Þjóðviljinn - 19.05.1984, Síða 19

Þjóðviljinn - 19.05.1984, Síða 19
Helgin 19. - 20. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Fyrsta samnorræna rokkhátíðin Samnorræn rokkhátíð, Nor- rokk, mun haldin þann 3ja júní n.k. í Laugardalshöllinni og verður hún á vegum Listahátíð- ar. Norræni Menningarsjóður- inn styrkti framtakið með dá- góðum fjárútlátum, og verður því mögulegt að stilla verði mjög í hóf, en miðinn mun að öllum líkindum kosta 350 krón- ur. Er þetta í fyrsta sinn sem samnorræn rokkhátíð er hald- in. Stendur til að fylgja þessu hljóm- leikahaldi eftir á hinum Norður- löndunum og verður því um að ræða umfangsmikla kynningu á skandinavískum hljómsveitum. Var ekki seinna vænna að til slíks framtaks kæmi, þar sem mikill uppgangur hefur verið í tónlistarlífi í nágrannalöndum vorum og getum viö líkast til margt af frændunum lært. Þeir kappar Hilmar Hauksson og Ásmundur Jónsson eiga hvað mestan heiður af tilurð Norrokks hér á landi, og leggja þeir mikla, áherslu á að fólk styðji framtak, þettaog vissulega ber að hvetja fólk að sýna áhuga. Eiga íslenskir tón- listarmenn hagsmuna að gæta, sem í framtíðinni kynnu að eiga góðan kost á að koma tónlist sinni á fram- færi annarsstaðar á Norður- löndum. Sex hljómsveitir munu troða upp í Laugardalshöllinni, þar af tvær ís- lenskar og ber þar fyrst að nefna Þursaflokkinn sem nú spilar með Karl Sighvatsson innanborðs. Flokkurinn fer nú að syngja sitt síð- asta í orðsins fyllstu merkingu, en til stendur að ljúka glæsilegum ferli sem ein íslenskasta rokkhljómsveit okkar, með væntanlegri plötu sem þeir félagar hafa verið að vinna að uppá síðkastið í gati Grettis. Fer því hver að verða síðastur að berja þá kappa augum á sviði, en víst er að plötur þeirra munu lifa áfram. Hin íslenska hljómsveitin sem kemur fram er Vonbrigði, en hún er einnig góður fulltrúi Islands á festivali þessu. Ber oss því að flykkjast á staðinn. Ein hljómsveit frá hverju landi , Frá hverju Norðurlandi kemur ein hljómsveit, og munu hér á ferð geysigóðar grúppur sem á hafa að skipa mörgum færustu hljóðfæra- leikurum þar um slóðir, og því verðugir fulltrúar landa sinna í rokktónlist. - Frá Danmörku kem- ur kvennahljómsveitin Clinic Q, sem gert hefur það gott í Englandi og í heimalandi sínu. Grúpþan mun eiga rætur sínar að rekja til neðanjarðartónlistarlífsins í Kaup- mannahöfn, og hafa þær stöilur hlotið góða gagnrýni fyrir að spila svonefnda fönk-, rokk- og pönk- tónlistarblöndu. Verður útkom- unni best lýst sem „melódískri krefjandi rokktónlist með nýjum takti“. Hljómsveitarmeðlimir eru fimm að tölu, allir góðir hljóðfæraleikar- ar og slyngir textasmiðir. Hafa þær á sér orð fyrir kraftmikla og líflega sviðsframkomu, og ætti enginn að verða svikinn um góða skemmtun með þeim kvinnum. Má geta þess, að Grýlurnar okkar, sællar minn- ingar spiluðu með Clinic Q í út- landinu héma um árið. Frá Finnlandi heiðrar hljóm- sveitin Hefty Load okkur með nær- veru sinni, en sú sveit hefur á að skipa mjög reyndum tónlistar- mönnum, sem spila tónlist undir sterkum áhrifum frá „svartri fönk“ músík. Hefur Jimi Sumén, fyrrum gítarleikari Classi Nouveaux, haft hönd í bagga með upptökum á ný- útkominni plötu þeirra Hefty Load félaga, en kappinn sá aðstoðar af krafti ungar og efnilegar finnskar hljómsveitir í stúdíóum. Hefur Hefty Load m.a. á að skipa saxó- fónleikara, svona rétt til að minna ánetjendur blásturshljóðfæra á. Imperiet heitir hljómsveit sú sem kemur frá Svíþjóð og ku sú sveit vera ein frambærilegasta þar á bæ. Imperiet er stofnuð uppúr hljómsveitinni Ebba Grön, en sú grúppa markaði tímamót í sænsk- um músíkheimi og varð stefnumót- andi fyrir komandi hljómsveitir. Imperiet spilar kraftmikið rokl (ekki pönk) og fylgir því eftir mei róttækum textum - „fullir af ádeili á óviðunandi ástand og spenm heimsins“. Segir ennfremur í kynn ingarfrétt um hljómsveitina „...bendir allt til þess að hún get orðið stærsta nafnið í skandinav ískri rokktónlist...“. „Hún hefu allt til að bera, sem krafist er a góðri rokkhljómsveit: Kraft, inn lifun, ágengni, spilagleði, góð löj og frábæra texta.“ Cirkus Modern (nútíma sirkus kemur svo frá Noregi, 4 mann; sveit sem spilar tónlist með þein ásetningi að ná til fólksins, me< pottþéttu rokki og kryfjandi text um. Þau vilja líka endilega ná ti lesenda Þjóðviljans og við skulun gefa Sirkus-fólkinu orðið: „Vel komin, velkomin, dömur mínar oj herrar. Við bjóðum þér hinn bab elska hátíðasöng, við bjóðum alla nýjar útgáfur af lyginni.“ 0 Ásbjöm K. Morthens, alías Bubbi, efndi á föstudaginn 4. maí til blaðamannafundar t skemmtistaðnum Safarí.Tilgang- urinn var að auglýsa hringferð hans um landið um næstu mán- aðamót og fylgja þar með ný- útkominni sólóplötu sinni eftir. Mun og standa til að halda tón- leika í Austurbæjarbíói á næst- unni og verða Frakkamir undir- leikarar hjá Bubba á meðan hann lætur gamminn geysa hér á landi, en eins og flestum ætti að vera kunnugt er hann fluttur um óá- kveðinn tíma til Ameríku. Bubbi er sem sagt formlega hættur i EGÓ og hefur þegar, ásamt fyrmm kollega sínum úr Utangarðsmönnum Danna Poll- ock.sett á fót nýja grúppu sem kallast Das Kapital (eftir hinni frægu bók gamla brýnisins Karls Marx). Er önnur skipan meðlima enn ekki ljós, en til tals mun hafa komið að fá ungkvinnu á bassa- gítar sem leikið hefur með ein- hverri pönk sveitinni þar ytra, og einnig er í deiglunni kunnur kappi á trommur (fullt nafn á huldu) sem m.a. hefur spilað með Ronnie Wood, Bill Whyman, Robert Plant o.s.frv. Kom ýmislegt upp úr dúmum á fundi þessum m.a. að tvö útgáfu- fyrirtæki hafa sýnt þeim áhuga, Árista og M.C.A. og eitthvað þurfti Bubbi að sljákka á rót- tækninni í textagerð sinni (svona fyrst um sinn) en í því sambandi minnti hann á að þeir textar sem hvað best ganga í augun á þessum fyrirtækjum, væm þeir sem ætl- aðir væm 13 ára ungpíum. Enn- fremur gerist það lýðum ljóst að fyrir Bubba hafi alltaf legið að fara út í þennan bransa, þ.e. eins og hann sjálfur sagði „Rokkið er mfn örlög“. Og ekki meira um það. / Laugardalshöllinni 3. júní Circus Modern

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.