Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. janúar 1984 Iðnaðarráðherra í öndvegi, honum til beggja handa stjórnarformaður Rarik, rafmagnsveitustjóri, deildarstjóri í ráðuneytinu, starfsmenn þess og Hagvangsmenn sem unnið hafa fyrir ráðherrann. (Þjóðviljamynd - eik) Hagvangur gefur Rarik ráð Óviðeigandi bollaleggingar segir stjórn Rarik um ráðgjöfina, uppsagnir á leiðinni Starfsmenn Rarik Mótmæla vinnu- brögðum Hagvangs Starfs- mönnum neitað um upplýsingar - Á fundi okkar í dag var sam- þykkt að senda greinargerð til raf- magnsveitustjóra, iðnaðarráð- herra og stjórnar Rarik þar sem við mótmælum ýmsum vinnubrögðum Hagvangs við þetta mál, sagði Kjartan Steinbach formaður Starfsmannaráðs Rarik í viðtali við Þjóðviljann í gær. Kjartan sagði að fyrirtækið hefði neitað starfsmönnum um upplýs- ingar t.d. um uppsagnirnar og fjölda ráðinna eftir breytingarnar. Þá lýstu starfsmenn Rarik furðu sinni á þeirri yfirlýsingu Hagvangs á blaðamannafundinum í gær, að ráðgjafarfyrirtækið vonaðist eftir að starfsmennirnir í Reykjavík yrðu um hundrað eftir nokkurn tíma, þ.e. fækkaði um 38 auk þeirra 10 sem þegar hafa fengið uppsagnarbréf. Sagði Kjartan að þetta væri trúlega í fyrsta skipti sem stjórnarformaður Rarik og rafmagnsveitustjóri hefðu heyrt þessi áform, að ekki væri minnst á starfsmennina sjálfa. -ÓR Stuðn- ingur við álvers- menn Félagsfundur . í Félagi járniðnaðarmanna og trún- aðarmannaráði Trésmiðafé- lags Reykjavíkur hafa lýst yfir fyllsta stuðningi við starfsfólk Álversins í Straumsvík. Félagsfundur járniðnaðarmanna for- dæmdi einnig harðlega það sem iðnaðarráðherra lét frá sér fara um kjaradeilu verkalýðsfélaganna og ís- lenska álfélagsins í ríkisút- varpinu 25. janúar, að gripið verði tii aðgerða sem dygðu til að hindra framgang til- lagna verkalýðsfélaganna og í því efni væri lagasetning ekki undanskilin. Félags- fundurinn lýsti furðu sinni á gífuryrðum iðnaðarráðherra og taldi þau ekki fallin til að auðvelda lausn deilunnar. Jafnframt lýsti fé - iagsfundurinn yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu verkafólks hjá íslenska álfé- laginu og vænti þess að við- unandi árangur næðist. - Stjórn Rafmagnsveitna ríkisins lýsir yfir undrun sinni og algerri andstöðu sinni við að Hagvangur hafi sent bréf til ýmissa svæðis- stjórna Rarik þar sem boðið er upp á breytingar á skipulagi raforku- sölu og dreifingar í landinu, segir í bókun frá stjórn Rarik og ennfrem- ur: „Bollaleggingar um þetta efni í skýrslu Hagvangs hf eru óvið- eigandi. Sama er að segja um full- yrðingar sem fram koma um stofn- un Orkubús Suðurnesja, er ráð- gjafarfyrirtæki getur tæplega haft ráð á“. Þessi atriði voru m.a. í bókun frá stjórn Rarik, en Pálmi Jónsson stjórnarformaður fyrirtækisins kynnti álit stjórnarinnar á niður- stöðum Hagvangs á blaðamanna- fundi sem iðnaðarráðherra Sverrir Hermannsson boðaði til með full- trúum frá Hagvangi, Kristjáni Jónssyni forstjóra Rarik, Pálma stjórnarformanni fyrirtækisins og fleiri aðilum sem koma við sögu málsins. Fagnað hjá Rarik Sverrir Hermansson sagði að tekist hefði góð samvinna um ráð- gerðir um skipulagsbreytingar hjá Rarik. Ólafur Haraldsson frá Hag- vangi bætti um betur og sagði að Hagvangsmönnum hefði verið fagnað hjá Rarik nær þeir komu þar til starfa í sl. ágústmánuði. Hafa þrír menn á vegum fyrirtækis- ins unnið að úttekt þeirri sem nú er kynnt. Kostnaðurinn við könnun Hagvangs nam 1.1 miljón króna um sl. áramót en fyrirtækið er enn að störfum og verður fram eftir ár- inu við úttekt á Rarik. Á fjárlögum er gert ráð fyrir rúmum 2 miljónum í alla ráðgjöf á vegum ríkisins. Uppsagnir í máli Reynis Kristinssonar frá Hagvangi kom fram, að rekstrar- kostnaður Rarik hefði lækkað á síðasta ári. f janúar í fyrra störfuðu 411 manns hjá Rarik en í janúar í ár 348. M.ö.o. hefur starfsmönnum fækkað um 62 á sl. ári. Hópuppsagnir í vændum? Samkvæmt tilkynningum og yfir- lýsingum er 10 mönnum sagt upp nú, þannig að 338 ættu að vera starfandi í febrúar. Hins vegar kom fram í máli Hagvangsmanna að reiknað er með að 28 manns hætti í kjölfar breytinganna á næstunni og enn fremur að í Reykjavík vonuð- ust þeir til að starfsmönnum fækk- aði um 30 á þessu ári þar til við- bótar. Ólafur Haraldsson sagði í lok blaðamannafundarins að niðurstaða Hagvangs væri sú að hjá Rarik gæti orðið veruleg fækkun starfsmanna. Ef ráðið er í þessar yfirlýsingar Hagvangsmanna mætti ætla að um 70 manns hættu störfum hjá Rarik á þessu ári. Hins vegar kom fram í máli Pálma Jónssonar að stjórnin hefði ekki lagt blessun sína yfir uppsagn- ir nema þeirra 10 sem nú hafa feng- ið uppsagnarbréf. „Auðvitað ég sem ræð“ Spurt var á blaðamannafundin- um hvaða aðili réði endanlega um það hverjar af tillögum Hagvangs yrðu teknar til greina. „Það er auðvitað ég sem ræð“, sagði Sverr- ir Hermannsson, en Pálmi Jónsson vísaði til bókunar frá stjórn Rarik þar sem segir „að framkvæmd þeirra breytinga á skipulagi og rekstri Rarik, sem ákveðnar verða í framhaldi af úttekt Hagvangs hf. verði í höndum stjórnar Rarik ög rafmagnsveitustjóra í fullu samráði við iðnaðarráðuneytið". „Saklaust bréf“ Um bréf Hagvangs sagði tals- maður fyrirtækisins að þeir hefðu álitið það vera „saklaust bréf“ þar sem spurst var fyrir um hugsanlega yfirtöku héraðsveitna á starfsemi Rarik. Sverrir sagði að hefðu verið mistök að stjórn Rarik fékk ekki afrit af bréfinu, en sjálfum hefði honum verið kunnugt um þetta at- riði. f bókun stjórnarinnar er hins vegar talað um að þetta bréf hafi verið sent „án vitundar ráðherra“. f máli Kristjáns Jónssonar kom m.a. fram að gert væri ráð fyrir minnkandi húsnæðisþörf Rarik í Reykjavík og yrðu þau mál tekin til gagngerrar endurskoðunar á næst- unni. Breytingar eru aðallega fólgnar í breyttu stjórnskipulagi Rafmagns- veitnanna, þannig að yfirmönnum fækkar og skýrari mörk verða á milli deilda. Þá verða nokkur verk- efni færð yfir til svæðisveitnanna sem hingað til hafa verið á vegum Rarik úr Reykjavík. í Reykjavík verða tvær deildir, fjármála- og áætlanadeild annars vegar og tækni og þjónustu hins vegar. Meginstefna tillagnanna, segja Hagvangsmenn, er að auka vald og ábyrgð rekstrarsvæðanna. - Ætlasí er til að meginhluti framkvæmda verði unnin af mönnum á svæðun- um eða boðinn út, en ekki t.d. unn- in af vinnuflokkum gerðum út frá Reykjavík. Ekki var gerð grein fyrir núver- andi kostnaði einstakra rekstrar- þátta né heldur hver kostnaður verði við einstaka breytingar eða fsland vann glæsilegan sigur á fremur slökum Norðmönnum, 24:15, í landsleik í handknattleik í gærkvöldi. Leikið var í Laugar- dalshöll og þetta var fyrsta viður- eignin af þremur. Annar leikurinn fer fram á Akureyri í dag kl. 14 ef veður leyfir annars í Hafnarfirði kl. 16, og sá þriðji verður í Laugar- dalshöllinni á sunnudagskvöld. Norðmenn voru nánast nýlentir þegar leikurinn hófst og þeir virtust enn vera á flugi í byrjun hans. fs- land, eða öllu heldur Páll Ólafsson, gerði þrjú fyrstu mörkin, staðan strax 3:0. Noregur lagaði stöðuna í 3:2 en þá skildu leiðir. fslenska lið- ið lék vörnina framarlega og við því áttu norskir ekkert svar - leikur reirra varð að leikleysu á löngum Einar Þorvarðarson varði glæsi- lega í síðari hálfleiknum. eftir þær. Hins vegar sagði Hag- vangsmaður, að ráðgjafarfyrir- tækið reiknaði í heild með 70-75 miljón króna sparnaði. Eins og áður sagði heldur Hagvangur nú áfram að gera úttekt á Rarik. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra stjórnaði blaðamanna- fundinum skörulega. -óg köflum. Munurinn jókst jafnt og þétt og staðan var orðin 14:7 í íeikhléi, stórsigur svo sannarlega í uppsiglingu. ísland lék ekki síðari hálfleikinn af sömu skynsemi og yfirvegun og þann fyrri, enda orðið að frekar litlu að keppa þegar á leið, aldrei spurning um sigur, heldur mark- amun. Staðan varð 16:8, 18:10, þá 18:13, en ísland skoraði 6 gegn tveimur á lokamínútunum, ekki síst vegna stórbrotinnar mark- vörslu Einars Þorvarðarsonar. Hann er stór, kappinn, en þarna virtist hann fylla gersamlega út í markið. Þrír bestu leikmenn íslenska liðsins voru Páll Ólafsson, Atli Hilmarsson og Einar markvörður. Páll var óstöðvandi í fyrri hálfleik og Atli skoraði jafnt og þétt en skaut mikið. Flestir fslendinganna áttu ágætan dag, Jens Einarsson varði ágætlega í fyrri hálfleik, Kristján Arason átti góðar línu- sendingar, Sigurðarnir, Sveins og Gunnars, voru óheppnir með skotin. Atli var markahæstur, gerði 7 mörk. Páll skoraði 6, eitt víti, Þor- gils Óttar Mathiesen 4, Kristján Arason 3 (eitt víti), Steinar Birgis- son 2 og Jakob Sigurðsson 2. Atkvæðamestur Norðmanna var skyttan öfluga, Lars Christian Hanneborg. Þó kom lítið útúr hon- um, miðað við burði, en hann gerði 3 mörk í leiknum. Dönsku dómararnir höfðu góð tök á leiknum, gerðu sínar skyssur sem þó bitnuðu jafnt á liðunum. - Frosti/VS Oruggur sigur á Noregi: Úrslit réðust í fyrri hálfleik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.