Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. janúar 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalaaið Garðabæ:: Bæjarmálaráo Fundur í bæjarmálaráöi veröur sunnudaginn 29. janúar kl. 10 aö Heiðarlundi 19. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum. Alþýðubandalagið Hafnarfirði, Garðabæ og Seltjarnarnesi Þorrablót Sameiginlegt þorrablót Alþýðubandalagsfélaganna í Hafnarfirði, Garöabæ og á Seltjarnarnesi verður haldið laugardaginn 18. febrúar n.k. Nánar auglýst síðar. Alþýðubandalagið Akranesi Fundur um sjavarútvegsmál Almennur fundur um sjávar- útvegsmál með Skúla Alexand- erssyni og Garðari Sigurðssyni verður haldinn mánudaginn 30. janúar. Fundurinn verður í Rein og hefst kl. 20.30. Fjölmennum! Stjórnin Garðar Skúli. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráð Fundur í vinnuhópi um félags- og heilbrigðismál verður haldinn í Skálanum (Strandgötu 41) fimmtudaginn 2. febrúar kl. 20.30. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Bæjarmálaráðs. Alþýðubandalagið Hafnafirði Bæjarmálaráð Fundur í vinnuhópi um húsnæðis- og skipulagsmál verður í Skálanum (Strandgötu 41) mánudaginn 30. janúar kl. 20.30. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Bæjarmálaráðs. Alþýðubandalagið í Kópavogi Árshátíð ABK heldur árshátíð sína í Þinghóli laugardaginn 4. febrúar nk. Skemmtiatriði og hressandi veitingar. Miðaverð aðeins 200 krónur. Allt stuðningsfólk velkomið. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABK. Alþýðubandalagið Neskaupstað Hið árlega þorrablót Alþýðubandalagsins á Neskaupstað verður haldið í Egilsbúð laugardaginn 28. janúar kl. 20.00. Heiðursgestir: Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir. Blótstjóri veröur Stefán Þorleifsson. Að loknu borðhaldi leikur hljóm- sveitin Bumburnar fyrir dansi. Miðasala fimmtudaginn 26. janúar kl. 18-21 að Egilsbraut 11. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Vestmannaeyingar Garðar Sigurðsson alþingismaður verður fram- vegis með fasta viðtalstíma að Bárustíg 9 (Kreml). Fyrsti viðtalstíminn verður laugardaginn 28. janú- ar n.k. kl. 16-19. Kaffi á könnunni. Garðar. Alþýðubandalagið í Keflavík heldur opinn fund um kjaramál þann 28. janúar 1984, kl. 13.30 í húsi verslunarmannafélagsins. Frummælendur verða Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dags- brúnar, Karl SteinarGuðnason varaformaður Verkalýðssambandsins og Árni Sverrisson verkamaður. Stjórnin. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Æskulýðsfylking Húsavík! Stofnfundur Æskulýðsfylkingar AB á Húsavík verður í litla sal Félags- heimilisins, sunnudaginn 29. janúar kl. 14.00. Ungir vinstri menn á Húsavík og nágrenni eru hvattir til að fjölmenna og góðmenna. - Undirbúningsnefndin. Þú lest það í Þjóðviljanum Áskriftarsímmn: 81333 Laugardaga kl. 9—12: 81663 DJOÐVIUINN bridge Reykjavíkurmótið. Hverjir komast í úrslit? Eftir 13 umferðir í undankeppni Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni er staða efstu svpita þessi: 1. sveit Úrvals 208 stig 2. sveit Samvinnuferða/Landsýn 191 st. 3. sveit Ólafs Lárussonar 189 st. 4. sveit Þórarins Sigþórssonar 175 st. 5. sveit Þorfinns Karlssonar 171 st. ó.sveit Stefáns Pálssonar 160 st. 7. sveit Jóns Hjaltasonar 144 st. 8. sveit Guðbrands Sigurbergss. 138 st. 9. sveit Gests Jónssonar 131 st. lO.sveit Runólfs Pálssonar 124 st. Nokkrar sviptingar hafa verið í þessu móti. Sveit Úrvals leiddi mótið • lengst af, en eftir spila- mennsku á miðvikudag náði sveit Ólafs Lárussonar forystu. Úrvals- spilararnir endurheimtu svo „sætið sitt“ á fimmtudag, með því að vinna báða sína leiki „hreint". í dag verður mótinu framhaldið í Hreyfils-húsinu og eigast þá við m.a. sveitir Úrvals-Ólafs Lárus- sonar, Samvinnuferða-Þórarins, Jón Hj.-Úrvals, Guðbrands- Þorfinns og Stefáns-Jóns Hj. Á morgun lýkur svo undanrás- inni á sama stað og eigast þá við m.a. sveitir Úrvals-Stefáns, Ólafs- Þorfinns, Samvinnuferða-Gests, Ólafs - Stefáns, Þórarins - Guð brands og Jóns-Þorfinns. Fjórar efstu sveitirnar komast í úrslit, sem verða um næstu helgi. Til íslandsmóts komast 11 efstu sveitirnar, auk Þórarins Sigþórs- sonar, sem er nv. íslandsmeistari. Á morgun verður því víða skemmtilegir hlutir að gerast við græna borðið, þegar spennan kemst í hámark. Bridgehátíð 1984 Þátttökutilkynningar í tvímenn- ingskeppni Bridgehátíðar 1984 verða að hafa borist fyrir 10. febrú- ar nk. Þátttökutilkynningum má koma til Jóns Baldurssonar hjá B.í. Enn eru nokkur sæti laus í mótið. Eru menn eindregið hvattir til að tilkynna sig hið allra fyrsta, þannig að undirbúningur geti haf- ist. Skráningu í sveitakeppnina, sem verður öllum opin, verður að vera lokið fyrir 20. febrúar. Má bú- ast við að hver leikur verði 7-8 spila með Monrad-sniði. Tvímenningskeppnin hefst föstudaginn 2. mars kl. 20.00 og verður spilað þá um kvöldið og á laugardeginum. Á sunnudag hefst svo sveitakeppnin og verður hún spiluð þá og á mánudeginum á eftir. Þátttökugjald er kr. 2.000 pr. par í tvímenninginn og sama fyrir sveitakeppnina þ.e. kr. 2.000 fyrir sveit. Rifjað skal upp hvaða gestir munu láta sjá sig. Frá USA koma Alan Sontag með þá Sion, Kokin og Molson (sem kom á síðasta ári einnig). Frá Ítalíu kemur sjálfur Giorgio Belladonna (frægasti spilamaður heims, fyrr og síðar) með þá Lauria, Franco og Tapei. (Það er ekki enn komið á hreint hvort Garozzo kemur, með hina fögru frú...). Frá Svíþjóð koma þeir Hans Göthe (kom hér á Bridgehátíð fyrir nokkrum árum, ásamt Anders Morath) og Tommy Gullberg. Þeir Göthe og Gullberg hafa átt sæti í sænska landsliðinu. Og frá Englandi koma þeir Sowter og Lodge, en þeir komu hingað einnig á síðasta ári og sigruðu í sveitakeppni Flugleiða í úrslitaleik við sveit Ólafs Lárussonar). Einnig mun par frá Danmörku koma hing- að, á eigin vegum. Einsog sjá má, er þetta einvala lið bridgemanna sem sækir okkur heim á Bridgehátíð 1984. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Enn er laust pláss í aðaltví- menningskeppni félagsins, sem verður með barometer-sniði. Keppni hefst á miðvikudaginn og geta menn látið skrá sig í dag í Hreyfils-húsinu eða á morgun (Reykjavíkurmótið). Minnt er á, að þessi tvímenningskeppni er talin sú sterkasta hér á landi, enda sam- ankomin öll bestu pör landsins. Eru einhverjir sem mega missa af þessu móti? Frá Bridgefélagi Breiðholts Að loknum fjórum umferðum í aðalsveitakeppni félagsins, er staða efstu sveita nú þessi: 1. svcit Gunnars Traustasonar 68 st. 2. sveit Rafns Kristjánssonar 64 st. 3. svcit Antons Gunnarssonar 57 st. 4. sveit Heimis Þ. Tryggvas. 52 st. Brýnt er fyrir spilurum að mæta stundvíslega. Spilað er í Gerðu- bergi, Breiðholti og hefst spila- mennska kl. 19.30. Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Nú er lokið 10 umferðum af 27 í aðaltvímenningskeppni félagsins, barometer, og stefnir í tvísýna keppni. Staðan er nú þessi: 1. Arni Þorvaldsson - Sævar Magnússon 146 st. 2. Ásgeir P. Ásbjörnsson - Guðbrandur Sigurbergsson 126 st. 3. Björn Eysteinsson - Kristófer Magnússon 114 st. 4. Georg Sverrisson - Kristján Blöndal 104 st. 5. Eysteinn Einarsson - Ragnar Halldórsson 103 st. 6. Aðalsteinn Jörgensen - Olafur Gíslason 89 st. 7. Ragna Ólafsdóttir - Ólafur Valgeirsson 88 st. Keppnisstjóri er Hermann Lár- usson Frá Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Staðan eftir 6. umferðir í Aðal- sveitakeppni félagsins: l.Þórarinn Árnason 109 st. 2.1ngvaldur Gústafsson 107 st. 3. Viðar Guðmundsson 89 st. 4. Þorsteinn Þorsteinsson 72 st. 5.Sigurður Kristjánsson 66 st. 6.Hannes Ingibergsson 61 st. Næst verður spilað mánudaginn 30. janúar og hefst keppni stund- víslega kl. 19.30. Spilað er í Síðu- múla 25. „TBK“ Fimmtudaginn 19. janúar var háöur eins kvölds tvímenningur. Sjtilað var í tveimur 10 para riðlum. Úrslit urðu sem hér segir: A-riðill: 1. Anton R. Gunnarsson - Guðmundur Auðunsson 126 st. 2. Guðmundur Sigurðsson - Steingrímur Þórisson 125 st. 3. Steinar Ingólfsson - Agúst Björgvinsson 118 st. B-riðill: 1.-2. Eyjólfur Bergþórsson - Árni Eyvindsson 131 st. 1.-2. Kristján Jónasson - Þórhallur Þorsteinsson 131 st. 3. Gunnar Birgisson - Ingvar Guðnason 122 st. Meðalskor 108 st. Fimmtudaginn 2. febrúar hefst svo Aðalsveitakeppni TBK eins og áður hefur verið skýrt frá. Spilað verður eftir MONRAD-kerfi, og viljum við hvetja alla TBK-menn og aðra til þátttöku í spennandi keppni. Stök pör og aðrir sem áhuga hafa á því að spila með eru einnig hvattir til að hafa samband við okkur, við gætum myndað eina eða fleiri sveitir. Eftirtaldir munu skrá niður nöfn sveita og þeirra stöku. Tryggvi Gíslason eða Gísli Tryggvason í síma 24856. Bragi Jónsson í síma 30221. Sjáumst svo öll við Græna borð- ið. Tafl- og Bridgeklúbburinn. Fréttir frá Bridgeklúbbi Akraness Eftir 3 kvöld af 5 í aðaltvímenn- ing félagsins, er staða efstu para nú þessi: 1. Guðjón Guðmundsson - Ólafur G. Ólafsson 376 st. 2. Karl Alfreðsson - Þórður Elíasson 359 st. 3. Böðvar Bjarnason - Rudolf Jósefsson 353 st. 4. Guðmundur Bjarnason - Bjarni Guðmundsson 339 st. 5. Pálmi Sveinsson - Þorvaldur Guðmundsson 337 st. Meðalskor er 324 stig. Spilað er á fimmtudögum í RÖST og hefst spilamennska kl. 20.00. Minning ísland er ekki stórt land, í þeim skilningi að hér búa fáir. Þar af leiðir að fólk kynnist afar vel, sér- staklega í gegnum áhugamál og önnur þau mannamót, þar sem fjöldinn kemur saman. Sá hópur fólks sem stundar bridgeiðkun hér á landi, þekkist allur meira og minna innbyrðis. Undirritaður er sennilega með þeim fremstu í þessum málum hér á landi. Sá hópur fólks sem ég hef haft kynni af síðustu 10-15 árin.í gegn um bridgeiðkun mína og stjórnunarstörf er orðinn ansi stór. í þeim hópi var Guðrún Einars- dóttir. Hún og spilafélagi hennar, Guðrún Halldórsdóttir, létu sig ekki oft vanta á spilakvöld í Sumar- bridge. Nú er séð fyrir því að aðra Guðrúnuna mun vanta er vorar. Enn einn spilafélaginn er fallinn í valinn. Þátturinn sendir börnum og öðrum ættingjum Guðrúnar sínar innilegustu samúðaróskir. TRESMIÐIR - TRÉSMIÐIR Kaupaukanámskeið Námskeiö í notkun véla, rafmagnshandverk- færa og yfirborðsmeðferð viðar hefst í iðn- skólanum mánudaginn 6. febrúar og stendur í 3 vikur. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 2. febrúar nk. til skrifstofu Trésmiðafélags Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30, sími 86055. Trésmiðafélag Reykjavíkur Meistarafélag húsasmiða

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.