Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 12
12 SIÐA - ÞJOÐVILJINN; Helgin 28. - 29. janúar 1984 :--'y :y;: mimm Þórshöfn Færeyingar famir að horfa meira í útnorður en áður Höfuðborgir eyþjóðanna þriggja sem byggja löndin er stórbaugurinn og sameiginlegir hagsmunir tengja. Reykjavík Það er okkur Færeyingum mikið fagnaðarefni að Norræna félagið, Norræna húsið, Námsflokkar Reykjavíkur og Færeyingafélagið hafa hrundið af stað með slíkum myndarskap kynningum á Færeyj- um og Færeyingum sem á að standa fram á vor. Heill sé þeim og hug- heil þökk. Sneru aftur í landnámabók Sturlu Þórðar- sonar segir: „Svo er sagt, að menn skyldu fara úr Noregi til Færeyja. Nefna sumir til Naddoð víking. Þá rak vestur í haf og fundu þar land mikið. Þeir gengu upp í Austfjörð- um á fjall eitt hátt og sáust um víða, ef þeir sæi reyki eða nokkur líkindi til þess, að landið væri byggt, og sáu þeir það ekki.“ Þó að þeir „lofuðu mjög landið", fóru þeir samt „aftur um haustið til Færeyja". í seinni heimildum er frá því sagt, að Þorsteinn skrofa, sonur Gríms Kambans, fyrsta iandnáms- manns Færeyja, hafi fluttst til Austfjarða á Islandi. Eru frá þess- um Færeying miklar ættir komnar, m.a. íslenska móðurætt mín á Karlsskála við Reyðarfjörð, og að öllum líkindum ætt Eysteins Jóns- sonar og Lúðvíks Jósepssonar, svo að nokkrir séu nefndir. Ásælni íslendinga Á gömlum kortum eru Færeyjar merktar sunnar en á kortum okkar í dag. Menn hafa talið þetta vera skekkju, en til er samt skýring á þessum mun. Þannig er mál með vexti, að þó að ísland sé stórt land, þótti sumum íslendingum það ekki vera nógu stórt, og vildu auka við það. Var þar næst að líta til Fær- eyja. í þá daga voru til forynjur; risar, skessur og tröll. Gerður var út risi og kelling hans til þess að draga Færeyjar til íslands. Auðvit- að varð að gera þetta að nóttu til, því tröll þola ekki dagsbirtu. Þau höfðu meðferðis reipi eitt mikið, og þá þau voru komin upp að Austurey í Færeyjum fór tröllkonan upp á Eiðiskoll og festi reipið um hann. Hún hvarf svo aft- ur til risans sem beið í briminu fyrir neðan bjargið. Síðan hófu þau að draga Fær- eyjar í útnorður áleiðis til Islands. Þetta gekk allvel nokkurn tíma, en þegar þau voru komin á 62. breiddargráðu reis sólin, og urðu þá báðir þessir íslendingar, risinn og tröllkonan, að steindröngum. Þar - í briminu undir Eiðiskolli - má enn líta íslendinga tvo. Þessi hertaka heppnaðist með öðrum orðum ekki, en fyrir bragð- ið liggja Færeyjar nú norðar en í upphafi, og auðvitað hefur verið nauðsynlegt að breyta kortum samkvæmt því. Síðan hafa Færey- ingar verið óáreittir fyrir íslenskri ásælni. Samúð smáþjóðanna í Norður-Atlantshafi Þetta er allt gott og blessað, fróðlegt og kannski líka skemmti- legt, og eru sögur sem þessi mikið notaðar í skálaræðum þegar „frændurnir“ hittast. Játa verðum við samt, að lítið raunhæft er í þeim að finna. Eftir þennan inngang langar mig að fara nokkrum orðum um það sem mér þykir raunhæft nú í dag og í framtíðinni í sambúð smáþjóð- anna hér í Norður-Atlantshafi: Færeyinga, íslendinga og Græn- lendinga. Um íslendinga og Færeyinga sérstaklega má með sanni segja að margt sé líkt með skyldum. Þið ís- lendingar hafið allt frá upphafi ver- ið bókaþjóð, en við Færeyingar ekki. Færeyskt ritmál glataðist snemma á miðöldum og varð ekki til nú fyrr en um miðja 19. öld, og er nú mikil gróska í bókmenntum okkar. Mér datt það ekki í hug fyrr en nú í vetur á fundi í Stokkhólmi að ég heyrði formann Norræna fé- lagsins á íslandi, Hjálmar Ólafs- son, orða það þannig, að Færeying- ar hafi varðveitt tungu sína án skrifaðra bókmennta, án ritmáls um aldaraðir. Geri aðrir betur! Við Færeyingar erum ennþá ó- sjálfstæð þjóð, eins og fslendingar voru löngum. Frelsisbarátta okkar hefur alltaf notið samúðar á ís- landi, og í Norðurlandaráði hafa margir hverjir íslendingar stutt málstað Færeyinga. Auk annarra má þar sérstaklega nefna þá Magn- ús Kjartansson, Eystein Jónsson, Árna Gunnarsson og Sverri Her- mannsson. Ein afleiðing af ósjálfstæði okk- ar er sú, að við getum ekki haft eðlileg viðskipti við aðrar þjóðir, þar á meðal við Norðurlandaþjóð- irnar. Sama má segja um Græn- lendinga. í Norðurlandaráði erum við eins og hver önnur Öskubuska. Meðal annars af þessum ástæð- um er það, að við Færeyingar erum nú meir en áður farnir að horfa í útnorður - til íslands og áfram til Grænlands. Nú er svo komið, að í bígerð er að koma af stað færeysk-íslensk- grænlenskri samvinnu á breiðum grundvelli - og ætla ég lítillega að ræða tillögur þar að lútandi. Hugmyndin frá 1961 Hugmyndin að slíku samstarfi er reyndar ekki ný af nálinni. Það má að minnsta kosti rekja hana aftur til ársins 1961. I nóvember á þessu ári var haldið upp á fimmtugs af- mæli færeyska fiskimannafélags- ins. Sem gestir félagsins voru þá meðal annars komnir til Færeyja forseti og varaforseti ASÍ, þeir Hannibal Valdimarsson og Eðvarð Sigurðsson. Þar var líka staddur ritari norska fiskimannasambands- ins, Hallstein Rasmussen, núver- andi fiskimálastjóri. Þar áttu einn- ig að vera fulltrúar grænlenska fiskimannafélagsins, KNAPP, en að því ég best veit voru Grænlend- ingarnir kyrrsettir í Kaupmanna- höfn og komust því ekki lengra. Á þessum fundi lagði þáverandi formaður færeyska fiskimannafé- lagsins fram drög að samvinnu í sjávarútvegsmálum milli þjóðanna hér í Norður-Atlantshafi, það er milli Grænlendinga, íslendinga, Færeyinga og Norðmanna. Þessar tillögur komust ekki til framkvæmda, en öll árin síðan hef- ur þetta samstarfsmál verið rætt bæði í ræðu og riti í löndunum fjór- um. Næst gerist það, að í janúarmán- uði 1981 kom fram tillaga í fær- eyska lögþinginu um skipulegt samstarf Grænlendinga, Islend- inga og Færeyinga, og er það efni þeirrar tillögu sem ég ætla að ræða lítillega hér í dag. Það má skjóta því inn, að áður en þessi tillaga var flutt í Fær- eyjum, var efni hennar óformlega rætt við nokkra íslenska alþingis- menn, sem þá sátu í Norðurlanda- ráði. Leist þeim vel á þessa hug- mynd og voru þess mjög hvetjandi að tillagan yrði flutt. Að því loknu var málið rætt milli flokka heima í Færeyjum, og voru flytjendur tillögunnar þingmenn úr öllum flokkum lögþingsins. Urðu málalok þau að hún var samþykkt einróma. Grunnur að víðtæku samstarfi Skömmu seinna - eða í maímán- uði 1981 var samhljóða þingsálykt- un samþykkt á alþingi hér í Reykjavík - líka einróma. Hún hljóðar þannig: „Alþingi ályktar að kjósa fjóra þingmenn í nefnd, einn úr hverjum þingflokki, er hafi það hlutverk, ásamt þingmannanefndum frá Færeyjum og Grænlandi, að vinna að auknu samstarfi um sameiginleg hagsmunamál þjóðanna." Samband hafði líka verið haft við Grænlendinga, og sögðust þeir vera þessu máli mjög hlynntir, en þeim hefur þó ekki unnist tími til að samþykkja formlega tillögu í þessu efni. Sameiginlegir fundir hófust svo milli færeyskra og íslenskra þing- manna með þátttöku Grænlend- inga, en aðeins með fulltrúm stjórnarflokksins, Siumut. Síðasti Erlendur Patursson lögþingsmaður í Fœreyjum skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.