Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 13
Helgin 28. - 29. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
fundur var haldinn í Kaupmanna-
höfn, og er það táknrænt fyrir sam-
gönguskilyrði þessara þjóða, að
hentugasti fundarstaður þeirra
skuli vera Kaupmannahöfn, en
hvorki Nuuk, Reykjavík né Þórs-
höfn.
Sagt er að vinna skuli að „auknu
samstarfi um sameiginleg hags-
munamál þjóðanna".
Hér eru þá engin sameiginleg
hagsmunamál undanskilin, og get-
ur þetta samstarf því orðið mjög
víðtækt. Því eru nánast engin tak-
mörk sett.
Fastari skorður
En reynum að glöggva okkur á
hvað sérstaklega hafi vakað fyrir
flutningsmönnum. í greinargerð ís-
lensku þingsályktunarinnar - sem
að efni til er hin sama og sú fær-
eyska - segir m.a.:
„Lengi hefur verið um það rætt á
íslandi, í Færeyjum og á Græn-
landi, hve nauðsynlegt sé að auka
öll samskipti þessara þjóða á þeim
mörgu sviðum er hagsmunir þeirra
gætu farið saman. Áhugi manna
hefur einkum beinst að því, að
þessi samvinna gæti komist í fastar
skorður og að hún tæki á sig á-
kveðnari mynd en verið hefur.
Samskipti þessara grannþjóða
hafa verið nokkuð tilviljanakennd,
og þeim ekki verið beint í ákveðinn
farveg. Engin ein þjóðanna getur
tekið ákvörðun um hvernig sam-
starfinu skuli háttað, og er því
nauðsynlegt að koma á fót fastri
samstarfsnefnd þingmanna þjóð-
anna, er móti og geri tillögur um
hvaða leiðir skuli farnar“.
Svo er á það bent, að samstarfið
verði á breiðum grundvelli, og eru
þar sérstaklega nefnd efnahags- og
atvinnumál, samgöngumál, orku-
mál, fiskveiði- og fiskvinnslumál,
menningarmál.
Nokkrar óformlegar
tillögur
Nokkur drög hafa þegar verið
lögð að þessu samstarfi, og skal nú
nánar verða rætt um nokkrar ó-
formlegar tillögur, sem hreyft hef-
ur verið. En ég tek það skýrt fram,
að þetta eru aðeins óformlegar til-
lögur - og tillögur aðeins eins
manns.
Eðlilegt er talið að slá því föstu,
að það sé höfuðstefna samstarfsins
að miða að viðhaldi og verndun
lífsgrundvallar þjóðanna, fiski-
auðsins umhverfis löndin, og að
sameiginlega stefni menn að
skynsamlegri verndun og nýtingu
þessara auðlinda.
M.a. skal fjallað um verndun og
veiði flökkufisktegunda, t.d. kol-
i munna og lax, allsherjarátak verði
um verndun, fiskrannsóknir og
fiskvinnslumenntun, og eru þar
sérstaklega nefndir fiskvinnslu-
skólinn í Hafnarfirði og væntan-
legur fiskvinnsluskóli í Færeyjum.
í fyrstu verða færeyska
stofnanlr^á Grænimtdi'og'á'ísiandi Athyglisverðcir tillögur ui7i samvinnu Fœreyinga,
áiðyk5um“mbáTkur sínar og íslendinga og Grœnlendinga á breiðum grundvelli
Erlendur Patursson: Samstarfshugmyndir hafa verið lengi til umræðu og nú er kominn tíml til
að ganga til verka.
Þá verði fisksölusamtökum
þjóðanna falið að fjalla um hugsan-
legt samstarf og samhæfingu í fisk-
sölumálum.
Um verslunarmál verður það
sagt, að framleiðendum, út- og
innflutningsfyrirtækjum landanna
þriggja verði falið að rannsaka
hvort möguleiki sé á auknum við-
skiptum þjóðanna í milli.
A sama hátt beri útvegsmönnum
og veiðarfæragerðum annars vegar
og skipasmíðastöðvum hins vegar
að athuga möguleika á gagn-
kvæmum skipasmíðum í löndunum
þremur.
Ferjumálið
Undanfarin ár hefur talsvert ver-
ið rætt um möguleika á að leggja
rafstreng milli Islands og Færeyja,
og er nauðsyn á að það mál verði
betur kannað.
Sama gildir um tillöguna um
samnorræna ferju. Fyrir mörgum
árum var í Norðurlandaráði - að
frumkvæði Magnúsar Kjartans-
sonar - samþykkt tillaga þess efnis,
að Norðurlönd í sameiningu gerðu
út ferju, er sigldi milli skandinav-
isku landanna og Færeyja og ís-
lands. En eins og kunnugt er hefur
ekkert orðið úr framkvæmd.
Lagt er til að þetta mál fái
gaumgæfilega umfjöllun.
Kjarnorkulaust
svæði
Þá verður mælst til að samþykkt-
ir verði gerðar á Alþingi Islend-
inga, Landsþingi Grænlendinga og
Lögþingi Færeyinga þess efnis að
ísland, Grænland og Færeyjar og
hafið umhverfis þau lönd verði lýst
kjarnorkulaust svæði.
í þessu sambandi má nefna, að í
færeyska lögþinginu hafa þing-
menn úr fjórum af sex flokkum
flutt þingsályktunartillögu þess
efnis, að Færeyjar og hafið um-
hverfis verði lýst kjarnorkulaust
svæði. Málið er nú til umfjöllunar í
þar til kosinni þingnefnd.
Menningar-
setrin
Á íslandi og í Færeyjum eru rek-
in norræn menningarsetur, og hafa
Grænlendingar óskað þess að nor-
ræn menningarmiðstöð rísi hjá
þeim. Ber að láta í ljós stuðning við
þessa ósk þeirra.
Eins og kunnugt er fengu Færey-
ingar og Grænlendingar ekki beina
aðild að Norðurlandaráði til jafns
við þjóðirnar sem þar eiga sæti.
Ber samstarfsnefndinni að vinna
að því að rétta hlut þeirra smáu.
Bæði Grænlendingar og Færey-
ingar berjast fyrir að ná eignar- og
yfirráðarétti yfir landgrunni og
hafsbotni landanna, en hingað til
án árangurs. Ber samstarfsnefnd-
inni að lýsa stuðningi við málstað
þeirra.
Menningarmál
Þá er komið að mennta- og
menningarmálum.
Varðandi skólamál er aðaltil-
lagan sú, að námsstyrkur verði
veittur þeim sem búa í einu land-
anna þriggja en eru við nám í ein-
hverju hinna, og að nemendur frá
hverju landanna hinna eigi rétt á
sömu fyrirgreiðslu og nemendur í
heimalandi sínu.
Áhersla verði lögð á, að menn-
ingarsamstarfið skuli byggja á nán-
um tengslum þjóðanna milli, þann-
ig að Grænlendingar fái innsýn í
hræringar meðal íslendinga og
Færeyinga, að íslendingum gefist
kostur á að kynnast því sem er að
gerast hjá Grænlendingum og Fær-
eyingum, og að Færeyingar fái að
fylgjast með því sem fer fram á
Grænlandi og íslandi.
Ferðalög milli
landanna
Mikilvægur hluti þessarar sam-
vinnu verði að hópar fólks ferðist
árlega milli landanna og gisti á
heimilum viðkomandi þjóðar.
Gestirnir kynnast þannig lifnaðar-
háttum og lífsviðhorfum gestgjaf-
anna af eigin raun. í sambandi við
þessar ferðir yrðu fræðandi fyrir-
lestrar, kvikmyndir sýndar, ýmis
konar aðrar sýningar stæðu einnig
til boða, heimsóknir í menningar-
stofnanir og annað þessháttar. Út-
varp, sjónvarp og blöð myndu
finna viðeigandi efni í sambandi
við þessar ferðir. Leitað yrði eftir
samstarfi við norrænu félögin um
þessar heimsóknir.
Norræna húsið í Þórshöfn var
vígt í vor sem leið, og mætti þá
hugsa sér, að þessi ferðaþáttur
samstarfsins byrjaði með því að við
Færeyingar riðum fyrstir á vaðið og
skipulegðum heimsókn eins og
þrjátíu manna hópa frá Grænlandi
og íslandi þegar á næsta vori. Nor-
ræna félagið og Norræna húsið eru
reiðubúin að taka á sig skipulags-
þáttinn í þessum efnum.
Þá er og lagt til að stofnaður
verði sameiginlegur menningar-
sjóður þjóðanna með 10 millj. fær-
eyskra króna höfuðstól. Yrði úr
honum veitt til framkvæmda sam-
kvæmt skipulagsskrá.
Fréttamiðlun
Að lokum eru svo nokkrar til-
lögur varðandi fréttamiðlun:
Dagblöðum hvers lands ber að
flytja sem fjölbreyttastar fréttir frá
hinum löndunum tveimur. Leitast
skalvið aðhafafasta fréttaþætti
í útvarpi a.m.k. vikulega. Sér -
staklega er tekið fram, að frétta^-
flutningi verði hagað þannig:
- að í íslenska útvarpinu verði
færeyskar fréttir fluttar á færeysku
- að í færeyska útvarpinu verði
íslenskar fréttir fluttar á íslensku.
í grænlenska útvarpinu verða að
sjálfsögðu bæði íslenskar og fær-
eyskar fréttir fluttar á grænlensku.
Nefna má, að í Færeyjum hafa
bæði útvarp og blöð tekið mjög
jákvæða afstöðu í þessum efnum.
Starf
samstarfsnefnda
Um starf samstarfsnefndanna er
lagt til að þær haldi þrjá samstarfs-
fundi ár hvert, einn í hverju landi,
að ritari verði ráðinn til að sjá um
framkvæmdir sem af samstarfinu
leiðir og að til samstarfsins verði
veitt fast framlag á fjárlögum
hverrar þjóðar.
Þetta voru tillögurnar og koma
þær að mínu viti vel til greina sem
umræðugrundvöllur.
Göngum til verka
Það er löng leið frá Þórshöfn í
Færeyjum um Reykjavík á íslandi
og til Nuuk á Grænlandi. Ef við
lítum á hnattmynd þá gengur línan
milli þessara staða eftir stórbaug.
Það mætti kalla þessi þrjú lönd,
Færeyjar, ísland og Grænland:
„Stórbaugsríkin í Norður-
Atlantshafi“. Þar búa friðsamar
smáþjóðir. Enda er það einmitt
mesta lán þeirra að þær eru smá-
þjóðir. En þær lifa í viðsjárverðum
heimi. Samt reyna þær eftir föng-
um að taka þátt í því samstarfi sem
leitast er við að efla milli allra
þjóða heims, og þá sér í lagi sam-
starfi Norðurlandaþjóða. Það gef-
ur auga leið að þær eiga mörg sam-
eiginleg áhugamál, sem aðeins þær
einar geta rækt.
í upphafi var orðið, og þannig er
það enn. Nú er að snúa sér að fram-
kvæmdunum. Ég hef hér borið
fram nokkrar tillögur að þessu
samstarfi, og að sjálfsögðu má
breyta þeim, fella úr og bæta við.
Mest ríður nú á, að starf sam-
starfsnefndanna komist í fast og
reglulegt form. Vænst þætti mér að
fram miðaði nokkuð hratt en
markvisst. Eins og ég hef þegar
getið er þessi samstarfshugmynd,
þó nokkuð frábrugðin að innihaldi
og formi, í anda þeirra tillagna sem
fram komu fyrir tuttugu og þremur
árum. Nú finnst mér að tími sé til
kominn að við látum hendur
standa fram úr ermum og göngum
til verka. E.P.
Erlendur Patursson lögþingsmað-
ur í Fœreyjum hefur lengi verið einn
ötulasti talsmaður aukinnar sam-
vinnu eyþjóðanna í Norður-
Atlantshafi og norrœnnar sam-
vinnu almennt. Rceðan hér að ofan
var flutt laugard. 21. þ.m. í tilefni
þess að sérstök kynning ú Fcer-
eyjum og Fœreyingum er að fara af
stað ú vegum Norrœna félagsins,
Norrcena hússins, Námsflokka
Reykjavíkur og Fœreyingafélags-
ins.
fyrir splunkunýjan Skoda og ekki nema
við lánum þér afganginn.
Þetta var hrikaleg verólækkun
helminginn út,
JÖFUR HF.
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600