Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGSFRÉTTIR Niðurfœrslan Hækkun húsnæðisvaxta Jón Baldvin Hannibalsson: Ekki stórmál að hœkka húsnœðisvexti. Svavar Gestsson: Hœkkun húsnœðisvaxta í 7°/o kostar lántakanda margra ára vinnu Að loknum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra að það væri ekki stórmál þótt vextir á húsnæðislánum hækk- uðu. Ef gengisfellingarleiðin yrði farin myndi greiðslubyrði hús- næðiskaupenda aukast enn meira og um 5% í óbreyttu ástandi. Svavar Gestsson alþingismaður segir hækkun vaxta á húsnæðisl- ánum úr 3,5% í 7% lengja þann tíma, sem tekur að vinna fyrir láni, um nokkur ár. Eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag var Jón Baldvin spurð- ur að því hvort kratar gætu sam- þykkt hækkun húsnæðisvaxta. „Það er ekki stórt mál í þessu dæmi,“ sagði Jón. Menn yrðu að bera þetta saman við það ef geng- isfellingarleiðin yrði farin og lánskjaravísitala hækkaði um 10% eða um 5% að óbreyttu á- standi. Niðurfærsluleiðin lækk- aði hins vegar lánskjaravísitö- luna. Pannig myndi greiðslubyrði húsbyggjenda trúlega lækka meira en sem svaraði 1,5% vaxta- hækkun. Kjarni málsins væri sá að kappsamlega væri unnið að nýju húsnæðislánakerfi og húsn- æðisfjármögnunarkerfi sem væntanlega gengi í gildi um ára- mót. Hér væri því verið að tala um þrjá mánuði. Þessi afstaða fjármálaráðherr- ans er ekki í takt við skoðun flokkssystur hans Jóhönnu Sig- urðardóttur sem hefur iýst sig andvíga hækkun húsnæðisvaxta. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra hefur einnig lýst yfir and- stöðu sinni. Svavar Gestsson alþingismað- ur setti upp dæmi á blaðamanna- fundi á miðvikudag. Hann sagði að ef vextir á húsnæðislánum hækkuðu úr 3,5% í 7% myndi það þýða að maður með þriggja miljóna lán yrði fjórum árum lengur að vinna fyrir láninu en áður. -hmp Hjólbarðaverkstœði Hækkanir nú í vikunni Verið að komast undan efnahagsaðgerðum. Hver sjálfum sérnœstur. Ekki nema 20-30% álagning ísmásölu Fást hjólbarðar á „gamla verðinu" eftir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar? Mynd: Ari Af því hafa borist spurnir að hjólbarðaverkstæði séu að hækka þjónustu sína þessa dag- ana og vekur það ákveðnar grun- semdir um að með því séu þessi fyrirtæki að koma sér undan því að fyrirhugaðar efnahagsaðgerð- ir stjórnvalda komi niður á þeim. Á nokkrum dekkjaverkstæð- um fengust þær upplýsingar að verð á þjónustu þeirra hefði hækkað um u.þ.b. 7% í þessari viku og á nokkrum öðrum stöð- um eru svipaðar hækkanir fyrir- hugaðar á næstunni. Hækkanir þessar eru skýrðar með því að verð á þjónusta dekkjafyrirtækja hafi lengi staðið í stað og ekki fylgt almennri verð- lagsþróun. - Það bjargar sér hver og einn eins og hægt er og á með- an verðlag er frjálst er ekki óeðli- legt að menn hækki sína þjónustu sem ekki hefur hækkað mikið undanfarið þegar séð er fram á að það verði ekki mögulegt síðar, sagði einn viðmælandi blaðsins þegar þessar hækkanir voru bornar undir hann. - Ef litið er á þróun verðlags á dekkjum og þjónustu dekkja- verkstæða undanfarin ár má sjá að verðlag á okkar vörum og þjónustu hefur síður en svo hækkað meira en almennt verð- lag í landinu, sagði Viðar Hall- dórsson hjá Gúmmívinnustof- unni. Aðspurður um ólöglegt verð- samráð hjólbarðaverkstæða sagði Viðar að því væri ekki að neita að verkstæðin fylgdust með verðlagi á öðrum stöðum og það þýddi lítið að vera með hærra verð en aðrir á markaðinum en sagði að sér fyndist ekki rétt að líta eingöngu á það hvort um sama verð væri að ræða á öllum stöðum heldur einnig það hvort þetta verð væri sanngjarnt eða ekki. - Smásöluálagning er nú ekki nema milli 20-30% og ég sé ekki að það sé hægt að reka verkstæði með öllu minni álagningu, sagði Viðar. •Þ Fiskiðnaður Heimshlaupið Leitað að hlaupurum Piltur og stúlka fœdd 1974 send til New York Vegna Heimshlaupsins ‘88, sem haldið verður samtímis um allan heim þann 11. september n.k., leitar Rauði kross íslands að tveim fulltrúum íslenskrar æsku til að fara fyrir íslands hönd til New York og vera viðstödd upp- haf hlaupsins. Ein stúlka og einn piltur verða valin úr hópi umsækjenda sem þurfa að uppfylla þau skilyrði að vera fædd árið 1974, tala góða ensku, hafa tekið þátt í félags- málum og/eða listum og vera til- búin að koma fram í sjónvarpi. Umsóknum þarf að koma á framfæri fyrir26. ágúst nk. í síma 623170 hjá Rauða krossinum. Karvel Pálmason Vill sjá útfærsluna Maður hins stranga verðlagseftirlits. Færa vextina niður Karvel Pálmason varaformað- ur Verkamannasambandsins sagði eftir miðstjórnarfund ASÍ í gær að hann vildi sjá útfærsluna á niðurfærsluleiðinni áður en hann hafnaði henni. Hann hefði alltaf verið nraður strangs verðlagseft- irlits og útilokaði ekki að það væri framkvæmanlegt ef menn á annað borð meintu það. í samtali við Þjóviljann sagði Karvel að menn yrðu að gera sér ljóst að ef þessi leið ætti að tak- ast, yrði að setja mannskap í verðlagseftirlit til að halda því til streitu og jafnvel útfæra það í við- urlögum. En er Karvel þá tilbú- inn að samþykkja einhverja launalækkun? „Ég er ekki að samþykkja eitt né neitt, ég vil bara skoða þessa leið eins og aðr- ar, sjá hvort hún er líkleg til að verja okkar fólk þeim áföllum sem gætu dunið yfir og eru þegar farin að dynja yfir,“ sagði Karvel. Um millifærsluleiðina hafði Karvel það að segja, að hann hefði ekki séð neina útfærslu á henni. Ef menn hygðust hins veg- ar færa einhverjar stærðir niður ætti að færa vextina niður líka. -hmp Leiðrétting Ég hlýt að biðja Þjóðviljann minn að láta af uppteknum hætti og gera mér ekki þann ógreiða að titla mig sí og æ framkvæmda- stjóra Oryrkjabandalagsins. Ég gegni hér starfi félagsmálafull- trúa og finnst ærinn heiður að því. Hins vegar er í leiðinni rétt að gera iesendum grein fyrir því að framkvæmdastjóri Öryrkja- bandalagsins, og þar með fram- kvæmdastjóri minn, er sú ágæta kona Ásgerður Ingimarsdóttir sem gegnir því starfi af mikilli prýði. Helgi Seljan Þjóðviljinn biður Helga, Ás- gerði og lesendur afsökunar og heitir því að nefna menn og hluti sínum réttu nöfnum héðan í frá. Hætla á salmonellumengun Rannsóknastofnunfiskiðnaðarins: Sífellt unnið að gerð úttekta á salmonellu íýsmum sjávarafurðum. Gœti skaðað markaðsstöðu íslendinga alvarlega efsalmonellafyndist ísjávarafurðum til manneldis Sem betur fer hefur ekki enn orðið vart salmonellumeng- unar við vinnslu sjávarafurða til manneldis en hinsvegar í fiski- mjöli. Matarsýking sem rekja mætti til íslenskra sjávarafurða yrði okkur mikill álitshnekkir og gæti skaðað markaðsstöðu okkar alvarlega, sagði dr. Grímur Vald- imarsson örverufræðingur og forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins við Þjóðviljann. Að sögn dr. Gríms er nú svo komið að salmonellubakteríur eru orðnar hluti af lífríkinu hér við land og tíðni sýkinga í fólki orðin svipuð og erlendis. Á undanförnum árum hefur salm- onella einangrast úr um 80 ís- lendingum á ári. Salmonellubakteríur þrífast vel þar sem er nægjanlegur raki og næringarefni. Þess vegna finn- ast þær nær alltaf í sjó og vatni sem mengast hefur af skólpi eða í yfirborðsvatni. Rottur bera sýkil- inn nær alltaf og algengt er einnig að fuglar séu smitberar. Rann- sóknir hafa sýnt að 15-20% máva hérlendis smitaðir. í síðasta fréttabréfi Ríkismats sjávarafurða vekur dr. Grímur máls á því hvort hætta sé á salm- oneilumengun við vinnslu sjáv- arafurða hérlendis. Reglulega eru tekin sýni af fiskfram- leiðslunni og send Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins til rann- sókna. Mest áhersla hefur verið lögð á viðkvæmustu vöruna, til dæmis skelfisk og forsoðna rækju. Um þessar mundir stend- ur einmitt yfir úttekt á salmonellu f ýmsum sjávarafurðum á vegum örverudeildarinnar. Aðspurður hvernig aðbúnaði fiskvinnslustöðva væri háttað hér á landi, sagði dr. Grímur að hann væri þó nokkuð góður en samt sem áður yrðu menn sífellt að vera vakandi fyrir bættum aðbún- aði í fyrirtækjunum. Dr. Grímur sagði að til að fyrirbyggja salm- onellusýkingu í vinnslu sjávaraf- urða yrðu menn að tryggja að vinnsluvatnið í fiskvinnslunni væri ávallt klórblandað og að aldrei mætti nota strandsjó til þvotta eða fiskvinnslu nema að undangenginni rannsókn. -grh 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝ7T HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.