Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 9
Helgin 28. - 29. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 helgarsyrpa Úr því ég fór aftur að tala um Mannfólkið í síðustu Helgarsyrpu, kannski ég víki enn að þessu gáfaða og undarlega samsetta fólki; sem var sumt svo veikt og sterkt í senn. Ekki man ég betur en ég hafi sagt soltið frá upphafi fjölskylduveldisins sem stóð kannski á grunni Hansakaupmanna í aðal- bóli þeirra í Lúbeck, eða Lýbiku sem svo heitir í íslenzkum ritum. Gróið fjármála- veldi í nokkra ættliðu en fór hnignandi við forfínun þegar hugurinn sveigðist að list og menningu í Mannættinni. Þar átti blóð- blöndun kannski verulegan þátt í að hefja hugina frá reglusamri fjármálaumhyggju á hærri svið andans, og til göfugri sam- kvæmishátta. Hvaðan er öll þessi ólga komin í blóð mitt? spyr Klaus Mann. Og eirðarleysið? Og hverja lesti mína og veikleika mætti rekja til einhvers áa míns í árdaga - hann nefnir skipstjóra, kaupmenn og minnist jafnvel á sjóræningja sem hann muni aldrei vita hvað hafi heitið. Hann segir ennfrem- ur: Það sem ég hélt vera mitt sérpersónuleg- asta drama er kannski ekki annað en fram- hald á harmleikjum sem hafa gerzt í kæf- andi heimilishlýju norðurþýzks yfirstéttar- húss. Reyndar sótti afi hans sér spúsu til Brasil- íu. Heimili þeirra var talið eitt hið allra veglegasta í Lýbiku með andríku sam- kvæmislífi og yfirstéttarfágun. Afinn var þingmaður og skorti hörku á við forvera sína í fésýslunni; og gekk á auðinn við glað- vært samkvæmislíf og háleit hugðarefni. Þegar hann féll frá var auðurinn á þrot- um, fyrirtækið ieyst upp, og frú Júlía frá Brasilíu flutti til Múnchen, og varð því kannski sumpart fegin; því hin snareyga suðræna kona með öra geðið kunni víst aldrei við sig allskostar innan um ljósar blá- eygar og fasbundnar norðurþýzku góð- borgarafrúrnar í hinni virðulegu frjálsu Hansaborg Lúbeck. Börnin voru fimm. Elztir voru Heinrich sem hét eftir föður sínum og Thomas. Síðan voru dætur tvær, og átti fyrir þeim báðum að liggja að stytta sér aldur. Sú yngri Carla hafði erft suðræna fegurð móðurinnar, gerðist leikkona; og lifði með frjálslegum hætti á bóhemavísu, sneri körlum kringum sig af hind; en lauk dögumsinnar jarðvistar með því að læsa að sér í húsi móðurinnar, og gleypa eitur. Elztu bræðurnir voru í senn líkir og ólík- ir. Þeir þóttu hysknir við skólalærdóminn strax norður frá í Hansaborginni, sem hefði ekki þótt með öllu illt ef þeir hefðu staðið sig öllu betur í íþróttum, segir Klaus: En það var nú ekki heldur. Hinsvegar flaug fyrir að þeir væru allir á kafi í bókmenntum; sem þótti öllu lakara. Einhvern veginn tókst nú samt að þræla þeim í gegnum skóla þótt væri með litlum glæsibrag. Síðan fóru þeir ungir saman til Italíu í námsferð og dvöldu þar um sinn og sökktu sér í list. Þeir voru samrýndir þá, og undu við skáldskap, unz þeir fluttu heim; og fóru brátt að vekja athygli á sér báðir sem rithöfundar. Klaus rekur nokkuð hvað skildi með þeim bræðrum strax á þeim dögum í æsku. Andstæðurnar sem voru kynfylgja komu öllu skýrar fram hjá Thomasi. Sonur hans talar um bóheminn með vonda samvizku, heimþrá smáborgarans innra með lista- manninum, þrá í róti geðsins eftir reglu og áreiðanlegum forsendum virkra daga, reglubundum lífsháttum. Hina sleitulausu baráttu við upplausn, að koma á skipan með óbugandi viljastyrk. Hinsvegar gekk Heinrich upp í frelsi listamannsins, fyrirleit undirgefni smáborg- arans, hins undirdánuga. Hann sóttist eftir samfélagi við listamenn og aðra andans menn, sökkti sér í franskar bókmenntir. Hans menn voru Stendhal og D’Annuncio, Zola, Anatole France; meðan Thomas sökkti sér niður í þýzka höfunda nærri í tíma eins og Fontane og Storm, eða Rússann Turgenéff. Thomas sótti aftur í samkvæmi til auðugra listsækinna borgara, salon- borgaranna í Múnchen, glyspraktina þar. Þegar heimstyrjöldin brauzt út urðu al- varlegar greinir með þeim bræðrum út af afstöðunni til stríðsins. Það spannst út af bók sem Heinrich skrifaði um Zola, og réð- ist á þær afturgöngur á kreiki í samtíð sem héldu áfram þjösnaskapnum sem Dreyfus var beittur, ofbeldinu úr því máli, og höfðu ekkert lært, og ýmsir lásu það úr að hann sveigði að yfirvöldum í Þýzkalandi sem hefðu samskonar afstöðu. Thomas var einn þeirra sem skildu hann svo, og brást hart við. Ágreiningur þeirra bræðranna varð svo heiftúðugur að þeir slitu sambandi, og töl- uðust ekkert við öll stríðsárin. Thomas Mann segir í bréfi tii Pauls Amann árið 1917: Þar komið þér kæri prófessor við auman Thor Vilhjálmsson skrifar Marlene Dietrich í Bláa englinum Thomas Mann Heinrich Mann blett. Sambandið með bróður mínum og mér, sem hefur verið brothætt árum saman, gat ekki haldizt eftir að stríðið brauzt út. Feginn hefði ég víljað halda því áfram hvað sem í hefði skorizt og hvað sem kostaði en pólitísk ástríða bróður míns er mannlegum tilfinningum hans ríkari; hann fyrirlítur Þýzkaland, eða altént Þýzkaland þessa stríðs, of ákaflega til að stilla sig um að kalla afstöðu mína glæp gegn réttlæti og sann- leika og rjúfa tengslin. Sársaukafullt mál og skammarlegt. Glaður vildi ég sýna honum þá virðingu að trúa því að hann þjáist einnig vegna þess. Heinrich hallaðist á sveif með Romain Rolland sem vildi að andan&menn lyftu sér yfir víglínurnar og reyndu að koma á sátt- um. Frægt er rit Rolland: Audessus de la Melée; Ofan við átökin. Framan af var Heinrich Mann einangraður vegna afstöðu sinnar sem hann hélt til streitu, og sýndi aldrei neinn bilbug þótt hart væri sótt að honum úr öllum áttum í þeirri móðursýki og stríðsglamri sem ríkti almennt. Thomas Mann tók hinsvegar mjög þjóð- ernislega afstöðu og snerist harkalega gegn áróðri Vesturveldanna sem töluðu um Þjóðverja sem eintóma villimenn og köll- uðu þá Húna eftir hinum illræmda þjóð- flokki sem fór eins og eldur um akur og eirði engu á þjóðflutningatímunum. I Der Wendepunkt segir Klaus frá þeim breytingum sem urðu á föðurnum á þessum árum þegar hann varð Der Kriegsvater, stríðsfaðirinn,- í andlitssvip hans bar ekki lengur á góðleikanum né háðinu frá fyrri tíð; hve framandi hann varð og fjarlægurr og hann lokaði sig inni að loknum morgun- verði klukkan níu á morgnana, og sást ekki fyrr en á hádegi þegar hann birtist aftur þungbúinn undir áhyggjufargi; og var þá að semja bók um afstöðu sína: Betrachtungen eines unpolitischen, Hugleiðingar ópólit- ísks manns. Hve þreyttur hann hafi virzt þegar hann hvarf aftur úr vinnustofu. Hvaða afl var þetta sem keyrði hann svona áfram, dularfullt; einhver álög sem knúðu? Hið þrjózka þunglyndi höfundarins, fullkominn skortur hans á pólitískri mótun, grimm spennan; þar sem hann sat í kaldri vinnustofu sinni og barðist við að berja þetta saman, þar toguðust á þunglyndið og árásarhneigðin. Klaus kallar bókina glæsi- legan tour de force, meistaraverk á bók- menntavísu, einræðu skálds sem stríðið hefur rifið upp á rassinum, en stórslys frá pólitísku sjónarmiði. Þetta er varnarrit þýzkrar hámenningar, úr smiðju Goethe, Shopenhauer og Nietzche, með Bach á bak við sig og Dúrer, og sett upp rétt eins og Vesturlönd væru haldin af hernaðarlegu hundaæði og óð að eyðileggja þessa háu Enn um Mann fólk menningu; og snýst upp í bitur andmæli gegn allri pólitík eins og hún væri eingöngu af hinu illa. Thomas hafði litið á hugleiðingar Heinrichs í Zolaævinni sem persónulega árás á sig. Friðarsinninn Heinrich leit á styrjöldina sem hina háskalegustu ævin- týramennsku valdhafa, og vofði yfir að þýzku þjóðinni væri steypt í vítisloga. Hann hafði róttæka pólitíska afstöðu. Þegar leið á styrjöldina fóru varnaðarorð hans að ná til ýmissa andans manna, og nokkrir þýzkir rithöfundar sem náðu griðum í Sviss studdu hann svo sem skáldið Klabund, háðfuglinn Carl Sternheim, og ekki síst Stefan Zweig. Áður hef ég sagt frá Karl Kraus sem hamað- ist öll stríðsárin gegn styrjöldinni, í Vínar- borg með eldskrift penna síns: Die Letzen Tage der Menscheit, síðustu dagar mannkynsins; eitt lengsta og furðulegasta leikrit sem hefur verið skrifað. Klaus var tólf ára þegar stríðinu lauk; árið áður gaf amma hans honum fræga friðarkröfuskáldsögu eftir Bertu von Suttn- er, sem sneri honum alveg á sitt band, þótt hún hefði lítið bókmenntagildi, að hans sögn. Alls staðar skín í gegn samúð Klaus Mann með föðurbróður sínum Heinrich, virðingin. Frægust bóka Heinrichs er skáld- sagan Der Untertan sem var skrifuð á árun- um 1912-1914, og lýsir uppgangsskeiði hins þýzka ríkis, borgaranna. Nafnið þýðir þegn- inn, undirsátinn. Þetta er magnað ádeilurit, um þann sem beygir sig undir valdið, skríður. Lýtur hinum máttugri, eins og væru örlögin sjálf, án þess að æmta. Fleiri kannast kannski við kvikmyndina Bláa cngilinn sem er byggð á annarri sögu hans: Professor Unrat, prófessor Ráðleysa. Um hinn sómakæra borgara sem lendir í greipum léttúðardrósar og fer í hundana: Ich bin von Kopf bis Fuss auf Liebe einge- stellt, das ist meiner Welt, und sonst gar nicht... Þetta söng Marlene. Svona urðu þeir viðskila þessir samrýndu bræður sem Klaus segir að hafi strax í æsku verið: fullir af þunglyndislegum húmor, at- hyglisgáfu, tilfinningu og hugmyndaflugi, og voru löngu staðráðnir í að helga sig bók- menntum, verða rithöfundar. Thomas Mann sótti sér kvonfang í eitt glæsilegasta menningarheimilið í Múnchen þar sem húsráðendur voru af gyðingakyni. Það var mikill samkomustaður andans manna. Heimasætan Katja átti sér tvíbura- bróður Klaus að nafni, og gekk ekki hníf- urinn á milli þeirra systkinanna. Faðirinn var prófessor í stærðfræði við háskólann, og naut mikils álits meðal lærðra manna, og safnaði um sig listamönnum, tónlistar- mönnurn, málurum og skáldum, og dýrkaði Wagner. Móðir húsfreyjunnar var skáld- sagnahöfundur og brautryðjandi í kvenrétt- indamálum, Hedwig Dohm og skrifaði um konur sem þjáðust undir eiginmönnum sem ekkert skildu í þeim, lásu Nietzche og heimtuðu kosningarétt. Ung hafði hún vak- ið athygli sem leikkona, vegna fegurðar og gáfna. Heimiiið ómaði af tónlist og andríkum orðaskiptum þar sem mjög bar í tal manna Dostoéfskí, Shopenhauer og Nietzche; til- þrifamikil glæsimennska ríkti; og þangað sótti Thomas konu sína sem var honum mjög ólík og hjónaband þeirra hið farsæl- asta. Brúðurin unga var sprottin úr jarðvegi þar sem ýmsir hneigðust til að daðra við dauðann í hugsun, og gengu jafnvel með nirvanakomplex sem Klaus nefnir svo. Enda réð mágkona hennar sér bana. Var von að Klaus spyrði: Hvaðan er öll þessi ólga komin í blóð mitt? Og eirðarleysi? Mephisto enn Margir spyrja, hvers vegna er hætt að sýna Mephisto í Regnboganum? Sjaldan gefst að sjá kvikmyndir sem vekja hugina sem þessi til hollra álitamála. Eins og Heinrich föðurbróðir hans gerði í Der Untertan fjallar Klaus Mann í sögu sinni Mephisto um mann sem lagar sig eftir öllum aðstæðum, beygir sig undir valdið. Tækifærissinna sem öngu hættir, réttlætir ætíð sjálfan sig, svíkur allt ef á reynir. Þessu fylgir kvikmyndin vel. Hendrik Höfgen segir: Ég hef ekki svarið eið, ég hreyfði bara varirnar. í París er hann látinn segja: Ég held að ég hafi verið raunverulega gáfaður. En skelfilega huglaus. En þegar hann stendur ásamt verndara sínum innblásnum af Göring frammi fyrir ofvaxinni og nátt- úrulausri nazistalist, geldum nektarskúlpt- úr eftir einhverja nazistabelju dansar hann eftir pípu andskotans, tekur orðin úr munni valdsmannsins sem segir: Ein mutiges Werk, kjarkmikið verk, og segir sjálfur í ræðu um þetta sviplausa geðfroðuverk: Ein mutiges Werk. Er ekki ögn af Mephisto í hverjum sönn- um Þjóðverja? spyr kampakátur verndar- inn hans, nazistahöfðinginn. Mephisto sé þýzk þjóðhetja, ein deutscher nationalhelt. Og bætir við að það kæmi óvinum þeirra vel ef meira færi fyrir Faust í hinni þýzku sál. Og þegar kemur að því að búa til nazista- hamlet segir Höfgen samstarfsfólki sínu að Hamlet hafi verið rangtúlkaður til þessa: Hamlet er norrænn maður, hann drepur. Hamlet er harður maður, segir hann: hann fórnar öllu, ást, fjölskyldu, frama til að inna af hendi skyldu sína. Hann er einfari: er reitet allein. Auk þess sem fyrr var talað um fyrir- myndir og lerkara má bæta við að Dora Martin sem kemur fyrir framarlega í mynd- inni (og sögunni) á sér fyrirmynd í frægu þýzku leikkonunni EJizabet Bergner sem hélt áfram frægðarferli í Ameríku þegar ólíft varð fyrir nazismanum í Þýzkalandi. Otto Ulrich í myndinni var kunnur leikari, Hans Otto að nafni. Leikarinn sem fer með hlutverk leikhússtjórans í Hamborg er ung- verskur. Hann var á sínum tíma þjóð- leikhússtjóri í Búdapest. Tveim árum fyrir uppreisnina þar vakti hann gífurlega athygli og deilur vegna sýningar á Ríkarði 3. eftir Shakespeare, lék aðalhlutverkið og stjórn- aði og þótti sveigt að stjórnvöldum mein- lega. Síðar horfði til hins betra, en skamma hríð. Eftir uppreisnina var þessum manni dillað af þeim sem tóku við völdum og hlaut óþokka af frá þeim, sem sáu vonir sínar upprættar með harðýðginni. Tamas Major heitir sá. En hinn sem svo snjallt túlkar Göringinn í myndinni heitir Hoppe og er frá Austur-Þýzkalandi. Gustav Grúndgens, fyrirmyndin að Hendrik Höfgen, hélt frama sínum með þýzkum eftir stríð, og naut þess að hann var talinn hafa skotið ýmsum listamönnum undan fólsku nazista, og neytt þar aðstöðu sinnar sem átrúnaðargoðs. Hans endalykt varð sú að hann framdi sjálfsmorð í Manila á Filipseyjum 1951.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.