Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 29
SKÁK Margeir eða Skákmeistari Islandsverður annar hvor þessara heiðurs- manna. Þegartværumferðir eru eftir af mótinu hefur Marg- eir hlotið 8 vinninga en Jón L. 71/2 Hannes Hlífar Stefánsson sem byrjaði mótið af miklum krafti hefur heldur hægt ferðina. Hann tapaði hinni mikilvægu skák við Margeir í 8.umferð og síðan tap- aði hann fyrir Karli Þorsteins í aðeins 15 leikjum í 9. umferð. Tí- unda umferð mótsins var tefld í gærkvöldi og þá atti Margeir kappi við Karl Þorsteins en Jón L. átti að tefla við Þráinn Vigfúss- on. Staða efstu manna fyrir næstsíðustu umferð var þessi: 1. Margeir Pétursson 8 v. 2. Jón L. Árnason IVi v. 3. Karl Þorsteins 6V2 v. 4. Hannes Hlífar Stefáns- son 6 v. Þess má geta að árangur alþjóðlegs meistara er 7 vinning- ar og getur Hannes Hlífar náð þeim árangri, enda aðeins tíma- spursmál hvenær hann öðlast tit- ilinn. í síðustu tveim umferðun- um teflir hann við þá Ásgeir Þór Árnason og Benedikt Jónasson. Stórmeistararnir Margeir og Jón L. hafa auðvitað verið í sér- flokki og mótið raunar enginn verulegur prófsteinn á styrkleika þeirra. Þess má geta að verði Margeir íslandsmeistari er það þriðja árið í röð sem hann vinnur þann titil og vinnur hann því bikarinn sem um er keppt til eignar. í skákinn sem hér fer á eftir beitir Margeir hinu trausta Maroczy-afbrigði af Sikil- eyjarvörn sem útheimtir ná- kvæma taflmennsku hvíts. Hann- es tekur tæpast nógu hraustlega á móti og smátt og smátt nær svart- ur yfirhöndinni: 8. umferð Hannes Hlífar Stefánsson - Margeir Pétursson Sikileyjarvörn 1. e4-c5 4. Rxd4-g6 2. Rf3-Rc6 5. c4-Rf6 3. d4-cxd4 6. Rc3-d6 7. Be2-Bg7 10. Dd2-a5 8. Be3-0-0 11. b3 9. 0-0-Bd7 (Betra er sennilega 11. Rdb5 eða 11. f3). 11. .. a4! (Færir sér í nyt valdleysi e4- peðsins.) 12. f3-Da5 14- Bxd4-axb3 13. Habl-Rxd4 15- Hxb3 (Vafasamur leikur. Betra var 15. axb3 með það fyrir augum að leik 16. b4. Svartur getur leikið 15... Db4 en eftir 16. Hfdl stend- ur hvítur e.t.v. eitthvað betur.) 15. .. Bc6 18. Bd4-Dh5 16. Bb6-De5 19. Be3-Rc5 17. Rb5-Rd7 20. Hbbl (Það dylst engum að svartur hefur gert meira en að jafna tafl- ið.) 20. .. Bxb5 23. Bdl-Dal 21. Hxb5-De5 24. Bxc5 22. Khl-Ha7! (Tilvist mislitra biskupa léttir ekki vörnina hjá hvítum því svarti biskupinn er mun öflugri en kol- legi hans.). 24. .. dxc5 32. Bbl-Db3 25. Dd3-Hxa2 33. Kh2-h5 26. Hxb7-Hb2 34. h4-Db4 27. Hxb2-Dxb2 35. Bc2-Ha2 28. f4-Bd4 36. Hbl-Da5 29. Bb3-Hb8 37. e5-e6 30. Bc2-Da2 38. Hb8+-Kg7 31. h3-Hb2 39. Hb7?? (Hannes stenst ekki freisting- una og hótar 40. Dxg6+ en sést yfir bráðdrepandi svarleikur Margeirs. Hann varð að halda kyrru fyrir með 40. Hbl þó svart- ur eigi mun betri möguleika í þeirri stöðu.) HELGI ÓLAFSSON Jón L. 39. .. Hxc2! 40. Dxc2-Del! 41. Kh3-Bf2! - og Hannes gafst upp. í þessari sömu umferð lagði Jón L. Árnason Benedikt J. Jón- asson á snaggaralegan hátt. Jón L. Arnason - Benedikt Jónasson Frönsk vörn 1. e4-e6 2. d4-d5 3. Rc3-Bb4 4. e5-Dd7 5. Dg4-f5 6. Dg3-b7 7. Rh3-Ba6 8. Bxa6-Rxa6 9. Rf4-0-0-0 10. a3-Bxc3+ 11. Dxc3-Re7 12. h4-Kb7 13. b4-c6 14. a4-Rc7 15. Hh3-g6 16. Da3-Ha8 17. Hc3-Rc8 18. Rd3-h6 19. Hbl-a6 mannaerþessi: 1. Helgi Ólafsson IVí v. 2.-3. Johanson og Flear 6*/2 v. 4.-5. Schandorf og Rantanen 6 v. 20. Rc5+!-bxc5 21. bxc5+-Rb5 22. axb5-axb5 23. Hxb5+-cxb5 24. c6+-Dxc6 25. Dxa8+-Kxa8 26. Hxc6-He8 27. Bxh6-Kb7 28. Hc3-Hh8 29. Bg5-Ra7 30. Hg3-Rc6 31. Bf6-Hh6 32. c3-b4 33. cxb4-Rxd4 34. Kd2-Rc6 35. Ke3-Rxb4 36. Kf4-Kc6 37. Kg5-Hh7 38. Kxg6-Hb7 39. h5-d4 40. h6-f4 41. Hb3-f3 42. gxf3 - og svartur gafst upp. Fimmta einvígi Kasparovs og Karpovs Lokaspretturinn á Skákþingi Sovétríkjanna varð geysispenn- andi eins og útlit var fyrir. Eins og fram hefur komið voru þeir Gam' Kasparov og Anatoly Karpov efstir og jafnir fyrir síðustu um- ferð með 11 vinninga. í síðustu umferð gerði Kasparov jafntefli með hvítu gegn Eingorn en Karp- ov gerði jafntefli með svörtu gegn Ehlvest. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Kasparov og Karpov 11 Vi v. hvor. 3.-4. Salov og Jusupov 10 v. hvor. 5-6. Eingorn og Ivantsjúk 9Vi v. 7. Judasin 9 v. 8. Beljavskí 8V2 v. 9.-12. Sokolov, Smyslov, Ehlvest og Gavrikov 8 v. hver. 13.-14. Vaganian og Halifman 7/2 v. hvor. 15.-16. Gurevic og Smirnin 7 v. hvor. 17.-18. Mal- anjúk og Harivonov 6 v. hvor. Greinarhöfundur efstur ó mótinu við Djúp Þegar þetta er ritað eru tvær umferðir eftir af skákmótinu við ísafjarðardjúp. Staða efstu Spurningin er hvort þeir Karp- ov og Kasparov tefli sitt fimmta einvígi. Samkvæmt reglum á það að hefjast strax að loknu móti eða í dag samkvæmt fréttum. En það eru ýmis ljón í veginum. Móts- haldarinn vill láta þá tefla fjög- urra skáka einvígi og verði þeir jafnir þá fari fram einhvers konar bráðabani. Samkvæmt heimild- um mínum mun Kasparov hafa krafist þess í því tilviki að þeir skilji jafnir eftir fjórar skákir skeri betri stig (Kasparov er með betri stig) úr um hvor hreppi So- vétmeistaratitilinn. Hann virðist ekki fá sínu framgengt. Aðrar heimildir greina Frá því að Kasp- arov hafi lýst því yfir að hann verði örugglega búinn að vinna einvígið í fjórum skákum svo menn skuli ekki hafa áhyggjur af framlengingu. Úr herbúðum Karpovs heyrast þær raddir að hann hafi í svo mörgu að snúast þessa dagana að það sé vafasamt að hann geti teflt einvígi. Mín spá er sú að ekkert verði úr þessu einvígi. FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Jafngildir eftirlit Htskoöun? Fyrir rúmum þremur árum staðfesti Vigdís Finnbogadóttir forseti ný útvarpslög en sam- kvæmt þeim var einkaréttur ríkis- ins á útsendingu útvarps- og sjón- varpsefnis afnuminn. Állir þekkja framhaldið en hverjir muna að í lögunum er ákvæði um að þau skuli endurskoðuð að ákveðnum tíma liðnum? Undirskrift forsetans er dag- sett 27. júní 1985 en lögin tóku gildi 1. janúar 1986. í þeim segir að þau skuli endurskoða „innan þriggja ára frá setningu þeirra". Það á því að vera búið að endur- skoða lögin fyrir næstu áramót. Með öðrum orðum: frá og með áramótum eru engin útvarpslög í gildi í landinu. Ég geri ráð fyrir því að ég sé ekki einn um þá skoðun að nauðsynlegt sé að ræða fram- kvæmd laganna með það í huga hvort ekki þurfi að gera á þeim breytingar þegar þau verða end- urskoðuð. Það sem mér finnst einkum og sérílagi þurfa að skoða er hlutverk útvarpsréttarnefnd- ar. Formaður nefndarinnar, Kjartan Gunnarsson, hefur látið hafa það eftir sér að honum finn- ist ekki rétt að nefndin gegni eftirlitshlutverki umfram það sem felst í að veita útvarpsleyfi. Allt eftirlit þar umfram telur hann af ætt ritskoðunar og bendir á að prentað mál lúti engu slíku eftirliti. Sem er í sjálfu sér rétt og ekki ætlun mín að biðja um slíkt eftirlit. Þetta svar Kjartans segir þó ekki alla söguna. Hann lítur framhjá þeirri staðreynd að það er töluverður munur á þeirri fjöl- miðlun sem fer fram á ljósvakan- um annars vegar og prentuðu máli hins vegar. Ég ætla að nefna eitt dæmi. Þeir sem horft hafa á beinar útsendingar frá íþróttakapp- leikjum í Stöð 2 hafa sennilega veitt því athygli að löngum stund- um má sjá eitthvert fyrirtækis- merki efst í hægra horni skjásins. í lok útsendingar og stundum líka í hálfleik er svo téðu fyrirtæki þakkað fyrir að hafa gert Stöð 2 kleift að bjóða upp á þessa út- sendingu. ímyndum okkur ef það stæði alltaf í íþróttakálfi Moggans eða DV, og á hverri síðu, að lesend- um bæri að hugsa með þakklæti til þessa eða hins fyrirtækisins fyrir að gera blaðinu kleift að flytja þeim íþróttafréttir. Þessu mætti svo halda áfram með því að Tíminn þakkaði SÍS fyrir að geta sagt okkur fréttir af ástandinu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Nú eða að Morgunblaðið þakkaði Útsýn fyrir að kosta fréttaflutn-- ing af sólarlandaferðum. Þessi dæmi eru kannski hláleg en þau sýna þó að mínu viti hversu hál sú braut er sem nýju stöðvarnar feta (og RÚV hefur reyndar ekki heldur hreinan skjöld). Samfléttun auglýsinga og annars efnis verður stöðugt meiri og dulbúnar auglýsingar æ algengari. Einkum eru það get- raunaleikimir sem valda þessu því í þeim eru veitt verðlaun og fylgir undantekningarlaust nafn þess eða þeirra fyrirtækja sem gáfu verðlaunin. Mér finnst full ástæða til þess að við endurskoðun laganna verði hert á ákvæðinu í 4. grein þar sem segir að auglýsingar skuli „vera skýrt afmarkaðar frá öðr- um dagskrárliðum". Annað atriði sem þyrfti að at- huga er ákvæði sem er að finna í 6. grein reglugerðar sem sett var um framkvæmd útvarpslaganna. Þar segir nefnilega: „Útvarps- stöðvar skulu stuðla að almennri menningarþróun og efla íslenska tungu.“ Skorinorðara getur þetta ákvæði varla verið en mér finnst verulega vanta á að með því sé fylgst að þessu ákvæði sé fullnægt. í það minnsta man ég ekki til þess að útvarpsréttar- nefnd hafi nokkurn tíma haft af- skipti af vondu málfari eða menn- ingarsnauðu útvarpsefni. Það veit þó sá sem allt veit (ef hann er þá til) að oft hefur verið ástæða til að finna að efni og málfari út- varpsstöðvanna. Og er þá útvarp allra landsmanna ekki undan- skilið. Þetta og meira til þarf að ræða á næstu mánuðum ef við eigum ekki að standa uppi með óbreytt lög og óbreytt ástand um langa framtíð. Eða er kannski alit í himnalagi? NÝTT HELGARBLAÐ - IÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.