Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 2
Af fingrum fram Rúnar Þór: Ég hef aldrei reynt að spila eitthvert vinsældapopp eða vera einhver stjarna í músíkinni. Eyðimerkurhálsar, fjórða platan á leiðinni Rúnar Þór: Það skiptir mestu máli að vera maður sjálfur. Mynd - Ari. Fjórða hljómplata Rúnars Þórs, Eyðimerkurhálsar, kemur á markaðinn nú um mánaðamótin. SÁÁ gefur plötuna út, og er það í fyrsta skipti sem samtökin, sem eiga tíu ára afmæli um þessar mundir, ráðast í slíka útgáfu- starfsemi. Allur ágóði af sölu plötunnar rennur til SÁÁ, auk þess sem Rúnar Þór og þeir sem syngja með honum, meðal annarra þeir Bubbi Morthens, Sverrir Stormsker, Egill Ólafsson og Pétur Krist- jánsson, gefa allir vinnu sína. - Ég geri þetta vegna þess að mér finnst SÁÁ eiga þetta inni hjá mér, - segir Rúnar Þór. - Ég stakk upp á þessu við Pét- ur Maack, hann lagði það fyrir fund, og ég var byrjaður viku seinna, enda er Pétur jákvæður maður. Hann sagði að sumir kæmu til SÁÁ með peninga, en þarna kæmi maður sem ætti bara músík og byði hana, og sér fynd- ist ekki hægt að neita slíku boði. Pú hefur þá verið tilbúinn með nóg efni á plötu? - Ég á náttúrlega alltaf efni á lager. Ef þetta hefði ekki komið til hefði ég hvort eð er byrjað á nýrri plötu eftir tvo til þrjá mán- uði, en þá datt mér þetta í hug. ' En ég hef aldrei hugsað um það hvort ég ætti nóg efni þegar ég byrja á plötu, ég lít á það svona tveim til þremur dögum áður. - Maður er alltaf að semja, ég hef verið að því síðan ég var 13 - 14 ára. Minna sama Nú er þetta þín fjórða plata, finnst þér vera einhver gœðamun- ur á henni og hinum? - Það er erfitt að segja. Ég held að þessar plötur séu allar jafn góðar eða slæmar músíklega séð. Mér finnst sjálfum gott að hlusta á Auga í vegg sem ég gerði 1985. En sá tími sem ég er að taka upp plöturnar hefur lengst smám saman. Auga í vegg og Lokið hurðinni, sem er með hljóm- sveitinni XSplendid, eru reyndar teknar upp á svipuðum tíma, eitthvað um 50 tímum í allt. Gísli var tekinn upp á 80 tímum og svo vorum við 250 tíma með Eyði- merkurhálsa. Ætli ég verði ekki þúsund tíma að taka upp þá næstu. - Ég held ég verði vandvirkari eftir því sem ég geri meira. Mað- ur fer að reyna að gera betur af- því maður finnur að maður getur það. Verður minna sama. Kann- ski er ég bara farinn að heyra bet- ur. Það réði líka miklu að upp- tökumaðurinn, Axel Einarsson, var mjög vandvirkur. - Eins passaði ég betur uppá að textarnir væru í lagi. Ég hef verið mikið með talaða texta á mínum fyrri plötum, enda er ég bara að segja stuttar sögur. En ég hef verið gagnrýndur fyrir þessa töluðu texta, og eins vegna þess að ég hef aldrei passað sérstak- lega vel uppá stuðla og höfuð- stafi. En minn tilgangur er bara að segja sögu, eins og til dæmis söguna um Gísla á Uppsölum, og mér finnst að gagnrýnendur ættu að geta skilið það. - Það fer í taugarnar á mönnum að ég skuli ekki vera vandvirkari, en ég hef aldrei reynt að spila eitthvert vinsælda- popp, eða verða einhver stjarna í músíkinni. Ég geri þetta meira og minna af fingrum fram. En það er líka ómögulegt að reyna að þókn- ast öllum, sérstaklega ef maður vinnur að tíu lögum á 80 tímum, það er mjög eðlilegt að allir séu ekki sammála manni. Þægilegur tjáningarmáti Pú minntist á að þú hefðir verið farinn að semja þegar þú varst 13- 14 ára. Varstu þá byrjaður að spila? - Ég var byrjaður fyrr, ætli ég hafi ekki verið um 12 ára þegar ég byrjaði að spila í skólahljóm- sveitum. Svo fór ég að spila á fyll- erísböllum á ísafirði, ég er það- an, svona fjórtán ára. - Ég veit ekki hvers vegna ég fór út í þetta, kannski vegna þess að pabbi var alltaf að spila. Hann spilaði á harmóníku og trompet, og ég fór að læra á trompet. Svo var þetta kannski líka forvitni, Bítlarnir voru að byrja og manni fannst þetta spennandi. Svo kom í Ijós að ég átti auðvelt með að átta mig á hljóðfærunum, ég sá að þau voru ekki svo flókin og ég gat spilað á það sem mig langaði til. - Á þessum aldri er maður líka svo áhrifagjarn. Ég sá glauminn í þessari hljómsveitargæjatilveru og vildi náttúrlega vera í honum, - enda hélt ég mig þar. Það er ekki fyrr en núna í seinni tíð að ég er farinn að gera þetta af þörf. En þetta er ekki bara þörf, mér finnst þetta líka þægilegur tján- ingarmáti. - Annars held ég að það sem maður geri sé meira og minna til- viljunum háð, að innst inni viti enginn nákvæmlega hvað hann er að gera eða hvert hann stefnir. Enda eins gott að vita ekki of mikið. Það skiptir mestu máli að vera maður sjálfur, vera vinur mannanna og skipta sér ekki af því sem aðrir gera. En það er reyndar mjög erfitt að fá að vera maður sjálfur. Margir virðast taka því sem móðgun við sig að aðrir séu ekki nákvæmlega eins og þeim finnst þeir eiga að vera. Sjálfþjálfaöur Er trompetinn eina hljóðfœrið sem þú hefur lœrt á? - Já, í lúðrasveit á ísafirði, og ég spila aldrei á hann. Ég hef aldrei verið í neinum skólum til að læra á píanó, gítar eða tromm- ur. Ég vil ekki segja að ég sé sjál- fmenntaður, heldur mikið frekar sjálfþjálfaður. Þetta kom svona smám saman, einhver kunningi kenndi mér kannski nokkur grip á gítarinn, og svo fór ég sjálfur að þreifa mig áfram og finna fleiri, og þannig koll af kolli. - Ég get lesið nótur, en ég skrifa aldrei lögin mín heldur nota ég bara eyrað. Ég held að ef ég hefði betra minni, myndi ég gera helmingi flóknari lög. Kann- ski popparar geri svona einföld lög útaf minnisleysi. Fjöldi Iistamanna lagði hönd á plóginn við gerð Eyðimerkur- hálsa, og gefa flestir vinnu sína. Hljóðfæraleikarar með Rúnari Þór eru meðal annarra Ásgeir Óskarsson (trommur), Jón Ól- afsson (bassi), Tryggvi Hubner (sólógítar), Birgir Birgisson (hljómborð o.fl.) og Axel Einars- son. Auk þeirra söngvara sem þegar hafa verið nefndir má geta Rakelar Axelsdóttur, tíu ára söngkonu sem syngur af mikilli innlifun með Rúnari og Pétri í laginu Bara maður. Lávarður á ferð Forstjóri ávöxtunarfyrirtækis eins þurfti nýlega að bregða sér til Lundúna, sem ekki er í frásögur færandi, og fékk hann ferðaskrifstofu til að panta fyrir sig gistingu á einu af glæstustu hótelum borgar- innar, þar sem olíufurstar og forstjórar stærstu auðhringa hafa gjarnan bækistöðvar sínar, þegar þeir droppa inn hjá Jóni bola. Meðan forstjór- inn var í Lundúnum hélt heimurinn áfram að snúast þannig að brýn þörf var á að hafa samband við hann og var þá hringt á hótelið og spurt eftir honum. En þá bar svo við að enginn kannaöist við nafn- ið, hvernig sem það var borið fram. Eftir talsvert stapp varð það þrautalendingin að spyrja hvort ekki væri einhver ís- lendingur á hótelinu. „Jú, jú mikil ósköp“ sagði símastúlk- an, „hér er einn íslendingur, Lord Armando. ■ „Pressan“ skal það heita Sem kunnugt er skildi Helg- arpósturinn eftir sig stórt gat á fjölmiðlamarkaðnum, sem önnur blöð og fjölmiðlar hafa síðan reynt að fylla. Nú mun Alþýðublaðið hyggja á land- vinninga í tómarúminu og næsta föstudag kemur nýtt helgarblað Alþýðublaðsins út undir nafninu „Pressan“. Að sögn Alþýðublaðsmanna á nýja blaðið fyrst og fremst að vera afþreyingarblað og „þverpólitískt" sem slíkt. Rit- stjóri verður Jónína Leós- dóttir fyrrum blaðamaður á HP úr „léttu deildinni" og bera efnistökin þess væntanlega merki: meiri áhersla verður lögð á lófalestur en harðar fréttaúttektir í anda HP. Einn annar fastur fréttamaður verður á blaðinu, Haukur Hólm, sem nú starfar á Alþýðublaðinu... ■ Páll tók Pétur á beinið Vegna yfirlýsingar Péturs Einarssonar flugmálastjóra fyrir skömmu að hann sæi ekkert athugavert við það að NATO fjármagnaði varaflug- völl fyrir norðan, skall á fár- viðri í aðsetri Flugmálastjórn- ar á dögunum þegar Flugráð kom saman til fundar. Páll Pétursson frá Höllustöðum og þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins fór hamförum á fundinum og húðskammaði Pétur fyrir yfirlýsingu hans og þjónkun við NATO. Hjá flug- málastjóra varð fátt um svör.B 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.