Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 7
Ragnarsbakarí á spottprís?
Þrýstingur á Ávöxtun sf. aö selja
Umsvif fjármögnunarfyrir-
tækja hafa veriö í sviðsljósinu
að undanförnu, sérstaklega
eftir yfirlýsingar Ólafs Ragn-
ars Grímssonar um að sum
þessara fyrirtækja stæðu
tæpt og að nauðsyn væri
rannsóknar bankaeftirlitsins á
stöðunni. Ávöxtun sf.,fyrirtæki
þeirra Ármanns Reynissonar
og Péturs Björnssonar, seldi
Ragnarsbakarí í Keflavík Björ-
gvin Víglundssyni. Kaupin
höfðu verið í bígerð um nokk-
urn tíma, en svo virðist sem
nokkurt pat hafi gripið eigend-
urÁvöxtunarsf. þvíkaupin
gengu skyndilega upp og nýr
eigandi gefur í skyn að þau
kaup hafi ekki komið mikið við
pyngju hans.
Björgvin Víglundsson sem fyrr
í vetur keypti byggingafyrirtækið
Alviðru, sem staðið hefur að
byggingu íbúðasamstæðu í
Garðabæ með sama nafni, hefur
áður staðið í sölu og kaupum á
fasteignum. Á ferlinum eignaðist
hann m.a. um 900 fermetra
iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða
8. Aðspurður hvort það hús hafi
gengið upp í kaupverð Ragnars-
bakarís, sagði Björgvin aðeins að
það væru margvíslegir hlutir í
gangi í svona viðskiptum. Sam-
kvæmt heimildum Þjóðviljans
hefur sala á þeirri húseign verið í
burðarliðnum nú á síðustu
dögum og telja heimildir blaðsins
líklegt að húsið, sem metið er á
20-30 miljónir króna hafi gengið
upp í kaupverð Ragnarsbakarís.
Björgvin mun hafa haft húsið í
sölu nokkurn tíma, enda offram-
boð á iðnaðarhúsnæði og sala
mjög treg.
Ármann Reynisson, annar
eigenda Ávöxtunar sf. sagðist
hins vegar ekki þekkja inn á mál
Björgvins, þegar hann var spurð-
ur hvort Ávöxtun sf. hafi tekið
við Smidshöfðanum upp í sölu-
verð. Hins vegar sagði hann að
tekið hefði margar vikur að
ganga frá sölunni á Ragnarsbak-
aríi.
Menn hafa nokkuð velt vöng-
um yfir hvert kaupverð Ragnars-
bakarís hafi verið, enda fast-
eignamarkaður á Suðurnesjum
þröngur og kannski ekki margir
sem hafa áhuga á að kaupa bakarí
eða fyrirtæki, sérstaklega ekki
þau sem hafi verið svo skuldsett
sem Ragnarsbakarí var. Björgvin
neitaði að bróðir hans, Jón Víg-
lundsson bakari sem rekur Ár-
bæjarbakarí væri hugsanlegur
rekstraraðili að Ragnarsbakaríi.
Þar á ofan bætist að ný lög um
starfsemi fjárfestingafélaga og
verðbréfasjóða er á döfinni, en
þau taka fýrir það að forstjórar
eða rekstraraðilar slíkra fyrir-
tækja geti keypt viðskiptakröfur
hjá eigin fyrirtækjum. Pví hafi
nokkur þrýstingur verið á þá
Ávöxtunarmenn að selja fljótt og
sá þrýstingur óx með fjölmiðla-
yfirlýsingum Ólafs Ragnars.
Enda sagði Björgvin í samtali við
Helgarblaðið a<) hann hafi getað
gengið inn í þetta „nokkuð auð-
veldlega, og ætli Ólafur Ragnar
hafi ekki hjálpað mér,“ sagði
Björgvin Víglundsson.
-phh
Bjartir tímar
hiá
verðbréfasölum
Forráðamenn verðbréfasjóða
segjast bara verið ánægðir
með „upphlaup" Ólafs Ragn-
ars Grímssonar. Þannig var
ónefnd auglýsingastofa að
reyna að fá Armann í Ávöx-
tun til að kaupa auglýsingu til
birtingar. Ármann sagðist
bara ekki þurfa á slíkri auglýs-
ingu að halda; svo væri Ölafi
Ragnari fyrir að þakka að
sjaldan hefði verið meira að
gera. Þá var Pétur Blöndal
ekki síður ánægður á blaða-
mannafundi. Kaupþing tæki
sitt fasta innlausnargjald og
vegna þess hve úttektir hefðu
verið miklar undanfariö hefði
Ólafur Ragnar sennilega fært
veröbréfasjóðunum um 2-4
miljónir undanfarna daga. Af
þessum orðum að merkja
hafa innlausnir skuldabréfa
undanfarna daga verið á bil-
inu 100-200 miljónir króna.
Auk þess sagðist Pétur sjá
fram á bjarta tíma fyrir verðb-
réfasjóðina, þ.e.a.s. ef krepp-
an yfirvofandi yrði að veru-
leika. Skýring Péturs er sú að
á krepputímum aukist innlán
almennings mjög. Fólk hafi
ekki lengur efni á að eyða í
óþarfa eins og bíla eða íbúðir
og leggi peningana þess í
stað til hliðar. Þannig eykur
kreppan á sparnað lands-
manna, en eins og menn vita
hefur ónógur sparnaður verið
helsta mein íslensks efna-
hagslífs... ■
fyrir ASÍ
Þing Alþýðusambandsins
sem haldið verður á næstunni
verður að þessu sinni ekki
haldið á Hótel Sögu eins og
mörg undanfarin skipti, heldur
í íþróttahúsi Digranesskóla í
Kópavogi.
Fjöldi þingfulltrúa er það
mikill að Hótel Saga dugir ekki
lengur. Eitthvað hafa menn
verið að hvíslast á um að mikil
áhætta sé tekin með því að
flytja þingið í íþróttahús. Síð-
ast var þing ASÍ haldið í
íþróttahúsi fyrir réttum 30
árum, árið 1958. Það var
sögulegt þing sem haldið var í
KR-heimilinu í vesturbænum,
því í kjölfarið klofnaði bæði
sambandið og ríkisstjórnin
hrökklaðist frá. Það skyldi þó
ekki endurtaka sig í haust. ■
ÓTRÚLEGT EN DAGSATT
100.000 kr.
verðlækkun á NISSAN PRAIRIE 2.0 4wd
IMú bjóðum við 100.000 kr. verðlækkun á þeim Nissan Prairie 2.0 4WD sem
eftireru á lager. Þetta endurtekursig ekki. ÞETTA ER EINSTAKTTÆKIFÆRI.
IUISSAN PRAIRIE ER ENGUM VENJULEGUM BÍL LÍKUR.
2,0 lítra vél. Sú stærsta sem þú færð ífjórhjóladrifnum fólksbíl. Aflmikil og skemmtileg.
. / Meira rými í Nissan Prairie 4WD en nokkrum öðrum fjórhjóladrifnum fólksbíl.
.J Afturhurðirnar eru rennihurðir. Frábær lausn sem auðveldar ótrúlega að komast inn
'* íbílinn.
14 tommu felgur sem þýðirað hæð undir Nissan Prairie er meiri en þú geturvænst
v af fjórhjóladrifnum fólksbíl.
Fjórhjóladrifið er sett á með því að ýta á takka sem er á gírstönginni. Einfaldara
t geturþaðekki verið.
V 3ja ára ábyrgð.
Fullt verð
Kr. 890.000.-
Kr. 955.000.-
Kr. 995.000.-
Tilboðsverð í þetta eina sinn er: Fullt verð
Kr. 790.000.-
Kr. 855.000.-
Kr. 895.000.-
Greiðslumöguleikar eru nánast óendanlegir, t.d. 25% út og afgangurinn á 30 mánuðum.
Tökum flesta nýlega bíla upp í nýja.
Verið vel á verði, því hér er einungis um fáa
Nissan Prairie 4WD að ræða sem seljast upp
á skömmum tíma.
Opið laugardag og sunnudag kl. 14.-17.
Ingvar
Helgason hf.
sýningarsalurinn,
Rauðagerði
sími 91-3 35 60.
Nissan Prairie GL
Nissan Prairie GLX
Nissan Prairie GLX
með sóllúgu o.fl.
Réttjuliverðer:
Nissan Prairie GL
Nissan Prairie GLX
Nissan Prairie GLX
með sóllúgu o.fl.
Staðgreiðsluverð
Kr. 863.000.-
Kr. 926.000.-
Kr. 965.000.-
Staðgreiðsluverð
Kr. 766.000.-
Kr. 829.000.-
Kr. 868.000.-
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7