Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. janúar 1984 Minning Halldór Sigurður Backman Fœddur 30. jan. 1922 Dáinn 20. jan. 1984 Halldór Backman vakti athygli mína fyrst fyrir gott skap og glað- værð sem hafði mikil áhrif allt í kringum manninn. Enginn gat ó- snortinn látið þann mann fram hjá sér fara. Þannig var allt dagfar Halldórs - þannig lífgaði hann upp á umhverfið og breytti drunga og deyfð í gleði og gamansemi þegar kostur var á. Fyrir tveimur sumrum voru þeir nafnarnir af Akranesi - Halldór Þorsteinsson og Halldór Backman - saman á Laugarvatni. Þangað kom ég í pólitískum erindum eins og oft fyrr og síðar. Þá kom fram hvernig þeir félagar og nafnar settu svip á hópinn allan, þannig að eng- inn gekk þar hjá garði án þess að hafa skynjað það líf sem þeir geisluðu frá sér. Nú er það líf horf- ið, því báðir eru þeir fallnir nafn- arnir af Akranesi með stuttu milli- bili. Störf þeirra á Akranesi fyrir tveimur til þremur áratugum verða aldrei metin sem skyldi fremur en þúsunda annarra félaga sem hafa lagt nótt við dag við að gera verka- lýðshreyfinguna og flokk hennar að því afli sem við þekkjum um þessar mundir. Þetta afl hefur gjör- breytt þjóðfélaginu vegna þess að í röðunum voru einstaklingar sem ævinlega voru tilbúnir til þess að leggja sig alla fram. Einn þeirra kveðjum við í dag. Fyrir hönd okk- ar hjónanna flyt ég Jóhönnu, börn- um þeirra og barnabörnum og öðr- um vandamönnum öllum hug- heilar samúðarkveðjur. Best er að minnast Halldórs Backman eins og hann var á glöðum stundum; það er ekki ein- asta best okkar vegna heldur trúi ég að honum hefði fallið það best að við stöndum í fæturna meðan stætt er hvernig sem vindarnir blása. Þá má gjarnan skoða allar hliðar tilverunnar einnig hinar broslegu um leið og við bindumst tryggðaböndum þeirrar baráttu sem skilar okkur nýjum áfanga á hverjum degi. Svavar Gestsson Skammt er högganna á milli. Réttur mánuður er síðan við fylgd- um Halldóri Þorsteinssyni til grafar og nú er vinur hans og félagi Hall- dór Backman allur. Við söknum þeirra sárt. Halldór Sigurður Backman andaðist að morgni hins 20. janúar sl. á Borgarspítalanum. Hann fæddist hér í Reykjavík 30. jan. 1922. Foreidrar hans voru Ernst Fridolf Backman, sænskur maður er fluttist til íslands ungur að árum, og kona hans Jónína Salvör Helga- dóttir frá Kvíavöllum á Miðnesi. Lifir hún son sinn tæplega 90 ára að aldri. Systkini Halldórs eru 6 á lífi. Halli, en svo kölluðum við vinir hans hann, fluttist til Akraness með unnustu sinni elskulegri Jó- hönnu Dagfríði Arnmundsdóttur. Þau gengu í hjónaband í júní 1943. Þá hófust þau kynni milli okkar, er aldrei hefur fallið skuggi á síðan. Þá, eins og enn í dag, var erfitt fyrir ungt fólk, sem var að byrja búskap, að fá húsnæði. Við fengum íbúð þannig, að við höfðum saman eldhús. Þessi sambúð leiddi það af sér, að við réðumst í að byggja okk- ur hús saman að Skagabraut 5. Þar áttum við sambýli í rúm 20 ár, eignuðumst þar börnin okkar, sem voru eins og systkin, alla tíð. Góð vinátta foreldranna leiddi af sér góða vináttu allra barnanna. Börn þeirra Jóhönnu og Halldórs Back- man eru Arnmundur Sævar Back- man héraðsdómslögmaður, kona hans er Valgerður Bergsdóttir, og eiga þau þrjú börn; Inga Jónína Backman skrifstofustúlka, hennar maður var Friðrik Weisshappel og eiga þau þrjú börn; Ernst Jóhannes Backman auglýsingateiknari, kona hans er Ágústa Hreinsdóttir og eiga þau þrjú börn; Yngst er Edda Heiðrún Backman leikari. Þessum hópi unni Halli af öllu hjarta og vildi allt fyrir þau gera. Öll eru þessi börn og barnabörn yndislegur hópur, er ber í sér svipmót foreldr- anna, glaðlyndi þeirra og ljúflyndi, enda mikil eining í fjölskyldunni. Minningarperlurnar hrannast nú upp í hugann, hver af annarri, glitra og titra fyrir tárvotum augum fjölskyldu okkar. Skærast skína þó minningarperlurnar um allar sam- verustundirnar á Skagabrautinni í gamla daga, þegar börnin okkar voru öll ung og hvorki veikindi né dauði voru okkur nálæg. Halldór Backman gekk í Iðn- skóla Akraness og lauk þaðan prófi með hæstri einkunn því hann var mjög vel gefinn og átti létt með að læra. Hann starfaði sem bygging- armeistari á Akranesi, einnig sem verkstjóri hjá bænum við ýmsar framkvæmdir. í bæjarstjórn Akra- ness sat hann um skeið fyrir sósíal- ista og fyrir þá stefnu og síðan Al- þýðubandalagið vann hann alla tíð. Fyrir tilstilli Halla var félagsheimili Alþýðubandalagsins Rein byggt, en það var mikið átak og unnið í sjálfboðavinnu undir hans stjórn. Álltaf var hann reiðubúinn að vinna hvað sem fyrir lá í Rein. Þó allir væru að farast af þreytu og vökum og hann gæti varla staðið á fótunum sjálfur, sagði hann eitthvert spaugsyrði, nóg til þess að allir skellihlógu og þreytan var á bak og burt. Halli var gleðinnar maður, dansaði vel, hafði sérlega gaman af að dansa gömlu dansana og eru margar gamansögur um þær gleðistundir hans innan vinahóps- ins. Það „sópaði að þeim“ Hönnu og Halla á dansgólfinu. Til Reykjavíkur fluttu þau hjón árið 1962. Halldór tók að sér að byggja blokkir og önnur mannvirki og starfaði við það um árabil, en vann síðast hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Halli var sérstakur persónuleiki. Hann var óvenju vinnusamur, hafði mikið vinnuþrek, glaðsinna var hann og sérlega skemmtilegur, sagði vel frá og átti athygli allra, sem með honum voru, hann var með afbrigðum vinsæll, átti gott með að koma fyrir sig orði bæði í bundnu sem óbundnu máli. Sér- lega ánægju hafði hann af því að yrkja kvæði og vísur, nú þetta síð- asta lífsár sitt. Okkur vinum hans fannst sem Guð legði honum þá líkn sem mótvægi við þann heljar sjúkdóm er á hann herjaði. Hann þráði heitt að fá að dvelja aðeins yfir jólin á heimili sínu hjá elsku- legri eiginkonu og börnum og hann varð þeirrar gleði aðnjótandi sér til óumræðanlegrar ánægju. Systur- dóttir hans Ingrid hjúkrunarkona gerði honum það mögulegt. Veri hún blessuð fyrir það. Halli hafði mikla lífsþrá, var ekki á því að láta í minni pokann fyrir manninum með ljáinn að sinni. Sjúkdómsstríðinu er lokið. Við vitum, Halli vinur okkar, að þú færð meira að starfa Guðs um geim. Guð blessi þig og styðji á nýjum ■ vegum. Við hjónin þökkum rúm- lega 40 ára vináttu og tryggð. Algóður Guð styrki þig, elsku Hanna, og börnin ykkar öll. Ása og Sigurður. Halldór Backman, frændi minn og vinur; er dáinn, langt um aldur fram. Á sjálfan afmælisdaginn sinn, 62 ára, hverfur hann aftur til jarðarinnar, þaðan sem hann kom. Með honum fara öll áformin hans, óendanleg og stórhuga, en eftir stendur minningin um góðan dreng, tilfinningaríkan heimilis- föður og glaðværan félaga. Þegar nú skilnaðarstundin er upp runnin og ég læt hugann reika um liðna daga samveru og sam- skipta, sækir að mér hin stórkost- lega mannlýsing í Innansveitar- króniku Kiljans í sögunni um brauðið dýra og stúlkuna, sem villtist í þokunni. Þrekið, viljafest- an, samviskusemin og æðruleysið. Halldór Backman vissi ekki, að þessi stúlka var dóttir langömmu hans. Halldór var húsasmíðameistari að iðn, góður fagmaður, einkar verklaginn og útsjónarsamur. Eitt var það í fari Halldórs, sem ekki fór fram hjá neinum, en það var verk- gleði hans. Hann naut þess að tak- ast á við erfið verkefni, aldrei heyrðist vol eða víl og unun var að sjá, hversu úrræðagóður hann var. Stundum gat hann varla sofnað á kvöldin fyrir tilhlökkun að fást við verkefni morgundagsins. Afköstin voru í samræmi við það. Meðal stærstu bygginga hans í Reykjavík eru Laugalækjarskóli, Árbæjar- skóli, dælustöð Hitaveitu o.fl., en líklega mun endurbygging húsanna á Bernhöftstorfu bera handverki hans, vandvirkni og kunnáttu gleggst vitni. Halldór var dagfarsprúður og vildi hvers manns vanda leysa. Því kynntist ég bæði meðan hann var bæjarverkstjóri á Akranesi og í al- mennri verktöku hér í Reykjavík og nú síðast í störfum hans fyrir Húsnæðismálastjórn. Ekki kynntumst við náið í æsku, þótt mæður okkar væru systur og samgangur hafi verið talsverður. Það var ekki fyrr en ég kom á Akranes sem frambjóðendanefna Alþýðubandalagsins í Borgarfjarð- arsýslu 1956 að með okkur Hall- dóri tókust náin kynni og djúpstæð vinátta, sem stóð alla tíð síðan. Hann var svo lánsamur að kvænast Jóhönnu Arnmundsdóttur frá Akranesi og þar stóð hið hlýja heimili þeirra, þegar ég hitti hann að nýju. Halldór var þá í forystu- sveit sósíalista í plássinu, aðsóps- mikill í bæjarmálum og verkalýðs- málum og hrygglengjan í öllu fé- lagslegu starfi sósíalistanna. Ég hef nýverið sagt frá því, hversu samval- inn hópur fágætra félaga var þarna á ferð, en Halldór Þorsteinsson, vélvirki, var fyrstur burtu kallaður úr þessum kjarna fyrir nokkrum vikum og er ekki langt á milli þeirra nafnanna. Það er mín dýrmætasta lífsreynsla að hafa mátt starfa með þessu fólki í 12 ár. Heimili Jóhönnu og Halldórs stóð mér opið allan tímann, hvort sem ég kom að nóttu eða degi og hversu iengi sem ég þurfi að vera. Það var alltaf veisla. Halldór skipulagði á mig viðtöl og oft var setið langt fram eftir nóttum og talað af ódrepandi áhuga um pólitík. Halldór naut sín vel við þessi tækifæri, hin barnslega ein- lægni hans, gott skap og leiftrandi kímnigáfa gerði þessar samveru- stundir ógleymanlegar. Þegar nú leiðir skilja, ber mér að flytja fram þakklæti mitt til Hall- dórs og allrar fjölskyldu hans fyrir hina miklu vináttu, er ég hef verið aðnjótandi. Jóhanna og hin yndis- legu börn þeirra eiga fullan hlut að því þakklæti. Halldór var sósíalisti, ekki síst fyrir sakir réttlætiskenndarinnar. Rök hans voru ævinlega einföld en þung. Hann sagði, að skipting bæði náttúrulegra sem framleiddra gæða þessa heims, ætti að miðast við að ná því takmarki, að fullnægja þörf- um allra áður en sumir fengju meira en þeir þyrftu. Þeir sem héldu því fram við Halldór, að mis- skipting gæða heimsins væri annað hvort náttúrulögmál eða annars konar nauðsyn, riðu aldrei feitu hrossi frá þeim rökræðum. Halldór bjó yfir miklum vilja- styrk og hann hafði lag á að hrífa menn með sér. í öllu félagsstarfi var hann fórnfýsin sjálf og dró aldrei af, ef eitthvað var ógert. Það er á engan hallað þótt sagt sé, að stærstan hlut hafi hann átt að bygg- ingu félagsheimilisins að Rein á Akranesi, en sú bygging markaði tímamót í félagsstarfi sósíalista þar. Þungur harmur er nú kveðinn að fjölskyldu Halldórs, rpóður hans, Jónínu, og systkinunum, en öllum þeim votta ég og Ragna dýpstu samúð. Ingi R. Helgason „Glaðr og reifr skyldi gumna hverr unz sinn bíðr bana“. Þannig var lífsstíll Halldórs Back- mans. Glaður í starfi, glaður í leik, geislandi af lífsþrótti og vilja. Við sem þekktum hann og héldum stundum að hann væri ódrepandi, stöndum nú hnípin og agndofa yfir þeim skapadómi að Halli sé nú all- ur. En enginn má sköpun renna. Hveisu mörg hús geyma hamars- högg hans, gömul hús, risin úr öskustónni, ný hús risin af grunni, þau óma enn af gleði og gamanyrð- um þessa glaða og djarfa drengs. Minning þeirra sem unnu með hon- um og fylgdust með starfi hans, vakir. Þegar við kveðjum þig nú á af- mælisdaginn þinn, finnst okkur vinum þínum svo ótrúlega stutt síð- an þú, ásamt Hönnu fagnaðir gest- um, sem komu til að gleðjast með þér sextugum. Þá var hátíð í bæ, haldnar ræður, skipst á gamanyrð- um, sungið, og að endingu dansað- ir þú við okkur vinkonur þínar tangó og vals á stofugólfinu. I dag fínnst mér hátíðisdagur, þrátt fyrir allt. Halldór Sigurður Backman var fæddur í Reykjavík 30. jan. 1922. Foreldrar hans voru þau hjónin Ernest Fridolf Backman, sænskur að ætt og Jónína Salvör Helga- dóttir frá Kvíavöllum á Miðnesi. Hún lifir nú son sinn í hárri elli, nærri níræð að aldri. Bernsku- og æskuárin átti hann í Reykjavík, ásamt stórum systkinahópi, en þau voru átta. Ungur gerðist Halldór Skaga- maður, þangað sótti hann konuna sína, hana Hönnu, eina af falleg- ustu stúlkunum á Skaga. Jóhanna Arnmundsdóttir, konan hans var Akurnesingur. Þau giftu sig vor- bjartan dag 1943. Á Akranesi stofnuðu þau heimili sitt, eignuð- ust þar börnin sín fjögur og ólu þau þar upp. Þau eru Arnmundur Sæ- var, lögfræðingur, giftur Valgerði Bergsdóttur, Inga Jónína, skrif- stofumaður, hún var gift Friðrik Weishappel, Ernst Jóhannes, auglýsingateiknari, giftur Ágústu Hreinsdóttur og Edda Heiðrún, leikkona, ógift. Barnabörnin eru níu. Halldór lærði húsasmíði á Akra- nesi og það varð hans lífsstarf. Hann var hamhleypa til allra verka og stórtækur til framkvæmda. Á Akranesi byggðu þau hjónin, ásamt Sigurði Guðmundssyni og Ásgerði Gísladóttur stórt og myndarlegt hús, sem enn í dag gengur undir nafninu Kreml. Þarna bjuggu þessar fjölskyldur saman í sátt og samlyndi, þangað til þau fluttu til Reykjavíkur ásamt Halldóri Þorsteinssyni og Rut Guðmundsdóttur konu hans. Nú eru þeir næstum samferða nafnarn- ir og félagarnir yfir móðuna miklu. Halldór Þorsteinsson andaðist í desember sl. Þetta voru kommarnir á Skaga sem svo voru kallaðir og þessar þrjár fjölskyldur voru svo sam- hentar að undrun sætti. Þær báru uppi félagslíf sósíalista á Skagan- um, og gegndu trúnaðarstörfum í bæjarfélaginu. Þeir nafnarnir og Sigurður voru allir í bæjarstjórn fyrir sósíalista. Þeir voru allir virkir og virtir vel, og ekki síður konurn- ar þeirra. Nú er Sigurður einn eftir af þeim þremenningum. Halldór Backman var driffjöðrin í byggingu Reinar, félagsheimilis sósíalista, stjórnaði verkinu og vann að því nótt sem nýtan dag, þangað til það var fullbúið. Þetta hús hefur alltaf gegnt miklu menn- ingarhlutverki í bænum, auk þess að vera félagsmiðstöð Alþýðu- bandalagsins. f litlum byggðarlögum vill stór . hluti félagsmála gjarnan hvíla á fá- mennum hópi, og það er næstum óskiljanlegt hvað sumir geta af- kastað í félagsmálum fyrir utan langan og strangan vinnudag. Hall- dór var einn af þeim. Fyrir utan hin pólitísku umsvif tók hann þátt í ýmsum öðrum félagsstörfum. Hann var meðal annars í Leikfélagi Akraness um árabil. Þessar fjöl- skyldur mörkuðu varanleg spor í menningarlíf Akurnesinga, og það var mikið áfall fyrir félagslíf í bæn- um þegar þessar fjölskyldur tóku sig svo að segja samtímis upp og fluttu til Reykjavíkur, og það lá við að það losnaði um fleiri. Vinirnir og félagarnir sátu eftir með sárt ennið. En vináttuböndin slitnuðu ekki, þó vík yrði á milli vina. Þessar þrjár fjölskyldur hafa alltaf haldið saman og við ofan af Skaga höfum átt vinum að mæta. Inn á hvaða heimilinu sem var voru oft góðir vinafundir, og öllum var hóað sam- an. Eftir að hafa spurst almennra tíðinda, úr pólitíkinni og öðrum þeim málum sem hæst bar hverju sinni, var brugðið á gaman og alltaf var Halli hrókur alls fagnaðar. Stuttu áðuren hinn alvarlegi sjúk- dómur, sem hann nú hefur þurft að lúta í lægra haldi fyrir, kom í ljós, vorum við nokkrir gamlir félagar saman á Laugarvatni í sumardvöl með Alþýðubandalaginu. Þar stóð hann fyrirskemmtilegheitum og þó sér í lagi við að halda upp á afmæli nafna síns Halldórs Þorsteinssonar sem þá varð sjötugur. Flutti hann þá nafna sínum brag, sem hann hafði ort, því hann var hagmæltur og brá oft fyrir sig vísum til að gleðja aðra. Á heimleiðinni að lok- inni dvöl stoppuðum við í Eden í Hveragerði og þar kvaddi hann okkur vinkonur sínar með rauðum rósum. Það var honum líkt. Gera allar stundir hátíðlegar og eftir- minnilegar. í síðasta skipti kontum við öll saman hjá Rut og Halldóri Þor- steinssyni yfirrjúkandi baunapotti. Ennþá voru þeir nafnarnir glaðir og reifir, en þá var stutt í það að þeir færu báðir á sjúkrahús, annar á Landspítalann, hinn á Borgar- sjúkrahúsið til að berja nestið. Þó alla grunaði að hverju drægi, var því bægt frá á þeirri stundu og gleð- in ríkti. Halldór var feikilegur verkntað- ur og gaf ekki eftir fyrr en í fulla

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.