsar Kjartanssonar 1971 og það hefur enn verið gert átak í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þessar greiðslur eru í dag 99% hærri en þær voru 1971 og þær hafa hækk- að um 23% síðan 1975! Niðurstöður 1. Fjárframlög til bygginga aldraðra verða í ár 13-sinnum hærri en þau voru á árinu 1976, en þá voru þjóðartekjur svipaðar og á þessu ári. Mogginn minnist ekki á það. 2. Núverandi heilbrigðisráð- herra vill færa sem flestar sjúkra- stofnanir af daggjaldakerfi yfir á föst fjárlög. Það sama gerði Matt- hías Bjarnason 1977 og á sama máli eru einnig flestir áferfræðing- ar í heilbrigðiskerfinu. Mogginn minnist ekki á það. 3. Kaupmáttur ellilífeyris og tekjutryggingar er nú 99% hærri en hann var 1971 og hefur því aldrei verið hærri en nú. Mogginn minnist ekki á það. Væri ekki ráð að senda rit- stjóra Morgunblaðsins á nám- skeið í blaðamennsku? Nánari upplýsingar fást hjá Blaða- mannafélagi íslands. — v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.