Þjóðviljinn - 10.12.1983, Side 22
myndlist
j rii ho, ] Do
Jiko Do Kóreanskur listamaður
sýnir í Listasafni alþýðu
Um þessar mundir sýnir
Jiho, Do, kóreanskurlista-
maöur, myndir sínar í Lista-
safni ASÍ við Grensásveg.
Verkin eru 54 aö tölu og not-
ar Jiho, Do striga sem undir-
stöðu flestra þeirra. Undan-
tekning eru þó sex myndir
þarsem hann bregðurfyrir
sig klippitækni eðacollage.
Halldór B.
Runólfsson
skrifar
Jiho, Do er fæddur áriö 1950 og
stundaði nám í málaralist við
Keimyang-háskólann í Kóreu, frá
1973-79. Frá 1980 hefur hann svo
numið myndlist við Ríkisakademí-
una í Stuttgart í Þýskalandi. Meðan
á námi hans stóð í Kóreu voru verk
hans oftsinnis valin á sýningar í hin-
um ýmsu borgum landsins. Það
mun vera siður í Kóreu að lista-
menn séu valdir af sýningarnefnd
til að taka þátt í sýningum, einkum
ef um opinberar sýningar er að
ræða. Einkasýningar á vestræna
vísu eru sjaldgæfar þar í landi. Þó
hélt Jiho, Do sýningu á verkum sín-
um í menningarmiðstöðinni í Kim-
Cheon í Kóreu og á þessu ári tók
hann þátt í samsýningu í Haus der
Kunst í Miinchen.
Eins og áður segir, notar lista-
maðurinn striga í verkum sínum. í
stað þess að mála á hann, notar
Jiho, Do strigann til að skapa lág-
myndir með því að rista ysta lag
hans frá grunninum. Réttara er að
tala um húðina sem ver strigann,
en það er hún sem listamaðurinn
flettir af sjálfum striganum og
formar. Þannig hættir striginn að
vera einföld undirstaða sem málað
er á, þolandinn sem hulinn er
litum, en verður í stað þess gerand-
inn og efnið sem allt myndverkið
snýst um.
I syningarskrá skýrir listamaður-
inn afstöðu sína á einfaldan og
gagnmerkan hátt, sem leit að
beinum tengslum við efnið og mið-
ilinn. Striginn er framhald á sjálfi
listamannsins, eins og Jiho, Do
segir í sýningarskrá og gerir kröfu
til fullrar þátttöku í sköpun verks-
ins. Köfun í efnið er leit að sjálfum
sér, tilraun til að mægjast við miðil-
inn. Undirstaðan er leitin að efninu
sem hentað gæti listamanninum,
svarað til persónulegrar tjáþarfar
hans. Því næst kemur glíman við
efnið sem leiðir til fæðingar hug-
mynda og hugmyndirnar hafa síð-
an gagnverkandi áhrif á mótun efn-
isins.
Eitthvað á þessa leið hugsar
Jiho, Do sér þetta díalektíska ferli
sem auðveldlega er undirorpið
breytingum og sviptingum, er
m.ö.o. opið í báða enda. Þó virðast
myndirnar mun rólegri og kyrr-
'stæðari en ætla mætti af hugmynd-
um listamannsins. Yfir þeim hvílir
blær íhugunar og því sverja þær sig
í ætt við austurlenska list þótt yfir-
bragðið sé alþjóðlegt. Það er eink-
um vegna þess að ásýnd þeirra er
föl, hvít á móti gráum grunni strig-
ans sem gægist undan sárunum er
eftir standa, þegar hvítunni hefur
verið flett af. Þá er tjáningin fínleg
og öguð, hlédrægari en við eigum
að venjast yfirleitt. Hún er vissu-
lega brothætt eins og efniviðurinn.
Þótt myndir Jiho, Do beri keim
af austurlenskri heimspeki, er í
þeim þráður sem tengir þær til-
raunum ýmissa listamanna nútím-
ans sem kannað hafa möguleika
hins hefðbundna efnis. Þessar til-
raunir hafa beinst að því að finna
aðrar og óvenjulegar hliðar á al-
gengum efniviði með því að beita
annars konar miðlum við mótun
hans en yfirleitt er gert. Því skipar
þessi athyglisverði listamaður sér á
bekk með ítalska málaranum Luc-
io Fontana og ameríska tónskáld-
inu John Cage, er hann hafnar við-
tekinni meðferð efnis og miðils.
argus
Fermingarveislan
Biðjið um tilboð og kynnið ykkur
hvað við höfum gott að bjóða.
Stórafmælið
Pá getið þið sjálf notið gestanna, laus
við tímafrekan veisluundirbúning.
Þorraveislan
Rekstrarst jórinn okkar hefur mikla
reynslu í tilreiðslu þorramatar.
t
VEITINGA
MAÐURJNN
Vagnhöfða 11
Lárus Loftsson rekstrarstjóri
Sími 86880
Brúðkaupið
Glæsilegt veisluborð er prýði brúð-
kaupsvei^lunnar. Og matsveinninn og
þjónninn koma líka ef þið óskið.
Önnur þ jónusta
Veitingamaðurinn býður marg-
háttaða aðra þjónustu, s.s.hádeigis-
verði í fyrirtæki, nestispakka í
fjölskyldu- og fyrirtækisferðina o.m.fl.
Veisluborðin eru hagkvæm og ódýr og
allir réttir í hæsta gæðaflokki.
Við sjáum um veitíngamar