Þjóðviljinn - 28.01.1984, Blaðsíða 17
Helgin 28. - 29. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
(sígild?)
„Krossfesting“
á íslandi!
Það er mjög sjaldgæft, ef ekki
einsdæmi, að bandarísk rokk-
hljómsveit sæki íslendinga
heim og spili fyrir þá. En það
mun þó gerast 10. og 11. febrú-
arnk. þegarhljómsveitin
Crucifix heldur hér tvenna tón-
leika. Þessirmenningarfulltrúar
Bandaríkjanna eru frá San Fra-
ncisco, 4 talsins; Chris (trom-
mur), Jake (gítar), Matt (bassi)
og Sothira (söngur) en hann
mun eiga ættir að rekja til Asíu.
Þessi hljómsveit hefur nýlega
gefið út LP-plötu hjá Corpus
Christi, útgáfufyrirtæki Crass í
Bretlandi. Plata þessi ber nafnið
,J)ehumanization“ og hefur fengið
afar góðar viðtökur og siglir nú
hraðbyri upp óháða vinsældali-
stann í Bretlandi. Tónlist hljóm-
sveitarinnar er ótrúlega kraftmikil
pönk sem lætur Dead Kennedys
blikna í samanburði. Hið víðlesna
bandaríska músíkblað Maximum
Rock’n’Roll sagði um tónlist
Crucifix að hún væri „óstöðvandi
drápshögg sem brenndi allt sem á
vegi hennar verður".
Textar hljómsveitarinnar fjalla
um yfirvofandi sjálfseyðingu alls
mannkyns vegna stríðsreksturs,
kjarnorkuógnar, mengunar og
hungursneyðar. Bent er á að stríðs-
rekstur nútímans bitnar fyrst og
fremst á óbreyttri alþýðu 3.
heimsins. f því sambandi er stríðs-
rekstur landa þeirra þeim ofarlega £
huga. í textanum „Indo China“ er
fjallað um hernað Bandaríkja-
manna í Víetnam og í textanum
„Stop Torture“ eru þessar línur:
Lítið á El Salvador.
Bandaríska stjórnin 'styður slátrara
ígervi vinsamlegra rágjafa.
Vinalegi nágranninn með blóðuga
varninginn,
sem býrsig undir að lýsa yfir næsta
stríði
og notar fjölmiðla tilað rœgja,
þvœr hendur sínar
og svíkur
ogstuðlarað valdníðslu og
ofbeldisverkum
til að viðhalda óbreyttu ástandi.
Crucifix kemur hingað eftir tón-
leikaferð um Bretland þar sem þeir
hafa kynnt nýju plötuna sína. Tón-
leikarnir verða í Félagsstofnun
stúdenta 10. og 11. febrúar og hefj-
ast kl. 22. Ekkert aldurstakmark
verður. Hljómsveitin Vonbrigði
mun væntanlega leika á þessum
tónleikum en nánari dagskrá verð-
ur auglýst síðar. Það er Gramm-
útgáfan sem stendur að þessum
tónleikum. Forsala aðgöngumiða
hefst 1. febrúar í Gramminu,
Laugavegi 17.
Paul Simon
e(i)nn á ferð
Paul Simon... Þarf að rekja feril hans
í smáatriðum?
Þið þekkið hann flest, sætari helm-
inginn af hinu ljúfa dúói „Simon & Gar-
funkel“ sem á sínum tíma þótti það allra
besta í hinni víðfeðmu og spennandi
Ameríku, sem þá, á hápunkti hippa-
tímans,skartaði nokkrum af sínum
hæfileikaríkustu börnum á sviði rokk-
„folk“ tónlistar. f sameiningu sungu
þeir sig inní hjörtu amerískra „skáta“
og annarra stilltra niðja landsins. Að
nokkru leyti „oll-ameríkan“ í fram-
komu, áttu þeir til að velta fyrir sér
ríkjandi gildismati samfélags síns, en þó
Paul Simon á því herrans ári 1983.
aldrei beinskeytt né heldur djarflega.
Er þetta m.a. talinn lykillinn að frægð
þeirra kumpána, það að ganga aldrei of
iangt í gegnumrýni: ögra aldrei með-
almennskunni.
Þeir áttu fjöldann allan af vinsælum
lögum og er helst að nefna „Sound of
Silence“, „I’m a Rock“, „Mrs. Robin-
son“, „Bridge Over Troubled Water“
og „The Boxer“.
Paul þótti ávallt aðsópsmeiri, enda
laga- og textasmiðurinn í félaginu og
Garfunkel hefur hvílt í skugga hans
eftir að uppúr samstarfi þeirra slitnaði,
þó fengist lítillega við kvikmyndaleik.
Þeir gerðu tilraun til samstarfs að nýju
og hófst það með glæsilegum hljóm-
leikum í Central Park í New York árið
1981 þar sem hvorki meira né minna en
yfir 400 þúsund mættu á staðinn til að
hlýða á gömlu kempurnar. En fiski-
sagan flýgur. Er sagt að Garfunkel hafi
gerst svo leiður á ofurviðkvæmni Pauls
við upptöku á ónefndu lagi, þar sem sá
síðarnefndi á að hafa brostið í grát
trekk í trekk. Kappinn Garfunkel fékk
sig fullsaddan og gekk út. Ekki meira
um það.
Á sólóferli sínum gerðist Paul ívið
persónulegri og einlægari. Vilja sumir
meina, að sá tími er hann var í samstarfi
með Garfunkel hafi verið nokkurskon-
ar „lærlingstímabil" fyrir verðandi
„meistara" sem Iagasmið. En deili
menn um það. Af nokkrum „hit“-laga
hans mætti nefna „Mother and Child
Reunion”, „Kodachrome” og „50 ways
to leave your lover“.
Við skulum ekkert vera að geta þess
að Paul er ungverskur gyðingur fæddur
í vogarmerkinu þann 13. október 1942,
í New York borg. Hins vegar er skylt að
minnast á nýútkomna breiðskífu hans
„Hearts and Bones“ („Hjörtu og bein“)
sem þykir öll hin áheyrilegasta. Hvert
laganna berja ljúflega hljóðhimnur við-
kvæmar (sem nóg hafa fengið af geltu
tölvupoppi eða „aggressívu" gervi-
pönki) og þó svo sum lög plötunnar beri
hærra en önnur eiga þau öll sammerkt
að vera þægileg áheyrnar.
Textar Pauls hafa löngum þótt per-
sónulegir og sumir jafnvel jaðra við
Ijóðrænu. Hann syngur um þá hluti sem
eru honum hugleiknir það og það
skiptið, veltir fyrir sér því sem hann
skynjar kring um sig en staðhæfir ekk-
ert. Persónuleg reynsla hans er hans
einstaklingsbundni heimur og í ein-
lægni (stundum jafnvel berskjaldaður)
trúir hann hlustanda fyrir tilfinningum
sínum og veikleika. Ekki voga ég mér
að bera þá félaga saman, John Lennon
og Paul Simon, en get ekki að gert að
finnast sumt sammerkt í tjáningarmáta
þeirra, þ.e. syngja óbilgjarnt um eigið
persónulegt upplifelsi, þó svo Paul
Simon hafi aldrei orðið svo djarfur að
gerast pólitískur í textum sínum.
Eitt lag á „Hjörtu og bein“ er til-
einkað þrem „stórurn" Jónum. Nefnist
það „The late great Johnny Ace“ (Ace
Simon og Garfunkel á einhverju
sokkabandsári milli 1965 og ’70.
getur í þessu tilfelli útlagst sem „sá
besti“) og eiga hér í hlut áðurnefndur
Johnny Ace, John F. Kennedy og John
Lennon.
f þessu lagi minnist Paul lítillcga við-
bragða sinna er hann fréttir fyrst af
morðinu á Lennon. Ókunnur maður
gengur að honum og spyr hvort hann
hafi heyrt um dauða Johns... og samam
rölta þeir daprir í bragði á bar nokkurn,
tveir ókunnugir menn sameinaðir í sorg
sinni.
t
Nú er mál að linni, en svona rétt t)
lokin er gaman að geta þess (þar sem
þetta blað hefur löngum selst útá ætt-
fræði...) að í dag er Paul Simon ham-
ingjusamlega giftur leikkonunni Carrie
Fisher sem betur er þekkt sem „Lilja
prinsessa" í Stjörnustríðsmyndunum...
herrakuldastígvél brún
stærðir 40-46 kr. 2.636
kvenkuldastígvél svört
stærðir 36-40 kr. 2.616
Margar aðrar gerðir til frá kr. 1.274
vtsa
DOMU
Mjög vandaðir
kanadískir kuldaskór
LAUGAVEGI91