Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 25
BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON FLÖSKUSKEYTI Það er nú það... Stundum ersagt að þaö sé við ramman reip að draga þegar sér skýringu. Rammur þýöir feiknalega sterkur og orðtakiö við eigum erfitt með að vinna eitthvert verk eða þegar við lýsir því að erfiðleikarnir séu eins og að fara í reiptog við þurfum að kljást við erfiðan andstæðing. Þetta er orðtak sem á einhvern sérstaklega sterkan sem erfitt er að vinna. Ljóð Öldurnar stórar og smáar leika sér í hafinu eins og smástelpur á vorin. En svo kemur nóttin og allt verður hljótt. Steinunn Benediktsdóttir 9 ára Siggi þarf að komast heim til sín en til þess þarf hann að finna leiðina í gegn um tölukassann. Siggi á að leggja saman töl- urnar í þeim reitum sem hann notar og hann kemst ekki heim nema að summan sé 121. Getur þú fundið leið- ina sem Siggi þarf að fara? ðo — CF- Ko Kj Lxj Gj CD LaI Kj -C. EE -D öo O Séðvið vöggudauða Líffræðingum í Vestur- Þýskalandi hefur tekist að útbúa glúrið viðvörunarkerfi til að koma í veg fyrir vöggudauða meðal ungbarna, en í okkar heimshluta er hann algengasta dánarorsök barna á aldrinum tveggja vikna til eins árs. Útbúnaðurinn fer í gang um leið og barnið hættir að anda, og erfyrirgangurinn yfrinn til að vekja bæði barnið og foreldrana, en yf irleitt er nóg að barnið vakni til að andardráttur þess færist í samt lag. Vöggudauði er nefndur svo vegna þess að hann á sér stað þegar barnið sefur, en ástæður þess að andardrátturinn stöðvast skyndilega eru mönnum enn ekki Ijósar. Bláar rósir Nú getur Þorsteinn Pálsson skákað Jóni Baldvin og öðrum krötum í blómaskrúðinu, því að nýlega tókst vísindamönnum að einangra geniö sem gerir blóm blá. Vísindamennirnireru sannfærðir um að bláar rósir eigi eftir að verða jaf nvinsælar og þærrauðu. Þýskir sexburar Sexburafæðing átti sér stað í Ac- hen í Vestur-Þýskalandi fyrir skemmstu og lifaþeirallir. Þeir voru teknir með keisaraskurði og vógu frá 640 grömmum og upp í 970 grömm. Þetta voru fjórar stúlkurogtveirdrengir. Sexbur- arnirbyrjuðu hérvistardagana í súrefnistjaldi, endafæddirtölu- vertfyrirtímann. Margbura- tölfræöi Og áfram um margbura: Heldur fleiri sveinböm en stúlkurfæðast í þennan heim eins og kunnugt er; 100 strákar á móti 94 stelpum. En ef fleiri en eitt barn mæta í heiminn í einu snýst dæmið við. Hlutföllin meðal fjórbura eru 156 stelpurá móti hverjum hundrað strákum, og því þarf ójöfn kyn- skipting sexburanna í klausunni hér að framan svo sem ekki að koma á óvart. Gleyptu hita- mælinn þinn Ameríkumenn prófa sig nú áfram með nýja gerð af hitamælum sem geimrannsóknarbatteríið hefur þróað, en þar á bæ er dag- skipunin eðlilega sú að allt se sem allra fyrirferðarminnst. í fullu samræmi við það er nýi hitamæl- irinn á stærð við vítamíntöflu og hann á að gleypa. Frá áfanga- stað sínum í myrkviðum búksins sendir hann síðan upplýsingar til móðurtölvu. Hitamælispillan er 19 millimetrar á lengd, þakin sílí- koni og hef ur að geyma útvarp, batterí, hitamælitæki og fjóra ör- tölvubita sem stjórna úthaldinu. Hugmyndin er ekki ný af nálinni en það er fyrst núna sem tekist hefur að koma gleypanlega mæl- inum niður í viðráðanlega stærð. Fyrir áratug eða svo hefði sambærilegurtækjabúnaður verið á stærð við fótbolta, og því aðeins á fárra manna færi að sporðrenna slíku og þvílíku. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.