Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 27
Myndbandaskólinn ANGANTÝSSON TÓK SAMAN 5. hluti Myndbygging II Mynd 1. Við höldum áfram þar sem frá var horfið í síðasta hluta að fjalla um mynd- byggingu hinna lifandi mynda. Munum við í dag einkum gefa gaum að því, hvers vegna myndskurður kvikra mynda lýtur að hluta til öðrum lögmálum, en myndbygging venjulegra kyrrmynda. í síðasta hluta greinaflokksins fjölluðum við m.a. um nauðsyn þess að skipuleggja myndbygg- ingu sérhvers myndskeiðs með hliðsjón af heildinni. Lítum nú ofurlítið nánar á hvers vegna mikilvægt er að hafa þessa annars ágætu þumalfingurreglu stöðugt til taks í bakhöfðinu. „Hopp-kIipp“ Mynddæmið hér að framan (Mynd 1) er til þess gert að leggja sérstaka áherslu á hvers vegna svo mikilvægt er að við breytum myndskurði og/eða myndhorni, þegar klippt er á milli tveggja myndskeiða af sama myndefni. Ef við klippum á milli mynds- keiða 1 og 2 hér að framan, þá koma áhorfendur til með að upp- lifa nokkuð, sem kallað hefur verið hopp-klipp, eða ,jump- cut“ á máli kvikmyndagerðar- manna. Hér er um að ræða tvær heil- myndir af sama myndefni, sem eru of líkar hvor annarri. Þegar klippt er á milli þeirra, upplifa áhorfendur myndbreytinguna ekki sem tvær ólíkar myndir, heldur eina sem af einhverjum undarlegum ástæðum hoppar til í myndfletinum. Áhorfendur verða sem sagt varir við klippinguna og veldur það óneitanlega röskun á heildar- upplifun þeirra, á efnislegu inni- haldi myndarinnar. Ef við klippum hins vegar á milli myndskeiða 1 og 3 þá koma áhorfendur til rpeð að halda gleði sinni. Myndskeið 3 gefur þeim nefnilega nýjar efnislegar upplýs- ingar: Heiti bókarinnar, svip- brigði mannsins og þar af ieiðandi upplýsingar um hugará- stand hans. Þessa tegund myndbreytingar getum við til hægðarauka kallað inn-klipp. Það er: Við klippum úr heilmynd inn í nærmynd af sama myndefni. Til þess að framkvæma „mjúkt“ klipp verðum við að: Mynd 2. 1. Skipuleggja legu athyglisp- unkts í myndfletinum. 2. Breyta myndskurði og/eða myndhorni milli myndskeiða. Regla 2 hér að framan um nauðsyn þess að breyta mynd- skurði og/eða myndhorni milli myndskeiða, á vitaskuld einvörð- ungu við þegar við erum að vinna með tvö eða fleiri myndskeið af sama myadefni. Til dæmis ák- veðna senu, í nánar tilteknum tíma og rúmi. í öðraum tilvikum getum við að sjálfsögðu klippt saman hvaða myndir sem er. Þ.e. heilmynd og heilmynd, nærmynd og nærmynd o.s.frv. Þetta virðist í fljótu bragði stríða gegn því, sem við höfum þegar lært um myndbyggingu í fyrri hlutum greinaflokksins. Fyrirbærið á sér þó engu að síður sínar skýringar. Ein þeirra er, að ef við veljum mynd 3, þá fá áhorf- endur á tilfinninguna, að það sem Guðrún horfir á (og sem er í raun utan við eiginlegan myndflöt nær myndarinnar af henni) sé athygl- isvert. Það er: Búi yfir vissum þunga. Jafnvægi myndbyggingar Myndbygging lifandi mynda er á margan hátt frábrugðin mynd- byggingu kyrrmynda. Kvik- myndir eru jú hreyfanlegar og þær standa aukinheldur ekki ein- ar og sér, lheldur eru í raun sam- felld og óbrotin röð mynda, sem með eldingshraða er brugðið upp fyrir hugskotssjónum áhorfenda. Þcssar einföldu staðreyndir valda því, að myndhygging þeirra lýtur í vissu tilliti öðrum lögmálum, en myndbygging kyrcmynda. Lítum ofurlítið nánar á mynd- dæmi 2, 3 og 4. ímyndum okkur að við séum að vinna með senu, þar sem Guðrún Ósvífursdóttir ræðir sín innstu hjartans mál við viðhaldið og prins drauma sinna Kjartan. í senunni vinnum við að sjálfsögðu bæði með nærmyndir og heilmyndir af þeim skötuhjú- unum. Hvernig við klippum á milli þessara mynda ræðst svo af efnislegu inntaki samtals þeirra. Mynddæmi 2 er ætlað að benda okkur á, að nærmyndirnar af Guðrúnu getum við skorið á ýmsa lund. Það skiptir á hinn bógin miklu máli fyrir heildarsvip senunnar, hvern þessara þriggja myndskurða við veljum. Myndir 1 og 2 eru ekki í jafnvægi. Þegar við skoðum senuna í heild sinni, upplifum við hinsvegar mynd- byggingu myndar 3 í mun meira jafnvægi en hinar tvær. Þannig sköpum við okkar eigin neikvæðu“ mynd utan við myndf- lötinn sem vegur upp það mis- ræmi er annars búa í myndbygg- ingunni. Önnur skýring er sú,k að regl- an um legu athyglispunkts í myndfletinum, sem við fjölluð- um um í síðustu viku, gildir einn- ig í þessu tilviki. Skoðum það dæmi nánar: . í mynddæmi 3 sýnum við áhor- fendum fyrst heilmynd af Guð- rúnu og Kjartani, til þess að gera þeim m.a. grein fyrir, íhvaða um- hverfi samtalið á sér stað. Síðan klippum við í nærmyndir af þeint skötuhjúum þegar líða tekur á samtalið, til þess að sýna svip- brigði þeirra og viðbrögð við til- svörum viðmælandans. í myndskeiði 1 sjáum við Guð- rúnu og Kjartan ræðast við í heil- mynd. Þau horfa eðlilega hvort á annað. Þau eru staðsett hvort sín- um megin við miðju myndflatar- ins, Guðrún til hægri, Kjartan til- vinstri. Ef við af einhverjum ástæðum skyldum nú vilja klippa í nær- mynd af Guðrúnu, þá verður það klipp „mjúkt“, ef við komum henni einnig fyrir til hægri í myndfletinum í nærmyndinni. Það er: Áhorfandinn þarf ekki að láta augun reika um myndflötinn í nokkur sekúndubrot, áður en hann nær á ný augnsambandi við Guðrúnu. Ef við á hinn bóginn komum henni fyrir vinstra megin í myndf- letinum í nærmyndinni (Sjá mynddæmi 4), þá verður áhorf- andinn að leita eftir framang- reindu augnsambandi eftir myndbreytinguna. (4 myndskeið af Guðr. Ósv.d. og Kjartani) (1 heilmynd og 3 nærmyndir „rangt“ uppbyggðar) Tvær ranglega uppbyggðar myndir (eins og t.d. 2b og 3b) gætu aukinheldur gefið áhor- fendum til kynna, að Guðrún og Kjartan snúi bökum saman á meðan þau ræðast við. Þykjumst við þar með hafa nógsamlega fjallað um mynd- byggingu í bili. f næstu viku mun- um við í þess stað beina sjónum að þeim „málfræðireglum" myndmálsíns, er lúta sérstaklega að hreyfingu myndefnisins í myndfletinum, ásamt skil- greiningu helstu grunnhugtaka er varða hreyfanleik sjálfrar uppt- ökuvélarinnar. NÝTT HELGARBLAÐ - : ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.