Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 3
Það vakti athygli í Laugardals- höllinni þegar flautað var til leiks í leik Islendinga og So- vétmanna á Flugleiðamótinu í handbolta að í ráðherraliðinu á sviði Hallarinnar var mættur Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðhérra. En hann hef- ur hingað til verið sjaldséður gestur á mótum sem þessum. Skýringin á nærveru Halldórs mun ekki vera áhugi hans á handbolta heldur hitt að bráðum fara í hönd samn- ingaviðraeður á milli Síldarút- vegsnefndar og Sovétmanna um síldarkaup á komandi vertíð og því þótti ekki annað fært en að ráðherrann sýndi sig á leiknum til að mýkja samningsvilja Sovétmanna í von um að þeir verði samn- ingsliprari í komandi við- ræðum. En vegna sigurs ís- lendinga á Sovétmönnum er óvíst hvort þessi fórn ráðherr- ans nái tilætluðum árangri. ■ Óvirðing við almenning Meira um handbolta og nýlið- ið Flugleiðamót. Það vakti mikla gremju meðal hinna fjöl- mörgu handboltaaðdáenda að miðasala á leikina var hvergi auglýst nema kannski á smámiða í fordyri Hallarinn- ar, þrátt fyrir heilsíðuauglýs- ingar um hvar og hvenær leikimir hæfust í tveimur dag- blöðum. Sérstaklega fór það fyrir brjóstið á þeim forsjálu sem mættu tímanlega í að- göngumiðasöluna í Laugar- dalshöllinni að alltaf var upp- selt í B-álmu stúkunnar áður en miðasala hófst og einungis hægt að fá stúkumiða í sitt hvorum enda stúkunnar. Handboltaforustan tók nefni- lega bestu miðana fyrir gæð- inga sína og gaf almennum stuðningsmönnum landsliðs- ins langt nef, þrátt fyrir há- stemmd lýsingarorð um hversu mikilvægur stuðningur þeirra væri fyrir velgengni landsliðsins í Flugleiðamótinu.B Remba og rannsóknar- blaðamennska íþróttapistlar kollega okkar á DV, Stefáns Kristjáns- sonar, hafa einatt vakið at- hygli, enda hefur hann komist aðýmsum nýstárlegum niður- stöðum í sínum pistlum. Þannig hélt hann því fram fyrir skömmu að umsjón með íþróttaþáttum í sjónvarpi út- heimti þvílíkt andans atgervi að konur ættu engan séns í þann starfa. Rannsóknar- blaðamennska Stefáns á það þó til að hlaupa lítillega út undan sér eins og gengur, og til dæmis fullyrti hann að kveníþróttafréttaritarinn hjá Ríkisútvarpinu, Ásdís Eva Hannesdóttir, væri systir ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Ingólfs Hannessonar, deildarstjóra íþróttadeildar- innar. Því miður fyrir höfund- inn er hér rangt farið með hlut- ina, en með sömu hundalógík mætti greina augljósa ástæðu þess að Stefán heldur starfi sínu hjá DV; jú hann er bróðir Jónasar ritstjóra. Báðir eru Kristjánssynir og því ekki um að villast eða hvað? ■ Að ávaxta sitt pund Forsvarsmenn verðbréfafyrir- tækja hafa borið sig illa vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar um slæma stöðu þeirra og varnaðarorð hans um að almenningur hætti viðskiptum við þau vegna hættu á að missa allt sitt þegar þau kæmust í greiðsluþrot. Hafa þeir þrætt fyrir að almenningur hafi inn- leyst verðbréf sín óeðlilega mikið og hafa sagt að allt sé í góðu standi. Daginn eftir að Olafur Ragnar varaði við fjár- hagsstöðu verðbréfamarkað- anna var ys og þys á skrifstofu Ávöxtunar sf. á Laugavegin- um og fullt út úr dyrum af fólki sem vildi fá peningana sína og símalínur rauðglóandi all- an daginn. Svo rammt kvað að þessu að ekki reyndist unnt að verða við óskum allra um innlausn á bréfum og fóru margir bónleiðir til búðar vegna fjárskorts fyrirtækisins þann daginn.B Þakka skal þeim... Frá því var sagt í DV um dag- inn að fyrsta brúðkaupið í Við- ey, eftir endurbætur á húsa- kynnum þar í eynni, hefði farið fram. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni að tíðindamaður DV er bróðir brúðgumans, sem sjálfur var blaðamaður á Morgunblaðinu, og brúðurin er dóttir háttsetts embættis- manns hjá Reykjavíkurborg. Það var því að vonum að allir veislugestir stóðu upp og hrópuðu húrra fyrir Davíð Oddssyni borgarstjóra fyrir það hversu framkvæmdir í Viðey hefðu tekist mæta vel, undir öruggri stjórn borgarstjórans.... ■ ___ — m mm » FrátSGDtember tfliyimír þú eigandaskjptí ökutækís á næsta pósthúsi Ætlar þú að skipta um ökutæki? Frá 1. september fara eigendaskipti fram á póst- húsinu. Þar liggur tilheyrandi eyðublað frammi og þar afhenda seljandi eða kaup- 5 andi eyðublaðið að útfyllingu lokinni og | greiða eigendaskiptagjald. a Mjög einfalt, ekki satt? BIFREIDAEFTIRLIT RÍKISINS Athugaðu að frá og með 1. september verða eigendaskiptin einungis tilkynnt á pósthúsinu. Þeir sem hafa gert sölutilkynn- ingu fyrir þann tíma á önnur form sölutilk- ynninga eiga einnig að snúa sér til næsta pósthúss. POSTGIROSTOFAN i i »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.