Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 7
.wœi inuut'i. - .V. .I.'A’H
l. •(/
Helgin 28. - 29. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
myndlist
„Margt er skrítið
í kýrhausnum“
Sýning Helga Þ. Friðjónssonar í Listmunahúsinu
Um síðustu helgi var opnuð í
Listmunahúsinu í Lækjargötu sýn-
ing á verkum Helga Þorgils
Friðjónssonar. Það eru um 60 verk
sem Helgi sýnir að þessu sinni, en
hann hefur haldið fjölmargar
einkasýningar allt frá árinu 1975 og
tekið þátt í jafnmörgum samsýn-
ingum. Verk hans hafa verið sýnd í
opna rýmis sem áberandi var í fyrri
verkum Helga (þar sem smáar fíg-
úrur markaðar útlínum líkt og
teiknimyndaverur gengu um flöt,
klofinn í tvennt af sjóndeildar-
hring) er sjónarhornið nú þrengra
svo formin fylla út í flötinn sem
farinn er að einkennast af vissri þrí-
víddarkennd. Við þetta verður
barns eða unglings, því yfir öllu
hvílir eitthvert græskulaust sak-
leysi. Með þessum naíva blæ, snið-
gengur Heigi allar expressiónískar
forsendur, sem myndir hans væru
fullar af ella. Heimurinn er absúrd
en ekki í bölvanlegum skilningi.
Hann er fyrst og fremst heimsku-
legur.
sýningarsölum um Evrópu þvera
og endilanga og hann hefur sent
myndir á sýningu í Bandaríkjun-
um.
Allt frá fyrstu sýningu sinni í
Gallerí Output við Laugarnesveg,
1975, meðan hann var enn nem-
andi við Myndlista- og handíða-
skólann, var ljóst að Helgi var vís
til þess að ganga mjög persónulega
leið í list sinni. Hann lagði þá þegar
mikla áherslu á gráfíska list í orðs-
ins víðustu merkingu og fljótt kom
það í ljós að teikningin var aðals-
merki hans og hefur verið æ síðan.
Það var allsérstætt að rekast á unga
listamenn á þeim árum sem leituðu
svo óvenjulegra leiða með jafn
hefðbundnum miðlum. Segja má
að Helgi hafi á ofanverðum 8. ára-
tug verið sá eini í hópi nýlista-
manna sem teiknaði og málaði án
þess að skeyta um aðra og nýstár-
Íegri tækni. Að vísu hefur hann
ávallt verið afkastamikill í gerð og
útgáfu listbóka (art book) og grafík
hefur verið stór hluti af list hans, en
velflest verk hans falla þó undir
hefðbundna tækni.
Það má því slá föstu og með
nokkurri vissu að Helgi sé frum-
herji þeirrar stefnu á íslandi, sem
gengið hefur undir heitinu „nýja
málverkið“ og mjög hefur verið í
sviðsljósinu undanfarin ár. Allt frá
byrjun þessa áratugar hefur mál-
verk Helga verið að saxa á forskot
teikninganna. Það er bæði orðið
stærri og fyrirferðarmeiri þáttur í
heildarverki hans. Eflaust á það sér
orfureðlilegar skýringar. Bæði er
að málverkið hefur almennt stað-
fest í sessi og hitt að Helgi er nú
ekki sá hrópandi í eyðimörkinni
sem hann var á síðstliðnum áratug.
Þannig hafa verk Helga einnig ver-
ið að staðfestast ef tekið er mið af
sýningu hans í Norræna húsinu
1981 og hún borin saman við þessa
sýningu í Listmunahúsinu, þremur
árum síðar.
Áberandi eru stór og risastór
olíumálverk innan um vatnslita-
myndir. Teikningar eru ef ég man
rétt engar nema í hinum afbragðs-
góðu grafíkmyndaseríum. Mynd-
málið er áþekkt fyrri verkum en
framsetningin er breytt. í stað hins
myndbyggingin flóknari: Helgi
notar nú bæði samdrátt í fjarvídd
(raccourci) og mismunandi gildi
(value) til að draga fram þessa þrí-
víddarblekkingu og massa form-
anna. Lárétta línan er horfin í flest-
um málverkunum og rýmið orðið
óræðara. Dæmi um þetta er „Græn
nótt“ (60).
Halldór B.
Runólfsson
skrifar
Aftur á móti er í mörgum vatns-
litamyndanna eimur af fyrri verk-
um, þótt Helgi hafi þróast til meiri
litagleði. „Maður með tvö höfuð“
(50) er t.d. í þeim goðsögulega
anda sem vísar til eldri hugmynda.
Reyndar veit ég ekki hvort þessi
breyting sem átt hefur sér stað er
ávinningur, ef borin er saman við
fyrri verk. Hitt er Ijóst þegar þessar
myndir eru athugaðar, að Helgi
hefur með þessu víkkað út stíl-
brigði sín og myndir hans eru orðn-
ar dýnamískari. Flöturinn er
spenntari og það er eins og leyst
hafi úr læðingi orka sem kenna
mátti undir niðri í eldri myndun-
um.
Við þessa þróun komast málverk
Helga í beinni efnislæga snertingu
við nútíma veruleika. Frá því að
vera skringilegar og persónulegar
hugdettur, skrásetning lítilla fyrir-
bæra úr daglegri upplifun lista-
mannsins, eru þessar nýju myndir
hans almennari skírskotun til fá-
ránleika tilverunnar. Lífið er órök-
ræn hringavitleysa sífull af furðu-
legum aðstæðum sem persónur
Helga taka eins og hverju öðru
hundsbiti. Andlitin eru með stjörf-
um undrunarsvip, hálfglottandi og
tóm. Kynórar skjóta alls staðar
upp kollinum en eru banalir eins og
allt annað. Þrátt fyrir það er þessi
heimur séður líkt og með augum
Það ber þó að varast að líta svo á
að Helgi sé að gera grín að öllu.
Þvert á móti liggur djúp alvara bak
við það sem í fljótu bragði virðist
svo fyndið. Máltækið segir: Bragð
er að þá barn finnur.
Helga tekst hér enn einu sinni að
varpa nýju ljósi á möguleika mál-
aralistarinnar, um leið og hann
veltir fyrir sér tilverunni. Hann
sniðgengur flestar hefðir og beitir
pensli sínum miskunnarlaust gegn
allri fagurfræði. Þó er hann nær því
að sverja sig í ætt við langa fylkingu
málara listasögunnar en flestir þeir
sem leggja stund á nýja málverkið
hér á landi. Það er nefnilega ekki
allt sem sýnist í verkum Helga.
Undir hinu að því er virðist ósagða
og barnalega leynist skarpur skiln-
ingur og þekking á eigindum hinna
bestu málara. í verkum hans
leynist meðvitund um það að mál-
arinn verði að kafa ofan í myndmál
samtíðarinnar og draga þaðan feng
sinn, þótt sá efniviður sé jafn
auvirðilegur og teiknaðar skrýtlur,
þár á veggjum salerna, hasarblöð
. og annar myndskreyttur neðan-
málslitteratúr. Hér er hægt að taka
tvo skúlptúra sem dæmi: „Mikki
mús og skynvillan“(25)og „Dans-
inn“ (61). I fyrri myndinni hallar
teiknimyndakenndur hundur sér
upp að hnakka manns. í þeirri
síðari rennir lítill dúkkukenndur
kvenmaður sér niður fallus sem
stendur eins og klettur upp úr
vatni. Tengslin við alþýðlega
kitsch-menningu er áberandi í báð-
um verkum.
Það virðist m.ö.o. sem Helgi sé
að opna myndlist sína meir fyrir
almennum áreitum alþýðulistar
eins og hún birtist í nútímaþjóðfé-
lagi, um leið og hann fjarlægist
hugmyndrænar forsendur fyrri
verka. Það er þó of snemmt að spá
um framvinduna því sýningin ber
með sér að ýmislegt er í deiglu í list
Helga og enn er hún opin í báða
enda. Það getur því allt gerst og
hvergi vottar fyrir stöðnun, heldur
virðast æ fleiri möguleikar koma í
ljós eftir því sem sýningin er nánar
athuguð.
blaðið
sem vitnað er í
'Síminn er
81333