Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. janúar 1984 skammtur Af sparnaðarsjónarmiðum íslendingar verða alltaf afskaplega kátir, þegar þeir koma í fréttunum erlendis. Þess vegna liggur svona vel á öllum þessa dagana. Öll heimspressan á öðrum endanum útaf hundahaldi í höfuðborginni og tryggð fjármálaráðherra íslands við tíkina sína. En þótt íslenskt hundahald hafi þótt meiri stórtíðind- um sæta, uppá síðkastið úti í hinum stóra heimi, en annar ófarnaður, þá hefur enn annað ekki síður orðið til að beina athygli alheimsins hingað „norður að ystu mörkum hins byggilega heims", eins og breiddar- gráða íslands er stundum kölluð í bundnu máli. íslensk sendinefnd hefur vakið alheimsathygli og ekki að ástæðulausu. Þetta ersendinefnd skipuð fjórtán valinkunnum sér- fræðingum, sem á dögunum valdist til Skotlandsfarar til að „hefja frumrannsókn á undirbúningsaðgerðum varðandi hugsanleg kaup á þyrlu handa Landhelgis- gæslunni". Förin hefur, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið, valdið straumhvörfum, hvað varðar hugmyndir manna um sendinefndir yfirleitt, og þá sérstaklega íslenskar sendinefndir. Ekki verður hjá því komist, áður en lengra er haldið, að greina frá skipan sendinefndamála á Islandi hing- aðtil. íslenskum sendinefndum er skipað niður í tvo flokka: Blandaðar sendinefndir og óblandaðar sendinefndir. Óblandaðar eru sendinefndir þegar nefndarmenn eru allir samkynja, en blandaðar þegar bæði sterkara og veikara kynið er með í sendiförinni. íslendingar hafa fyrir löngu vakið á sér alheimsat- hygli fyrir blandaðar sendinefndir. Blandaðar geta sendinefndir verið með tvennum hætti: 1. Sendinefndir skipaðar körlum, sem taka eigin - eða aðrar - konur með. 2. Sendinefndir, sem vegna eðlis og sérþarfa eru bæði skipaðar körlum og konum. Viss háski hefur þótt því samfara að skipa í sendi- nefnd einstaklinga af gagnstæðu kyni. Allt of sterk vináttubönd hafa viljað myndast meðal „gagnkynja" nefndarmanna, vináttubönd, sem stundum hefur ekki séð fyrir endann á. Þess vegna hefur alltaf þótt ráð- legast að hafa makana með, þegar sendinefnd hefur verið blönduð með þessum hætti. Dæmin sanna líka að þegar sendinefndarkonur taka eiginmenn sína með hefur slík skipan oft stuðlað að því að ísland kæmist í heimsfréttirnar. Það er löngu viðtekin regla á (slandi að hin hefð- bundna sendinefnd (skipuð tómum körlum) taki eiginkonur sínar með. Þetta er gert í sparnaðarskyni, því fátt er dýrara á erlendri grund en að koma sér upp „villtum meyjurn". Reynslan sýnir að þannig má spara mikið fé, þegar þurftafrekir íslenskir sendinefndar- menn eru annars vegar. Gott dæmi um óblandaða sendinefnd er aftur á móti stór hópur fararstjóra með lítinn hóp knattspyrnu- manna í keppnisför, þar sem tveir til þrír fararstýra hverjum leikmanni og dugir ekki til, eins og dæmin sanna. Hér hefur lauslega verið drepið á hina hefðbundnu skipan mála varðandi íslenskar sendinefndir hingað til. Gæti það e.t.v. orðið til að varpa Ijósi á þau tíma- mót, sem för þyrlukaupaundirbúningsnefndarinnar markar í sendinefndamálum íslendinga yfirleitt. Þyrlukaupaundirbúningssendinefndin var óblönd- uð og skipuð með hefðbundnum hætti (karlar ein- göngu). Ljóst var að þessi sendiför gæti orðið dýrt spaug, þar sem eiginkonur voru ekki með til að sinna því sem dýrast getur orðið á erlendri grund. Ráðdeild hinsveg- ar ofarlega á blaði hjá stjórnvöldum. Það voru því fyrst og fremst sparnaðarsjónarmið, sem réðu því hverjir völdust í þessa sendinefnd til að fljúga til Skotlands að hefja „frumrannsókn á undirbúningsaðgerðum varð- andi kaup á þyrlu handa Landhelgisgæslunni". Sjö starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru nefndir til fararinnar og var nú úr vöndu að ráða með hverjum hætti hægt væri að ná niður kostnaðinum við förina. Loks varð úr að sjö stjórnsýslumenn völdust til farar- innar og að sjálfsögðu allir sérfræðingar í sparnaði. Þennan flokk fylltu: Magnús hagsýslustjóri, Þórður deildarstjóri í Fjárlaga- og hagsýslustofnun, Ólafur skrifstofustjóri í Dómsmálaráðuneytinu og Björn frá sjálfu Fjármálaráðuneytinu, sagður til að passa hina. Þá voru og í sendinefndinni. bæði formaður Fjár- veitingarnefndar og varaformaður Fjárveitingarnefnd- ar, en á síðustu stundu tilkynntu þeir forföll og hefur væntanlega því miður orðið nokkur kostnaðarauki að því, að þeir fóru ekki með. Þá var Árni Johnsen með í förinni, og mun það hafa verið gert í sparnaðarskyni, svo sendinefndarmenn þyrftu ekki að kaupa sig inn á dýra skemmtikrafta í Aberdeen. Þegar þetta er skrifað er hin nýstárlega sendinefnd komin úr þessari kynnisför á því, hvað sé á boðstólum á þyrlumarkaðnum í Aberdeen, og verða nú hafnar frumrannsóknir og þreifingar. Síðan verður það reifað og rannsakað hvort haldbærar niðurstöður hafi feng- ist, nefndir skipaðar og vinnuhópar, og endanalega verða svo niðurstöðurnar lagðar fyrir þartilbær yfirvöld svo hægt verði að hefja undirbúning að ákvarðana- töku Landhelgisgæslunnar, fjárveitingarvaldsins, Dómsmálaráðuneytisins, Fjárlaga- og hagsýslustofn- unar, og loks verður svo málið lagt fyrir Alþingi til söltunar. En það sem mest er um vert: Þessi tilraunaför, með óblandaða sendinefnd, þar sem sparnaðarsjónarmið hafa algeran forgang, tókst með miklum ágætum og kannske rétt að Ijúka þessum hugleiðingum með við- laginu sem allir sungu við léttan gítarslátt, áður en þeir stigu um borð í flugvélina sem flutti þá til Aberdeen: Við erum að fara að fara. Fréttin má koma í blöðunum. Við ætlum að spara og spara, spara á réttu stöðunum. skraargatiö Kappræðufundur þeirra Svavars og Þorsteins í Hafnarfirði í fyrrakvöld var sögu- legur í meira lagi. Stefnir, féiag ungra sjálfstæðismanna í Hafnar- firði, stóð fyrir fundinum og vann að undirbúningi hans í samráði við Aþýðubandalagið í Hafnar- firði. Meðal annarra sem mættu á kappræðufundinn voru erindrek- ar flokkanna sem gáfu fólki kost á að skrá sig í hinar pólitísku fylk- ingar. Þórarinn Jón Magnússon ritstjóri Samúels og Húss og Híbýlis er formaður Stefnis. Hann stýrði kappræðufundinum og sagði hann sjálfsagt komast á spjöld sögunnar, því þetta væri í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokk- urinn gengist fyrir pólitískum fundi þar sem hægt væri að ganga í Alþýðubandalagið. Það var ekki aðeins að Sjálfstæðis- menn hjálpuðu Alþýðubanda- lagsmönnum í Hafnarfirði með húsaskjól til að skrá inn nýja fé- Iaga, heldur tók fjármálaráð- herra Albert Guðmundsson, sem að sjálfsögðu var mættur á fund- inn, sig til og skráði nýja félaga inn í Alþýðubandalagið með pennanum sínum góða. Ekki veitti af góðri aðstoð fjármála- ráðherra, því á annan tug fundar- manna lét skrá sig í Alþýðu- bandalagið á kappræðufundin- um. Kœrleikar voru sem sagt með besta móti hjá hinum pólitísku fjendum í Hafn- arfirði á fimmtudagskvöldið. Þórarinn Jón Magnússon fundar- stjóri sagði að mönnum litist svo vel á hvernig til hefði tekist með samstarfið að jafnvel væri farið að hugsa um að sameina bæjar- málablöð þessara flokka. Bæjar- málablað Sjálfstæðismanna heitir Hamar. Lítill vandi væri að finna nýtt nafn á hið sameiginlega blað; það yrði einfaldlega skýrt Hamar og sigð. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra trylltist gersamlega þegar hann sá ummæli ríkissáttasemjara í Þjóð- viljanum sl. fimmtudag, þar sem hann lét undrun sína í ljósi yfir blaðrinu í Sverri. Svo illur er Sverrir að hann lét kalla á sátta- semjara niður í stjórnarráð, þar sem hann var tekinn á beinið. Eftir þann fund kom svo yfirlýs- ing hans um að hann hefði aldrei átt viðtal við blaðamann Þjóðvilj- ans. Ferðamálanefnd Reykjavíkur er nú að fara á stað með kynningu á höfuðborginni út um land í þeim tilgangi að laða ferðamenn til Reykjavíkur. Verða haldnar skemmtanir þar sem fólk kaupir sig inn, enda bæði matur og dansleikur á boð- stólum. Meðal skemmtiatriða verður bingó, tískusýning, danssýning og skemmtikraftar verða frá Leikfélagi Reykjavíkur og íslensku óperunni. Þá eru ó- taldir skemmtikraftar sem sumum finnst hvað hæpnast að muni laða fleiri ferðamenn til Reykjavíkur.Það eru þeir Davið Oddsson borgarstjóri og Markús Örn Antonsson forseti borgar- stjórnar. Munu þeir flytja ávörp. Þess skal getið að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkur- borgar um daginn amaðist Davíð við utanbæjarfólki og vildi m.a. hækka hlut þess í rekstrar - kostnaði sundlauga,skóla og ann- arra þjónustustofnana Reykja- víkur. Mun því Davíð líklega taka það sérstaklega fram í ávarpi sínu til dreifbýlinga að þeir fari helst ekki í sundlaugarnar, strætó eða bókasöfnin og alls ekki í skóla í Reykjavík. Ennfremur að ganga varlega á malbikinu. Skemmtanir ferðamálanefndar hafa þegar verið ákveðnar á ísa- firði, Akureyri og Egilsstöðum. s A aðalfundi hjá kvennaframboðinu um daginn var ákveðið að gera Hótel Vík að kvennahúsi (sbr. Kvindehuset í Kaupmannahöfn). Er kvennalistinn og samþykkur þessari ráðstöfun. Munu þá alls konar hópar geta fengið inni í húsinu og kvennalistinn og kvennaframboðið einungis verða tveir af mörgum. Þar má nefna fræðihópa, leshringi, listastarf- semi o.fl. Það vakti töluverða athygli þegar Sverrir Hermannsson kolféll á stafsetningarprófi sem eitt dag- blaðanna lagði fyrir hann og gerði m.a. fjölmargar z-villur. Einum hagyrðingnum varð þá þetta á orði: Prófið þreytti fólinn fattur, festi orð á blað; skrifaði zetu borubrattur en bara á röngum stað. Hundamál Alberts Guðmundssonar og hót- un hans um að flýja land hafa nú gert hann heimsfrægan í bili. .Starri í Garði orti þessa vísu Bráðum rétt mun reynast að ríkisstjórnin deyi, því líf sitt á hún undir einu tíkargreyi. Morgunblaðið er gersamlega miður sín þessa dagana út af norska svikahrappn- um Árna Tréholti, sem látið hef- ur Rússum í té upplýsingar um norsk hernaðarleyndarmál og þá um leið hernaðarleyndamál NATO. Þetta er vissulega alvar- legt mál þegar NATO, helgasta fyrirbæri að himnaríki undan- skildu í augum Mbl., er svívirt með þessum hætti. Nú hefur blaðið dregið nokkra íslendinga inní Tréholts-málið, þeir hittu kauða nefnilega á þingi SÞ fyrir mörgum árum. Þá vildi Tréholt hjálpa íslendingum að koma hernum burt og að færa landhelg- ina út í 50 sjómflur. „Men hitt er de“ eins og Hannibal sagði um árið að fyrir aðeins um 2 árum síðan kom þessi sami Tréholt hingað til lands með nemendum úr norskum hernaðarskóla, sama skóla og Kjartan Gunnarsson framkvæmdast j óri Sjálfstæðis- flokksins stundaði nám við. Kjartan Gunnarsson tók á móti þessum nemendahópi og var með Tréholt og Co. allan tímann. Þá var mikið skálað og skemmt sér sem frægt varð og það skyldi nú aldrei vera að Kjartan hafi misst útúr sér eitthvað sem Tréholt gat noífært sér, sá armi skúrkur, og ætti nú Mbl. að grafast fyrir um það hjá Kjartani hvort óvarlegt °rð hafi farið þeim í milli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.