Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. janúar 1984 „Sama orsökin veldur því, að menn tala illa um konur og kasta steini að tré, sem ber ofurgnœgð ávaxta. “ Adolphe Ricard „Birti um rann af fornum funa“ Ekki þarf að kynna Jóhannes skáld úr Kötlum fyrir lesendum Þjóðviljans. Hann hóf sinn feril sem mjöghefðbundið skáld en fór svo inn á nýjar brautir á síðari árum. Hér birtum við úr rímu er Kvöldvökur nefn- ast: Man ég fyrrum þyt á þökum, þreyta styr við éljadrög. Þá á kyrrum kvelda vökum kveiktu hyrinn rímnalög. Birti um rann af fornum funa fljótt er annir leyfðu það. Gleði brann í mildum muna. Mamma spann, en pabbi kvað. Söng í eyrum sagan góða, sagði meira en orðin tóm. Rann af geirum refilþjóða rauður dreyri máls í hljóm. Svipti griðum sérhver líking, send á mið hins dýra brags, eins og skriði í vesturvíking valið lið þess horfna dags. Var til stranda úr hafsins háska hleypt í anda frárri gnoð. Förin blandin geig og gáska, gola þandi hvíta voð. Einatt haldið tryggu taki, treyst á kaldan vopnagný. Þulinn galdur brims að baki, bitið skjaldarrendur í. Bar með straumi kvöldsins káta kvæðaglaumur ungan svein. Mörg í laumi gömul gáta gegnum drauma nýja skein. Pabbi trauður hróðri hœtti, hetjum dauðum varð þá rótt. Ríka og snauða svefninn sœtti, sagan bauð þeim góða nótt. Geislar svifu. Gisti hjarta gulli drifinn bragurinn. Mamma hrifin brosið bjarta breiddi yfir drenginn sinn. Dr. Gunnar Karlsson: Ófriður er meðal annars uppeldisvandamál Póstkortið að þessu sinni er frá Reykjavík og er myndin tekin upp úr aldamótum, líklega úr Landsbankanum við Austurstræti og sér upp í Þingholtin þar sem Menntaskólinn er mest ábcrandi byggingin. Fremst til vinstri eru húsin sem nú hýsa Hrcssingarskálann en fremst til hægri er verslun Thors Jensen: Godthab. þarstendur nú Reykjavíkurapótek. Friðarumræðan mun setja svip sinn á þessa helgi, en í dag verður stofnfund- ur Samtaka um friðaruppeldi haldinn í Norræna húsinu og hefst hann kl. 13.00. Þrír góðir gestir koma frá Noregi til að flytja mál sitt á fundinum, í tónum og tali, en gestirnir verða einnig við- staddir opið hús hjá Friðarhreyfingu ís- lenskra kvenna í Þingholti á laugar- dagskvöld og koma f ram á dagskrá Friðarsamtaka listamanna í Norræna húsinu á morgun, sunnudag kl. 17.00. Einn þeirra sem átt hefur sæti í undirbún- ingsnefnd Samtaka um friðaruppeldi, er dr. Gunnar Karlsson, prófessor við Háskóla íslands. Við báðum hann að segja okkur undan og ofan af tildrögum samtaka þess- ara og ætlunarverkum þeirra. Ófriður er uppeldis- vandamái „Hugmyndin að baki þessum friðar- hreyfingum starfshópa eða starfsstétta, sem hér hafa verið að spretta upp sem annars staðar í heiminum, er að hver noti starfs- kunnáttu sína í þágu friðar og afvopnunar" segir Gunnar. „Það er þá hugmynd þeirra, er vinna að uppeldismálum, að þeir eigi einnig að leggja fram sinn skerf. Læknar segja, að kjarnorkuvá sé heilbrigðisvandamál. Á sama hátt segja kennarar og aðrar uppeldisstarfsstéttir, að ófriðarhættan og kannski vanmáttur okkar að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið, sé upp- eldisvandamál - að þar séu á ferð mistök í uppeldi og menntun." / samræmi við grunnskólalögin - Hvernig hyggist þið starfa? „Ég geri ráð fyrir að það verði settir á fót starfshópar á stofnfundinum og fólk geti valið sér hóp til að starfa í eftir áhuga. Ein- um þessara hópa yrði t.d. ætlað það verk- efni að setja sig í samband við hliðstæð samtök í grannlöndum okkar, safna gögnum og koma þeim á framfæri hér. Þá má einnig hugsa sér hóp, er hugi að náms- efni, bæði á barnaskóla- og framhalds- skólastigi. Mér skilst, að algengt sé í Banda- ríkjunum að bjóða upp á námskeið í fram- haldsskólum í e.k. friðarfræðslu. Vel kæmi til greina að leggja drög að einhverju slíku námskeiði hér og bjóða það skólunum. Og síðan er möguleiki að stofna nýja og nýja starfshópa, er sinni einstökum verkefnum. Það er ekki nauðsynlegt, að þessi kennsla sé í formi sérstakra námskeiða eða náms- eininga undir þessu nafni og kannski alls ekki heppilegt. Fræðsla af þessu tagi hefur tvímælalaust lagastoð í grunnskólalög- unum, þar sem m.a. er talað um að ala skuli börn upp í kristilegu siðgæði, en þar kemur Dr. Gunnar: „Það er að mínum dómi m.a. hlutverk sögukennslunnar, að gera fólki fært að ímynda sér heiminn öðru vísi en hann er“. afstaðan til friðar og vígbúnaðar sem eðli- legur hluti kennslunnar. f grunnskólalög- unum er einnig sagt, að skólar eigi að stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun nemenda, hvers og eins. Og eins og læknar hafa fyrir löngu bent á, er óheilbrigði fólgið í því að verða fyrir kjarnorkusprengju - óheilbrigði á öllum sviðum. Friðarfræðsla er því hluti af heilbrigðis- og siðferðisupp- eldi skólanna. Þá má einnig minna á samþykkt UN- ESCO frá 1974 um fræðslu til skilnings milli þjóða, samvinnu og friðar, en við eigum aðild að þeirri stofnun. Samtökin um friðaruppeldi munu í starfi hafa þá sam- þykkt að leiðarljósi." Að ímynda sér söguna öðruvísi - Hvert yrði hlutverk háskólakennara - og þá þitt - í uppeldi af þessu tagi? „Það má kannski segja, að við háskóla- kennarar séum í jaðriþessarasamtaka, því okkar hlutverk er ekki beinlínis uppeldis- hlutverk. Sem kennari í heimspekideild kæmi égt.d. einna helst að gagni sem kenn- ari væntanlegra kennara. Aðrar deildir Há- skólans finna sér kannski annan vettvang.“ - Gætirðu nefnt okkur dæmi um hvernig sögukennsla kæmi að gagni í þessu sam- bandi? „Það er tvímælalaust unnt að beita sög- unni í þágu friðar og afvopnunar. Það var sagt í Þjóðviljanum um kvikmyndina „The Day After“, sem verið er að sýna, að komið hefði í ljós í Bandaríkjunum að hún hefði lítil áhrif þegar frá liði. Fullyrt var að ástæð- an væri vonleysi fólks - það fyndi til van- máttar gegn þessari skelfingu og hætti að hugsa um málin. Það er að mínum dómi m.a. hlutverk sögukennslunnar, að gera fólki fært að ímynda sér heiminn öðruvísi en hann er. Eitthvert besta friðaruppeldisefni, sem mér kemur í hug að unnt væri að búa til í sögukennslu, er athugun á trúarbragða- styrjöldunum í Evrópu eftir siðaskiptin þegar mótmælendur og kaþólikkar háðu þrjátíu , ára stríð. Á þeim tíma fannst vafalaust mjög mörgu fólki á þessu svæði eitt hið mikilvæg- asta markmið í lífinu að sigra í þeirri styrj- | öld. En síðan komust báðir aðilar að þeirri niðurstöðu að þeir gátu ekki sigrað og sömdu um frið. Þessar andstæður hurfu hreinlega úr sögunni og 200 árum síðar sam- einaðist vígvöllur 30 ára stríðsins í þýska ríkinu. Það reyndist hreint engin ástæða til að berjast út af trúarbrögðum. Séð frá sögulegu sjónarmiði held ég, að vígbúnaðarkapphlaupið milli stórveldanna sé nokkuð hliðstætt. Þessi sögulegi saman- burður gæti kannski gefið fólki von um, að unnt sé að breyta aðstæðunum.“ - Gætu ekki einhverjir staðhæft, að hérna væri innræting á ferðinni? „Nei, svona fræðsla er ekki innræting. Það er ekki verið að segja fólki að hugsa á ákveðinn hátt. Það er hverjum í sjálfsvald sett hvort hann tekur mark á þessari hlið- stæðu við þrjátíu ára stríðið, svo við höldum okkur við það dæmi. Það er aðeins verið að benda fólki á og leiða það inn á þær brautir að hugsa af meiri víðsýni um samtíðina út frá sögunni." Skilningur er í þágu friðar „Öll fræðsla í skólum, sem veitir skilning á ólíkum þjóðum held ég að sé í þágu friðar“ segir dr. Gunnar Karlsson. „Það er því mjög mikilvægt að fjallað sé af skilningi um samfélög, sem eru ólík okkar. Ég held að tregða fólks við að snúast gegn vígbún- aðarkapphlaupinu, eigi miklar rætur í því, að fólk skynjar það ekki sem vandamál, að okkar heimshluti á einhvern hlut að máli. Fólki finnst gjarnan að hættan stafi öll að utan - frá vopnuðu fólki, sem er allt öðru vísi en við og fjarlægt okkur. Það þarf að fá fólk til að líta á deilu stórveldanna úr dálítilli fjarlægð. Þannig má kannski koma einhverjum í skilning um, að það er fyrst og fremst okkar hlut- verk að berjast gegn vopnum í okkar heimshluta - og að það er hlutverk annarra í öðrum heimshlutum að berjast gegn vopn- um þar.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.