Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Kvömin malar Þessa dagana, þegar her manns situr sveittur viö aö hugsa upp efnahagsaðgerðir, er fróðiegt að skyggnast að- eins útfyrir landsteinana. Oftast eru bylgjurnar nokkra stund að skila sér vestan og austan um haf hingað til lands, og sé tekið mið af þeirri efnahagsmynd sem hér er dregin upp hlýtur ástandið í nánasta umhverfi erlendis, í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, að vera komið á ystu nöf. Þar hljóta ráðamenn að hafa gripið til verulegra samdrátt- arráðstafana, og þangað hlýtur að vera hægt að sækja sér reynslu og fyrirmyndir í hugleiðingum stjórnarflokkanna og hagspekinganna um það hvernig best sé að skerða kjörin til að bjarga fyrirtækjunum. En utan landhelginnar blasir þessi mynd ekki við. Þvert á móti muna elstu menn í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku ekki annað eins blómatímabil í efnahagsmálum, og þá gildir einu hvort litið er til ríkja þarsem markaðshyggja hefur ráðið ríkjum eða til ríkja sem jafnaðarmenn hafa stjórnað. í Vestur- Evrópu hefur hagvöxtur síaukist síðari ár og er nú 3-5 prós- ent. Verðbólga mælist alstaðar með eins stafs tölu og er víðast 2-4 prósent. Evrópubandalagsríkin stefna með síauknu sjálfstrausti að innramarkaðsstökkinu 1992, og önnur ríki Vestur-Evrópu reyna að aðlaga sig þeim aðstæðum með traustum efnahag og styrkum samkeppnisatvinnuvegum. í Bandaríkjunum þykir það eitt af fáum trompum varafor- setans Bush í kosningabaráttunni að almennur efnahagur er í góðu lagi; þar segja menn ágúst 68. hagvaxtarmánuðinn í röð og telja hollast fyrir demókrata að láta efnahagsmálin liggja í láginni. Efnahagsvandi okkar hér á íslandi á sér því enga hlið- stæðu í grannríkjunum. Hvað er þá að? Verð hefur lækkað á fiskmörkuðum, en þá er miðað við metár undanfarið, enda rýrna viðskiptakjör rétt um eitt prósent á árinu samkvæmt síðustu spám. Hér eru ekki á ferð neinskonar forsendur fyrir efnahags- kreppu á íslandi. Enda bendir flest til að sá vandi sem allir viðurkenna hér sé alls ekki sprottinn af ytri þrengingum heldur skipulagsleysi og rangri stefnu í hagstjórn. Sú stefna hefur orðið til þess að upp hefur komið hópur nýríkra fjármagnseigenda bæði innan og utan við hefð- bundnar viðskiptaklíkur og dregið féð bæði frá stórum hluta almennings, - til dæmis þeim sem standa í húsnæðis- hrakinu - og frá atvinnufyrirtækjunum, ekki síst á lands- byggðinni. Menn sjá það jafnvei í ríkisstjórninni að það að halda áfram á þessari braut er að saga undan sér greinina sem setið er á. Þessvegna eru komin upp þau gömlu bjargráð að taka peningana frá launamönnum með valdi og færa þau til fyrirtækjanna. Þessar hugmyndir eru ekki einungis samningsrof, sví- virða við alla launamenn og sérstök svívirða við þá þeirra sem haldið hefur verið niðri undanfarin ár. Þær jafngilda því líka að pissa í skóinn sinn. Án verulegra breytinga á hag- stjórninni mundi sá ránsfengur ekki duga nema nokkra mánuði. Niðurfærsla, gengisfelling, - það er sama hvað menn kjósa að kalla þetta safn af efnahagsaðgerðum. Meðan ekki stendur annað til en að stela enn einu sinni af kaupinu heldur kvörnin áfram að mala. Það þarf að stokka upp efnahagskerfið, og féð til byrjunar- aðgerðanna er sjálfsagt að taka þar sem gróðinn hefur verið mestur undanfarin misseri: hjá skattfríum fjármagnseigend- um. Ekki almennu launafólki. Ekki þeim sem eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Ekki ellilífeyrisþegum og öryrkjum. -m Afmæli á Akureyri Þingflokkkur Sjálfstæðis- flokksins kom saman í fyrradag. Umræðuefnið var niðurfærslan svonefnda en fundarstaðurinn var Akureyri til heiðurs Halldóri Blöndal þingmanni Norðurlands- kjördæmis eystra en hann komst einmitt á sextugsaldurinn þennan sama dag. Reynt hafði verið að skapa dálitla spennu fyrir fund- inn og þeir sem æstastir voru í stórtíðindi gerðu því skóna að ef til vill hafnaði Sjálfstæðis- flokkurinn niðurfærsluleiðinni. Sanntrúuðum frjálshyggju- mönnum óaði að Sjálfstæðis- flokkurinn léði máls á að stjórna efnahagslífinu „með handafli“. Sumir, sem ekki höfðu „fattað djókinn" að frjálshyggjan er bara góð á meðan réttu aðilarnar græða, héldu að framundan væri ekkert annað en stjórnarslit. Tónninn í DV í fyrradag ýtti undir þessa skoðun. Þar stóð yfir þvera forsíðu að niðurfærslan stæði í Sjálfstæðismönnum. Þeim, sem best þekktu til, datt þó ekki í hug að þingflokkkurinn færi að hafna niðurstöðum for- stjóranefndarinnar. Það var t.d. augljóst á svipbrigðum Stein- gríms Hermannssonar í sjón- varpsviðtali fyrir skömmu að hann taldi allar slíkar hugmyndir hreinustu firru. Hvernig ætti þingflokkur íhaldsins að hafna einróma áliti forstjóranna, áliti sem varð til í nefnd sem skipuð var af Þorsteini Pálssyni forsætis- ráðherra og sett á laggirnar að hans frumkvæði. Nú var upp runnin sú tíð að Framsókn gat valið úr þá þætti úr forstjóratil- lögunum, sem hún kærði sig um. Engar áhyggjur af krötum, þeir eru fastir í netinu. Samráð og samstaða Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins samþykkti sem sagt niður- færsluleiðina, en þó með þeim skilyrðum að samráð verði haft við samtök launþega og samstaða náist með launþegum um leiðina. Þetta finnst sumum merkileg tíð- indi hjá þeim flokki sem ekki hef- ur hikað við að banna frjálsan samningsrétt með bráðabirgða- lögum og mun ekki hika við að ganga á gerða kjarasamninga nú næstu daga með því að banna með nýjum bráðabirgðalögum að laun hækki um 2,5% um næstu mánaðamót. Lítum á hvað Morg- unblaðið hefur í gær eftir for- manni þingflokks Sjálfstæðis- manna. „Pað er forsenda þess, að leið þessi lánist, að samráð og sam- staða náist við samtök vinnum- arkaðarins, “ sagði Ólafur G. Einarsson. „Við gerum okkur Ijóst að það er ekki á vísan að róa um að samkomulag verði um efnahagsráðstafanir yfirleitt, en þessi leið krefst þess sérstaklega. “ (Menn eru ofboðlítið hógværir þessa dagana. Hvað kemur til?) „Ólafur sagði að ef niður- færsluleiðin yrði farin, teldi hann eðlilegt að frysta kauphækkan- irnar sem koma eiga til fram- kvæmda um mánaðamótin (þ.e. 2,5%) og létta þannig byrðum af Iaunagreiðendum sem þeir hefðu þegar gengist undir. „Það gæti hins vegar leitt af sér uppsögn samninga og launagreiðendur verða þá að standa frammi fyrir nýrri samningalotu.““ Skrýtið hljóð Atarna var skrýtið hljóð úr íhaldsstrokknum. Var ekki for- seti ASÍ búinn að segja hátt og skýrt að launafólk gæti ekki unað þeirri leið, sem forstjóranefndin boðaði? í fjölmiðlum hafði hann íalað um forstjóradrauma og kallað það óðs manns æði að láta sér detta í hug kauplækkun. Launalækkun væri fyrst og fremst árás á þá sem þægju laun sam- kvæmt töxtum. Og Ásmundur Stefánsson hafði ekkert skafið utan af því að ríkisstjórnin yrði að taka á peningamálum og ríkis- fjármálum, þar sem allt væri í ó- lestri, og taka ekki síst á gráa markaðnum. Ráðherrarnir hefðu þegar í vor viðurkennt að vand- inn stafaði ekki af laununum. Það fer ekki milli mála að hér hafði Ásmundur ekki lýst sinni einkaskoðun, heldur túlkað álit mikils meirihluta þess fólks sem hann er í forsvari fyrir sem forseti Alþýðusambandsins. Þess vegna er dálítið undarlegt að sjá eftir- farandi haft eftir formanni þing- flokks Sjálfstæðisflokksins í fyrr- greindu Moggaviðtali: „Ólafur var spurður hvort orð Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ um að niðurfœrsluleiðin sé óðs manns œði og að umhana geti ekki tekist þjóððarsátt, útilokuðu ekki í raun samkomulag við verkalýðshreyfinguna. „Við get- um ekki fyrirfram litið svo á að orð Ásmundar séu lög í landinu þótt við gerum okkur stöðu hans auðvitað Ijósa, “ sagði hann. „Við viljum kanna málin með form- legum hœtti; þar á meðal við- rœðum við aðila vinnumarkaðar- ins. ““ Hvað nú? Nú er tvennt til: Látnar verða fara fram málamyndaviðræður við fulltrúa verkalýðshreyfingar- innar og ekkert gert með það sem þeir segja, eða að aðstandendur ríkisstjórnarinnar telja sig eiga einhverja vgn á að sjónarmið As- mundar Stefánssonar verði ekki ofan á hjá verkalýðshreyfing- unni. í vor var haft formlegt sam- band við fulltrúa verkalýðshreyf- ingarinnar en ráðherrarnir nenntu ekki að eyða miklum tíma í þau mál og án mikilla umræðna eða nokkurs samráðs skelltu þeir á bráðabirgðalögum sem afnámu samningsréttinn. Auðvitað er hugsanlegt að aðferðirnar verði svipaðar núna, að ráðherrar láti nægja að hóa í nokkra verkalýðs- leiðtoga, segi kurteislega halló og skelli sér svo án frekari málavaf- sturs í að lækka launin. Kannski er þetta hinn „formlegi háttur“ sem Ólafur G. Einarsson er að tala um. En hitt væri verra, að pólitísk tengsl sumra verkalýðsforkólfa við Alþýðuflokkinn, Sjálfstæðis- flokkinn og Framsókn hefðu það í för með sér að innan verkalýðs- hreyfingarinnar næðist fram ein- hvers konar meirihluti fyrir niðurfærsluleið forstjóranna. Óskandi er að Ólafur G. Einars- son haldi ekki í alvöru að sjón- armið Ásmundar Stefánssonar verði undir og menn samþykki kjaraskerðingu af pólitískum hvötum. ÓP Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandl: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁmason, óttarProppó. Fréttaatjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltatelknarar: Kristján Kristjánsson, Kristberguró. Pótursson Framkvæmdaatjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjórl: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgrelðslustjórl: Björn Ingi Rafnsson. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innhelmtumenn: Katrin Bárðardóttir, OlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 70 kr. Helgarblöð:80 kr. Áskriftarverö á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.