Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 15
Helgin 28. - 29. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
í orðum iðnaðarráðherra felst hótun til allra landsmanna. Hér er um
prófmál ríkisstjórnarinnar gegn öllum launamönnum sagði Svavar þegar
hann svaraði fyrirspurn um hótun Sverris Hermannssonar í garð starfs-
manna Álversins. Þjóðviljamynd - Atli.
að sitja í ríkisstjórn undir forsæti
annars hvors.
Svavar sagði að slíkt gæti vel
komið til greina ef samkomulag
næðist um þá stefnu sem Alþýðu-
bandalagið gæti sætt sig við. Al-
þýðubandalagið hefði áður setið í
ríkistjórn með sjálfstæðismönnum
og það hefði gefið góða raun.
Þorsteinn Pálsson taldi engar lík-
ur á því að slíkt stjórnarsamband
gæti komist á næstu árin. Ágrein-
ingur væri allt of mikill milli flokk-
anna um efnahagsstefnuna. Svavar
bætti því við að Þorsteinn kynni
greinilega vel við sig í skipsrúmi hjá
Steingrími skipherra og lítið legð-
ist nú fyrir forystumann Sjálfstæð-
isflokksins að vilja vera skráður
háseti á skútunni næstu árin.
Spurt var um ástæðu þess að
4000 manns ganga nú atvinnulausir
á íslandi.
Þorsteinn Pálsson sagði aflasam-
drátt eiga þar stærstan hlut að máli
og þessi samdráttur myndi óhjá-
kvæmilega hafa áhrif á atvinnuiífið
en ríkisstjómin hyggðist gera stór-
átak í atvinnumálum og ætlaði ma.
að skipa atvinnumálanefnd.
Svavar Gestsson sagði ytri áföll
síðustu ára vissulega eiga nokkra
sök á stöðunni í dag. Það væri þó
fyrst og fremst samdráttarstefna
ríkisstjórnarinnar sem væri ábyrg
fyrir þessu mikla atvinnuleysi. Það
væri vel mögulegt að tryggja öllum
landsmönnum fulla atvinnu en
ríkisstjórnin vildi ekki hafa það
sem forgangsmál enda samrýmdist
það ekki stefnu hennar, heldur
væri atvinnuleysisvofan notuð til
að keyra kaup landsmanna niður.
Þá var spurt um niðurskurð á
framkvæmdum til handa fötluðum
og þroskaheftum.
Svavar Gestsson sagði þennan
stórfellda niðurskurð stjórnvalda
til þessara mála dapurlegan. Við
ættum að 'skapa hér
jafnréttisþjóðfélag þar sem allir
sætu við sama borð. Ríkisstjórnin
hefði séð ástæðu til að skera allar
framkvæmdir tii þessara mála nið-
ur um 25%. Það lýsti vel hug henn-
ar til þessara mála.
Þorsteinn Pálsson sagði að niður-
skurður hefði orðið að koma niður
á þessum þáttum eins og öllum öðr-
um.
Kjararán og
orkuverd
Spurt var hvort forystumennirn-
ir héldu að launþegar myndu sætta
sig við eitthvað minna en það sem
starfsmenn Álverins næðu hugsan-
lega fram í sínum samningum.
Þorsteinn sagði að jöfn launa-
breyting yrði að ganga yfir allt
samfélagið. Engin rök væru fyrir
því að starfsmenn ÍSAL fengju
meira en aðrir landsmenn. Nær
væri að nýta hagnað af rekstri ál-
versins til að ná fram hærra rafork-
uverði öllum landsmönnum til
hagsbóta.
Svavar Gestsson sagði að samn-
ingar í ÍSAL hlytu að hafa áhrif á
heildarkjarasamninga. Hann sagði
rétt að benda á að sú hækkun sem
Sverrir Hermannsson stærði sig af
að hafa náð fram á raforkuverði til
ÍSAL næmi 114 miljónum kr. á
einu ári. Á sama tíma hefði ríkis-
stjórnin hins vegar fært ÍSAL upp í
hendurnar með því að lækka, stór-
skerða kaup starfsmanna þar sem
annars staðar heilar 131.5 miljónir
á sama tíma. Rafmagnshæíckun
sem Sverrir kallaði ótrúlegt afrek
hefði því verið að fullu greidd til
baka og meir en það.
Ýmsar fleiri fyrirspurnir komu
fram sem ekki er rúm til að rekja
hér en þær fjölluðu ma. um hugs-
anlegar njósnir KGB hér á landi,
launahreyfingu kvenna, skatta-
stefnu stjórnarinnar og fiskveiði-
stefnuna.
„Gegn upplausninni“
í lokaorðum sínum sagði Þor-
steinn ma. að verkalýðshreyfingin
væri nú búin að lýsa þeirri stefnu
yfir í yfirstandandi samningagerð
að miða ætti við launakjörin eins
og þau voru í iok síðasta árs. Stefna
ríkisstjórnarinnar væri að skerða
kaupið aðeins um 2% á þessu ári.
Það væri aðeins þarna sem nú skildi
á milli. Þjóðin yrði nú að taka
höndum saman um að byggja upp
nýjan þjóðargrundvöll og bæta lífs-
kjör. Koma yrði í veg fyrir að upp-
lausnaröflin næðu undirtökunum
sem væru að ná undirtökunum.
„Gegn upplausninni", voru loka-
orð Þorsteins Pálssonar.
Launafólk sameinist
gegn svartsýnis-
bölinu
Svavar Gestsson sagði að fyrst
væru kjör almennings keyrð niður
um 30%, troðið á helgustu
mannréttindum verkalýðs og ráðist
á grundvallarlífskjörin. Þegar
þannig væri búið að troða á þjóð-
inni, þá kæmu þessir stjórnarherr-
ar kotrosknir og bæðu þjóðina að
sameinast sér gegn upplausninni.
Þetta væri hraustlega mælt.
Hitt væri ekki síður athyglisvert
að formaður Sjálfstæðisflokksins
og fyrrverandi forstjóri VSÍ væri
farinn að hælast um yfir kjara-
samningum sem ekki væru ennþá
til. „Hvaða samninga hefur Þor-
steinn gert? Telur hann sig ráða
öllu í þessu landi? Hér endurspegl-
ast undarlegt viðhorf hjá formanni
Sjálfstæðisflokksins gagnvart lýð-
réttindum verkalýðshreyfingarinn-
ar“, sagði Svavar Gestsson.
Hann sagði að nú væri atvinnu-
leysisvofan notuð gegn launafólki
þegar það væri farið að átta sig á
þeirri kjaraskerðingu sem
stjórnvöld hefðu leitt yfir það.
„Það eru möguleikar til sóknar og
til bjartari tíma. íslenskir launa-
menn verða að sameinast undir eitt
merki og hrinda af sér oki þeirrar
stjórnarstefnu sem fylgt hefur ver-
ið á undanförnum misserum. Það
er reynt að sundra launafólki.
Starfsmenn í Álverinu eru gerðir
tortryggilegir. Ef launafólk nær að
standa saman þá tekst okkur að
brjóta á bak aftur það svartsýnisböl
sem einkennt hefur stjórnarstefnu
Þorsteins Pálssonar og félaga. Við
sigrum afturhaldið ef við verðum
samferða. Burt með íhaldið úr
stjórn þessa lands“, voru lokaorð
Svavars Gestssonar á þessum fjöl-
menna og fjörmikla kappræðu-
fundi í Hafnarfirði í fyrrakvöld.
-*g-
Lj ósmyndasýning
í dag laugardag kl. 16 opnar Jón
Baldvin Hanncsson Ijósmyndasýn-
ingu á Bókasafni ísafjarðar. Á sýn-
ingunni eru svart/hvítar myndir
sem teknar hafa verið á undanförn-
um 5 árum, aðallega á ísafirði,
Siglufirði og á Hornströndum.
Jón Baldvin er áhugaljósmynd-
ari og byrjaði lítillega að fást við
ljósmyndun á unglingsárum, en
fyrir nokkrum árum hóf hann að
vinna samkvæmt svo kölluðu
„ZONE“-kerfi sem Ansel Adams
er upphafsmaður að. Myndir Jóns
eru allar teknar á 35 mm ljósmynd-
avél og eru viðfangsefnin mjög
fjölbreytt svo sem fólk, landslag og
hús og er gjarnan lögð áhersla á ný
sjónarhorn í hversdagslegu um-
hverfi.
Myndirnar á sýningunni eru til
sölu og verður hún opin á opnun-
artíma Bókasafnsins og frá kl. 14-
18 um helgar til 14. febrúar.
Nú hefur útliti og innréttingum verið breytt svo um munar: mælaborð, stýri, stólar, aftursæti, grill, húdd,
stillanlegir speglar innanfrá, stuðarar o.fl. o.fl., en sífellt er unnið að endurbótum er lúta að öryggi og
endingu bílsins. 6 ára ryðvarnarábyrgð.
Verð við birtingu auglýsingar kr.
199.500.-
Bifreiðar &
sitelíd þjonusta Landbúnaðarvélar hf.
SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600
Söludeild sími 312 36
Vél:
Rúmtak ................1442sm3
Borun .................. 76 mm
Slaglengd .............. 80 mm
Þjöppun ............... 8.5:1
Kraftur .......55 kW (75 DIN PS)
á 5600 sn/m
Tog .........108 Nm á 3500 sn/m
Eyðsla ............7-101/100 km
sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, með lítið viðhald og ódýra varahluti
(könnun verðlagsráðs) og ekki síst fyrir hátt endursöluverð.