Þjóðviljinn - 10.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.-11. desember 1983
shammtur
Af nef-fleíjendum
Svo segir í Laxdæla sögu:
Á ofanverðum dögum Ketils Flatnefs Bjarnasonar
Bunu hófst ríki Haralds konungs ens hárfagra svá at
engi þreifst í landinu fyrir ofríki hans og löggæzlu-
manna hans nema hann einn réði högum þeirra.
Nú er af því at segja at í veizlu í Raumsdal saknaði
Ketill skikkju sinnar er hann skyldi ríða heim ok tók at
leita hennar. Þetta líkaði löggæzlumönnum konungs
stórilla, keyrðu hnúa í nasir honum og flöttu út nefið. Áf
þessu hlaut Ketill viðurnefnið „Flatnefur".
Stefndi hann þegar þing við frændur sína ok mátti
þó varla mæla fyrir nefstíflu ok hóf svá mál sitt:
„Kuddig hafa yddr verit skipti vár ok löggæzlu-
madda kodungs, ok þarf eigi þau at idda, því at oss
berr meiri naudsid til at ráda um þau vadkvædi, er vér
eigub fyrir höddum, nefflattir seb vér dnú erum.“
Þetta er í fyrsta skipti, svo vitað sé, að minnst er á
lögregluþjóna í sögu íslands og er merkilegt að strax á
landnámsöld urðu þeir tvennt í senn „friðflytjendur og
neffletjendur".
Ketill flúði undan ofríki lögreglunnar til Skotlands en
niðjarnir til íslands. Nú er talið að það hafi verið afkom-
endur Ketils Flatnefs, sem beittu sér fyrir því að lög-
regla var engin á Islandi alla Sturlungaöldina og raun-
ar frameftir öldum. Og þess vegna fór nú sem fór, að
Sturlungaöldin varð mesta skálmöldin í sögu íslenzku
þjóðarinnar. Og mest fyrir það að landsmenn höfðu
misskilið orð spekingsins, „meö löggum skal land
byggja".
I dag er íslenzk stjórnskipan þríþætt: löggjafarvald,
dómsvald og framkvæmdavald. Framkvæmdavaldið
er að nokkrum hluta í verkahring lögreglunnar, eins og
væntanlega hefur ekki farið fram hjá neinum að und-
anförnu. Enn hefur það skeð eins og til forna að frið-
flytjendur hafa gerst nef-fletjendur og hafa flatt út nefið
á manni, sem ekki unir því, fremur en Ketill forðum, að
verða „flatnefur" þegjandi og hljóðalaust.
Af þeim fjölmörgu, sem kvatt hafa sér hljóðs um
limlestingar á manni, sem fann ekki frakkann sinn í
Þjóðleikhúskjallaranum, virðist mér lögreglan hafa
mest til síns máls, eins og svo oft áður.
í átakanlegri grein eftir Einar Bjarnason, formann
Lögreglufélags Reykjavíkur, er því lýst hvernig lög-
reglan á sífellt hendur sínar að verja fyrir ofríki borgar-
anna. í Morgunblaðinu á fimmtudaginn, segir Einar
þessi orðrétt: „...mun fleiri lögreglumenn meiðast, í
átökum við borgarana, en hið gagnstæða... bæði
kjaftshögg og kárínur. Jafnvel höfuðkúpubrot eftir bar-
eflishögg... Handarbrot, nefbrot, spörk í kynfæri, rif-
brot, brotnar tennur, Ijótur skurður í andliti..." og fleira
er talið.
Það er sannarlega illt til þess að vita að borgararnir
skuli limlesta fleiri lögregluþjóna en lögregluþjónar
borgara. Allir vita að þetta á að vera öfugt. Það eru
lögregluþjónar sem eiga að limlesta borgara, en ekki
borgarar lögregluþjóna.
Vonandi verður þessu kippt í liðinn sem fyrst og þá
kannske í næstu viku um leið og þeim verður kippt í
liðinn sem snúnir hafa verið úr axlarliðnum um helg-
ina. Sagt er að ekki tjói að kippa þeim í liðinn, sem
snúnir eru úr hálsliðnum, en sem betur fer rakna þeir
nú oftast úr rotinu, sem eru léttkyrktir þegar dyraverðir
og lögregluþjónar þurfa að verja hendur sínar fyrir
borgurunum.
Auðvitað geta lögreglumönnum orðið á mistök, þó
það sé að vísu fátítt.
Einu sinni varð ég vitni að því í Þjóðleikhúskjallaran-
um, að dyraverðir kölluðu á lögregluna. Tveir fílefldir
komu umsvifalaust og gripu konu sem hendi var næst
í mannfjöldanum. Þá hrópaði dyravörðurinn: „Þetta er
vitlaus manneskja".
„Nújá“, svaraði þá lögregluþjónninn sem var með
haustakið á konunni, járnaði hana umsvifalaust á
höndum og fótum. Ég man ekki hvort hann nefbraut
hana í leiðinni.
En á meðan á þessu gekk fann „rétti maðurinn"
frakkann sinn og gekk rólegur og alsæll útí vornætur-
kyrrðina.
Og að lokum er ef til vill rétt að rifja upp bæn
lögreglumannsins:
Herra guð í himnarann
hæst það mark ég eygi
að koma manni í kjallarann
á kverjum einasta degi.
skráargatid
Danskir
hamborgarhryggir?
Að vísu ekki, en Kostakaups-
hryggir eru framleiddir með
danskri aðferð og dönskum efnum.
KOSTAKAUP HF.
Reykjavíkurvegi 72 - Hafnarfirði
Lögfræðingur
Life á íslandi, Sigurgeir Sigur-
jónsson, hugleiðir nú að setja
lögbann á tímaritið Nýtt líf og
hefur sent því bréf þar sem hann
segir m.a. að forráðamenn Life
telji að ekki sé um nægar
breytingar á nafni blaðsins. For-
dæmi munu vera um það að lög-
bann hafi verið sett á svipuð blöð
þó að ekki hafi verið um enskt
nafn á hinu blaðinu að ræða.
Hannibalistar ætluðu t.d. á sínum
tíma að gefa út Nýtt Alþýðu-
bandalagsblað til höfuðs Alþýðu-
bandalagsblaðinu sem þá var gef-
ið út. En sett var lögbann á það.
Ef
svo fer að nafnið Nýtt líf verður
bannað eru góð ráð dýr. Hafa
ýmsar uppástungur komið um
enn eitt nafn t.d. Víf en aðstand-
endur blaðsins munu ekki treysta
því að íslendingar almennt skilji
það orð. Væri þá kannski einfald-
ara að kalla það bara Wife upp á
enska mátann (sbr. hæstaréttar-
dóminn). Einn stakk upp á því að
kalla tímaritið Upp á Líf og dauða
eða bara Líf að loknu þessu. Ann-
ar stakk upp á Líf í tuskunum
með tilvísun til þess að mikið er
fjallað um fatatísku í blaðinu og
einnig kom fram nafnið Móður-
líf. Svo er náttúrlega um að ræða
Annað líf eða jafnvel Níu líf en
það verður sjálfsagt bannað.
Tíminn
gaf út jólagjafahandbók fyrir
helgina en mun hafa gerst helst til
fingralangur í jólagjafahandbók
DV sem hafði birst nokkrum
dögum áður. Munu þeir jafnvel
hafa tekið heilu síðurnar upp úr
henni með myndum, útlits-
teiknun, prentvillum og öllu. DV
brást hart við og hefur gert háa
peningakröfu á hendur Tíman-
um.
Síðasta
mánudag birtist hins vegar í DV
knattspyrnulýsing þar sem talað
var fjálglega um að sjálfur Kenny
Dalglish hafi lagt grunninn að
sigri Liverpool á Birmingham,
leikið frábærlega og sýnt ódrep-
andi baráttuvilja. Það sem vakti
athygli þeirra sem fylgjast vel
með enska boltanum var sú stað-
reynd að sjálfur Kenny Dalglish
lék alls ekki með þennan um-
rædda leik, hvorki með liði Li-
verpool né öðru liði. Það sem
Blaðamaður DV var sannarlega
vel með á nótunum.
þótti einmitt markverðast við
leikinn var að þetta var fyrsti
leikurinn í rúm 2 ár sem Dalglish
missti af hjá Liverpool. Svona
getur skýrum skjöplast.
Eftirfarandi
vísa varð til um daginn í alþingis-
húsinu og var hún ort í orðastað
Steingríms Hermannssonar.
Sýnir hún í hnotskurn hversu allt
er mótsnúið hjá forsætisráðherr-
anum um þessar mundir:
Steingrímur: Bráðum kemur betri tíð.
Út í deilur arg og stríð
alltof margur teymist.
En bráðum kemur betri tíð
og Blaserinn minn gleymist.
Það
hefur vakið athygli hversu mikla
umfjöllun mál Skafta Jónssonar
hefur fengið í fjölmiðlum og hafa
lögreglumenn m.a. ýjað að því að
það væri vegna fjölskyldutengsla.
Til þess að hafa allt á hreinu er
Skafti sjálfur blaðamaður á Tím-
anum, Kristín Þorsteinsdóttir,
kona hans, blaðamaður á DV og
Helgi H. Jónsson mágur hans
fréttamaður útvarpsins. Þá vill
einnig svo til að Skafti er sonur
Jóns Skaftasonar, yfirborgar-
dómara í Reykjavík og bróðir
Helgu Jónsdóttur, aðstoðar-
manns forsætisráðherra.
aty á AnfleldT
^var í hlnu mcsta basll mel
fcBirmlngham i leiknum og þeir skor-^
Kuðu ekki sigurmarkid fyrr en aöeins j
r fjórum minótum fyrtr leikslok. Þá
tók Sammy Lee hornspyrnu og sendi
\ fyrir markið beint á kollinn á lan
Rnah sem skoraði. Það var gamla^
kempan Kenny Úalglish oðrum
fremor sem Im8I granjlmi «8 stgrl
PLiverpool i leCknnm, hann lék frá-
mertega, var ýmiat i sákn eða vörn
og sfrnAi ódrepandi bdráttnvflia. t
fyrri hálfleiknum fékk Birmingham
mjög gott marktckiteri en þá skaut
. Les Phíllips yflr markið