Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 6
SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. janúar 1984 DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. ritstjórnargrein Erlendur risi fœr drottnunarvald í VSÍ Þegar Viðreisnarstjórnin gerði samninginn við Alu- suisse um álverksmiðju í Straumsvík var skilningur ráð- herranna á nauðsyn þess að 'vernda íslenska stjórnkerfið fyrir ágangi hins erlenda auðhrings þrátt fyrir allt ríkur þáttur í ákvörðunum þeirra. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra beitti sér fyrir því að ríkisstjórn íslands setti Alusuisse skilyrði. Auðhringn- um var bannað að gerast félagi í samtökum vinnu- veitenda á íslandi. Þetta skilyrði var tilkynnt með bréfi sem þáverandi iðnaðarráðherra, Jóhann Hafstein, ritaði. Þótt Við- reisnarstjórnin hefði ákveðið að veita hinum erlenda auðhring starfsaðstöðu á íslandi gerðu ráðherrarnir sér grein fyrir því að nauðsynlegt væri að hindra að erlent risafyrirtæki gæti farið að beita áhrifum sínum innan íslenskra félagssamtaka. Andstæðingar samninganna við Alusuisse vöruðu við því að slíkur varnargarður myndi smátt og smátt bresta. Alusuisse myndi í krafti valds síns og klókinda ná sífellt sterkari fótfestu í íslensku þjóðfélagi. í frægri ræðu á Alþingi varaði Einar Olgeirsson við því að síðar kæmust til valda ráðherrar sem hefðu minni sjálfstæðis- vitund en forystumenn Viðreisnarinnar og reis hún þó ekki hátt í sögu íslenskrar sjálfstæðisbaráttu. í þessari viku rættist spádómurinn. Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur ákveðið að afnema bannið sem Viðreisnarstjórnin setti. Alu- suisse fær nú inngöngu í Vinnuveitendasamband ís- lands. Erlent risafyrirtæki getur í fyrsta sinn farið að beita sér með formlegum hætti á vettvangi þar sem íslendingar hafa áður einir ráðið. Þegar Jón Sigurðsson forseti hóf sjálfstæðisbaráttu íslendinga á fyrrihluta síðustu aldar gerði hann efna- hagslegt sjálfstæði og afnám á ítökum erlendra fyrir- tækja að hornsteini þeirrar baráttu. Hann skildi að stjórnarfarslegur réttur er aðeins önnur hliðin á raun- verulegu sjálfstæði. Algert forræði íslendinga á hinu efnahagslega ákvörðunarvaldi væri einnig grundvall- arforsenda ef sjálfstæði þjóðarinnar ætti að verða þrótt- mikill veruleiki. Þennan skilning hafa forystumenn þjóðarinnar ætíð viðurkennt. Þess vegna bannaði Við- reisnarstjórnin að Alusuisse yrði tekið inn í VSÍ. Verksmiðjan í Straumsvík, sem ber hið villandi heiti „íslenska álfélagið - ÍSAL“, er algerlega erlent fyrir- tæki í eigu Alusuisse sem öllu ræður í stjórn og starf- semi fyrirtækisins. Þegar Alusuisse gerist félagi í VSÍ fær erlendur risi drottnunarvald í samtökum atvinnu- rekenda á íslandi. Samkvæmt starfsreglum VSÍ hljóta fyrirtæki áhrifavald innan samtakanna í samræmi við efnahagslegan mátt sinn. Þess vegna mun Alusuisse umsvifalaust fá sterka stöðu til að drottna innan VSÍ. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks- ins hefur með afnámi bannsins brotið mikilvægan hornstein í sjálfstæði íslenskra atvinnuvega. Skerðing á íslensku sjálfstœði í rúm 140 ár hafa forystumenn íslendinga fylgt stefnu Jóns Sigurðssonar forseta og skilið nauðsyn þess að erlend fyrirtæki fengju ekki formlegan ákvörðunarrétt innan íslenska stjórnkerfisins. Þegar ríkisstjórnin heimilar Alusuisse að ganga í VSÍ er horfið frá þessari stefnu og ákveðið að skerða sjálfstæði íslendinga. Ríkisstjórnin hefur stefnt þjóðfrelsinu í stóra hættu. Um 13 prósent af öllu vinnufæru fólki í Bretlandi gengur nú atvinnulaust. Ljósm.: gel Guðs miskunn býr ekki í stórborg Þar sem ég bý við sporðinn á Albertsbrúnni á suðurbakka Thames er friðsælt þegar rökkrið sígur yfir Lundúni. Umferðin dofnar og flutningabátarnir leggjast uppað, og notalegt að sitja við bakkann og horfa á ána mjakast til hafs. Brýrnar eru upp- lýstar einsog á endalausu gaml- áfskvöldi og fólk sem er að hraða séf yfir, staldrar gjarnan við til að horfa á skrautljósin endurspegl- ast í vatninu. En fyrir kemur að friðurinn er rofinn af örsmáum þyrilvængjum sem þröngva sér inní kvöldið, þær hnita hringa einsog stórir fuglar meðfram brúnum og straumurinn frá þeim skellur einsog sprengja í ljósadýrðinni í vatninu. Stórir ljóskastarar skima ofaní djúpið því þær eru á höttunum eftir veiði, ekki fiskunt heldur mönnum einsog Pétur forðum, dauðum mönnum. Þær eru að slæða líkin uppúr ánni. Hinum megin við ána er Em- bankment þarsem mannþröngin bifast einsog maurar í þúfu og dynurinn frá lestunum hangir í loftinu. Með kvöldinu fækkar fólki og skamma hríð eru fáir á ferli nema gleðilið á róli milli kráa að stíga í vænginn við félaga Bakkus. En þegar hallar að nóttu vakn- ar ný veröld, skuggalegri og ömurlegri en sú sem lifir á dag- inn. Berangursfólkið, þeir sem guðirnir hafa gleymt og eiga sér hvergi varanlegt hæli fyrir vind- um, tínist úr öngstrætum og hlið- argötum til að búa sér næturstað við ána undir opnum himni. Margir af þessum ólánssömu útigöngumönnum bera þess merki að hafa átt götuna að heim- ili um langa hríð, þeir eru illa hirt- ir í gatslitnum fötum, sem eru stíf af skít. Það litla sem þeir eiga af veraldlegu góssi drasla þeir með sér í svörtum plastpokum, kann- ski teppisræfil til að verjast vetrarkuldanum eða einhverjar flíkur sem aðrir eru hættir að nota og þeir hafa hirt á leyndum stað. Einstaka heimanflúinn unglingur er í bland við hópinn, þeir halda saman; hræðslulegir á svipinn, og hissa á hvert lífið hefur leitt þá. Sárafáar konur eru með, mér er sagt þær haldi til annars staðar í borginni. Össur héðinsson skrifar En það er líka slangur af ung- um og tiltölulega frísklegum mönnum sem eru betur búnir en hinir. Þeir eru atvinnuleysingjar norðanúr iðnaðarhéruðunum, nýkomnir í hópinn og einsettir í að staldra við sem styst. Þeir eru að leita gæfunnar sem brást þeim heima, sannfærðir um að ham- ingjuhjólið snúist þeim í vil á morgun eða hinn og gefi þeim góða vinnu í morgungjöf. En hin- ir eldri í hópnum vita betur. Það er merkileg reynsla að virða fyrir sér hópa manna sof- andi undir dagblöðum eða gömlum pappakössum, með mal- bik stórborgarinnar í hvílu stað. Ekki ýkja langt frá rísa til himins skýjakljúfar þar sem helstu auðhringar heimsins hafa aðal- stöðvar og veröldin fellur við þetta allmjög í verði. í tíð núver- andi ríkisstjórnar hefur ástandið stórversnað, árangur þeirrar dap- urlegu stjórnmálastefnu sem heitir frj álshyggj a og nú er raunar verið að urða í útlöndum. Uppá íslandi skilst mér þó, að heill stjórnmálaflokkur sé að gera það úrelta guðspjall að sínu. Það er gilt lögmál hér um slóðir að þegar atvinnuleysið vex, þá fjölgar þeim og líka sem ekki hafa þak yfir höfuð sér. Árið 1979 töldu atvinnulausir um 900 þús- und og fór fækkandi, en frjáls- hyggjustefna Thatcher, hefur nú fjölgað þeim upp í rúmar þrjár miljónir og sú tala er enn á upp- leið. Þetta eru um 13 prósent af öllu vinnufæru fólki í Bretlandi. Tala berangursmanna hefur sömuleiðis vaxið óðfluga og nú munu tugþúsundir í þeirra hóp. Sveitarfélögin geta litla hjálp veitt þessum útlögum mannlífsins, því niðurskurður Thatchers hefur valdið gífurlegri húsnæðiseklu sem ekki voru dæmi um áður. Að sönnu veita góðgerðarstofnanir smáum hópi tímabundna úrlausn, en að því loknu tekur ekkert við nema ber- angur stórborgarinnar, bekkur í garði eða fátæklegt skjól fyrir rigningum undir sporðum brúnna sem skera Thames, og kannski / áin þegar vetur gerast harðir. Guðs miskunn er hið fyrsta sem deyr í hörðu ári, segir á ein- um stað. En guðs miskunn var aldrei að finna í stórborgum og sjálfsmorð atvinnuleysingjanna eru ekki lengur fréttir. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.