Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. janúar 1984
Svavar Gestsson: Bægjum frá svartsýnisböli afturhaldsaflanna. Snúum þróuninni til bjartari tíma. Burt með íhaldið úr stjórn landsins. Þjóðviljamynd
- Atli.
Verum samferda og
sigrum afturhaldið
sagði Svavar m. a. ílokaorðum sín-
um á þessumfjöruga ogfjölmenna
kapprœðufundi
Þorsteinn íbygginn á svip: Það þarf að berja niður upplausnaröflin í
þjóðfélaginu. Þjóðviljamynd - Atli.
Þaðer óhætt að segja að
Hafnfirðingar og aðrir höfuð-
borgarbúar hafi tekið því
fagnandi að gefast tækifæri
tii að hlýða á kappræðu
stjórnmálaforingjanna Svav-
ars Gestssonar og Þorsteins
Pálssonar í Hafnarfjarðarbíói
sl. f immtudagskvöld. Hér átt-
ust við forystumenn höf uð-
stjórnmálaflokka landsins,
þar sem andstæður félags-
hyggju og markaðshyggju
eiga í hlut. Sú staðreynd að
baráttan í íslenskum
stjórnmálum snýst einmitt
um stefnu Alþýðubanda-
lagsins annars vegar og
Sjálfstæðisflokksins hins
vegar kom einmitt berlega í
Ijós í kappræðu foringjanna.
Strax upp úr hálfátta í fyrra-
kvöld var fólk farið að
streyma í bíósalinn í Hafnar-
firði og þegar kappræðu-
fundurinn, sem Stefnirfélag
ungra sjáifstæðismanna í
Hafnarf irði í samráði við Al-
þýðubandalagið í Hafnarfirði
stóð að, var settur á slaginu
átta, var bíóhúsið orðið troð-
fulltáheyrendum.
Þorsteinn Pálsson hóf fyrstu ræð-
uhöld kvöldsins og rakti aðgerðir
nkisstjórnarinnar í launamálum og
árangur þeirra, sem Iýsti sér ma. í
að komið hefði verið í veg fyrir
stórfellt atvinnuleysi! Nú væri rétti
tíminn til að vega og meta aðstæður
og árangur og horfa í réttu ljósi á
óleyst vandamál sem vissulega
væru til staðar. Landsmenn fögn-
uðu stefnu og árangri ríkisstjórnar-
innar og væru reiðubúnir að ganga
áfram þessa sömu braut. Búið væri
að skapa festu í þjóðmálum og
skapa grundvöll að öryggi. Allar
hrakspár stjórnarandstæðinga
hefðu ekki ræst. Að vísu væri mörg
vandamál ennþá óleyst. Vandi
sjávarútvegs stafaði af minnkandi
afla og það myndi skapa ákveðin
atvinnuvandamál, en ríkisstjórnin
væri að setja á fót sérstaka atvinnu-
nefnd sem ætti í starfi sínu að taka
mið af tillögum ASÍ frá síðasta
sumri um uppbyggingu atvinnulífs,
þar sem aðaláherslan væri lögð á
arðsemi. Ná þyrfti breiðri sam-
stöðu. Alþýðubandalagið væri að-
eins með niðurrif og nöldur og
markmið þess væri að skapa upp-
laust og velta mönnum upp úr þeim
þrengingum sem samfélagið væri
nú að fara í gegnum. Alþýðu-
bandalagið segði þjóðinni að hún
þyrfti ekkert að leggja á sig til að ná
því marki sem náð hefði verið. Það
þyrfti að koma í veg fyrir að þessi
upplausnaröfl næðu tökum í
þjóðfélaginu, sagði Þorsteinn að
síðustu.
Engin afrek til
að hæla sér af
Svavar Gestsson sagði að Al-
þýðubandalagið hefði fyrir síðustu
kosningar lagt fram tillögur um að
afstýra þeirri neyð sem fólk væri nú
búið að finna fyrir og væri að setja
alþýðuheimilin í landinu á hausinn.
Það væri ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar sem hefði skapað
þessa neyð hjá almenningi. Þessari
neyð þyrfti að afstýra. Láglauna-
fólk hefði verið látið borga verð-
bólguna niður og ríkisstjórnin
hefði einnig talið við hæfi að ráðast
að kjörum gamla fólksins. Þetta
væri ekki afrek til að hæla sér af
sem Þorsteinn Pálsson vildi gera.
Á sama tíma og kaupið hefði
verið keyrt niður hefði öll opinber
þjónusta stórhækkað og frá næstu
mánaðamótum gæfi ríkisstjórnin
allt verðlag á matvöru frjálst. Það
má hækka matvöru að vild en
kaupið skal áfram skerða.
Það hefði átt að forða þjóðinni
frá atvinnuleysisvofunni en í dag
væru atvinnuleysingjar í landinu
um 4000 talsins fyrst og fremst
vegna samdráttarstefnu ríkis-
stjórnarinnar. Alþýðubandalagið
myndi aldrei láta slíkt viðgangast,
því atvinnuleysi væri bæði sóun á
efnalegum og mannlegum verð-
mætum.
Sjálfstæðisflokkurinn væri
flokkur fyrirtækjanna en ekki
fólksins. Uppsagnarbréfin sem
streymdu inn á heimili fjölda lands-
manna þessa dagana væri órækasti
votturinn um stefnu stjórnarinnar.
Nú síðast hefðu ráðherrar síðan í
hótunum við verkafólk ef þaðvog-
aði sér að rísa upp og mótmæla
stefnu stjórnarinnar.
Svavar benti fundarmönnum á
að hér væri að hefjast nýtt tímabil.
Fólk léti ekki lengur bjóða sér
skömmtunarkjör fyrirtækja stjórn-
arinnar.
Vikið frá mann-
úðarsjónarmiðum
Þorsteinn tók aftur til máls og
sagði að vissulega hefðu nokkrar
hækkanir verið leyfðar á opinberri
þjónustu en það væri allt fyrri ríkis-
stjórn að kenna. Svavar Gestsson
skammaðist fyrir frjálst verðlag á
matvöru. Hann hefði sjálfur stigið
fyrstu skrefin í þá átt og ætti heiður
skilið fyrir.
Svavar sagðist vilja leggja ríka
áherslu á að núverandi stjórn væri
að breyta íslenska þjóðfélaginu í
grundvallaratriðum frá því sem
verið hefur. Stjórnin væri að víkja
frá félagslegri þjónustu yfir í
samfélag márkaðs- og auðhyggju.
Á sama tíma og peningamenn
fengju stórkostlegar ívilnanir í
sköttum væri lagður sérstakur
skattur á sjúklinga. Búið væri að
finna upp nýjan skattstofn sem héti
sjúklingar. Nú væri ekki lengur
spurt þegar menn legðust veikir:
Hvað er að þér, hvernig þarf að
líkna þér, heldur hvað áttu mikið af
peningum. Stjórnvöld væru að inn-
leiða óhefta markaðshyggju gegn
þeim mannúðarsjónarmiðum sem
gilt hefðu í okkar samfélagi fram til
þessa. Gegn þessu yrði að berjast.
Lögá
starfsmenn ISAL?
Þegar hér var komið sögu tóku
framsögmenn við að svara skrif-
legum fyrirspurnum frá fundar-
mönnum. Alls bárust 40 fyrir-
spurnir en af þeim voru 10 sérstak-
lega valdar og bornar upp á fundin-
um.
í fyrstu fyrirspurn var spurt um
álit Svavars og Þorsteins á ummæl-
um iðnaðarráðherra um hugsan-
lega yrðu sett lög á starfsmenn Ál-
versins.
Þorsteinn Pálsson sagði að ekki
væri hægt að una því að efnahags-
stefna ríkisstjórnarinnar væri brot-
in á bak aftur með launakröfum
starfsmanna í Straumsvík. Hann
sagðist vona að hægt yrði að leysa
þessa deilu án þess að gripið yrði til
lagasetningar. „Það hafa áður ver-
ið sett lög þegar í óefni er komið“,
sagði Þorsteinn.
Svavar Gestsson sagði að hér
væri um algert prófmál fyrir
launþega að ræða. Iorðum iðnað-
arráðherra fælist hótun til allra ís-
lenskra launamanna. Ef menn
héldu sig ekki á mottunni yrðu sett
á þá lög. Athyglisverðast væri að
ráðherra hefði í hótunum áður en
vinnudeilan væri hafin. Það væri
greinilegt að ÍSAL ætti að brjóta
leiðina fyrir efnahags- og kjara-
skerðingarstefnu ríkisstjórnarinn-
ar. Hér væri um prófmál ríkis-
stjórnarinnar gegn öllu launafólki
að ræða.
Saman í stjórn?
Spurt var hvort þeir félagar
Svavar og Þorsteinn væru tilbúnir