Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 20. - 21. nóvember 1982 bókmenntrir Þrjár bækur eru til nefndar og skulu allar heita Ijóðabækur þótt ein þeirra Vorganga í vindhæringi eftir Bolla Gústafsson, beri undirtitilinn „á mótum Ijóðs og sögu“. Hinar eru Heitu árin eftir Erlend Jónsson (Almenna bókafélagið gefur út þessar bækur tvær) og Tréð fyrir utan gluggann minneftirNormu E. Samúelsdóttur(útgefandi Mál og menning). Allar eiga þessar bækur það sameiginlegt, að þar er treyst á út- málun veruleikans án þess að grip- ið sé neitt að ráði til þeirra ráða sem helst hafa sérkennt ljóðagerð. Þessar bækur eru, hver með sínum hætti af „opna skólanum“, þar er treyst á það að þær staðreyndir sem minnið geymir eða núið, standi fyrir sínu, án verulegrar aðstoðar, sögn, og skýtur reyndar öðru hvoru inn í mál sitt alveg ódulbúnum sögupörtum. Annars er brugðið á það ráð að segja orðin upp í eins- konar ljóðlínur en ekki gerist nú ýkja margt við það: Gatan liggur bein niður Oddeyri í framhaldi af götnlu kúagötunni sem sneiðir brekkuna upp til suðvesturs í átt að sundpollinum. Upp þessa kúagötu sem heitir Oddeyrargata vegna tengsla við Eyrina rölta kýr járnsmiðsins móðurafa míns... Þessi tilhögun í prentverki er reyndar’tvíeggjað vopn: hún beinir aukinni athygli að hverju orði - og dregur þá um leið fram hve vafa- samt er.að treysta því að upptaln- höfuð. Hún leysir minningarnar upp í brot, gerir þær ágripskenndar - án þess að nokk- uð það vinnist sem orð er á ger- andi. Gisinn texti þéttist Margt er það í minningasafni Er- lendar Jónssonar sem er eðlisskylt bók Bolla (sem hlaut vel á minnst verðlaun hjá Almenna bókafé- laginu) Þar fara svipmyndir af mönnum og þróun, sem er í sjálfu sér allt i lagi með, smekkleysur verða höfundi heldur ekki til traf- ala. Gallinn er bara sá, að lesanda finnst að textarnir séu of gisnir - þó að þeir séu reyndar þéttari en textar Bolla: Nú er verkamaðurinn kominn í Bretavinnu hefur látið mynda sig á kjólfötum Opni skólinn Bolli Gústavsson gegn aðferðinni, eða að minnsta kosti viðvörun. Skúringar og tré Svipað má reyndar segja um bók Normu E. Samúelsdóttur. Hún er lengra frá prósanum en fyrrnefndir höfundar - m.a. vegnaþessaðhún er lengra frá frásögninni, meira í útmálun hugarástands. En eins og hjá þeim er úrvinnsla efnisins stundum í lágmarki: Ég vakna geng fram hlusta á raddir barnanna Hvað á ég að gera nú? Laga til klœða krakkana skúra? Ekki get ég farið að skrifa það er ekki œtlast til þess Árni Bergmann skrifar það dugi að nefna þær, raða þeim upp. Efniviður Bækur Bolla o§ Erlendar eru minningabækur fra uppvaxtaárum höfunda. Fugl í kattaslaginn er skotinn yfir Oddeyrartanga í bók Bola, kýr afa hans og fyrstamaí- göngumenn fara um göturnar, her- inn er kominn,karlar karpa úti í skúr, afi er borinn til grafar. Heitu árin Erlendar geyma samfelldari minningasyrpu frá sömu árum: herinn er kominn í lítið pláss, á- standsfiðringur í stúlkum og pen- ingafiðringur í körlum, leiksýning í þorpi gefur tilefni til að bregða upp svipmyndum af fyrirfólkinu á staðnum, undir lokin er sögumað- ur nýfermdur kominn í vegavinnu með ilm úr hári ungra stúlkna í vit- unum. Bók Normu er aftur á móti um líðandi stundu, ljóðin segja frá vandkvæðum skrifandi húsmóður. Hvað er það sem vinnst? Af þessum höfundum þrem fer Bolli næst ofur venjulegri prósafrá- ing staðreynda og svipmynda af þessu tagi geti orðið áhrifasterk. Og þegar það er haft í huga, að ódulbúnu prósakaflarnir skilja meira eftir (frásagnir af prakkara- skap pg barnagrimmd til dæmis), þá kemur upp efi um alla þessa opnu Ijóðsaðferð hjá Bolla yfir Norma E. Samúelsdóttir. drekkur viskí og reykir Lucky Strike I sumarfríinu tekur hann leigubíl með fjölskylduna norður í Vaglaskóg og œtlar að sœkja um lóð! Erlendur Jónsson Þetta er sjálfsagt allt satt og rétt, en einhvemveginn eins og of auðvelt og sjálfsagt. Á hitt er að líta, að öðru hvoru rifjast það upp fyrir Er- lendi, að viss „þétting“ (Dichtung) hefur jafnan verið ein helsta for- senda skáldskapariðju. Dæmi um þetta má taka úr kvæði sem er sam- nefnt bókinni: A heitu árunum hljóp ofvöxtur í blóm og illgresi. Góða fólkið var betra vonda fólkið verra Hatrið varð að eldi ástin að dumbrauðu skýi. Pegar haustaði féllu þung lauf á vota jörð... Texti af þessu tagi er einskonar blanda úr hinum „opna“ skóla, sem setur púnkta yfir öll i, og við- leitni til að fara nokkuð aðrar leiðir. Og með því að textinn fer heldur batnandi eftir því sem lengra er farið frá „afskiptaleysi“ opna skólans, þá verður bók Er- lendar með sínum hætti röksemd ekki skrifa heldur laga til og ala upp börnin... Og lesandinn spyr enn: hvaða ávinningur er að ljóðforminu, er ekki betra að halda áfram með þessa lýsingu á hvunndegi þess sem teygður er á milli skyldustarfa og „fýsnar til fróðleiks og skrifta?“ gera hana ítarlegri og áþreifanlegri og áleitnari með öðrum ráðum en þeim sem ljóðið býður upp á en eru ekki nýtt? Hættur opna skólans sitja hér og hvar fyrir Normu en heildarmynd- in verður reýndar sterkari en það dæmi sem áðan var nefnt gefur til kynna. Því veldur samfléttun húsmóðurhvunndagsleikans við næstu staðreyndir náttúrunnar, kríu og máfa í frelsi og kuldagrárri lífsbaráttu tréð fyrir utan glugg- ann, þetta „mjúka blauta fagra yndisaukandi“ tré sem er einnig skilningstréð „vindbarða jarð- bundna frosna". Það reynist höf- undinum nokkur styrkur, að binda sig ekki í eina vídd, hverfa öðru hvoru frá einfaldri játningu og reyna meira á þá spennu sem vérða kann milli hins sagða og hins ósagða. AB Andri Hemingway Laxness Pétur Gunnarsson: Persónur og leikendur. Punktar 1982. Þriðja bindið í sagnaflokki Pét- urs Gunnarssonar segir frá Andra á menntaskólaárunum. Það er kann- ski ekki margt sem gerist: Andri elskar Bylgju og hún hann, en að loknum skóla skilja leiðir og Andri fer suður til að prófa á sjálfum sér þá París Hemingways sem hefur verið honum mjög hugstæð um hríð. Þegar Pétur Gunnarsson er les- inn kemur fljótt upp í hugann latín- uglósan homo ludens,maður að leik, maður að ærlslast og skemmta sér með orð og minni í stað þes að halda áfram að gera eitthvað eins og Gvendur í Sumarhúsum. í þess- ari bók er sú stefna tekin að byggja sem flest utan um eitt megin- einkenni Andra: Ungur maður með skáldagrillur getur ekki lifað sínu lífi í friði fyrir annarra manna bókurn og persónum þeirra. Hann er sífellt að fara í föt • meistaranna, gera upp lífsdæmi þcirra í huga sér og reyna að Pétur Gunnarsson heimfæra upp á sjálfan sig, eða þá finna hliðstæður milli síns hlut- skiptis, sinna ásta, og þeirra sem segir frá í verkum Halldórs Lax- ness og Hemingways. „Hugurinn krauntar af Hemingwayfrösum“ þar sem Andri situr yfir sögudrög- um á Hótel Höll. Steinn Elliði eltir hann til Þingvalla og vill lesa fræga ræðu yfir Bylgju (Diljá). Sem reyndar tekst ekki því tímarnir eru breyttir, Bylgja þegir ekki eins og Diljá gerði í Vefaranum mikla og leyfir herra sínum að tala. Margt er einmitt haglega og skemmtilega gert í leik Péturs að því misræmi sem verða hlýtur á Andra og þeim persónum sem hann leikur. Þegar svo Bylgja er kannski ólétt á versta tíma finnur Andri umhverfið þrengja að sér - eins og smásaga eftir Jökul Jakobsson! Leik þennan stundar Pétur af hugkvæmni og stílfjöri og með hollum ávæning af hæðni: Kannski eru bókmenntirnar „kartöflugarð- ur sem aðrir voru búnir að taka upp úr“?. Heldur hann fram þessari stefnu af dugnaði (sem er ekki al- veg óskeikull, mikil ósköp) allt þar til André Hemingway er barinn út úr hlutverki sínu í Veislu í farángr- inum í París á dögum stúdentabylt- ingar. Sú einstefna, ef svo mætti kalla, sem ræður þessari bók, leikurinn ágengi með „persónur og leikend- ur“, er bæði styrkur sögunnar og vandi hennar. Aðferðin heldur vel utan um efnið, sér fyrir heildar- svipnum. En um leið útilokar þessi aðferð margt annað sem gerist í lífi ungs manns á þessum ævitíma. Annað fólk verður hornreka. And- ri einn í heiminum með bókunum. Meira að segja ástin sjálf, Bylgja, missir mikið blóð vegna ágengni bókmenntanna í þessari sögu. Hvað gerðist svo eftir að Andri var laminn í hausinn á Sanmisj í París 1968? Margt og mikið - og þrjár bækur hafa verið um hann skrifaðar. Kannski í anda þeirrar stefnuskrár sem Andri hafði þulið yfir Diljá sinni á Þingvöllum nokkru fyrr: „Eina von bókmennt- anna er að finna bylgju sem ennþá er fersk og óbrjáluð. Bylgju sem hægt er að senda út á bókmennta- verk jafn eðlilega eins og bítlalag. Ég hefi ekki fundið hana, en ég trúi að hún sé til“. Hver veit: Pétur Gunarsson varð a.m.k. fyrstur yngri manna til að ná Bítlaupplagi, og það eru í sjálfu sér ekki lítil tíðindi. Hvað svo verður veit nú enginn. ÁB. Viktoría Hamsuns Viktoría eftir Knut Hamsun er ný- komin.út hjá MÁLI OG MENN- INGU. Þetta er þriðja útgáfan af þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi, en bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1912. Viktoría er ein kunnasta og vinsæl asta saga Knuts Hamsun. Hún var fyrst gefin út 1898, næst á eftir Pan, sem einnig hefur komið út hjá Mál og menningu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.