Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 19
Helgin 28. - 29. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
f ram og
eHed lit
btar k i
Narfi karfi
Smásaga eftir Bjarka Bjarnason
Hann Narfi karfi var herfilega svang-
ur. Hann var bókstaflega stjarfur af
sulti. Litlir karfar þurfa að éta eins og
aðrir en stóru karfaskarfarnir hökkuðu
í sig ætið svo ekkert var eftir handa litlu
körfunum. Narfi karfi hafði í þrjá daga
ekki fengið annað að éta en eina
rauðátu sem hafði horfið ofan í hann
eins og normalbrauð í þarfasta þjón-
inn. Narfi karfi hafði reynt að berjast
um ætið en aðeins fengið skurfu á litla
sporðinn í staðinn. Það voru of margir
sem vildu fá að éta og litlu karfarnir
urðu oft aftarlega í biðröðinni þegar
matur var til staðar.
Augun í Narfa karfa voru galopin og
uppglennt eins og karfaaugu eru alltaf
þegar karfar láta sig dreyma og Narfa
karfa var að dreyma. Hann var að
hugsa um sitt auma karfalíf - engan
mat að fá, sjórinn skítkaldur og pabbi
og mamma horfin á baksundi og buft
svo Narfi karfi átti engan arf í vændum.
Hann beið bara eftir því að verða stór
og geta barist um ætið við hina karfana
og haft betur. En yrði hann nokkurn
tíma stór með þessu áframhaldi? Narfi
karfi hugsaði um Örvar frænda sinn
sem hafði unnið ferð til Rússlands og
ekki til baka og siglt þangað á flaki. Það
hlýtur að hafa verið mikil ævintýraferð.
Ætli hann sé farinn að skipta litum og
sé orðinn blóðrauður í framan? Eða þá
Þumallína þorskamamma. Narfi karfi
hafði heyrt að hún hefði synt í land og
tekið sér síðan far með fraktara til
Bandaríkjanna og búi þar í blokk. Ja
verra gat það verið og alltént betra en
hírast hér matarlaus í sjónum og horfa
á kalda Jökultunguna sleikja út um og
bíða eftir tækifæri til að velgja sér undir
uggum.
Augun í Narfa karfa stóðu nú á stilk-
um því hann var að því kominn að
sofna. En hvað var þetta? Narfi karfi
hrökk upp við herfilegan draum. Hann
var allt í einu kominn á súrrandi ferð og
hann sá heilt karfastóð fara sömu ieið.
Svo fann hann hvernig ógeðslegur net-
draugur þrengdi sífellt að karfagerinu.
Karfarnir reyndu að setja upp burst
eins og kettir en það gagnaði lítið því
netið hrifsaði þá með sér og herti að.
Narfi karfi átti nú í erfiðleikum með að
ná andanum. Hann var kominn á dekk-
ið en vantaði loft og hann sá einhvern
rauðstakk leggja á sig hendur.
„Hentu þessum karfatitti, Hífaog-
slakaávíxl" sagði annar rauðstakkur.
Svo maðurinn heitir Hífaogslakaávíxl
hugsaði Narfi karfi. Nafnið lét rúss-
neskulega í eyrum. Er ég kannski kom-
inn til Rússlands og er Hífaogslakaá-
víxl kannski keisarinn í Rússlandi hugs-
aði Narfi karfi um leið og honum sortn-
aði fyrir augum.
Hvað gerist í næsta kafla í sögunni
um Narfa karfa?
Hendir Hífaogslakaávíxl honum
fyrir borð eða lendir hann í lestinni?
Fer hann í úrkast hjá Bæjarútgerð
Reykjavíkur eða fer hann flakaður og
flekaður til Rússlands?
Fylgist með sögunni um Narfa karfa
frá byrjun.
Halló
krakkar
Krakkar mínir.
Nú er ástand í Bjarnarfirði. Jarðýtur
hafa verið á sveimi í allan dag til að
einhver komist í búð. Við höfum ekki
getað verslað síðan fyrir jól og er því
margt undarlegt á borðum þessa dag-
ana. Niðursoðnir ávextir í morgunmat
og gosdrykkir í kvöldkaffi. Ekki svo
slæmt. Pósturinn kemur á vélsleða,
þegar veðrið er nógu gott. Allt þetta
leiðir til þess að bréf til mín og frá mér
eru lengur á ferð en annars - en komast
þó. Munið mig - ég man ykkur.
Arnlín Óladóttir
Bakka
510 Hólmavík
/
X
SÚKKAN
Einu sinni var 5tclpa.
Uán áttu sxta. dúK.ku
\/a.r \ gullkjóL.
Dukkan Yitt RAkEL.
SteLpa.r\ sem áttl
dilkkun^ hét Rösa..
Stelp-a.n teikn^ál
myncL og LímcLL ha.na_X
á gullkjoLinn.
Oddrun Ol^fsdóttL'r.
T ar antellur
Gamall ítalskur þjóðdans heitir Tar-
antella. Hann er dansaður af karli og
konu við undirleik kastaníetta og
tambúrínu. Þessi dans er mjög skraut-
legur á að horfa og ofsafenginn. Hann
verður stöðugt trylltari og hraðari svo
dansararnir eru algjörlega uppgefnir
að honum loknum.
Það er líka upphaflegur tilgangur
dansins, að þeir sem dönsuðu hann
gæfust hreinlega upp.
Hann dregur nafn sitt af suður-
evrópsku kóngulónniTarantellu. Fólk,
sem varð fyrir biti hennar átti að dansa
þar til að það læknaðist.
Þessi stóra kónguló er eitruð, þó
ekki svo að hún drepi menn, en undan
bitinu koma miklar bólgur og sársauki.
Á miðöldum var litið á Tarantellubit
mjög alvarlegum augum. Sá sem
gengur um í marga daga með bólginn
fót eða hönd og hræðilega verki er
auðvitað ansi slappur og skapstirður og
í gamla daga héldu menn að þessi sjúk-
dómur versnaði stöðugt og drægi menn
til dauða ef ekkert væri að gert. Þá kom
dansinn til sögunnar. Sá særði átti að
dansa þar til hann gafst upp, örmagna.
Þá átti líka allt eitrið að vera horfið úr
líkamanum.
Tarantellan er alls ekkert augna-
yndi, hún verður allt að tveggja senti-
metra löng og loðin. Hún spinnur ekki
vef til að veiða í, heldur eltir hún
bráðina á svipaðan hátt og tígrisdýr.
Hún felur sig til dæmis í laufhrúgu eða
sprungu og þegar skordýr fer hjá stekk
ur hún út og ræðst á það. Eitur tarant
ellunnar er nógu sterkt til að drepa svo
smátt dýr og síðan dregur hún það heim
í holuna sína. Hún er matvönd, étur
bara bestu bitana en fleygir hinu.
Aftur á móti hugsar tarantellan mjög
vel um afkvæmi sín. Hún verpir í litla
holu sem hún grefur og fóðrar með
silki. Þar dvelja þau líka sem púpur en
þegar móðirin fer út, tekur hún þau
með sér.
Pappírs-
galdrar
I. Vissir þú að það er hægt að skríða í
gegnum póstkort? Ómöguiegt? Bíddu
bara.
Náðu í póstkort eða pappír af svip-
aðri stærð, og skæri. (Kortið má
gjarnan vera úr frekar mjúkum
pappa). Brjóttu kortið í miðju eftir
lengri hliðinni (1).
Síðan er klippt upp í kortið báðu
megin frá til skiptis (ekki alla leið í
gegn) (2).
Nú er brotið klippt af, en þó ekki alla
leið, skiljið eftir síðustu ræmuna báðu
megin (3).
Árangurinn er nógu stór hringur til
að smeygja sér í gegn.
II. Töfrahringur.
Búðu til hring úr um það bil 70 senti-
metra löngum pappírsrenning. Þú sýnir
áhorfendum hringinn og spyrð hvort
þeir komist í gegnum hann. Svarið er
að sjálfsögðu nei. Þá klippir þú renn-
inginn í tvennt allan hringinn í stað þess
að hann detti í sundur í tvo mjórri
hringi, þá verður hann að einum hring
tvöfalt stærri en sá sem þú hafðir í upp-
hafi. Þú smellir þér auðvitað léttilega í
gegnum hringinn með lítillæti hins
sanna galdramanns.
Galdurinn liggur í því að þú snerir
einu sinni upp á renninginn áður en þú
límdir hann saman. Sé snúið tvisvar
upp á hringinn þá koma fram tveir
hringir sem hanga saman eins og hlekk-
ir í keðju.
Þessa „galdra“ er auðvelt að æfa sig í
til að sýna og gera fólk alveg undrandi.
Sérstaklega sá seinni. Þá getur þú leyft
áhorfendum að búa sér til sinn eigin
hring, sem auðvitað dettur bara í sund-
ur því þú segir ekki leyndóið.
Góða skemmtun.
1