Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. maí 1984 LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Forstöðumaður viö dagvistarheimilið Ægisborg, Ægissíðu 104. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstra á skrifstofu Dagvista í síma 27277. • Útideild unglinga óskar að ráöa starfsmann í hlut- astarf til frambúðar. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu og'eöa menntun í sambandi við unglinga - mái. Nánari upplýsingar um starfiö eru veittar í síma 20365 milli kl. 13.00 til 15.00 virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 28. maí 1984. Fóstrur Starf forstööumanns við dagheimilið og leik- skólann við Tjarnargötu í Keflavík er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Upplýs- ingar um starfið veittar hjá Fé - lagsmálafulltrúa, Hafnargötu 52, sími 92- 1555, frá kl. 9-12 alla virka daga. Skriflegar umsóknir þurfa að berast Fé - lagsmálafulltrúa fyrir 31. maí nk. Félagsmálaráð Keflavíkurbæjar. LÖGTÖK eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frek- ari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessar- ar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir jan., febr. og mars 1984, svo og sölu- skattshækkun, álögðum 27. jan. 1984-15. maí 1984; vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir jan., febr. og mars 1984; mælagjald af dísilbifreiðum, gjaldföllnum 11. febr. 1984; skemmtanaskatti fyrir nóv. og des. 1983 og jan., febr., mars og apríl 1984, svo op launa- skatti fyrir árið 1982. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 15. maí 1984. BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖDUR DEILDARSTJÓRi Staða deildarstjóra á skurðlækningadeild A-4, er laus til umsóknar frá 1. september. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Á skurðdeild. Sérmenntun ekki skilyrði. Dagvinna, kvöldvinna. Á skurðlækningadeildum. A-3, A-4 og Gjörgæslu- deild. Á uppvöknun Háls-, nef- og eyrnadeiidar. Vinnutími kl. 8 - 14 virka daga. Á lyflækningadeild. Lausar stöður hjúkrunarfræð- inga á A-6 og hjúkrunardeild Hvítabandi. Á nýrri öldrunardeild B-5 eru lausar stöður hjúkrunar- fræðinga. Á geðdeild. Hjúkrunarfræðing vantar á Dag- og göngudeild Geðdeildar Templarahöll v/Eiríksgötu. Geðhjúkrunarmenntun æskileg. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga á geðdeildina í Arn- arholti. Húsnæði á staðnum. Ferðir 2svar á dag. Hjúkrunarfræðingar óskast til afleysingastarfa. SJÚKRALIÐAR Lausar eru stöður sjúkraliða. Full vinna og hlutavinna kl. 8 - 13, 17 - 21, 15.30 - 23.30. Sjúkraliðar óskast til afleysingastarfa. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra daglega kl. 11 - 12 Reykjavík, 20. maí 1984. Borgarspítalinn. íþröttir Víðir Sigurðsson Skagamenn byrja á sigurbraut - 1:0 gegn Fram: Ágætur malarleikur Eftir að hafa verið hálftíma að komast í gang sýndu Akurnesingar á löngum köflum knattspyrnu á borð við þá sem færði þeim meistaratitilinn í fyrra, en þeir sigr- uðu Framara 1:0 á Akranesi í gær- kvöldi. Nýliðar Fram sýndu þó ágætis leik og lofa góðu fyrir sumarið. Leikurinn var furöugóður miðað við að leikið var á malarvellinum og frískir Framarar áttu fyrsta hálftímann. Guðmundarnir, Torfason og Steinsson, gerðu mik- inn usla í Skagavörninni hvað eftir annað. Steinsson komst tvisvar á auðan sjó í vítateig ÍA en Bjarni Sigurðsson varði í bæði skiptin. Torfason skaut framhjá úr þröngu færi á 14. mínútu og á 19. mínútu brunaði hann að ÍA-markinu frá miðju með varnarmann á hælun- um, skaut hörkuskoti frá vítateig sem úthlaupandi Bjarni varði vel. Eftir hálftímann fjaraði sóknar- þungi Fram út og ÍA náði undir- tökunum. Engin færi í viðbót litu þó dagsins ljós fyrr en eftir hlé. Sigurmarkið kom á 54. mínútu. Júlíus Ingólfsson tók aukaspyrnu, sendi bogabolta inná markteigs- hornið fjær, þangað geystist Sig- urður Halldórsson fyrstu og þru- maði í Frammarkið 1:0. Eftir það óð IA í færum í einar 20 mínútur. Liðið spilaði mjög langar sendingar milli kanta opnuðu Framvörnina og Hörður Jóhannes- son, Sigþór Ómarsson (tvisvar) og Árni Sveinsson fengu góð mark - tækifæri sem ekki nýttust. Utan við rammann eða hinn ungi Haukur Bragason varði. Fram kom inní leikinn á ný þegar korter var eftir og uppúr horn- spymu skallaði Þorsteinn Vil- hjálmsson, boltinn stefndi í markið en Bjarni kastaði sér og sló hann í horn með tilþrifum. Ekki var allt búið, GuðmundurTorfason bomb- aði í stöng Skagamarksins á 79. mínútu eftir aukaspyrnu rétt utan vítateigs ÍA. Þar sluppu heima- menn með skrekkinn. Undir lokin var lA rétt búið að bæta við. Júlíus var aleinn á markteig og vandaði sig óhemju við að skalla en Haukur varði með miklum tilþrifum. Á lokamínútunni sendi síðan Þorsteinn Þorsteinsson varnarmaður Fram bolt- ann framhjá Hauki markverði sínum, tuðran skoppaði uppí vinkilinn og hafn- aði í markinu að margra dómi. Menn voru ekki á eitt sáttir. „Ég átti 7-8 metra í endalínuna og þorði því ekki að dæma mark, ég sá þetta ekki nógu vel“, sagði Guðmundur Haraldsson línuvörður og menn verða víst seint sammála um hvort boltinn fór inn eða ekki. Skaga- sigur í höfn þó og eins gott að þetta atvik réði ekki úrslitum. Guðmundarnir voru sprækastir hjá Fram og gerðu ÍA vörninni oft lífið leitt. Sverrir Einarsson var traustur í vörninni sem beitti óvæginni rang- stöðuleikaðferð. Framliðið lofar góðu og er til alls líkiegt. Sveinbjörn Hákonarson og Sigþór voru ásamt Bjarna markverði bestir hjá ÍA. Júlíus lék mjög vel í seinni hálfleik, var mikið með boltann og átti góðar sendingar. Sævar Sigurðsson dæmdi í meðallagi vel - áhorfendur voru 88. - MING/Akranesi Ingvar Guðmundsson, ÍBK, og Guðmundur Þorbjörnsson, Val, eigast við í ieiknum f gærkvöldi. Jafntefli Vals og ÍBK: Mikil barátta en fá marktækifæri Valur og Keílavík gerðu marka- laust jafntefli er liðin áttust við í 1. deildinni í knattspyrnu. Leikurinn var háður á Valbjarnarvöllum í gærkvöldi og einkenndist hann af mikilli baráttu og fáum marktæki- færum. Strax á 1. mínútu fengu Vals- menn gullið tækifæri til að skora en skalli Þorgríms Þráinssonar „sleikti“ þverslána. Það sem eftir lifði hálfleiksins bar síðan lítið til tíðinda, hvort liðið um sig fékk eitt færi, Valsmaðurinn Bergþór Magnússon átti skot frá vítateig sem Þorsteinn Bjarnason varði, hinum megin á vellinum fengu Keflvíkingar enn betra færi er Grímur Sæmundsen varði skalla Ingvars Guðmundssonar á mark- línu. f seinni háflleik fengu Keflvík- ingar dauðafæri eftir aðeins 3 mín- útur, Sigurður Björgvinsson átti þá góða sendingu yfir á Ragnar Margeirsson en skot hans var „bloklceraö1; af Stefáni markveröi.- hann Þorvarðarson fast skot utan vítateigs en Þorsteinn bjargaði glæsilega. Valsmenn fengu síðan gullið tækifæri til að komast yfir er góður skalli Ingvars Guðmunds- sonar fór í þverslá og þaðan niður í jörðina. Valsmenn voru óneitanlega nokkuð sterkari, þeir voru fljótari á boltann og sterkari í skallaeinvíg- um. Liðið var jafnt, varamaðurinn Ingvar Guðmundsson átti góðan leik, og þá voru þeir Guðni Bergs- son og Grímur Sæmundsen frískir. Bakverðir Keflavíkur þeir Guð- jón Guðjónsson og Óskar Færseth voru bestu menn liðs síns. Þá átti Ragnar Margeirsson ágæta spretti þrátt fyrir litla aðstoð samherja en það virtist gæta einhvers sam- bandsleysis milli miðju og sóknar. Dómarinn, Baldur Scheving var með rólegra móti, sýndi engin spjöld. -Frosti Páll þjálfar KR! Páll Björgvinsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, var í gær ráðinn þjálfari 1. deildarliðs KR-inga fyrir næsta vetur. Páll mun einnig væntanlega leika með liðinu. Hann þjálfaði Þróttara og lék með þeim sl. vetur en gcrði þar áður garðinn frægan með Víkingi þar sem hann var fyrirliði og margfaldur íslands- og bikarmeistari. KR-ingar reikna með að vera með sama mannskap og sl. vetur en þó er óvíst hvað landsliðsmaðurinn Guðmundur Albertsson gerir. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.