Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 21
Maðurinn og krossinn Messíana Tómasdóttir: Rýmisverkin eru öll tilbrigði við krossinn, sem mér finnst vera tákn fyrir manneskjuna Vatn / Fjall - Nálægð / Fjar- lægð, er þema myndlistarsýn- ingar sem Messíana Tómas- dóttir opnar í FÍM salnum á morgun kl. 14:00. Á sýning- unni verða rýmisverk úr málmi, tré, steini og speglum, og myndir unnar með akrýl á pappír. Þar að auki flytur Asa Björk hreyfiverk við söng Ásu Hlínar Svavarsdóttur, kl. 15:00 og 17:00 þá laugar- og sunnudaga sem sýningin stendur, og er verkið byggt á Ijóðum og tónlist sem Messí- ana gerði samhliða rýmis- verkunum. Messíana hefur um árabil starf- að við leikmyndagerð og brúðu- leikhús bæði hér heima og er- lendis, auk þess sem hún hefur kennt þessar greinar og haldið um þær fyrirlestra. Hún fékk starfslaun listamanna til að koma upp sýningunni, og hefur unnið að henni undanfarna sex mánuði. Hugmyndir að verkum sínum fær Messíana oft við að virða fyrir sér sjóinn, eða á tónleikum. - Ég fékk til dæmis hugmyndina að Fljóti gleymskunnar, sem er ein myndanna sem ég sýni hérna, þegar ég hlustaði á Kolbein Bjarnason spila Lethe (Fljót gleymskunnar) eftir Atla Heimi Sveinsson, á tónleikunum sem hann hélt á Listahátíð 1988. Tengsl himins og jarðar - Ég verð helst að ganga niður að sjó á hverjum degi, og ef ég er að byrja að vinna að einhverju eins og til dæmis leikmynd, sé ég kannski allt f einu fyrir mér hvernig hún á að vera. Allir þættirnir, litirnir, efnið og svo framvegis. Það getur verið þann- ig. Eða ég fer á tónleika sem þurfa alls ekki að hafa neitt að gera með það sem ég er að vinna að, og sé þá fyrir mér verk, fæ kannski hugmynd að einhverju alveg nýju. Þannig var það með Fljót gleymskunnar. - Ég held að það sé mjög mis- jafnt hvert fólk sækir kveikjuna að verkum sínum, hjá mér gerist það við þessa hvfld við sjóinn eða í tónleikasalnum. En ég dregst reyndar að öllu þessu vatns- kennda, ekki bara sjónum, held- ur líka skýjunum, og að Jöklin- um, ég gái yfirleitt að því á hverj- um degi hvort hann sést. Þetta er allt hluti af andrúmsloftinu og á- kveðin tenging á milli himins og jarðar. Við hugmyndina, eða þessa sýn sem ég fæ, fer svo eitthvað skapandi í gang, það sem verður til þess að ég fer að vinna að því að gera hana að raunveruleika. - Myndirnar sem ég sýni hérna eru gerðar með akrýl á vatnslit- apappír, en það er reyndar ný að- ferð hjá mér. Hingað til hef ég aðallega unnið með vatnslilum. Ég ákvað að halda mig við frum- litina í þetta sinn, og við það að nota þessa aðferð fæ ég mun sterkari andstæður í myndina. <8» Hugurinn æöri tilfinningunum - Rýmisverkin eru gerð út frá sömu hugmyndinni, sem er mað- urinn og krossinn. Rýmisverk eru að því leyti frábrugðin skúlptúrn- um að þau eru í ríkara mæli sett „Mér finnst H. C. Andersen vera tákn fyrir þann sem sameinar strauma himins og jarðar í sköpun sinni.“ Messíana í „hjarta skáldsins". Messíana Tómasdóttir: „Eins og krossinn teygir manneskjan sig upp í himininn..." Myndir E.ÓI. saman úr einhverju sem hefur áður haft annað hlutverk og aðra skírskotun, þó skilin séu náttúr- lega fljótandi. Það er oft ákveðin hugmyndafræði á bak við rými- sverk, og það hefur ekki síður fagurfræðilegt gildi en skúlptúr. Svo hefur rýmisverkið þá sér- stöðu að það er yfirleitt óseljan- legt, það tekur of mikið pláss, og stundum er alls ekki hægt að færa það á milli staða vegna þess að hluti þess er bundinn arkitekt- úrnum á þeim stað sem það varð til á. - Þessi þrjú rýmisverk eru öll tilbrigði við krossinn, sem mér finnst vera tákn fyrir manneskj- una. Eins og krossinn teygir manneskjan sig upp í himininn, og straumarnir frá himni og jörð sameinast í þessum punkti þar sem er hjarta mannsins. Við gerð verkanna var ég að velta fyrir mér þessum tveimur þáttum sem svo oft eru settir upp sem andstæður en sem verður að sætta, himininn og jörðina, með öðrum orðum hugsunina og tilfinninguna. Ég tel hugann æðri tilfinningunum, ef hann tengist þeim. Geri hann það og vinni úr þeim, verður hugsunin ákaflega sterk. Menn tala um undirmeðvitundina, um að tjá það sem hún segir þeim og skapa út frá því, en að mínu mati er „yfirvitundin" ekki síður mikilvægí sköpun, því hún opnar dyr inn í aðra þætti hins óþekkta. Hjarta skáldsins - Samt verðum við að viður- kenna þennan falda kraft sem er í jörðinni, skuggahliðar hennar. Ef við gerum það ekki, verðum við eins og blóm sem viðurkennir ekki moldina sem það stendur í og neitar henni um fræin. Við erum jú jarðarbúar og ég held að það verði að sjá jörðina eins og eitthvað hlýtt og lifandi. Við verðum að vera eins og tréð sem bæði teygir sig niður í jörðina og reigir sig upp í himininn til að fá næringu sem svo sameinast í „hjarta" þess, þar sem greinar og stofn mætast. - Eitt þessara verka hefur beina skírskotun í H. C. Ander- sen og hans fegurðarleit, þessar viðleitni hans að snúa öllu upp í fegurð. Hann var líka rómantíker eins og ég. Mér finnst hann vera tákn fyrir þann sem sameinar strauma himins og jarðar í sköpun sinni, útréttir handlegg- irnir taka inn áhrif umhverfisins og þetta sameinast allt í speglin- um, hjarta skáldsins. Skrítið að hann skuli hafa verið svona of- boðslega hræddur við eldinn, eitt af frumefnunum. Spennandi samvinna Hvað með áhrif leikhússins á þig sem myndlistarmann? - Leikhúsið hefur náttúrlega haft áhrif á mig, til að mynda all- ur þessi mikli og góði skáld- skapur sem er til í leikbók- menntunum. Ég hef lært mikið af því að vinna í leikhúsum, til dæm- is sjálfsaga, því það er mikið vinnuálag samfara leikhússtarf- inu. Samvinnan í leikhúsinu er mjög mikilvæg og spennandi, þarna er hópur manna sem vinn- ur að því í sameiningu að búa til eina sýningu, eitt verk sem hvergi má vera brotið. Ég hef líka séð það að innan hópsins verður hver og einn að vera trúr sjálfum sér í Frh. á síðu 22 NÝTT HELGARBLAD - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.