Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 11
Helgin 28. - 29. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Bróðurkveðj a En hvað allt er annars kyrrt og hljótt á stundum þeim er eigi verður neitað. Þú hvarfst á brautu bróðir, alltof fljótt; til þín hefur hugur minn nú leitað. Það er þó eitt í minningunum mínum sem mér er efst í huga þessa daga: atorkan sem var í verkum þínum. Þannig var hún öll þín ævisaga. * Þú sýndir þetta sjálfur, kæri bróðir, samhjálpin var fremst í þinni för; ef um bratta vegir voru ei góðir birtist ávallt lítið bros á vör. Nú er gott að hvílast - halda heim, hverfa frá því stríði sem þú háðir; leggðu leið að litla bænum þeim, hvar ljúfa minning áttum saman báðir. Þökk sé þér. Valgeir Backman. hnefana. Hann átti svo miklu ólok- ið. Fársjúkur hélt hann áfram að koma upp húsum yfir dæturnar. Hann sagðist ekki mega vera að deyja fyrr en því væri lokið. Og það tókst. Hjálpsemi hans var slík að ég hygg að hann hafi aldrei látið neinn bónleiðan frá sér fara. Hann hafði sérstaka ánægju af því að gera upp gömul hús. Torfan í Reykjavík ber þess glöggt vitni. Hann sá um upp- byggingu á þessum gömlu húsum í miðbænum. Hús dætranna eru einnig byggð upp úr gömlum hús- um. Og hann hugði á ennþá stærri verkefni. Heimili þeirra á Sóleyjargötunni er fallegt og fágað. Þar sem smekk- ur þeirra beggja og snyrtimennska er allsráðandi. Þar hefur alltaf ver- ið gott að koma, þó nú verði tóm- legra um híbýli að ganga. Halli var allra hugljúfi og tilbúinn að leggja öðrum lið. Hann hafði þá lífs- skoðun að okkur bæri að styðja hvert annað og hann fylgdi þeirri lífsstefnu sinni eftir með lífi sínu og starfi. Við Lilja Ingimars komum til hans á sjúkrahúsið nokkru áður en hann dó, það var daginn sem fylgdum nafna hans til grafar, þá urðum við enn vitni að mannkostum hans. Hann hélt uppi samræðum á sinn glaðværa hátt, var uppi með allskyns fyrirætlanir fyrir sig og aðra, þó við sæjum að hverju stefndi, og hann eflaust best sjálfur, var ekki minnst á það einu orði, hann virtist utan við sína eigin þjáningu. Hann var frammi í setu- stofu í rúminu sínu, og við sátum þar hjá honum. Þá kom sjúklingur, eldri kona og settist á stól nærri rúminu hans. Henni leið sjáanlega ekki vel. Allt í einu í miðjum sam- ræðum við okkur, lítur hann til konunnar og segir: „Líður þér illa vinan, á ég að halda í höndina á þér?“ Þetta litla atvik sýndi einmitt þá umhyggju, sem hann bar fyrir öðrum og hvað honum var eðlilegt að sýna öðrum alúð og kærleika. Umhyggja fyrir fjölskyldunni allri, konunni sinni, börnunum og barnabörnum, aldraðri móður, öllu samferðafólki á lífsleiðinni, var hans lífsstíll. Halli, hvað ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að vini, og konuna þína hana Hönnu, börnin þín, sem eru svo lík þér að allri gerð, að þú getur vel við unað. Þó ég geti ekki oftar narrað ykkur Hönnu með mér á gömlu dansana og það verði ekki af því að þið félagarnir komið öll til mín í heimsókn upp á Skaga, eins og ákveðið var, þar sem í vinahóp- inn eru komin skörð, munum við vinirnir sem eftir eru blessa minn- ingu þína og ykkur nafnanna í hvert skipti sem við eigum eftir að hittast. Mín fátæklegu orð mega sín lítið gegn þeim harmi, sem kveðinn er að fjölskyldunni, en hugur fylgir máli og ég bið ykkur öllum bless- unar og treysti því að kærleikurinn vari að eilífu. Bjarnfríður Leósdóttir Fráfall Halldórs Backman þurfti ekki að koma okkur á óvart, svo heltekinn var hann banvænum sjúkdómi undanfarið ár. Þó er það samt svo að alltaf er haldið í vonina um bata, einhvern frest. Því trúði hann líka sjálfur í lengstu lög, enda ekki að hans skapi að gefast upp. Kynni okkar hófust fyrir nálega 20 árum er við hjónin keyptum af honum íbúð í fjölbýlishúsi, sem hann var með í byggingu. Þar bjuggum við síðan báðar fjölskyld- urnar undir sama þaki í fáein ár. Þessi kynni urðu að ágætustu vin- áttu, sem aldrei hefur borið skugga á síðan. Halldór var mikill bjartsýnis- maður, léttur í lund og allra manna skemmtilegastur í góðum hópi. Þær voru ófáar ánægjustundirnar, sem við áttum með honum og hans elskulegu eiginkonu og reyndar oft dýrmætum börnum þeirra. Við látum öðrum eftir að rekja ættir Halldórs, vekja athygli á lífs- hlaupi hans, áhuga hans á fé- lagsmálum og baráttu hans fyrir rétti lítilmagnans. Áhugamálin voru mörg og mikilvæg. Kæra Jóhanna, þinn missir er mikill, margs er að minnast og margs er að sakna, en þú stendur ekki eftir ein og yfirgefin, svo er fyrir að þakka hjartkærum börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um sem styðja þig og styrkja á erf- iðum stundum. Við vottum ykkur öllum af hjarta dýpstu samúð. Svanhildur og Bolli A. Ólafsson. Nú þegar við kveðjum góðan fjölskylduvin, Halldór Backman, streyma minningarnar fram í hug- ann. Allt eru þetta minningar gleði og skemmtilegheita. Við hverfum tuttugu, þrjátíu ár aftur í tímann, þegar við vorum litlar stelpur og unglingsstúlkur á Akranesi. Við systurnar áttum því láni að fagna að foreldrar okkar byggðu hús að Skagabraut 5 í félagi við hjónin Jó- hönnu Arnmundsdóttur og Hall- dór Backman. Sambúð fjölskyldu okkar og fjölskyldunnar „fyrir handan" eins og við kölluðum það þá var einlæg og góð alla tíð. Það var oft mikið um að vera á Skaga- braut 5, þar sem allir voru þátttak- endur bæði fullorðnir og börn. Oft var farið í leiki innan húss og utan, snjóhús voru byggð í garðinum þar sem pabbarnir aðstoðuðu í bygg- ingartækninni, þannig að úr urðu hallir. Það var farið á skauta og allir voru með: „sjáið þið karlana og kerlingarnar á skautum" sögðu hinir krakkarnir, en við vorum al- sæl og allir léku sér. Það var farið í ferðalög, ortar vísur, sungið og sagðar sögur. Þar var Halli hrókur alls fagnaðar. Hann gat alltaf kom- ið öllum í létt skap með spaugsyrð- um og glettni. Hann hafði einstak- an hæfileika til að segja lifandi og skemmtilega frá. Oft sagði hann okkur sögur af strákunum, fé- lögum sínum frá æskudögum. í frá- sögnum sínum lék hann jafnan með svipbrigðum og töktum þar sem við átti og allir veltust um af hlátri. Halli hafði unun af að dansa og fótafimur var hann. Þegar við syst- urnar stigum fyrstu sporin á dansgólfinu var takturinn ekki alltaf upp á það besta og sporin vildu ruglast örlítið en þegar Halli var dansherrann svifum við á létt- um tónum og fipaðist aldrei. Jólaundirbúningurinn og jólin á Skagabrautinni hafa yfir sér sér- stakan ljóma, alltaf var verið að búa til eitthvað spennandi og skemmtilegt. Það var smíðað, saumað og útbúnar jólagjafir. Halli hafði óþrjótandi hugmynda- flug. Pakkarnir frá krökkunum „fyrir handan" voru al- skemmtilegastir. Það var öruggt að þeir voru heimatilbúnir og bráð- fyndnir. Mikið var oft hlegið. Á jóladag dönsuðum við í kringum jólatréð, fórum í leiki og skemmtum okkur. í nær fjörtíu ár hefur þessi siður haldist og alltaf stækkar hópurinn því við bætast barnabörn í báðum fjölskyldum. Börnin okkar hændust að Halla, hann var vinurinn eða töfrakallinn, enda alltaf tilbúinn með smá sprell eða vingjarnlegt orð. Já, honum Halla var margt til lista lagt, hann gat breytt leiðinlegu boði í skemmtilegt samkvæmi. Hann gat breytt daufum dansleik í (funandi fjör og það kom okkur ekkert á óvart að gamlir hjallar urðu að glæsilegum vistarverum í höndum hans. Var þar ekki ein- ungis handlagni og verksvit heldur og útsjónarsemi, áræðni og hug- myndaauðgi. Eftir að við fluttum suður og lengra varð á milli heimila okkar: urðu samverustundirnar færri en dýrmætari. Það var alltaf dálítil há- tíð þegar Hanna og Halli komu í heimsókn, þá leið tíminn hratt og margt bar á góma. Þessi fáu minningarbrot frá bernsku og æskudögum eru skrifuð með þakklæti til Halla fyrir allar ógleymanlegu samverustundirnar. Þessi skemmtilegi ljúfi vinur hefur spunnið marga litríka þræði í hjörtu okkar systranna, sem við geymum í minningunni. Elsku Hanna, Addi, Inga, Ernst, Edda og fjölskyldur, við og fjölskyldur okkar vottum ykkur innilega samúð. Gillý og Hrafnhildur. Kveðja frá Torfusamtökunum Á mánudag verður til moldar borinn Halldór Sigurður Backman byggingarmeistari. Torfusamtökin eiga Halldóri mikið að þakka velgengni við upp- byggingu húsa á Bernhöftstorfu til þessa. Samstarfs Halldórs Sigurðar og Torfusamtakanna hófst strax þegar Torfusamtökin yfirtóku hús á Bernhöftstorfu og stóð þar til Hall- dór kenndi þess sjúkdóms, sem að lokum leiddi hann yfir móðuna miklu. Vor og sumar 1980 var Halldór byggingarmeistari að endurbótum „Landlæknishússins" að Amt- mannsstíg 1 og aftur ári síðar að „Bernhöftshúsi", Bankastræti 2. Þessi hús setja mikinn svip á miðbæ Reykjavíkur og fáir eru þeir Reyk- víkingar sem ekki hafa gengið um þeirra dyr á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan þau voru tekin í notkun á ný. Endurbyggingarstarfið var á stundum unnið við erfiðar kring- umstæður. Bæði gekk oft ekki þrautalaust að samræma sjónarmið aðila og samspil verndunar og nýt- ingar. Hitt var einnig, að oftast var þröngt í búi með fjármögnun verksins. Erfitt er að hugsa sér nokkurn mann jafn þolinmóðan og jafn- lyndan í samvinnu og Halldór var á þessum árum. Létt lund hans var Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.