Þjóðviljinn - 19.05.1984, Page 6

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Page 6
6 S|PA - ÞJQÐVI^JIfw' Helgin l?r - 20. maí >984 DJÚBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- \hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Margrót Guðmundsdóttir, Skrífstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Oskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. ritstjórnargrein Fólkið missir trúna Morgunblaðið hefur undanfarna daga verið að greina frá því hvernig fólkið í landinu hefur misst trúna á ríkisstjórnina. Hefur blaðið birt niðurstöður úr skoð- anakönnun Hagvangs þarsem glöggt kemur fram að mikill meirihluti kjósenda hafnar stefnumálum ríkis- stjórnarinnar. í frétt Morgunblaðsins um trú fólks á það hvort hægt sé að ná verðbólgunni niður á sama stig og í nágranna- löndunum á þessu ári, kemur fram að þeim hefur fjölg- að um 8% sem misst hafa trúna á þetta markmið. í nóvember á sl. ári kváðust 34.7% aðspurðra ekki hafa trú á því að hægt væri að slá verðbólguna niður á sama stig og hjá helstu viðskiptalöndum okkar, en eru 42.8% þessarar skoðunar. Pannig missa æ fleiri trúna á getu ríkisstjórnarinnar. Skattfríðindi banka í skoðanakönnun Hagvangs og Morgunblaðsins kom í ljós að 61% aðspurðra hafna alfarið skattf/iðinda- stefnu gagnvartfyrirtækjumí landinu.Ríkisstjórninhef- ur hins vegar undir forystu þeirra Þorsteins Pálssonar og Steingríms Hermannssonar verið iðin við að lækka skatta á fyrirtækjum. Fyrir alþingi liggur og frumvarp um skattfríðindi handa bönkunum sem þýðir á nokkr- um misserum 360 miljón króna tap fyrir ríkissjóð. Þingmenn Alþýðubandalagsins hafa síðustu daga þingsins reynt að koma í veg fyrir samþykkt þessa frum- varps og nú eru allar líkur á að það takist. Þannig hefur Alþýðubandalagið sparað ríkissjóði 360 miljónir, sem ríkisstjórnin gæti notað í húsnæðissamvinnufélög eða uppí gatið til að draga úr álögum á almenning í landinu. Þjóðviljinn bendir á að þingflokkur Alþýðubanda- lagsins hefur í þessu máli hagað gjörðum sínum í sam- ræmi við meirihlutavilja kjósenda, meðan ríkisstjórnin þumbast við og gefur fólkinu langt nef. Ef skoðana- könnunin er marktæk, er ríkisstjórn íslands að fram- kvæma stjórnarstefnu í óþökk mikils meirihluta þjóð- arinnar. Skattfríðindin á bönkunum er enn eitt grátlegt dæmi um þá stjórnkænsku Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, að hygla þeim stóru á kostnaðr almennings og þvert á vilja fólksins. Kartöfluvals ríkisstjórnarinnar Spillingaröflin í Framsóknarflokknum og Sjálfstæð- isflokknum halda áfram að gera neytendamál íslend- inga að vöruskiptum sín á milli. Nýjustu hliðarspor í kartöfluvalsi ríkisstjórnarinnar gefa til kynna, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi fengið takmörkuð innflutnings- leyfi með kvótafyrirkomulagi í skiptum fyrir að engin rannsókn fari fram á kartöflubraski Grænmetisverslun- ar landbúnaðarins. Þessi höndlan ríkisstjórnarflokk- anna er í senn móðgun við neytendur og í óþökk við bændur, sem alltaf þurfa að gjalda mistaka og hneykslismála hinnar miðstýrðu búnaðarmafíu í Reykjavík. Þjóðviljinn lýsir yfir furðu sinni á að versluninni Hag- kaupum skuli hafa verið neitað um nýjar kartöflur frá einokunarverslun landbúnaðarins í fyrradag. Þjóðvilj- inn krefst þess að andi laganna um Grænmetisverslun landbúnaðarins, þarsem kveðið er á um að neytendur eigi jafnan að hafa rétt á góðum kartöflum, verði látinn ráða. Það þýðir að aflétta verður einokun, - og gefa ,innflutning á kartöflum frjálsan með skilyrðum um dreifingu og undir eðlilegu ströngu matvælaeftirliti. Slíkt réttlætismál neytenda má ekki vera til sölu í valda- braski Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins. Silja Aðalsteinsdóttir: Hvorkl lífs- list né önnur llst. Davíð Oddsson borgarstjóri afhendir Indrlða Ulfssyni verðlaun Fræðslu- ráðs Reykjavíkur fyrir bestu barnabók ársins. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar: Skammarverðlaun Fræðsluráðs Verðlaunanefnd Fræðsluráðs Reykjavíkur hefur nú í rúman áratug valið „bestu bamabók árs- ins“ og stundum tekist vel. í þau skipti hafa nefndarmenn virst vita fullvel hvað er góð bama- saga, þekkja listræn efnistök og margslungna persónusköpun, meta vandaðan stíl og orðfæri. Þeir hafa t.d. verðlaunað Guð- rúnu Helgadóttur, Hreiðar Stef- ánsson (tvisvar), Andrés Indriða- son og Pál H. Jónsson (tvisvar). í ár hefur nefndin hins vegar sýnt fram á að tilviljun ein ræður þess- ari verðlaunaveitingu. Verð- launahöfundurinn Indriði Úlfs- son framleiðir að vísu ókjör af læsilegum texta (átján bækur og eitt leikrit á sextán ámm) en bækur hans skortir allt sem bók- menntir má prýða. Þær hafa ein- ungis gildi sem afþreying. í nafni bamabókmenntanna vil ég mót- mæla þessari verðlaunaveitingu og lýsa hana ómerka. Óli og Geiri? Verðlaunabók Indriða Úlfs- sonar heitir Óli og Geiri, og er sjálfur titillinn ónákvæmur og villandi. Þetta er ekki saga af sambandi tveggja drengja, Geiri kemur fram á þrem stöðum í bók- inni og Óli er vinalaus meðal jafnaldra sinna. Óli er aðalpersóna bókarinnar, kallaður Jó og býr á Akureyri hjá einstæðri móður sinni, faðir hans fórst í hafi. Móðirin heitir Lára - ogsvo einkennilegavill tilað eina vinkona hennar sem minnst er á heitir líka Lára. (Þessi nafnfæð kemur á óvart því Indriði var svo ríkur af nöfnum þegar hann skrif- aði Sveitaprakkara fyrir fáeinum árum að hann lét aðalpersónuna þar heita tveim nöfnum, Birgi fram að bls. 52 og Pál eftir það). í kynningu á aðstæðum í sögu- byrjun er sagt frá því í mörgum liðum hvað Oli á bágt: „Mamma hans er mjög fátæk (hún vinnur í verslun) og alltaf þreytt; þau búa í „litlu, gömlu húsi“; hann er illa læs þótt hann sé orðinn 14 ára og gengur þess vegna illa í skólan- um; hann er lítill, máttlaus og bólugrafinn Sagan gerist svo sumarið þegar Óli yfirstígur alla þessa erfiðleika (á 92 blaðsíð- um). En hvernig? Mamma Óla getur ekki hjálp- að honum að læra að lesa því þeg- ar hún kemur heim á kvöldin á hún eftir „að sjóða matinn, stoppa í sokka, þvo og bóna og þurrka ryk“ (6). Á kennarann er ekki minnst, hann hefur væntan- lega brugðist. Pá kemur Áki til skjalanna, kaupmaðurinn á hominu. Hann ræður Óla til sín í sumarvinnu, borgar honum að vísu smánarlaun langt undir taxta en „gefur“ honum svo fé auka- lega eins og hann þarf á að halda. Þá er fátæktin frá. Svo hjálpar Áki honum að gera upp vélhjól sem óli kaupir ónýtt og kennir honum að lesa um leið með því að lána honum bækur um vélhjól á ensku og íslensku (tvær flugur í einu höggi); lánar honum svo kraftatæki til að hann verði sterk- ur og kennir honum að borða hollan mat þannig að bólumar hverfa eins og dögg fyrir sólu! Ekki gerast þessi undur alveg átakalaust, enda töluðu nefndar- menn um að í bókinni mætti sjá baráttu góðs og ills. Áki kaup- maður er auðvitað holdgervingur hins góða en fulltrúi hins illa er Torfi sjónmaður, „talinn galla gripur“ (31). Hann selur Óla ó- nýta vélhjólið og ætlar svo að hafa meiri peninga út úr honum þegar Óli er búinn að gera það fi'nt. Gömul kona kemur í veg fyrir þá ráðagerð á elleftu stundu. Annar fulltrúi hins illa er hóp- ur „krakka úr skólanum“ sem stríðir Óla, ögrar honum, hlær að honum og uppnefnir hann. Aðal- hlutverk þessa hóps verður þó fljótt að undrast og síðar dást að velgengni Óla. Urvinnsla Hagur smælingja vænkast á nokkrum sumarvikum og það er gleðilegt. En eigi slík krafta- verkasaga að verða annað og meira en afþreying verður að undirbyggja hana vel. Höfundur verður að vita og skilja hvernig vandi leysist, með innsæi í per- sónur og góðri verkkunnáttu, og koma því til skila til lesenda á skýran og myndrænan hátt. Per- sónur Indriða em einhliða, mál- aðar í hvítu og svörtu, og lýsingar á tilfinningalífi aðalpersónunnar eru einkum fólgnar í því að okkur er sagt að hann fái magaverki. Við fáum ekki að skilja hvemig stendur á lestrarerfiðleikum Óla, og þó að það sé góð aðferð við lestrarþjálfun að láta fólk lesa texta sem það þarf að lesa og hef- ur raunverulegan áhuga á þá megnar Indriði ekki að gera bar- áttu drengsins ljósa. Engin lif- andi dæmi fáum við um það hvemig hann vinnur úr bókunum sem Áki lánar honum, okkur er bara sagt að hann lesi og lesi og það sé erfitt. Ennþá leiðinlegra fyrir unga lesendur er að Indriði sýnir enga þekkingu á vélhjólum. Áki skrif- ar upp það sem vantar til að gera við hjólið hans Óla, en við sjáum aldrei þann lista. Þeir Óli dunda við að taka varahluti upp úr kassa aðsunnan,en við sjáum engan þeirra. Þeir setja hjólið saman, en við fáum ekki að fylgjast með því. Svo vantar eitt stykki í vél- ina, en við fáum ekki einu sinni að vita hvað það heitir eða til hvers það er. „... það á eitthvað skylt við lífsþreytu eða fátæklegan hugs- unarþroska“, segir meistari Þór- bergur, „ef bækur þykja sæmi- legri lestrar fyrir þær sakir, að þær hlaupa einsog viðvaningar yfir ýtarleikann og nákvæmn- ina... það er lífslist, sem borgar sig að læra, að sjá fjölbreytni himnanna í litlu blómi og vídd djúpanna í smáum daggar- dropa.“ Saga Indriða Úlfssonar um Óla Jó geymir hvorki þá lífslist né aðra list og þó hafa henni verið veitt bókmenntaverðlaun. Verð- launanefndin afsakaði flatan stíl og fátæklegt orðfæri sögunnar með því að hún væri ætluð illa læsum börnum. En hverju em þau börn bættari eftir lestur þess- arar sögu, kannski með ærinni fyrirhöfn? Silja Aðalsteinsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.