Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 19
ingsins Paulo Freire, sem byggist á því að taka setningar sem snerta reynsluheim og tilveru þess sem verið er að kenna. Með þessari aðferð kemst fólk mikið fyrr á bragðið með að lesa og skrifa erf- iðari setningar, einfaldlega af því að þær hafa einhverja merkingu í þess huga, segir Guðrún. Trúlega er þetta í fyrsta og ef ekki eina sinnið sem þessi lestrarkennslu- aðferð er viðhöfð hér á landi, en þess má geta að lestarkennslu- herferðin í Nikaragua hefur verið grundvölluð á hugmyndum Freire. - Þessi aðferð Freire er mjög snjöll en einföld og getur tæplega annað en gefist vel. Ég hef oft undrað mig á því hvernig íslensk börn geta tileinkað sér lestur með þessu innihaldslausa stagli sem haft er fyrir þeim fyrst þegar þau eru að byrja að kveða að. Við gefum heilabúinu í þeim ekki nægjanlegt andlegt fóður, segir Guðrún og talar með nokkrum þunga. Hvað voru Víetnamarnir lengi undir ykkar handleiðslu? - Það fer allt eftir því hvernig við lítum á það. Þeir voru í sam- felldu námi í tvo vetur og síðan einn til tvo vetur til viðbótar ef þau komu um það bil eitt kvöld í viku. Annars sótti einn Víetna- manna nám hjá okkur í fyrra vet- ur. Við reynum að greiða úr götu þeirra eins og okkur er tramast unnt þegar þeir leita til okkar. Pólverjarnir erfiöari viðureignar - Þótt ótrúlegt hljómi gekk miklu ver með Pólverjana sem komu hingað. Ég held að Pól- verjarnir margir hverjir hafi hald- ið að hér drypi smjör af hverju strái. Að mínum dómi höfðu þeir ranghugmyndir um hvernig hinn vestræni heimur væri. Það má ekki taka það svo að ég hafi horn í síðu Pólverjanna. Því er þó ekki að neita að innanum var fólk sem var mjög neikvætt þegar það uppgötvaði það að hér á landi væri lífið enginn dans á rósum, vinnudagur langur, launin lág og þar fram eftir götun- um. Margt af þessu fólki hafði hygg ég þann draum að komast vestur yfir Atlantshafsála og þangað fór allavega einhver hluti hópsins. Viðhorf Pólverjanna voru allt önnur en Víetnamanna til vinnu. Pólverjarnir voru margir hverjir ekki tilbúnir að gangast undir ok þess langa vinnudags sem við eigum að venjast, en Víetnam- arnir eru miklu líkari okkur að því leytinu að þeir eru vanir löngum vinnudegi. En þetta eru ekki einu Pólverj- arnir sem hafa komið til okkar. Síðast liðinn vetur voru hjá okkur Pólverjar. Þeir sóttu til okkar á annan hátt. Það vildi svo til að ég hafði pólskumælandi mann innan seilingar til að kenna þeim og það gekk þokkalega. Nauðsynlegur öryggisventill - Eitt af einkennum Náms- flokkanna, kannski framar hefð- bundnu skólakerfi, er sveigjan- leikinn. Meðan við höfum þenn- an eiginleika að geta orðið við ólíkum þörfum þegar þær koma upp og höfum viljann til að gera það, þá held ég að þýðing Náms- flokkanna sé mjög mikil. Við erum að mínum dómi á vissan hátt öryggisventill, segir Guðrún, en í þessu sambandi má t.d. geta þess að Námsflokkarnir hafa ver- ið með kennslu fyrir lesblinda - hóp sem hefur átt fremur erfitt uppdráttar í skólakerfinu. - Mér finnst það vera mikil- vægt að hér sitja allir nemendur við sama borð, hvort heldur þeir eru komnir úr Öskjuhlíðarskól- anum, en við höfum verið með kennslu fyrir þá eða prófessorar ofan úr háskóla. Mér finnst það mikilvægt fyrir svona lítið samfé- lag að ólíkustu hópar geta sótt eitthvað á sama stað og verið jafngildir, segir Guðrún. Síbreytilegar þarfir Eins mikilvægs þáttar í starfi Námsflokkanna hefur ekki verið getið, en það er starfsfræðslan. Námsflokkamir hafa gengist fyrir námskeiðum fyrir ófaglært starfs- fólk dagvistunarstofnana og þá sem starfa að umönnun sjúkra og aldraðra í samvinnu við borg og stéttarfélög. - Námsflokkamir hafa núna í mörg ár verið með námskeið í samstarfi við Sókn fyrir starfsfólk í umönnunarþjónustu og fjöldi þeirra skiptir hundmðum á ári hverju sem þreyð hafa þessi nám- skeið. Það em ein tíu ár sem við höfum haft þessa fræðslu með höndum samkvæmt kjarasamn- ingum Sóknar, þó ekki hafi farið mikið fyrir þessari kennslu í fjöl- miðlum. Þegar árið 1974 færði ég það í tal við Sókn hvort félagið vildi samstarf við Námsflokkana um slík námskeið. Það varð þó ekkert úr fyrr en í formannstíð Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur að þetta ágæta samstarf hæfist. Er þá hugsanlegt að Náms- flokkarnir þróist í þá áttina að annast fyrst og fremst starfs- fræðslu? - Já, að minnsta kosti meðan þörf er fyrir slík námskeið. Mín bjargfasta trú er sú að vaxtar- broddurinn í fullorðinsfræðslu hér á landi sé einmitt innan starfs- fræðslunnar. Það er ekki síst sú fræðsla sem ófaglært starfsfólk fær sem skiptir höfuðmáli fyrir vöxt og viðgang þessarar þjóðar. Verkmenntunin skiptir miklu máli og þá ekki síst verkmenntun þeirra sem ekki hafa fengið verk- menntun áður. Ég held að vaxt- arbroddurinn hjá okkur sé í starfsmenntun á öllum sviðum og þá skiptir mjög miklu máli hvern- ig þessi staifsmenntun er, hvort með henni sé einblínt á viss hand- tök sem þjóna fyrst og fremst at- vinnurekendum eða hvort hún þjóni víðtækari þörfum nemend- anna. Það er grundvallaratriði ef við ætlum að halda frammi góðri starfsmenntun að tekið sé mið af fleiru en bara vissum handtökum því við fáum miklu hæfara starfs- fólk eftir því sem það hefur meiri yfirsýn og um leið betri þjóðfé- lagsþegna, segir Guðrún og ljóst er á mæli hennar að rætt er um málefni sem er henni mjög hug- leikið. - Mér er mikið í mun að þessi menntun verði ekki látin koðna niður og verði skipað á of þröng- an bás. Ég vil að fólki verið kennt af hverju fiskurinn er seldur eitt en ekki annað, af hverju fólk lærir þessi handbrögð en ekki allt önnur. í sem fæstum orðum vil ég að fólk fái tækifæri til að skyggn- ast á bak við það sem það er að gera - ekki bara hvað það á að gera heldur hvers vegna. Slíkt gefur mönnum svo margfalt meiri lífsfyllingu. Fjarfræðsla — brýnt hagsmuna- mál lands- byggðarinnar Guðrún hefur í tvígang setið um stundarsakir á þingi fyrir Kvennalistann. Á þinginu lét hún fræðslumálin á og fullorðins- fræðsluna til sín taka. Meðal ann- ars flutti hún frumvarp um fjar- fræðslu á vegum ríkisins, þar sem lagt var til að fjarskiptatækni - útvarp og sjónvarp - yrði nýtt í þaula, sem og að kennslukraftar færu um landið, svo unnt yrði að ná sem best til dreifðra byggða landsins og allir landsmenn sætu við sem jafnast borð hvað menntunarmöguleika varðar. - Ég hugsaði þetta þannig að slík fjarfræðsla gæti nýst bæði fullorðnum og skólum þar sem erfitt væri að fá kennara í allar kennslugreinar. Kennarar sem hefðu ekki nema takmarkaða þekkingu til að kenna tilteknar greinar fengju þannig mikilvæg- an stuðning og aðstoð. Það var afskaplega fallega rætt um þetta frumvarp og það fékk engan mótbyr, en það var svæft eins og svo mörg önnur góð mál sem koma upp á hinu háæruverð- uga alþingi. Aðspurð um það hvort Opni háskólinn í Bretlandi hafi verið kveikjan að þessu frumvarpi, segir Guðrún að hún hafi gengið lengi með þessar hugmyndir í kollinum. - Þegar ég kynntist af eigin raun Opna háskólanum í Bret- landi sá ég að þessar hugmyndir fóru mjög saman við það sem Bretar hafa verið að gera í fjar- fræðslunni. Hugmynd mín var að komið yrði á laggirnar far- og fjarnámi sem þjónaði fyrst og fremst landsbyggðinni og þeim sem mest þyrftu á fræðslunni að halda, segir Guðrún og bendir á að síðar fram komin áform um fjarkenns- lu í námsefni efstu bekkja menntaskóla og í upphafi háskól- anáms, komi ekki til móts við þær hugmyndir sem hún hafi sett fram, nema að takmörkuðu leyti. - Frumþörfin er neðar. Ég vil láta byrja slíka fræðsiu frá grunni og byggja hana síðan upp á við. Hvort þessi draumsýn verður að veruleika á næstu árum er ekki gott að segja til um. En svo mað- ur taki sér orð stórmennanna í munn þá er vilji allt sem þarf. Þetta eins og annað er spurning um fjármögnun og forgang. Það sem er dýrt í dag getur margborg- að sig eftir tvö til þrjú ár. Með slíkri fjar- og farfræðslu myndi fólki á Iandsbyggðinni eiga möguleika á fræðslu, sem það að minnsta kosti verður að sækja dýru verði annað eða hreinlega verða af. En í mínum huga er þetta ekki fyrst og fremst fjár- hagslegt reikningsdæmi, heldur réttlætismál, sem hamlað gæti gegn frekari byggðaröskun í landinu, segir Guðrún. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 - rk SPORTBILL OG SPITTBATUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.