Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓBVILJINN Melgin 28. - 29. janúar 1984 Þeir brutu ísinn „Ég er alveg í öngum mínum. Ég þarf að framfleyta 7 manna fjölskyldu og get engan veginn séð hvernig endar eiga að ná sam- an hjá mér. Ég hef óskað eftir aðstoð frá Félagsmálastofnun, ég sé ekki önnur ráð útúr vandan- um“. Þetta sagði verkamaður á miðjum aldri sem hringdi til mín á blaðið í gærmorgun. Staðan er söm á hundruðum alþýðuheimila þessa dagana. Það sem er þó eftirtektaverðast við fyrrgreinda yfirlýsingu verkamannsins er að sá hinn sami er ekki verkamaður í fiskvinnslu eða á Iðjutaxta. Nei hann er starfsmaður Álversins i' Straumsvík. Skömmu fyrir síðustu jól sagði Þjóðviljinn frá því í frétt á útsíðu að starfsmenn í Straumsvík væru að brjóta ísinn í kjarabaráttunni. Hálfum mánuði síðar var boðað verkfall í Álverinu og á miðnætti sl. nótt skall fyrsta allsherjar- verkfall verkamanna í Straums- vík á. Andróður stjórnvalda Ríkisstjórnin, málgögn hennar og Vinnuveitendasambandið hafa undanfarna daga og vikur ráðist harkalega að kaupkröfum starfsmanna í Álverinu, kallað þær fáránlegar, út í hött og kaup og kjör starfsmanna tíunduð sem ein hin hæstu í landinu. Með þessu móti er reynt að ala á tor- tryggni milli launafólks og skapa andúð í garð starfsmanna Álvers- ins. Hvergi er minnst á ómælda yfir- og eftirvinnu, hvað þá að- stæður á vinnustað, sem Vinnu- eftirlitið hefur í nýlegri skýrslu sinni lýst stórhættulegar heilsu manna. „Við höfum alltaf vitað að hér eru menn að selja heilsu sína. Þetta er hreint út sagt skíta- vinna“, sagði Hallgrímur Péturs- son formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar um aðbúnað í Álverinu. Almenningi er hins vegar talin trú um að vinna í Álverinu jafnist á við paradís á jörð. Á síðustu árum hafa mönnum hins vegar orðið sífellt ljósari þær hættur sem leynast í menguðu umhverf- inu. Ýmsir hafa þar fengið á að kenna eins og sá starfsmaður Ál- versins sem vitnað var hér til í upphafi, en hann dvelur nú heima við að læknisráði vegna asma og ofnæmis af völdum mengunar. Kaupkröfur í september Það er í skjóli þessara að- stæðna og þeirra staðreynda að stór hluti starfsmanna Alversins hefur undir 15.000 krónur í mán- aðarlaun að verkamenn í þessari verksmiðju telja sig síst of- launaða. Þeir voru fyrsti launþeg- ahópurinn sem lagði fram sínar launakröfur í yfirstandandi kjar- abaráttu, strax í september á síð- asta ári. Síðan hafa staðið yfir ár- angurslausar viðræður þar sem eina svar fulltrúa eigenda þessa erlenda auðhrings á Islandi hefur í engu öðru falist en kröfum um enn frekari launalækkun. Meginmarkmiðið í launakröf- um starfsmanna í Álverinu er að ná kaupmætti Iauna upp í það sama og hann var að meðaltali á árinu 1982. Vinnuveitendasam- bandið hefur reiknað út og býsn- ast yfir að þetta sé kaupkrafa upp á 40%. Um leið er VSÍ að stað- festa að kjör starfsmanna í ÍSAL og allra annarra launþega í landinu hafi rýrnað um heil 40% á þessum sama tíma. Staðfesting á kaupráni Örn Friðriksson aðaltrúnaðar- maður starfsmanna lýsti því yfir í viðtali við Þjóðviljann á dögun- um að útreikningar VSÍ á því að kaupkröfur starfsmanna myndu hafa í för með sér yfir 170% verð- bólgu væri ekki annað en yfirlýs- ing um að fyrirtækin ætli að láta allar hugsanlegar kauphækkanir beint út í verðlagið og hirða þær margfalt aftur til baka. Þessi út- reikningur VSÍ væri jafnframt staðfesting á því að það væru ein- göngu launþegar sem hefðu greitt niður verðbólguna. Kröfur starfsmanna í Alverinu væru í fullu samræmi við yfirlýsta stefnu verkalýðsfélaganna, en menn gerðu sér þó ljóst að þessari kröfu yrði ekki náð nema í áföngum. Meginkrafan væri engu á síður að ná aftur kaupmætti ársins 1982. Eins og áður hefur verið sagt hafa einu viðbrögð fulltrúa eigenda verksmiðjunnar til þessa falist í því að stytta orlof starfs- manna og lengja “vinnutíma þeirra. Með því móti væri að þeirra sögn möguleiki á einhverri smákauphækkun. Með öðrum orðum, þá eiga launþegar að borga sér sjálfir kauphækkun með styttra orlofi og meiri vinnu. Yfirlýsing Sverris Ríkisstjórnin hefur allt frá því um áramot haft áhyggjur af þró- un kjaradeilunnar í Straumsvík. Þó búið væri að boða verkfall treystu ráðherrar á að með víð- tækum fjölmiðlaáróðri stjórnar- blaðanna tækist að efla andúð launafólks á kröfum starfsmanna ísal og um leið sundra samstöðu verkamanna þar og koma þannig í veg fyrir átök á vinnumarkaði. Það lá alltaf ljóst fyrir að samn- inganefnd eigenda verksmiðj- unnar hafði ekkert umboð til þess að semja við starfsmenn, þótt rekstrarstaða Álversins gæfi möguleika á verulegum kaup- hækkunum. Ríkisstjórnin sagði nei, Vinnuveitendasambandið sagði nei, og forstjórinn sjálfur var í buisness-leik í Hong Kong. Þegar sýnt var í byrjun þessarar viku að starfsmenn Alversins stóðu fastir á sínu, gat sjálfur iðn- aðarráðherrann ekki lengur horft þegjandi upp á þessa ósvífni verkafólksins. Með nokkrum vel völdum orðum í útvarpsviðtali lét hann vita hvar valdið býr og því valdi yrði beitt í hvaða mynd sem væri, teldi hann þörf á slíku. Starfsmenn Álversins skildu þessa orðsendingu, og ef eitthvað hefur orðið til að þrýsta þeim bet- ur saman í kjarabaráttunni á úr- slitastund þá var það hótun iðn- aðarráðherra í þeirra garð. Og það sem meira var, launþegar um allt land sáu í gegnum sjónarspil ráðherra og ríkisstjórnarinnar sem nú hefur skipað þessum er- lenda auðhring í Straumsvík inn í raðir Vinnuveitendasambands- ins. í stað þeirrar andúðar sem stjórnvöld hugðust skapa í kring- um kröfur starfsmanna Álversins hafa launamenn og félög þeirra lýst yfir fyllsta stuðningi við kröf- ur þeirra og baráttu. Mönnum er farið að skiljast að leiðin til bættra kjara allra launþega er samofin þeirri baráttu sem nú er háð af starfsmönnum Álversins. Þeir hafa brotið ísinn og sagt kjaraskerðingarstefnu ríkis- stjórnarinnar stríð á hendur. Hvað tekur við? Eins og staðan er í dag segjast starfsmenn í Álverinu vera til- búnir í harðar deilur. Þeir hafa skipulagt sína verkfallsvinnu í verksmiðjunni fram á mánu- dagsmorgun og þá verða lagðar upp nýjar línur hafi samningur ekki tekist fyrir þann tíma. Von er á forstjóra fyrirtækisins heim frá Hong Kong nú um helg- ina, þá fyrst hefur samninga- nefnd eigenda fyrirtækisins feng- ið umboð til samningsgerðar. Hvaða tillögur forstjórinn kemur með í farangrinum er ekki auðvelt að sjá, en tíminn stendur ekki síst upp á Álverið, því þó enn sé heitt í kerjunum þá verður það ál ekki í hæsta gæðaflokki sem tappað verður af kerjunum meðan verkfall stendur yfir. Það er ljóst að náist ekki samningur í ÍSÁL deilunni nú á næstu dögum má allt eins búast við löngum og hörðum deilum, nema Sverrir grípi til sinna ráða. Ekki verður það þó til að létta róðurinn á stóra samningaborðinu hjá ASÍ og VSÍ, en þar bíða menn spenntir eftir að sjá hver niður- staðan verður hjá verkamönnum í Straumsvík. Þar var ísinn brot- inn og þaðan verður fordæmið gefið. -Ig- ritstjórnararem_______________ Að bœta kjör hinna ríku Þá hlið á ríkisstjórninni sem snýr að launafólki, náms- mönnum, sjúkum, fötluðum og öldruðum þekkja víst flestir, þeg- ar hér er komið sögu. Hin hliðin er ekki eins mikið í sviðsljósinu, en þó eru alltaf öðru hverju að berast fréttir af því hvernig stjórnin hleður undir þá efna- meiri í þjóðfélaginu. Það er liðk- að til fyrir þeim á ýmsum sviðum með meira frjáisræði til umsvifa með fjármuni og séð til þess að þeir haldi öllu sínu me.ðan kreppt er að alþýðu manna. Skattaívilnanir Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra mælti í sl. viku fyrir frumvarpi til laga á Alþingi um skattaívilnanir til fyrirtækja og efnameiri einstaklinga. Þetta frumvarp hafði áður verið kynnt af Þorsteini Pálssyni formanni Sjálfstæðisflokksins á fundi Verslunarráðs íslands fyrr í vet- ur. Ragnar Arnalds alþingismað- ur Iýsti því í greinargóðri ræðu hvaða tilgangi þetta frumvarp þjónaði. „Það er áberandi ein- kenni þessarar ríkisstjórnar hvernig hún hefur beitt meiri kjaraskerðingu en dæmi eru um gagnvart almennu launafólki á sama tma og hún stendur fyrir lagasetningu til að bæta kjör þeirra sem allra best eru settir í þjóðfélaginu. Þetta er hin hliðin á ríkisstjórninni. Að minnka tekj- ur sameiginlegs sjóðs lands- manna með því að gefa hátekju- mönnum. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að arður af hlutafjáreign hjóna verði t.d. frádráttarbær, allt að 10% af nafnverði hluta- bréfa eða hluta, upp að 50 þús- und krónum. Þá verður heimilt að draga frá tekjum sínum árlega aukningu á fjárfestingu í atvinnu- rekstri allt að 40 þúsund krónum hjá hjónum. Þetta samsvarar um 7500 króna gjöf úr ríkissjóði til hátekjumanna á mánuði. Þá er lagt til að hlutafjáreign verði heimilt að draga frá eignum ein- staklinga við álagningu eigna- skatts, allt að 500 þúsund krónum hjá hjónum, en það þýðir 5000 króna eftirgjöf á ári til hátekju- manna. Opnar glufur Hjá fyrirtækjunum sjálfum er gert ráð fyrir enn meiri eftirgjöf af ýmsu tagi. Með hinum nýju reglum er verið að opna alls kon- ar glufur á skattaregluna til að auðvelda mönnum í fyrirtækja- rekstri að draga undan fé í ríkara mæli en þekkst hefur.“ Það er svo eftir öðru í vinnu- brögðum stjórnarinnar, sem fer fram af dæmalausri ósvífni í flestu sem hún tekur sér fyrir hendur, að þó viðurkennt sé að ríkissjóð- ur muni tapa fé á tiltækinu er ekki áætlað hvað það verði mikið. Slík vinnubrögð eru brot á gildandi lögum. Ríkisstjórnin ætlar að opna ýms- ar glufur í skattalögum til þess að hygla þeim sem best kjör hafa í þjóðféiaginu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.