Þjóðviljinn - 16.10.1982, Síða 15

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Síða 15
Helgin 16.-17. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Horfið til Húsavíkur Alllöngu áður en hér var komið sögu voru bændur farnir að mynda með sér samtök um að semja við kaupmenn um verð fyrir innleggs- vörur, í stað þess að hver pukraði við það í sínu eigin horni. Valt á ýmsu fyrir þessum samtökum en þó var sýnt, að með félagslegri sam- stöðu var unnt að ná betri kjörum en ella. Gránufélagið leysti svo þessi samtök af hólmi. Þó þótti Jakob sem það hefði brugðist Þing- eyingum en hann vildi „fá félagið til þess að setja hér fastan fót á Húsavík“. Tryggvi kaupstjóri Gunnarsson krafðist þess þá „ að safnað væri actíum, eigi minna en 10 þús. kr. til byggingíj hér á Húsa- vík, til þess að verslun yrði rekin“. Það tókst ekki „því sem oftar vant- aði viljann þar sem mátturinn er mestur". Árið 1884 flutti Jakob frá Gríms- stöðum til Húsavíkur. Bar margt til þeirrar ráðabreytni. Hann átti mjög annríkt við félagsmálastörf sem á hann hlóðust. Munaði þar mest um undirbúning að stofnun Kaupfélags Þingeyinga og forstöðu fyrir því í öndverðu. Móðir hans dó árið 1879. „Reyndist það heimili mínu mikið skarð fyrir skildi“. Þar við bættist að „um þessi ár fór óðum í vöxt heimtufrekja vinnu- hjúa og vandræði með að halda þau, einkum þar sem eins var ann- markasamt og á Grímsstöðum. Kona mín veikbyggð orðin og mikið þreytt að standa í stríði við það og ég farinn að finna til þreytu af að ganga svo til vinnu, sem mér fannst svo alnauðsynlegt, skuldir fóru vaxandi og ég vildi heldur verða öreigi fyrir eitthvert merkjanlegt atvik eða málefni heldur en smá- síga á hausinn við síeljandi bú- hnauk“. Frásögn Jakobs af undirbúningi að stofnun Kaupfélags Þingeyinga og bernskuárum þess, er ákaflega fróðleg lesning. Þar heldur á penna sá maður, sem sjálfur stóð í eldlín- unni miðri. Þrátt fyrir erfiðar að- stæður var hann óþreytandi við undirbúninginn, hafði óbilandi trú á að félagsskapurinn gæti létt oki hinna seigdrepandi fjárhágsþreng- inga af alþýðu manna og varð sjálf- ur fyrsti kaupfélagsstjórinn. / Agreiningur um afmœlisdag Almennt er talið að stofnfundur Kaupfélags Þingeyinga hafi verið að Þverá í Laxárdal 20. febrúar 1882. Jakob er þessu ekki að öllu samþykkur. Eftir að hafa fjallað um aðdragandann að stofnun fé - lagsins segir hann: „Þegar ég nú þannig rifja þetta allt upp, eftir því, sem mér er ljóst í minni, kemur mér svo fyrir sem Kaupfélag Þingeyinga væri önd- verðlega á þessu ári getið og þó í rauninni jafnvel fyrri, svona „í pukri eins og allir“. Og þegar haust þetta var komið gat eigi lengur dul- ist að almenningur (margir menn réttara) var þungaður þessu fóstri, og að fylling tímans var komin. Ég réðst því í að boða til almenns frjáls fundar að Grenjaðarstað hinn 26. september þetta áminnsta haust 1881. Þangað sóttu nokkuð margir úr þessum næstu sveitum. Eins og hafði nú hugsað mér á undan þessum fundi, bar eg upp beinagrind af félagsskipulagi, - einkum og sér í lagi, að með smáum og mörgum actíum væri gengið að því að koma upp húsi og nauðsynlegustu áhöldum hér á Húsavík og ráða síðan mann til að annast alla pöntun og framkvæmd- ir félagsins. Actían, eða félagshlut- urinn stakk eg upp á að væri sem svaraði einu gemlingsverði, nefnil. kr. 10,00 eða einn hlutur gæfi rétt til að panta vörur upp á kr. 100,00 til geymslu og afhendingar í hús- inu. Með svona lágum hlut fannst mér varla neinn búandi maður geta útilokast vegna fátæktar". Var þá tekið til að safna hluta- fjárloforðum: „Urðu það alls 32 menn sem á þeim fundi gengu í félagið með samtals 49 hlutum: 490 kr. í loforð- um. Af fundarmönnum voru fyrir hverja sveit kvaddir menn til þess að kalla saman fundi, og skyldi kjósa þar menn til sameinaðs fund- ar um veturinn, búa þar undir pöntun og koma með peninga til þess að senda fyrirfram. í sam- bandi við þetta var stungið upp á deildaskipun, því ég hafði hugsað þá þegar aðalskipulag félagsins, en frumvarp til laga skyldi koma til hins ráðgjörða vetrarfundar, sem ég tók að mér að sjá um og að boða til fundarins. Ennfremur skyldu þá vera til prentuð hlutabréf. Hér var því kaupfélagið þennan dag stofnað, - 26. september er þess afmaélisdagur að áliti mínu og að líkindum allra þeirra, er á fund- inum voru. Þó seinna hafi komið fram sú hugmynd, að félagið hefði ekki verið stofnað fyrri en á fundin- um, sem þarna var ráðgerður og haldinn 20. febrúar um veturinn, eins og skýrt verður seinna frá, þá hygg ég það koma af ókunnugleika þeirra, sem seinna komu í félagið og svo því, að gjörðabók félagsins byrjar með þeim fundi“. tré Seinna sá Jakob ekki ástæðu til að halda þessu svo mjög til streitu og ofaná varð, svo sem kunnugt er, að stofndagur félagsins teldist 20. febr. 1882. „Faðir samvinnu- hreyfingarinnar á íslandi“ í bókinhi ræðir Jakob Hálfdán- arson um sjálfan sig og störf sín og ýmsa samferðamenn á opinskáan og hreinskilinn hátt. En hvað hafa svo aðrir að segja um loftkastala- smiðinn frá Grímsstöðum og hlut hans að landnámi samvinnu- hrevfingarinnar á íslandi? A stofnfundi Sambandskaupfél- ags Þingeyinga, sem haldinn var í Ystafelli árið 1902, var Jakob ekki mættur. Þá stóð Kaupfélag Þingey- inga á tvítugu. í bréfi, sem fundar- menn sendu Jakobi, segir m. a. svo: „Vér höfum saknað þín mjög í þessum hópi á þessari stundu og finnum oss því knúða til að láta bréflega í ljósi innilegt þakklæti vort og vinarþel til þín, þess manns, er vér álítum að félagið eigi upptök sín og tilveru mest og best að bakka“. Arið 1912 segir Sigurður í Ysta- felli í Tímariti kaupfélaganna, að Jakob hafi verið sá maður, „sem langmestan þátt átti í stofnun kaupfélagsins, og sem með sínum eigin hugsunarþrótti, dugnaði, ráðvendni og ósérplægni stuðlaði manna lengst og best að því að þessi nýbreytnisstefna, - sem á undan framkvæmdum hans var ó- þekkt hér á landi, - festi traustar rætur og bar farsæla ávexti, þrátt fyrir andróður og aðköst ýmissa samtíðarmanna. Það er því vissu- lega ánægjulegt fyrir Jakob Hálf- dánarson að geta nú - í hárri elli - litið yfir dagsverkið, sem braut- ryðjandi nýrrar þjóðlífshreyf ■ 'ingar“. Jónas Jónsson frá Hriflu hefur þau orð um Jakob í Tímariti ísl. samvinnufélaga árið 1919 að hann sé „faðir samvinnuhreyfingarinnar á fslandi". Margur hefur mátt una verri vitnisburðum. -mhg Er ekki orðið tímabært að stofna Færeysk-íslenskan menningarsjóð? spyr Heðin Klein kennari frá Sandey, sem hér er staddur ásamt konu sinni Malan Joensen. Við viljum stórefla menningarsamskipti Islands og Færeyja - Ég er hingað kominn til þess að vinna að eflingu félagslegra og menningarlegra samskipta íslendinga og Faereyinga, sagði Heðin Klein, kennari frá Sandey í Færeyjum, í viðtali við Þjóðviljann á þriðjudaginn. Heðin er hér staddur ásamt konu sinni, Malan Joensen, og munu þau dvelja hér í eina viku. - Samskipti okkar FæreyingaA við útlönd verða fyrst og fremst í gegnum Danmörku, sagði Heð- in. Börnin læra dönsku í skólum frá 3. bekk og margir sækja há- skólanám til Danmerkur. Við hjá Norræna félaginu í Færeyjum viljum gjarnan að þessi samskipti verði fjölbreyttari og við teljum að Færeyingar og íslendingar eigi það margt sameiginlegt bæði í • menningu og skapgerð, að eðli- legt væri að stórauka menningar- leg og félagsleg samskipti land- anna. Reyndar voru sámskipti Fær- eyinga og íslendinga mun meiri á 6. áratugnum en þau eru nú, en þá var algengt að Færeyingar stunduðu sjómennsku hér á ís- landi. Nú eru hins vegar breyttar að- stæður, og samskipti okkar hafa í rauninni dregist saman. Við í Norræna félaginu viljum hins vegar að þessari öfugþróun verði snúið við. - Hvaða úrbætur teljið þið að hægt sé að gera? - Þrátt fyrir skyldleika tung- umálanna er sta-sti þröskuldur- inn í samskiptum okkar sá, að við skiljum hvert annað ekki nógu vel. Við í Norræna félaginu í Fær- eyjum höfum því stungið upp á því, að fyrsta skrefið væri að bæta tungumálakunnáttuna. í fær- eyskum kennslubókum fyrir framhaldsskóla í bókmenntum og málfræði eru textar á íslensku, í margir kennarar veigra sér að fara út í vegna þess að þeir ekki nógu vel að sér í ís- lensku. Okkar tillaga er sú, að skipulagt verði hér á íslandi hálfs mánaðar námskeið fyrir þessa kennara, þannig að þeim veitist auðveldara að veita fræðslu um íslenskt mál og málefni á eftir. Síðan væri hægt að skipuleggja nemendaskipti eða hópferðir færeyskra skólabarna til Islands og íslenskra til Færeyja. Við vilj- um líka stefna að því, að a.m.k. einn framhaldsskóli í Færeyjum geti boðið upp á kennslu í ís- lensku. ' - Hvernig mætti hugsanlega fjármagna menningarsamskipti af þessu tagi? Rœtt við Heðin Klein, kennara frá Sandey í Fœreyjum - -Til þess eru sjálfsagt ýmsar leiðir, en við höfum í viðræðum við íslenska Norræna félagið bent á, að upp úr síðari heimsstyrjöld- inni hafi verið stofnaður Dansk- færeyskur menningarsjóður, og ef til vill væri tímabært að fara að hyggja að stofnun Færeysks- íslensks menningarsjóðs. Slíkur sjóður gæti efalaust fengið miklu áorkað. Stofnun slíks sjóðs væri hins vegar verkefni færeyskra og íslenskra stjórnvalda. Þessi mál eru á umræðustigi á milli Norrænu félaganna á íslandi og í Færeyjum og við höfum feng- ið jákvæðar undirtektir hjá ís- lenskum aðilum. Hins vegar höf- um við ekki tekið málið upp við stjórnvöld, en það verður næsta stigið, þegar við höfum rætt mál- ið okkar á milli, að tala við stjórn- völd viðkomandi landa. - Er Norræna félagið í Fær- eyjum öflugt? - f því eru nú starfandi um 6 - 700 félagar, og þótt það sé ekki eins öflugt og það íslenska, þá hefur starfsemi þess eflst stórlega að undanförnu. Félagið var fyrst stofnað í byrjun 6. áratugarins, en dó út eftir fáein ár. Það var síðan endurreist fyrir 6 árum. Norræna húsið í Færeyjum verð- ur væntanlega opnað í maímán- uði næstkomandi, og þá mun starfsaðstaða okkar batna til muna. Heðin Klein er nú kennari í Sandey. Hann var áður þing- maður fyrir Þjóðveldisflokkinn í 6 ár og var um tíma sjávarútvegs- ráðherra. Hann sagðist nú vera hættur beinum afskiptum af stjórnmálum, en nota frítíma sinn m.a. til þess að yrkja ljóð. Hann dvelur hér ásamt með konu sinni, Malan Joensen, í eina viku, og hélt á miðvikudaginn fyrirlest- ur í Norræna húsinu um menn- ingarleg samskipti Færeyja og ís- lands. -ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.