Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. janúar 1984
bæjarrölt
Svona eiga sýslumenn
Þegar óveður geisar í henm-
Reykjavík breytast allar víddir í
mannlegum samskiptum. Á
sunnudaginn þegar veðrið var
nánast bandbrjálað ákvað ég eins
og ekkert væri að skreppa suður á
Vífilstaði og taka þangað strætó.
Ég hef alltaf gáfaður verið. Mér
varð hins vegar ljóst á þriðja tím-
anum, er ég braust frá heimili
mínu á Flókagötu og suður að
Þóroddsstöðum en þar er hægt að
ná í VífiJstaðavagninn, að þessi
för mín væri allt að því út í hött.
Ég várð nefnilega nær því orðinn
úti á leiðinni.
Áköf hríðin lamdi mig án afláts
í andlitið og mér varð til happs að
sjoppa ein er á miðri leið og þar
áði ég svona rétt til að jafna mig.
Svo lagði ég í hann á nýjan leik og
veðrið fór sífellt versnandi og sá
nú vart út úr augum. Ég náði
samt skýlinu og þar húkti ég
næsta hálftímann ásamt ungum
manni með barn sitt sem hafði
beðið enn lengur. Hann var að
bíða eftir Hafnarfjarðarstrætó og
treysti sér vart út úr skýlinu á ný
með barn sitt íþessum veðraham.
Og þar kem ég að hinum nýju
víddum í mannlegum sam-
skiptum sem í svona óveðri
skapast. Við, sem ella hefðum
sennilega ekki yrt hvor á annan,
bárum nú saman ráð okkar og
spjölluðum um horfurnar, hvort
strætó væri kannski hættur að
ganga og hvað við ættum þá til
bragðs að taka, hvort t.d. það
væri ráðlegt að brjótast aftur til
ættingja með litlu stelpuna eða
hvort við ættum að fara á bensín-
stöðina í nágrenninu til að;
hringja og spyrja um strætó. Við
urðum bestu kunningjar án þess
að vita um nafn hvors annars.
Eftir langa mæðu sáum við
strætó koma skríðandi út úr hríð-
inni og það reyndist vera Vífil-
staðavagninn, bílstjórinn bar þær
fréttir að von væri á Hafnarfjarð-
arbílnum þá og þegar. Fáir voru
um borð í vagninum, aðeins tveir
auk mín, enda óðs manns æði
eins og áður sagði að vera á ferða-
lagi í þessu veðri. Ég settist beint
fyrir aftan bílstjórann sem var bú-
inn eins og hann væri að leggja á
Holtavörðuheiðina. Hann fór
strax að ræða við mig - það eru
hinar nýju víddir - og brátt færði
ég mig í sætið við hliðina á hon-
um. Hann sagði mér að þetta væri
25 ára gamáll bíll og hefði upp-
haflega verið á Vestfjarðaleið.
Komnar væru keðjur á hann og
bíllinn því fær í nánast hvað sem
væri. Hríðin var nú orðin svo
dimm að hann varð stundum að
stoppa til að átta sig á því hvar
að vera
hann væri. Þetta var orðið hörku
gaman eins og í erfiðum fjallatúr
og allir bestu mátar í strætó. Eftir
langa mæðu seiglaðist bíllinn í
hlað Vífilstaða og þar bj óst ég við
að verða veðurtepptur til næsta
dags.
En viti menn. Seinna um dag-
inn var mér tilkynnt að gamla
Vestfjarðarútan væri enn komin í
hlað og þar var vinur minn bíl-
stjórinn mættur. Hann tjáði mér
að öll umferð væri stöðvuð og
þetta væri líklega eini strætis-
vagninn á höfuðborgarsvæðinu
sem enn gengi. Svona eiga sýslu-
menn að vera. Svo hófst
heimferðin sem var álíka glæfra-
leg og sú fyrri. Við vorum tveir
farþegarnir og bílstjórinn ákvað
að keyra okkur bara heim til þess
að við yrðum örugglega ekki úti.
Svona eiga sýslumenn að vera.
- Guðjón.
Veistu.. ?
að elsti kirkjugarðuinn í Reykja-,
vík er svokallaður Bæjarfó-'
getagarður í Aðalstræti. Þar
eru enn nokkrir legsteinar.
að minkar komu fyrst til íslands
árið 1932; voru þá fluttir inn
til loðdýraræktar.
að lokið var við fyrstu verka-
mannabústaðina hér á landi
árið 1932. Það eru verka-
mannabústaðirnir við Hring-
braut í Rvík.
að fyrsti bíllinn fór milli Horna-
fjarðar ogReykjavíkuríokt-
óber 1932 og tók ferðin hálfan
fjórða dag.
að fyrsta sjálfvirka símstöðin hér
á landi var tekin í notkun í
Reykjavík árið 1932 og var þá
miklum fjölda símastúlkna
sagt upp störfum.
að í desember 1933 var miðils-
fundi hjá Láru Ágústsdóttur
miðli útvarpað í beinni út-
sendingu.
að fyrsti drátturinn í Happdrætti
Háskólans fór fram í mars
1934 og fór athöfnin fram
fyrir fullu húsi í Iðnó.
að Ólafur Jóhann Sigurðsson var
nýorðinn 16 ára þegar fyrsta
skáldsagnabók hans kom út.
Það var bókin Við Álftavatn
sem kom út 1934 eða fyrir
réttri hálfri öld.
að daginn sem sala á sterkum
vínum var aftur leyfð á íslandi
eftir bann um árabil fylltust
allar fangageymslur í Rvík af
ölóðum mönnum.
að í tilefni af Alþingishátíðinni
1930 voru gefin út fjölmörg
frímerki, mjög vönduð.
Seinna kom svo í ljós að
fölsuð alþingishátíðarfrí-
merki gengu kaupum og
sölum um alla Evrópu.
að fyrir stríð var Gunnar Gunn-
arsson rithöfundur einn mest
lesni norræni höfundurinn í
Þýskalandi. Komu út á annað
hundrað útgáfur af bókum
hans þar.
að árið 1937 kom einkasnekkja
Hitlers, Aviso Grillo, í kurt-
éisisheimsókn til Reykjavík-
ur. Ekki var þó „foringinn“
innanborðs.
sunnudagskrossgatan
nr. 408
1 2 3 8- 5 (? 7- <? ) 10 /1
8 ÍZ )3 )S 10 y 17- 10 8 18 H /s~ V
)b S V )8 /6 H /6" 2o S <? /3 2/ 22 23 S
) 15 21? II // V /5 S' 26" 2Í> 2? )3 V 8 2?
i S? 28 20 // 5 )<r V )8 b S V (í> 1S n
10 J2 22 9 28 28 20 <? )8 2o 22 2b Pp )8
)9 28 5T 21 f J2 S' 9 20 V ) /S /0
/ 18 Ib 5 <5? ‘5 ib M V 2? )S 20 ) H
2u /5' 2/ 8 2? / 20 9 20 22 )¥■ V/ 22
18 H /3 13 22 S' V 18 20 // H c? )0 22
20 <2. 20 1/ 20 n 20 V /8 V 2/ / V )8
28 z? S2 )/ S JO V n 2S 2o )3 20 )/
2 ) 2S- 20 2 )5 3/ 2? H s Kp £ 2? /
aábdðeéfghiíjklmnoóprstuíivxyýþæö
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmanns-
nafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans,
Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 408“. Skilafrestur er
þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
3 IZ 5 /? 31 Z/ 5 /9
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti
hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er
sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt.
Verð-
launin
Verðlaun fyrir krossgátu nr. 404
hlaut Guðrún Júlíusdóttir, Vall-
holtsveg 7, 640 Húsavík. Þau eru
Fýkur yfir hæðir eftir Emily
Bronté. Lausnarorðið var Vil-
hjálmur.
Verðlaunin að þessu sinni er bók-
in Heimsstyrjaldarárin á íslandi
1939-1945 eftir Tómas Þór Tóm-
asson.