Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 8
Á BEININU Samstilling og sættir Ólafur Ragnar Grímssonformabur Alþýðubandalagsins: Viðskiptaráðherra týndur í nefnda- ogpappírsfargani. Gottsamstarfvið Svavar. Nýttskeið runnið upp ísögu Alþýðubandalagsins Fátt hefur vakiö meiri at- hygli á síðustu dögum en um- fjöllun og umræður í kjölfar þeirrar yfirlýsingar Ólafs Ragnars Grímssonarfor- manns Alþýðubandalagsins að eitt eða fleiri ávöxtunarfyr- irtæki í landinu væru hugsan- lega að komast í þrot. Þessi yfirlýsing var gefin á Kópa- vogsfundi Alþýðubandalags- ins sl. fimmtudag þar sem þeir Ólafur og Svavar Gestsson voru saman á opnum fundi flokksins í fyrsta sinn frá því á landsfundi sl. haust. Eru sætt- ir að takast innan Alþýðu- bandalagsins, sættir um hvað og eru allir sáttir? Ólafur Ragnarerábeininu. Voru yfirlýsingar þínar um stöðu ávöxtunarfyrirtækja I landinu ekki fljótfærnislegar og eingöngu til að vekja ugg hjá þeim sem þarna ávaxta sitt sparifé? - Nei síður en svo. Þessi við- vörunarorð voru vissulega tíma- bær. Þær upplýsingar sem við höfðum fengið í efnahagsnefnd Alþýðubandalagsins í viðræðum við fjölmarga kunnáttumenn á sviði fjármálalífs og viðskipta, sýndu það glögglega að dæmi voru um það að rekstur ávöxtun- arfyrirtækja væri kominn á hættulegt stig. Innlausnartíminn hafði lengst, í einstaka tilfelli all- verulega og sú samfléttaða keðja eignarhalds á öðrum fyrirækjum sem hefur þróast ört á undan- förnum árum, gat verið komin að því að bresta. Það sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðan, t.d viðtal við forstöðumann ákveðins ávöxtun- arfyrirtækis, hafa sýnt að þessi viðvörunarorð voru fyllilega tímabær, enda höfum við fengið síðar enn frekari upplýsingar sem staðfesta það. Bæði Seðlabanka- stjóri og viðskiptaráðherra hafa síðan staðfest að Bankaeftirlitið hafi ekki nægilegar lagaheimildir til að tryggja öryggi þessara við- skipta fyrir almenning. Viðskiptaráðherra sem er yfir- maður þessa peningakerfis segir í sérstöku svarbréfi til þín í fyrra- dag að engin ástæða sé til að kanna þessi mál sérstaklega núna strax. - Svar Jóns Sigurðssonar end- urspeglar fyrst og fremst að hann er eftilvill kominn svo á kaf í pappírana og nefndafarganið í ráðuneytinu að hann er farinn að missa sjónar af því sem er að ger- ast í þjóðfélaginu. Hann viður- kennir hins vegar að það sé stór- hættulegt að ávöxtunarfyrirtækin geti átt eignarhlutdeild í öðrum fyrirtækjum og það beri að banna. Hins vegar ætlar hann ekki að banna það fyrr en ein- hvern tímann í vetur þegar al- þingi hefur fjallað um málið. Bankaeftirlitið hafi heldur ekki nægilegar heimildir til að skoða þessi mál en hann ætlar að bíða þar til í vetur. Hann viðurkennir að það sé víðsfjarri að þessir hlutir séu í lagi. Við viljum að þegar verði gripið til aðgera en ekki ekki beð- ið eftir einhverju kerfishringsóli í ótaj nefndum ráðuneytisins. Úr því sá sem hefur ábyrgðina og valdið vill bíða, er þá ekki rétt að þú nefnir nöfn þessara fyrir- tækja sem standa tæpt? - Það er út í hött að segja að það sé skylda mín að nefna fýrir- tæki. Ég tel að sem ábyrgðarmað- ur almennings, þá sé það fyrst og fremst mitt og okkar að vara við þeirri hættu sem við sjáum, en ekki að fara að taka að okkur lögreglu- og rannsóknarhlutverk- ið sjálft. Eg hef tekið það sem dæmi að ef við sjáum mann brjótast inn í hús þá er ekki okkar að hlaupa til og handsama hann, heldur kalla þegar í stað til lög- reglu. Hvaða áhyggjur hefur formað- ur Alþýðubandalagsins af stöðu þeirra einstaklinga sem gera út á okurmarkað þessara fyrirtækja? - Eftir að ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar sleppti vöxtunum lausum, þá hafa þessi nýju fjármögnunarfyrirtæki vað- ið fram í fjölmiðlum með glans- auglýsingum og boðið fólki gull og græna skóga. Það er alveg ljóst að fjöldinn allur af venjulegu fólki, launa- fólki sem hefur tekist að spara einhverja smá fjármuni, ákveðið að flytja peningana sína úr bank- akerfinu og yfir til þessara fyrir- tækja sem hafa valsað eftirlitslítið og eftirlitslaust um markaðinn. Það er auðvitað ábyrgðarhluti af okkur sem berum hag alls launafólks fyrir brjósti, að vara ekki við kerfi sem felur í sér slíkt spilverk, að hagsmunum þessa fólks getur verið fórnað. Á svokölluðum „Kópavogs- fundi“ í síðustu viku, þá funduð- uð þið saman í fyrsta skipti opin- berlega frá því þú varst kjörinn formaður Alþýðubandalagsins, þú og Svavar Gestsson. Hvað kom til, eru einhverjar sættir að takast innan flokksins? - Við Svavar Gestsson höfum frá því við tókum sæti á alþingi báðir 1978 átt langa og góða sam- vinnu í stjórnmálum. Á undan- fömum mánuðum höfum við rætt mikið saman um framtíð ís- lenskra stjórnmála og framtíðar- þróun Alþýðubandalagsins. Það er mikill skilningur á því, bæði í fjölmennri forystusveit flokksins og meðal flokksmanna um allt land, að meginforsenda fyrir því að Alþýðubandalagið geti komið stefnumálum sínum fram, er að samstilltir kraftar flokksmanna allra standi á bak við þá stefnu. Við höfum verið sammála um það að nauðsynlegt sé að þróa starfið innan flokksins á þann veg að það geti tekist og ég tel að Svavar hafi átt stóran og góðan hlut að því að sú þróun er komin vel á veg að kraftanir verði sam- stilltir og Alþýðubandalagið sýni nýjan styrk úti í þjóðfélaginu. Ert þú að segja að sá óróleikat- ími sem verið hefur innan Al- þýðubandalagsins undanfarin misseri, sé liðinn? - Ég held að það sé nýtt skeið runnið upp í starfi Alþýðubanda- lagsins og ég á góðar vonir með það að forystusveit flokksins, bæði sú sem kjörin var á Lands- fundinum, forystumenn í þing- flokki og annars staðar í flokkn- um hafi sama skilning á því og við. Það starf sem við höfum verið að undirbúa síðustu vikur í efna- hagsnefnd flokksins, þar sem sitja auk okkar Svavars, þau Svanfríður Jónasdóttir og Steingrímur J. Sigfússon og sá þriggja daga vinnufundur þing- flokksins sem haldinn verður á Hallormsstað í næstu viku endur- speglar allt þetta skeið. Við höf- um öll dregið ákveðna lærdóma af reynslu undanfarinna ára og ég er mjög þakklátur fyrir þann djúpa vilja til samvinnu og samstillingar kraftanna sem kom- ið hafa fram hjá öðrum fórystu- mönnum flokksins. Byggjast þessar sættir að ein- hverju leyti á kosningaskjálfta í flokksmönnum? - Nei alls ekki. Það er engin kosningaskjálfti í flokknum. Við höfum þvert á móti lýst því yfir að við séum reiðubúin í þingkosn- ingar hvenær sem er. Ég held að þær byggist á pólitískri skynsemi, góðum hug og vilja til flokksins sjálfs, og því að menn hafa dregið lærdóma af reynslu undanfarinna ára. Einnig því að óstjórnin í landinu knýr á um það að Al- þýðuoandalagið stilli saman krafta sína með mjög afgerandi hætti. Nú hefur Alþýðubandalagið síður en svo aukið fylgi sitt f skoð- anakönnunum frá því að ný for- ysta var kjörin. Er ekki of seint að snúa við á þessa braut sem þú ert að lýsa? - Það tel ég ekki vera. Ég held að staða Alþýðubandalagsins í skoðanakönnunum og kosning- um byggist að verulegu leyti á þeim trúverðugleika sem flokkn- um tekst að vinna sér með skýrri stefnu og nýjum áherslum og samstilltu átaki allra. Hluti af skýringunni á þeim tölum sem skoðanakannanir hafa sýnt um stöðu Alþýðubandalags- ins, hefur auðvitað endurspeglast í því fylgi sem Kvennalistinn hef- ur hlotið og það er því mjög mikilvægt að auka áhrif kvenna í stjórnun og stefnumótun flokks- ins. Ég vil í því sambandi vekja athygli á því að varformaður flokksins, Svanfríður Jónasdóttir hefur haft forystu um nýja stefnu- mótun í sjávarútvegsmálum innan flokksins og það þarf að fylgja forystustarfi fjölmargra kvenna í Alþýðubandalaginu eftir. Þú hefur nýlega biðlað sérstak- lega til Kvennalistans og Fram- sóknarflokksins um nýja stjórnarmyndun. Hvaða Ijósu punkta sérð þú í stjórnarat- höfnum Steingríms Hermann- sonar? - Það er rangt að ég hafi biðlað til þessara flokka, ég hef hins veg- ar bent á það að það er annar möguleiki á myndun ríkisstjórnar í þessu landi en þeirrar sem núna situr. Ríkisstjórnar sem hafnaði algerlega kennisetningum frjáls- hyggju og hægri stefnu sem nú er fylgt eftir í stjórnarráðinu. Þó Framsóknarflokkurinn hafi brotið alvarlega af sér á undan- förnum árum og sé enn að gera það, og þó Alþýðuflokkurinn undir núverandi forystu hafi horfið frá þeim stefnumiðum sem kenna má við jafnaðarstefnu, þá hlýtur það að vera markmið Ál- þýðubandalagsins að reyna að mynda grundvöll fyrir stjórn þeirra flokka sem þó standa næst þeirri félagshyggju og vinstri stefnu sem við viljum að stjórni þessu landi. Vissulega eru þó stórir gallar á stefnumiðum og forystumönnum þessara flokka. Við lifum því miður í samsteypustjórnarkerfi. Ef að menn hafna möguleika af þessu tagi, þá spyr ég á móti, hvaða aðrir möguleikar séu væn- legri til þess að vera í áttina að raunverulegri vinstri stefnu en ríkisstjóm mynduð með ein- hverjum hætti af Kvennalista, Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Það er hins vegar hárrétt að bæði Framsókn og kratar geta reynst hættulegir gallagripir, og einmitt þessa dagana eru þeir að sýna sínar verstu hliðar. Þeir virðast vera ákafari en sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn að fram- kvæma stórfellda skerðingu á kjörum launafólks í gegnum hina svokölluðu niðurfærsluleið. Nið- ur til slíkrar heljar fyrir launa- fólkið í landinu gætum við aldrei orðið þeim samferða. Átt þú von á þingkosningum á næstunni og hvaða kröfu gerir þú til þín um útkomu Alþýðubanda- lagsins í þeim kosningum? - Við erum þeirrar skoðunar að það eigi að fara fram þing- kosningar sem fyrst. Þessir flokk- ar sem nú sitja í ríkisstjórn sviku sér allir út fylgi í síðustu kosning- um, meira og minna á fölskum forsendum. Það er þess vegna bæði sið- ferðileg og pólitísk nauðsyn á því að hér fari fram kosningar og við erum tilbúin til þess í Alþýðu- bandalaginu hvenær sem er. Þær kröfur sem ég geri til mín, eru þær, að í þeim kosningum nái Al- þýðubandalagið nægilega sterk- um árangri til að hér verði þátta- skil í stjórnmálum. Stefna frjáls- hyggju og markaðshyggju verði hnekkt og Alþýðubandalagið fái nægilegan styrk til að geta verið þungamiðjan í þeim straum- hvörfum sem hér þurfa að verða. Þú stefnir á aðild Alþýðu- bandalagsins í næstu ríkisstjórn? - Tvímælalaust. -•g- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.