Þjóðviljinn - 20.11.1982, Side 4

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20. - 21. nóvember 1982 stjjórnmál á sunnudegi Svavar Gestsson Stofmim eldd sjálfstæði þjóðariimar í hættu Það sem blasir við íslenskum stjórnmálum um þessar mundir er upplausn. Ríkisstjórnin hefur þingmeirihluta en henni er meinað að koma málum fram á alþingi. Stjórnarandstaðan neitar að ræða við fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Annar stjórnarandstöðuflokkur- inn flytur tillögu um vantraust á stjórnina, en er sjálfur klofinn í herðar niður. Hinn stjórnarand- stöðuflokkurinn er að V? inni í ríkis- stjórninni. Á tveimur sólarhring- um berast fréttir um 3-4 auka- framboð í Reykjavík, þannig að sumir spá því að hér verði 8 listar í framboði í vor. Á sama tíma æðir verðbólgan áfram, verðhækkanir eru hrikalegar, verðlagsstjórn úr böndum, peningamálastjórn í landinu er ekki sem skyldi, viðskiptahallinn hefur aukið er- lendar skuldir gífurlega á þessu ári og þannig mætti lengi telja. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að við, Alþýðu- bandalagsmenn, sameinumst um að vísa leið út úr frumskóginum, að vísa leið út úr þeim mikla vanda sem nú er um að ræða í íslensku þjóðfélagi. Þó að hinar neikvæðu hliðar blasi við, þá er engu að síður ljost, að þrátt fyrir upplausnina, þrátt fyrir verðbólguna, þrátt fyrir viðskiptahallann, þá á íslenska þjóðin mikla möguleika: hún hefur til að bera þrautseigju, þor og þol- inmæði, seiglu, og hún hefur að- gang að miklum auðlindum sem geta skilað börnum okkar og barn- abörnum góðum lífskjörum í fram- tíðinni. Þjóðin á aðgang að nægta- brunnum auðugrar þjóðmenning- ar, sem um aldir hefur orðið okkur lífskveikja voldugra hugsjona, sem hafa skilað okkur í einn siguráfang- ann af öðrum. Nú er hin unga kyn- slóð í þessu landi betur menntuð en nokkru sinni fyrr; hún hefur sýnt það með starfi sínu á undanförnum árum, skapandi menningarstarfi og í vísindastarfi hverskonar. uleysinu með upplausn stjórnmála- hreyfinga vinstri manna hér í þessu landi. Eina leiðin til að mæta kreppunni af myndugleik, er ein- ing, er samstaða um íslenska leið. 70-80 þúsund á hverja fjölskyldu Fyrir framan okkur, í gögnum fundarins, liggja margar fróðlegar upplýsingar um efnahagsástandið. Þar er m.a. að finna yfirlit um hag- vöxt í ríkjum Efnahags- og fram- farastofnunar Evrópu í 20 ár, 1961-1980. Þetta eru 24 ríki, sam- tals 480 tölur. samdrætti í þjóðarframleiðslunni, sem þýðir um 9-10% samdrátt þjóðartekna á tveimur árum. Þannig liggur fyrir, að á tveimur árum tapa landsmenn tíundu hverri krónu út úr þjóðarbúinu. Áfallið jafngildir um 70-80 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Nú berast okkur að auki þær fréttir frá fiski- fræðingum okkar, að ekki væri skynsamlegt að veiða meira en 350 þús. tonn af þorski á næsta ári, en það er 35 þúsund tonnum minna en hingað til var gert ráð fyrir. Verði þorskveiðin svo lítil á næsta ári og loðnuveiðin jafnlítil og spáð hefur verið, má búast við því að sam- dráttur áranna 1982 og 1983 verði Þá varð 6.-7. hver félagsmaður Al- þýðusambands íslands atvinnu- laus, það samsvarar því að nú væru 8 þúsund atvinnuyleysingjar í landinu, tvöfaldur fjöldi félags- manna í Verkamannafélaginu Dagsbrún. Þá flýðu fleiri þúsund manns landið í atvinnuleit til grannlanda okkar, en þar er nú enga vinnu að fá, þar er atvinnu- leysi. • Viðreisnarstjórnin leysti efna- hagsvanda þjóðarinnar með því að breyta honum í neyðarástand al- þýðuheimilanna í landinu. Alþýðubandalagið mun ekki taka þátt í því að breyta kreppunni í vandamál einstakra heimila, þar sem foreldrarnir missa atvinnuna boruháttur, stofnanatrú og þröng- sýni mega ekki verða ofan á þegar tekist er á við þessi verkefni. Þjóðin hefur ekki efni á slíkum vinnubrögðum. Ég tel að Alþýðu- bandalagið hafi einmitt nú betri möguleika til þess en allir aðrir flokkar að ná árangri, betri fors- endur til þess en allir aðrir flokkar að setja fram raunsæjar og ábyrgar tillögur,.betri möguleika til þess en allir aðrir flokkar að ná samstarfi um þær tillögur við önnur stjórn- málaöfl í landinu. Við mótun þessarar stefnu ber að minnast þess, að áframhaldandi viðskiptahalli drekkir okkur áður en varir í erlendum skuldum, sem gætu stofnað sjálfstæði landsins í hættu. Röksemd okkar fyrir efna- hagsaðgerðunum var einmitt sú, að ella væri sjálfstæði landsins stefnt í hættu. Það er ein grundvallarfors- endan í allri baráttu Alþýðubanda- lagsins að sjálfstæði þjóðarinnar sé forgangsviðmiðun sem ævinlega hljóti að koma á undan öllum öðr- um. Það er einnig forsenda Al- þýðubandalagsins að hér sé og verði full atvinna. Kaupmáttur „Tillaga mín er sú, að gerð verði fjögurra ára áætlun sem við eigum að gefa kjósendum kost á að kjósa um í kosningunum, sem verða vonandi ekki seinna en í aprílmánuði næstkomandi“, sagði Svavar Gestsson meðal annars í setningarræðunni á fundi fiokksráðs Alþýðubandalagsins að Hótel Loft- leiðum í gær. Ljósm. gel. Vilji til samhjálpar og samstöðu Það hefur komið í ljós á liðnum árum núverandi ríkisstjórnar, að það er mikill vilji með þjóðinni til samhjálpar og samstöðu. Það er mikill vilji með þjóðinni til að jafna lífskjörin og það hefur verið ánægj- ulegt að fylgjast með því á liðnum misserum hvernig landsmenn hafa lagt nótt við dag til að koma áleiðis einstökum áhugamálum sínum, hvort sem um er að ræða málefni fatlaðra eða málefni aldraðra, svo ég nefni málaflokka sem mér eru hugstæðir á þessari stundu. Þannig vejgast á annars vegar öfl upplausnar og óvissu og hins vegar jákvæð framtíðarsýn, reist á ís- lenskri þjóðmenningu liðinna alda og þekkingu þeirrar kynslóðar ís- lendinga sem nú er að alast upp. Við verðum að sameinast um það, að hnýta sem best saman þræði hins jákvæða lífsviðhorfs, félags- legra sjónarmiða til þess að mynda varnargarð gegn ofstækisöflunum em nú fara með stjórnarforystu í ýmsum grannlöndum okkar og seilast til ýtrustu áhrifa alræðis-- valds hér í okkar landi. Hvað sem öllu öðru líður, hvað sem öllum ágreiningi líður á milli okkar í þessu landi, þá hljótum við öll að geta verið sammála um það, að við verjum ekki fsland og ís- lendinga fyrir kreppunni og atvinn- Kafli úr rœðu Svavars Gestssonar formanns Alþýðu bandalagsins á fundi flokkráðs 1982 Ef við skoðum þær nákvæmlega kemur í ljós, að 1967 og 1968 varð samdráttur í þjóðarframleiðslu á íslandi 1.7% annað árið og 5.7% hitt árið. Aldrei hafði orðið annar eins samdráttur á íslandi og á þess- um tveimur árum á þessu tuttugu ára tímabili, en á því er hrein undantekning að finna tölu með neikvæðu formerki. Það kemur einnig fram, að aðeins einu sinni á þessu tímabili hefur eitt annað land í Efnahags- og framfarastofnun Evrópu lent í öðrum eins erfiðleik- um á tveim samliggjandi árum, þ.e. Sviss 1975 og 1976. Þessar töl- ur eru nefndar hér til að þær megi hafa sem bakgrunn fyrir ástandið í dag, því gjarnan er talað um árin 1967 og 1968 til marks um alvarleg efnahagsleg efnahagsáföll. Nú er einnig gert ráð fyrir verulegum meiri en hann var á árunum 1967 og 1968. En tölurnar segja ekki allt. f raun getur hér verið um miklu alvarlegra áfall að ræða. Verjumst Neyðarástandi á alþýðuheimil- unum í fyrsta lagi vegna þess að þá voru landsmenn ekki búnir að færa landhelgina nema út í 12 sjómílur og viðreisnarstjórnin var að vísu andvíg frekari útfærslu, en allir gerðu sér þó ljóst, að þar var um miklar auðlindir að sækja. Nú erum við hins vegar komnir að endimörkum nýtingar fiskistofn- anna og þess vegna getum við ekki gert okkur vonir um að sækja þang- að á næstunni meiri auðævi en við gerum á þessu ári. í öðru lagi liggur það fyrir að nú er um að ræða kreppu í flestöllum viðskiptalöndum okkar, en á árun- um 1967 og 1968 var um að ræða verulegan hagvöxt í öllum við- skiptalöndum. Nú er kreppa og kvíði hvarvetna allt í kringum okk- ur, atvinnuleysingjafjöldinn á Norðurlöndunum einum stefnir í eina miljón manna á næsta ári, 30 miljónir manna eru nú atvinnu- lausar í Evrópu og Norður- Ameríku. En hvernig var brugðist við þess- um mikla samdrætti 1967 og 1968? og þar sem kreppan er daglegur gestur. Við í Alþýðubandalaginu le- ggjum áherslu á að landsmenn allir taki á sig vandann sameiginlega - hver og einn eftir efnum og ástæð- um - þeir sem mest hafa taki á sig þyngstu byrðarnar. Þeir sem minnst hafa, sem minnstar, helst engar byrðar. Þó er viðbúið að allir verði að leggja hér eitthvað af mörkum ef við eigum að vinna okkur út úr vandanum. Sú spurning brennur á þessum fundi, á hverjum einasta fulltrúa í flokksráði Alþýðubanda- lagsins, hvernig ætlum við að verj- ast? Hverjar eru tillögur Alþýðu- bandalagsins? Þau svör munu liggja fyrir í lok þessa fundar, en ég vil nú, góðir félagar, draga fram nokkur atriði, sem ég tel að hljóti að verða meginþættir í okkar leið - leið Alþýðubandalagsins. Leið Alþýðu- bandalagsins Ég tel óhjákvæmilegt að á þess- um fundi verði fjallað um tillögu okkar að áætlun, einskonar neyðaráætlun til næstu fjögurra ára um það, hvernig þjóðin vinnur sig út úr þeim vanda sem hér er um að ræða. f þessari áætlun og við gerð hennar verða menn að hrista af sér vanahugsun, hver og einn verður að vera tilbúinn til að leggja það á sig, að endurmeta málin út frá hagsmunum þjóðarinnar í heild í bráð og í lengd. Flokksfegur útúr- launa og lífskjör koma sem þriðja meginmarkmiðið. Þannig hefur það jafnan verið í sögu flokks okk- ar og verkalýðshreyfingarinnar og því var afstaða okkar til efnahags- aðgerðanna í sumar í góðu sam- ræmi við okkar heildarstefnu fyrr og síðar. Það er talið að íslendingar skuldi nú um 14 þúsund miljónir króna. Viðskiptahallinn í ár hækkar skuld- ina um 3 þúsund milónir. Sami viðskiptahalli að ári um aðrar 3 þúsundir miljónir. Þetta gengur ekki, það verður að kveða þennan viðskiptahalla niður. Alþýubandalagið hefur fyrir sitt leyti lagt fram tillögur til úrlausnar sem sumpart voru framkvæmdar síðístliðið sumar, en sumpart ekki. Þrátt fyrir efnahagsráðstafanirnar síðastliðið sumar liggur það fyrir að vandinn framundaner enn mjög mikill. Viðskiptahallinn á næsta ári gæti enn orðið 1.5 til 2 miljarðar króna. Á næsta ári verður að taka ákvarðanir um að kveða þann draug niður á fullu á árinu 1984, en hvernig á að gera það? íslensk leið út úr vandanum Tillaga mín er sú, að gerð verði fjögurra áætlun um að draga úr er- lendum skuldum, að auka fram- leiðslu og um að treysta lífskjara- grundvöll þjóðarinnar. Við eigum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.