Þjóðviljinn - 10.12.1983, Page 6

Þjóðviljinn - 10.12.1983, Page 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. desember 1983 MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Blaöamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Umbrot og setning: Prent. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Prentun: Blaðaprent hf. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. ritstjórnararcin Nýting sjávarafla Á undanförnum árum hefur Þjóðviljinn hvað eftir ann- að fjallað um hina fjölþættu möguleika sem felast í betri nýtingu á sjávarafla. í sérritum Þjóðviljans hafa verið birt viðtöl við sérfræðinga og raktar niðurstöður rannsókna sem sýna að í hafinu búa enn mikil auðæfi sem íslending- ar geta breytt í verðmæti á erlendum mörkuðum. Þegar trúin á erlenda stóriðju tröllreið um ný atvinnu- tækifæri voru forystumenn Sjálfstæðisflokksins, Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokksins lítt reiðubúnir til að kanna á ítarlegan hátt þá framtíðar möguleika sem felast í fullnýtingu sjávarafla. Á síðustu misserum hafa jafnvel augu margra þessara manna opnast fyrir því að stóriðju- brautin er þyrnum stráð. Stórfellt tap getur þar leynst í sérhverri verksmiðju. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ræða nú í alvöru um að loka járn- blendiverksmiðjunni sem ríkisstjórn þessara sömu flokka reisti á síðasta áratug. starf 09 kjör Eins og kom fram í Þjóðviljan- um í vikunni eru tæplega 1200 ellilífeyrisþegar á biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Reykjavík- urborg. ÞórirGuðbergsson ellimálafulltrúi sagði í samtali við blaðið að hluti af þessu fólki yrði bókstaflega á ver- gangi næstu mánuði nema eitthvað verði gert í málinu. „Neyð þessa fólks nístir mann“, sagði hann. Og það er sannarlega ekki glæsilegur vitnisburður um alls- nægtaþjóðfélagið á íslandi að ga- malt fólk sem hefur stritað alla sína ævi og lagt sinn skerf af mörkunum til að byggja upp landið og koma yngri kynslóðum til manns skuli vera sett út á guð og gaddinn. Þjónustuíb'úðir aldr- aðra, sem Reykjavíkurborg hef- ur byggt upp á undanförnum árum, eru hins vegar dæmi um það hvernig búa á að elstu borg- urum landsins þó að allt of fáar hafi verið byggðar. Nú er t.d. að- eins eitt hús í smíðum sem á að vera tilbúið eftir 3 ár. Við heim- sóttum aldraða konu sem nýlega fékk inni í þjónustuíbúð við Fessi nýju viðhorf hafa skapað ferskan grundvöll til að fjalla um þá fjölþættu möguleika í sjávarútvegi sem Þjóð- viljinn hefur verið að kynna á undanförnum árum. í umræðum á Alþingi í þessari viku um tillögu frá Birni Ðagbjartssyni vakti Skúli Alexandersson athygli á því að flestir efnisþættir tillögunnar væru í sama dúr og skrif Þjóðviljans um betri nýtingu sjávarafla. í umræðunum benti Skúli Alexandersson á að sú að- ferð að beita í sjávarútvegi hertum aðgerðum, sem grund- vallaðar væru á hefnigirni, myndi ekki skila jákvæðum árangri. Betri leið væri að verðleggja aflann á þann hátt að sem mestum verðmætum væri skilað að landi. „Flest annað er nauðsynlegra á þessum vettvangi en að bæta við boðum og bönnum. Oftast er það þannig að bönnin eru þarflaus eftir að breytt hefur verið til á réttan hátt.“ Þessi orð Skúla Alexanderssonar sýna að val á réttum aðferð- um er frumatriði ef góður árangur á að nást. í umræðunum ítrekaði Skúli Alexandersson þetta enn frekar: „Ef verðlagning á ruslfiski og fiskúrgangi væri á þann veg að sjómenn fengju kaup fyrir vinnu sína við að hirða aflann og koma honum fyrir í skipi þyrfti engin boð eða bönn. Og boð eða bönn sem gleyma eða gera lítið úr vinnuframlagi sjómanna eru gersamlega marklaus. Ef nokkur íslenskur starfshópur er verður þeirra launa, sem í hlut hans kemur, eru það sjómennirnir, en í mörgum tilfellum eru þeir með mjög lág laun.“ Alþingismennirnir Garðar Sigurðsson og Steingrímur J. Sigfússon tóku í sama streng. Steingrímur kynnti þá hugmynd að sá hluti áhafnar fiskiskipa sem leggur á sig erfiði við að nýta fiskinn fái meira fyrir sinn snúð en yfirmenn og útgerðareigendur. Þeir sem bæru meira vinnuálag til að nýta aflann betur fengju að njóta erfiðis- ins í launauppbót umfram hina sem ekki tækju sjálfir beinan þátt í þeirri vinnu. Garðar Sigurðsson rakti með fjölda dæma hvernig verðlagningu á ýmsum verðmætum væri háttað. Komið væri í veg fyrir að sjómenn finndu hvatningu til að færa mikilvægan hluta aflans að landi. Vakti Garðar athygli á að svo lítið fengi áhöfnin fyrir Iifrina að enginn maður í landi myndi láta bjóða sér svo lágt tímakaup. Það væri langt fyrir neðan lægsta verkamannataxta. Abendingar Skúla Alexanderssonar, Steingríms J. Sigfússonar og Garðars Sigurðssonar um nýjar aðferðir til að tryggja betri nýtingu á sjávarafla eru mikilsvert framlag til þeirrar endurskoðunar sem nú fer fram á stefnumótun í íslenskum sjávarútvegi. ór Dalbraut en hún var búin að bíða í nokkur ár eftir að komast inn. Hún heitir Oddfríður Sæmunds- dóttir og er komin á níræðisaldur. Hún var ekkert nema hógværðin og vildi helst ekki láta hafa viðtal við sig, sagðist ekki vera vön að trana sér fram í blöðunum. „Ég var alls ekki sú verst setta“, sagði hún, en það varð þó úr að við fengjum að spjalla aðeins við hana. - Hvað er langt síðan þú sóttir um að fá svona íbúð? - Ég var búin að senda inn um- sókn áður en þetta vistheimili tók til starfa og var svo að ámálga þetta við og við og reyna að fá pláss einhvers staðar í húsum borgarinnar. Ég var búin að vera asmasjúklingur í 40 ár og bjó í lítilli risíbúð upp á 4. hæð og átti orðið mjög erfitt með að búa svona hátt uppi. Þetta voru 45 þrep að komast upp. - Hvað segirðu mér af þínum lífsferli annars? - Ég er fædd 13. júní 1902 og er því orðin 81 árs. Ég ólst upp að Elliða í Staðarsveit en missti föður minn ung og hef búið lengi hér í Reykjavík. Maðurinn minn hét Ingólfur Sveinsson og var bíl- stjóri en nú er ég búin að vera ekkja í tæp 22 ár. Ég á þrjá syni sem hafa verið mér góðir og hjálplegir svo að ég er enginn ein- stæðingur. Samt er maður mikið einn þegar maður er kominn á þennan aldur. Það sest stundum að manni einmanakennd þegar maður situr einn og steinþegir alla daga. - Hefurðu unnið úti? - Maðurinn minn dó þegar ég var 60 ára og þá fór ég að vinna úti og vann í tíu og hálft ár. - Var ekki erfitt að byrja að vinna úti á þeim aldri? - Það var erfitt að byrja eftir að vera búin að vera húsmóðir í tæp 30 ár. En égvar heppin. Fyrst fékk ég vinnu við saumaskap í Sportver og vann svo í Lyfjaversl- un ríkisins í sex og hálft ár. - Þú segist hafa verið asma- sjúklingur? - Já, ég var stundum send til er alsæl“ Vífilsstaða þegar verst var en annars hef ég ekki orðið fyrir miklum sjúkdómserfiðleikum og þó fór ég í skurðaðgerð fyrir fjór- um árum. í fyrravetur handleggs- brotnaði ég og það fór alveg með það. Ég var ákaflega illa sett á eftir. Ég hef alltaf reynt að vera sjálfstæð og bað ekki um aðstoð frá bænum fyrr en í vor. Fólkið mitt hjálpaði mér líka eftir bestu getu, þvoði fyrir mig og þess hátt- ar. En ég held að það hafi mest að segja að reyna að halda sér uppi og missa ekki kjarkinn. Oft þegar ég hef verið að því komin að missa hann hef ég litið í kringum mig og séð um leið að aðrir hafa það miklu verra. Ég er líka svo lánsöm að hafa óskerta sálar- krafta og er ekkert farin að verða gleymin. Ég hef ákaflega gaman af músík, ljóðum og skáldskap og les mikið þó að sjónin sé dálítið farin að bila. Ég er svo þakklát fyrir að vera rólfær og hafa óskerta sálarkrafta þó að ég sé stundum lasin. - Og hvernig komstu svo að lokum hingað inn? - Ég fór á fund Þóris Guð- bergssonar og hann var mér af- skaplega hlýlegur og almenni- legur. Ég veit að hann hefur greitt fyrir því að ég kæmist hing- að ásamt fleirum. Maður er dá- lítið lítill þegar maður er að fara á þessar stofnanir og það hjálpar Viðtal við Odd- fríði Sœmunds- dóttur í þjónustu- íbúð aldraðra við Dalbraut en þangað flutti hún nýlega eftir langa bið. mikið þegar fólk er jafn hlýtt og Þórir. - Og ertu ánægð hér? - Ég er alsæl, það er bara eitt orð yfir það. Allt er svo gott hérna. Ég get verið með fólki þegar ég vil og fæ alla þá aðstoð sem ég bið um. íbúðin er yndisleg eins og þú getur séð. Auk stof- unnar er lítið eldhús með suðu- hellum, bakaraofni og litlum ís- skáp. Þá er klósett og sturtubað og ég get fengið kerlaug þegar ég vil. Einnig er góð geymsla og skápar fyrir föt og þvott. - Hvað með fjármálin? - Þau ganga. Ég hef ellilífeyri, tekjutryggingu og heimilisupp- bót. Leigan fyrir þessa íbúð er 6270 krónur á mánuði og er há- degismatur innifalinn í henni. - Er þá ekki lítið afgangs? - - Ég kæmist ekki af hefði ég ekki annað mér til hjálpar. - Færðu dagpeninga? - Nei, það er bara á elliheimil- unum. Hérna borgar maður sjálf- ur sína leigu og það er miklu skemmtilegra og virkar sjálfstæð- ara. Annars er maður eins og halfgerður ölmusumaður. Við finnum þessa tilfinningu frá gamla tímanum. - Heldurðu að það sé mikil neyð meðal gamals fólks sem ekki hefur komist inn á vistheim- ili? - Já, alveg áreiðanlega. Ég vildi bara að það væri meira af svona stöðum. Áður en ég kveð Oddfríði tölum við svolítið saman um ætt- fræði. Hún sýnir mér myndir af fjölskyldu sinni og það kemur m.a. upp úr kafinuað einn afson- um hennar er jasspíanistinn Guð- mundur Ingólfsson. f stofunni hjá henni er orgel og hún sest við það og spilar tvö lög sem Guð- mundur samdi þegar hann var að- eins 8 ára gamall. Svo kemur upp úr kafinu að söngvararnir Sigurð- ur Ólafsson og Erlingur Vigfúss- on eru náfrændur hennar. „Við erurri öll syngjandi vitlaus", segir hún og hlær við. -GFr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.