Þjóðviljinn - 29.07.1988, Síða 11

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Síða 11
„Hertoginn" í lukkunnar velstandi. Michael Dukakis, forsetafratn- bjóðandi Demókrataflok- ksins, nýtur mun meira fylgis landa sinna um þessar mundir en keppinauturinn George Bush. Ef marka má glænýja fylgiskönnun sem gerð var á vegum „Wall Street Journal“ og NBC sjón- varpsstöðvarinnar hefur fylkis- stjórinn í Massachusetts 17 af hundraði í forskot á varaforset- ann. Afganistan Eldur í Kabúl Þótt eldflaugum rigni dag og nóttyfir höfuðborg Afganistans ferþvífjarri að uppreisnarmenn ógni valdhöfum Pótt afganskir skæruliðar hafi aukið mjög eldflaugaárásir sínar á Kabúl fer því fjarri að ráðamenn séu á fallanda fæti. Þetta er dómsorð ýmissa frétta- skýrenda og sérfræðinga í stríðs- rekstri. Undanfarnar vikur hefur ekki liðið sólarhringur án þess að sprenging hafi kveðið við í höfuð- borginni. Eldflaugar uppreisnar- manna valda skelfingu og upp- lausnarástandi enda falla þær á víð og dreif, ekki síður í íbúðar- hverfum en við herbækistöðvar. En þótt skæruliðar geri borgar- búum lffið leitt ógna þeir ekki vörnum Kabúl. „Ég tel ekki nokkrar líkur á því að upp- reisnarmenn hernemi borgina í bráð eða að til átaka komi í nám- unda við hana,“ sagði sendiherra ónefnds Vestur-Evrópuríkis í ó- formlegu spjalli við fréttamann í fyrradag. Hinsvegar blandast náttúrlega engum hugur um það að skæru- liðum hefur vaxið ásmegin uppá síðkastið eða frá því Kremlverjar hófu brottflutning herliðs síns þann 15da maí síðastliðinn. Fyrir þann tíma var eldflaugaárás á höfuðborgina fremur sjaldgæfur atburður. En í síðustu viku féllu 170 eldflaugar á Kabúl. Varnarlína stjórnarhersins er enn sem fyrr í 20 kílómetra fjar- lægð frá borginni en það eru fleiri „göt“ á henni nú eftir brotthvarf Sovétmanna, sannkallað skarð fyrir skildi. Reuter/-ks. ERLENDAR FRÉTTIR r Iranskir stríðsherrar staðhæfðu í gærkveldi að árásarsveitir sínar hefðu sótt fram á norður- vígstöðvunum og unnið glæsta sigra á óvinum sínum. Þeir hefðu fellt að minnsta kosti 780 íraka og náð tveim hernaðarlega mikil- vægum fjallshryggjum á sitt vald. Fréttastofan IRNA flutti mönnum þessi tíðindi í gær. Hún greindi ennfremur frá því að ír- anskar hersveitir hefðu í rauða- býtið í gærmorgun lagt til atlögu við íraka og íranska uppreisnar- menn í bænum íslamabad- Gharb. Bær þessi liggur sem kunnugt er um 100 kílómetrum austan landamæra styrjaldarríkj- anna. IRNA kvað írani hafa „hreinsað“ um 150 ferkílómetra svæði við Íslamabad-Gharb í gær- morgun og fyrrakvöld. Að minnsta kosti 4 þúsund óvinadát- ar hefðu fallið og lægju lík þeirra einsog hráviði um allt svæðið. Þorri hinna föllnu væri úr röðum íranskra „landráðamanna“, það er að segja félaga Mujahedin- Khalq, og þar á meðal væru all margar konur. Málsvari Mujahedin í Bagdað staðfesti í gær að harðir bardagar hefðu geisað við og í íslamabad- Gharb en fullyrti að fréttir írans- stjórnar af falli fjenda sinna Viðræður fulltrúa fjendafvlk- inga Kampútseu, Víetnama og sjö annarra ríkja í Suðaustur- Asíu fóru út um þúfur í gær. Fundur þessi fór sem kunnugt er fram í Indónesíu og var efnt til hans í því augnamiði að efla líkur á friði og réttlæti í Kampútseu. Að loknum síðasta fundinum í gær efndu fulltrúar til frétta- mannafunda og báru hver annan sökum. Hun Sen, forsætisráð- herra Kampútseu, bar fulltrúa Rauðu kmeranna á brýn að hafa gert allt sem í hans valdi stóð til þess að fundurinn misheppnað- ist. „Þið spyrjið vafalaust að því hvers vegna við gefum ekki út neina sameiginlega yfirlýsingu? Svo er að sjá sem ekki hafi orðið neinn árangur af þessum fundar- höldum. Fulltrúar allra nema Rauðra kmera lögðu sig í fram- króka um að eyða ágreiningi og ná samkomulagi. Því miður, Rauðu kmerarnir höfnuðu öllum tillögum,“ sagði Hun Sen. Fulltrúi Rauðu kmeranna, Khieu Samphan, sakaði Vfet- nama um að hafa notað fund þenna til þess eins að koma áróðri sínum á framfæri. Hann kallaði Hun Sen strengbrúðu Víetnama og stjórn hans lepp- stjórn þeirra. Víetnamar hygðust vera um kyrrt í Kampútseu um aldur og ævi og því ættu sínir menn ekki annars úrkosti en að berjast gegn þeim með oddi og eggju. Utanríkisráðherra Indónesíu, Ali Alátas, greindi frá þvf að þótt ekkert samkomulag hefði tekist með deiluaðilum væri vinna manna ekki með öllu unnin fyrir gýg. Ákveðið hefði verið að skipa nefnd fulltrúum allra ráðstefnug- esta og skyldi hún freista þess að finna leiðir að samkomulagi. Reuter/-ks. „...lá sviðið lík hermanns." 1 af 1.000.000. væru, einsog oft vildi brenna við úr þeirri áttinni, stórlega ýktar. franska sjónvarpið sýndi í gær kvikmyndir frá vígvellinum við Íslamabad-Gharb. Á skjánum birtust tugir sundurskotinna og logandi skriðdreka og herflutn- ingabifreiða. Svartir reykjar- strókar stigu upp til himna og á víð og dreif lágu skyttur íranshers við störf. Tveir íraskir bryndrekar stóðu í ljósum logum og steinsnar frá þeim röðuðu íranskir hermenn sér upp fyrir myndatöku. Þeirra á meðal var kampakátur klerkur með vefjarhött. Þegar þeir komu auga á kvikmyndatökuvélina brostu þeir og hófu löngutöng og vísifingur á loft til marks um sigur. Skammt frá þessum vígreifu dátum var ónýt jarðýta, hálf- grafin í bleikan sandinn. Hjá henni lá sviðið lík hermanns. Reuter/-ks. Kampútsea Viðræður út um þúfur Bandaríkin „Hertoginn“ í áliti vestra En ekki er allt sem sýnist. Könnunin var gerð á laugardag- inn var en þá voru landsmenn enn í vímu eftir skrautsýningu Dem- ókrata í Atlanta þar sem Dukakis var formlega útnefndur forseta- frambjóðandi. Vera má að annað hljóð verði komið í kanann þann 20. ágúst þvídagana 15.-18. ágúst halda Repúblikanar sína auglýs- ingahátíð og útnefna Bush. En niðurstöður ofannefndar könnunar urðu semsé þær að 51 af hundraði sögðust ætla að greiða Dukakis atkvæði en að- eins 34 af hundraði hyggjast kjósa Bush. Þetta eru ótrúlega svipaðar niðurstöður og fengust í könnun vikuritsins Newsweek. Þar vildu 55 af hundraði Dukakis en 38 af hundraði Bush. Sami munur eða 17 prósent. En það var spurt um fleira. 54 af hundraði kváðust hæstánægðir með meðreiðarsvein Dukakisar, íhaldssaman öldungadeildaþing- mann frá Texas, Lloyd Bentsen að nafni. 19 af hundraði finnst lítið til hans koma. Og fleira kom í ljós sem til tíð- inda má telja. Þrír af hverjum fjórum Demókrötum er tóku Ronald Reagan fram yfir Walter Mondale árið 1984 hyggjast kjósa Dukakis. 56 af hundraði banda- rískra kvenna vilja Dukakis en aðeins 26 af hundraði líst betur á Bush. Reuter/-ks. Palestína Verkföll í dag Palestínumaður lést í gœr afskotsárum. Allsherjarverkfall til þess að vekja athygli á slœmum aðbúnaði palestínskra kvenfanga í ísrael Palestínumaður lést á sjúkra- húsi í gær af völdum skotsára sem hann hiaut þegar í odda skarst með mótmælendum og ís- raelskum hermönnum á sunnu- dagskvöld. Heimamenn á Gazasvæðinu og herteknu spildunni vestan Jór- danar sitja heima í dag. Allar verslanir eru lokaðar, engin al- menningsfarartæki ganga og eng- ir verkamanna sem starfa í Israel hafa haldið til vinnu. Allsherjar- verkfallið er tileinkað palestínu- konum í fangelsum fsraelsmanna og á að vekja athygli á illri ævi þeirra. Palestínumaðurinn sem lést í gær hét Hani Al-Turk og var 37 ára gamall. ísraelskir hermenn særðu hann fjórum skotsárum í róstum á Gazasvæðinu að kveldi sunnudagsins var. Sjónarvottar kváðu hermenn hafa skotið tára- gassprengjum að syrgjendum Turks þegar þeir hófu að reisa vegartálma skammt frá heimili hans að útför lokinni. Al-Turk var 246. heimamaður- inn sem ísraelskir hermenn drepa á herteknu svæðunum Gaza og vestan Jórdanar frá því upp- reisnin hófst þar í desember í fyrra. Reuter/-ks. íran/írak Barist í norðri íranir „hrósa sigri“ í norðri. Brœðravígí algleymingi við Íslamabad-Gharb ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.