Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 11
FOSTUDAGSFRETTIR Ásmundur Stefánsson: Tillögurforstjóranefndarinnar höfundum til skammar. Hefur forgang að tryggja hag þeirra verstsettu Mjðstjórn Alþýðusambands Islands samþykkti á fundi í gaer að ganga að ósk Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra um að eiga með honum fund í dag. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ segir að á þeim fundi verði gengið eftir því hvað ríkisstjórnin telur hægt að gera á hinum ýmsu víg- stöðvum til að ná tökum á mál- inu. Engin beiðni hafi borist um niðurfeiiingu 2,5% launahækk- unar 1. september og hún sé ekki á dagskrá. Ásmundur sagöi við Þjóðvilj- ann að fundi loknum, að afstaða hans til tillagna forstjóranefndar- innar hefði ekkert breyst. „Þær tillögur eru eru í sjálfu sér nokk- uð furðuleg samsetning. Þar er ekki um annað að ræða en niður- skurð á kaupi,“ sagði Ásmundur. Aðrar tillögur forstjóranefndar- innar snérust fyrst og fremst um að tryggja að sá niðurskurður komi niður á þeim sem erfiðast eiga á öllum vígstöðvum. Sér- staklega ætti að skera niður fjár- magn til verkamannabústaða og talað væri um nauðsynlega lækk- un tryggingabóta. Þetta plagg væri höfundum þess til skammar. Það væri hins vegar ekkert nýtt að ASÍ hefði alltaf viljað gera það sem hægt væri til að halda verð- lagi niðri og jafnvel færa það nið- ur ef tök væru á því. Þetta hefði verið reynt 1986 með umdeildum árangri. Þá hefði verið tekið á matvöruverði, rafmagni, verði opinberrar þjónustu almennt og svo framvegis. Ásmundur sagði Fréttamenn bjuggust við tíðindum á ASÍ-fundinum en þeirra er vart að vænta fyrr en á fundi verkalýðsfor- ingja og forsætisráðherra í dag. Mynd. E.ÓI. ASÍ hljóta að skoða allt málið út frá því hvaða vilja ríkisstjórnin sýndi í þessum efnum. Ásmundur sagði ekkert erindi hafa borist um að 2,5% launa- hækkun 1. september yrði gefin eftir, hún væri því ekki á dagskrá. Hitt væri ljóst að þeir samningar sem gerðir hefðu verið á undan- förnum misserum væru varnar- samningar og ekki lyft fólki það upp í kaupi, að það hefði af ein- hverju að láta. „Við stöndum frammi fyrir því að það er mikil misskipting í landinu, sumir hafa það gott og aðrir skítt,“ sagði Ás- mundur. Það hlyti því að vera grundvallaratriði fyrir verka- lýðshreyfinguna að tryggja hag þeirra sem lakast væru settir. -hmp Reglur þver- brotnar Ríkismatið: 30 tonnum afrækju hent frá áramótum vegna oflangs útivistartíma rœkjuveiðiskipa Reglugerð um meðferð, geymslu og vinnslu á rækju hefur verið þverbrotin og hafa starfsmenn Rikismatsins af þeim sökum orðið að henda um 30 tonnum af rækju frá áramótum. Þá hefur Ríkismatið ítrekað orð- ið vart við noktun kerja undir rækju sem eru dýpri en 20 sm, sem er óheimilt. Frá þessu er greint í síðasta fréttabréfi Ríki- smats sjávarafurða. Samkvæmt reglugerðinni nr. 337 frá 1984 skal rækju sem ísuð er um borð í veiðiskipi, landað eigi síðar en fjórum sólarhringum eftir að hún er veidd og vinnsla á henni hefjast innan sólarhrings frá löndun. Á þessu hefur orðið misbrestur með þeim afleiðing- um að orðið hefur að kasta tugum tonna vegna of langs geymlutíma frá því rækjan var veidd. Jafnframt hafa starfsmenn Ríkismatsins orðið varir við að rækja sé geymd í allt of stórum og djúpum kerjum, sem hefur leitt til þess að rækjan upp úr þeim hefur verið í þykkum lögum og oft illa ísuð. Við hitamælingar á rækju í kerjum á Snæfellsnési hefur komið í ljós að efst og neðst í þeim var 1 til 2ja gráðu hiti en í þeim miðjum allt að 14 til 15 stiga hiti á Celsíus. -grh ASI ASI á fund Þorsteins OPNUM NÝJA ÆFINGASTOFU GRENNIST AN AREYNSLU MÖGULEIKINN ER SKAMMT UNDAN EKKERT ÞÁTTTÖKU- GJALD, ENGIN FYRIRFRAM GREIÐSLA Hjá SLENDER YOU greiðir þú fyr- ir hverja meðferð út af fyrir sig. Þú getur hætt meðferðinni þegar þú vilt af því að SLENDER YOU krefst hvorki þátttökugjalds né fyrirfram- greiðslu. Þú hefur sem sagt engu að tapa... nema nokkrum sentimetrum. Hik- aðu ekki lengur, það er SLENDER YOU stofa í nágrenninu. Teygju-bekkur Fóta-bekkur Setu-bekkur Ef þú óskar að opna SLENDER YOU stofu, skalt þú hafa samband umboös- mann SLENDER YOU á fslandi: ÓLÖFU EINARSDÓTTUR, SÆVARLANDI4, - 108 REYKJAVÍK, SÍMAR: 91-32385 OG 42628 f BELGÍU: 90-32-2-4600404 TÍMAPANTANIR í SÍMA 689969 Reyndu SLENDER YOU, nýju megrunaraðferðina! losna við fitu og appelsínuhúð, líka á „erfiðu'* stöðunum, getur þú losnað við nokkra aukasentimetra! Auk þess verður þú algjörlega út- hvíld(ur) eftirSLENDER YOU með- ferð, og full af orku, þar sem það eru tækin sem vinna erfiðið fyrir þig! FYRSTA MEÐFERÐ- IN ALLTAF ÓKEYPIS Eftir að þú hefur reynt einu sinni ókeypis, viltu ekki vera án SLEND- ER YOU. Komdu og prófaðu SLENDER YOU ókeypis, til þess að sannfærast og fáðu jafnframt likamsgreiningu á tölvu, án nokkurra skuldbindinga fyrir þig auðvitað. Að grennast með bros á vör! Án þreytandi æfinga, án gífurlegrar áreynslu. Þetta hljómar ótrúlega en samt er það satt. Svona er nýja meg- runaraðferðin, SLENDER YOU. HVAÐ ER SLENDER YOU? Tvisvar í viku leggst þú sex sinnum í 10 mínútur á sex vélvædda bekki, sem eru sérstaklega hannaðir til að örva starfsemi mikilvægustu vöðva líkamans: Maga, fætur, brjóst, læri, mjaðmir og handleggi. Andstætt heföbundnum aðferðum veldur SLENDER YOU því ekki að vöðvamir bólgni upp, heldur styrkj- ast þeir og verða liprari. Og þar sem SLENDER YOU hjálpar þér að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.