Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 9
• • FOSTLJD A( j SFRETTIR Afríka Þjóðarmorð í Búníndí Þeirspara blýið en gernýta stálið. Kannski hafa tútsímenn drepið hútúmenn tugþúsundum saman. í öllu falli eru líkin fleiri en5.000 Ekki skortir vélbyssur eða handsprengjur í vopnabúr stjórnarhers Búrúndímanna. Ekki er heldur neinn hörgull á þyrlum ellegar orrustuþotum á þeim bæ. Skriðdreka eiga höfð- ingjar tútsímanna ennfremur ófáa að ekki sé minnst á fallstykk- in fríðu. Nei, það er ekki af fá- tæktarsökum að dátar ríkis- stjórnarinnar setja traust sitt fremur á byssustingi þegar að því kemur að murka lífið úr hútú- mönnum. Orsakirnar eru allt, allt aðrar. Byssustingurinn hefur ekki hátt. Það má ekki styggja ná- granna þess sem liggur í andarslitrunum því þá verður hann floginn úr hreiðrinu þegar röðin kemur að honum að deyja. Enn eru engir til frásagnar um hryðjuverk stjórnarhers Búrúnd- ís í norðri utan þeir flóttamenn af hútú-ættbálkinum sem áttu fót- um fjör að launa og komust til grannríkisins Rwanda, 41 þúsund talsins. Þeir segja margar sögur og ljót- ar af myrkraverkum tútsí-dáta, fjöldamorðum sem framin eru í skjóli nætur. Einn sögumanna er frú Angela Barbarankuru, vist- maður á trúboðssjúkrahúsi í Gakoma. Grátandi greinir hún frétta- mönnum frá því að um miðbik þessa mánaðar hafi sér borist þrá- látur orðrómur til eyrna; her- menn gengju berserksgang og þyrmdu engum mannslífum, hvorki konum né körlum, börn- um né gamalmennum. En hún uggði ekki að sér. Að- fararnótt 18. ágúst ruddust ein- kennisbúnir menn inná heimili hennar, strákofa við rætur Mug- endofjalls í héraðinu Ntega. Angelu Barbarankuru og níu börnum hennar, á aldrinum eins til fimmtán ára, var skipað að leggjast á grúfu. Þvínæst gekk hermaður á röðina og rak byssu- sting í hálsinn á móður og þörn- um. En böðlinum hafa verið eitthvað mislagðar hendur þessa nótt, sennilega átt annríkt um kvöldið og verið því orðinn þreyttur. Þegar ættingi gekk fram á valköstinn um morguninn var lífsmark með móðurinni. Eitt rennir stoðum undir sann- gildi frásagna flóttafólksins. Það eru líkin sem berast inní Rwanda niður Akanjarúánna, hundr- uðum saman á degi hverjum. Hendur flestra eru bundnar sam- an fyrir aftan bak. Allur þorrinn hefur verið stunginn þótt stöku nár beri blý. Valdsherrarnir í Bújumbúra, höfuðborg Búrúndís, staðhæfa að 5.000 manns hafi nýverið látist í ættbálkaerjum en að stjórnar- herinn hafi borið klæði á vopnin og nú sé allt með kyrrum kjörum í landinu. Flóttamennirnir standa á því fastar en fótunum að herinn fremji morðin. Ríki kyrrð nú sé það vegna þess að dauðir menn séu ekki vanir því að vera með mikla háreysti. Mun fleiri hútú- menn séu liðin lík en tútsímenn í valdastólum vilji vera láta. Tútsímenn eru mun færri en hútúmenn en hafa bæði tögl og hagldir í her ogstjórnkerfi. Þessir ættbálkar hafa sjaldan setið á sárs höfði og er skemmst að minnast hryðjuverkanna árið 1972. Ekki er talið fjarri lagi að þá hafi tút- símenn drepið um 100.000 hútú- menn. Reuter/-ks. íran/írak Viðræður hafnar Perez de Cuellar stýrir fundi utanríkisráðherra beggjaíGenf Fulltrúar traks og írans fund- uðu í gær fyrsta sinni „augliti til auglitis“ eftir að bundinn var endi á átta ára hjaðningavíg við landa- mæri ríkjanna. Fundarstjórinn, Javier Perez de Cuellar, sagði síðla í gær að viðræðurnar hefðu borið nokkurn árangur. Oddvitar sendinefndanna eru utanríkisráðherrarnir Tareq Az- iz, írak, og Ali Akbar Velajatí, íran. Fyrsti fundurinn stóð í fimm og hálfa klukkustund. Fjendurnir sátu andspænis hvor öðrum drjúgan hluta þess tíma en þess á milli þeyttist de Cuellar á milli herbergja með skilaboð. „Ég hefi orðið þess áskynja að báðum málsaðiljum er hjartans alvara og að þeir hafa í hyggju að finna viðhlítandi lausn.. .ég tel al- veg tvímælalaust að viðræðurnar séu komnar á rekspöl," sagði de Cuellar og bætti því við að næsti fundur sendinefndanna yrði í dag. Reuter/-ks. Pólland Kylfur í höfuð námamanna „Þeir geta knúið okkur til uppgjafar nú en eftir tvo tilþrjá mánuði byrjar ballið á ný“ Kvlfusveinar Jarúselskís brugðu bareflum sínum í gær og brutu á bak aftur verkföll námamanna í Suður-Póllandi. Hinsvegar stóðust norðlæg vígi verkfallsmanna öll áhlaup stjórn- valda. Fyrstir til þess að leggja niður vinnu í þessari verkfallslotu voru námamenn í þremur kolanámum í Slésíu. Það gerðist þann 15. ág- úst. í sömu mund og óeirðalög- regla réðst inní þessar kolanámur í gær og batt enda á setuverkfall námamanna bar „milligöngu- rnaður" einn sáttarorð frá ráða- mönnum til Lechs Walesas. Ekki fengu fréttamenn að heyra það. Lögregla í Varsjá hafði hraðar hendur í gær eftir að sá kvittur komst á kreik að andófsmenn úr röðum námsmanna hygðust efna til stuðningsfundar við verkfalls- menn. Slógu þeir hring um heimavistir Varsjárháskóla og voru hvarvetna á varðbergi. Pólska sjónvarpið greindi frá því í gærkveldi að verkföll væru á enda í Krupinski og Z.M.P. nám- unum og því yrði unnið nánast hvarvetna á morgun. Aðeins 4 námur væru enn í lamasessi vegna vinnustöðvana. Heimilda- menn úr röðum Samstöðufélaga staðfestu þessar fréttir en bættu því við að allir verkfallsmenn hefðu verið knúnir til þess að yfir- gefa kolanámurnar, lögregla hefði látið til skarar skríða og námamenn ekki mátt við margn- um. Þótt vinnuátökum í Póllandi virðist vera að ljúka með sigri ráðamanna sagðist málsvari þeirra, Jerzy Urban, enn ekki geta hrósað sigri. „Því fer fjarri að ég geti gefið út yfirlýsingu um slíkt á þessu stigi málsins.“ Samstöðufélagi nokkur skýrði fréttamanni Reuters frá því að iðnverkamönnum víðsvegar um Pólland blöskraði harka sú er lög- regla hefði sýnt námamönnum í Slésiu. Sem dæmi um viðbrögð þeirra nefndi hann að rúmlega 500 starfsmenn eldsneytisiðju í bænum Plock á Wislubökkum hefðu hótað því að leggja niður vinnu ef lögregla héldi upptekn- um hætti. Þótt verkfallsnefnd Samstöðu hefði latt námamenn stórræð- anna og ráðið þeim frá því að veita lögreglu mótspyrnu í gær kom sumstaðar til stympinga. Einn námamanna sagði stríðinu um tilverurétt Samstöðu hvergi lokið þótt þessi orrusta væri á enda og valdhafar í Varsjá stæðu uppi sigurvegarar. „Þeir geta knúið okkur til uppgjafar nú en eftir tvo til þrjá mánuði byrjar ballið á ný.“ , Reuter/-ks. Noregur Evrópubandalag eður ei? Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, stökk uppá nef sér í gær er hún frétti að íhaldsmenn hygðust beita sér fyrir því að Norðmenn gengju í Evrópubandalagið. Hét hún því að kveða niður alla viðleitni til þess að vekja máls á þessu við- kvæma deilumáli í norskri póli- tík. Allar götur frá því Norðmenn höfnuðu því í þjóðaratkvæða- greiðslu árið 1972 að ganga í of- annefnt bandalag hefur verið þegjandi samkomulag rneðal norskra stjórnmálaflokka um að hefja ekki umræður um það á ný. En eftir að aðildarríkin tólf á- kváðu fyrir nokkru að reisa tollmúra um „innri markað“ Evr- ópubandalagsins hafa norskir at- vinnurekendur hugsað sinn gang. Um 70 af hundraði norskra út- flutningsvara fara til banda- lagsríkjanna en það kann að breytast árið 1992, þá ganga tollanýmælin í gildi, nema samn- ingar takist áður. Gro kvað af og frá að lands- rnenn hefðu ný og breytt viðhorf til Evrópubandalagsins. Það væri því vesælt klámhögg hjá íhalds- mönnum að ætla að auka vin- sældir sínar með því að bjóða kjósendum aðild að þeim sel- skap. Reuter/-ks. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.