Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 30
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er lokað um óákveðinn tíma vegnaviðgeröa. Bókasafn Kópavogs, sýning á 11 olíumálverkum eftir Elías B. Halldórsson. Sýningin stendurtil ágústloka, og er opin mánudaga tilföstudaga kl. 9:00-21:00. FÍM-salurinn, MessíanaTómas- dóttir opnar sýningu á myndum og rýmisverkum á morgun kl. 14:00. Kl. 15:00 og 17:00 þá laugar- og sunnudaga sem sýn- ingin stendur flytur Asa Björk hreyfiverk við söng Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Sýningin stendur til 11. septemberog verðuropin daglega kl. 14:00-19:00. Gallerí Birgis Andréssonar, Vesturgötu 20, bakdyr, sýning á verkum þýska listamannsins Gerhard Amman stendur til ág- ústloka. Galleríið er opið á kvöld- in og eftir samkomulagi. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, sýning á verkum sem galleríið hefurtil sölu eftirgömlu íslensku meistarana. Skiptverðurum verk reglulega á sýningunni sem standa mun í sumar. Gallerí Borg er opið virka daga kl. 10:00- 18:00, og kl. 14:00-18:00 um helgar. Grafíkgalleríið, Austurstræti 10, kynning á grafíkmyndum Daða Guðjörnssonarog keramikverk- um Borghildar Óskarsdóttur. Auk þess er til sölu úrval graf íkmynda eftirfjöldalistamanna. Galleríið er opið virka daga kl. 10:00- 18:00. Gallerí Gangskör, verk Gang- skörunga eru til sýnis og sölu í galleríinu sem eropiðkl. 12:00- 18:00 þriðjudaga til föstudaga. Hafnargallerí, Hafnarstræti 4, Guðrún Einarsdóttirsýnirolíu- málverk. Sýningin stendurtil 7. september, og er opin virka daga kl. 9:00-18:00, og á laugardögum kl. 9:00-12:00. Hlíöarendi, Hvolsvöllum, Ólafur Th Ólafsson sýnir vatnslitamynd- ir, blýantsteikningarog olíu- myndir. Sýningin stendurtil 28. ágúst. Kjarvalsstaðir, Ragna Róberts- dóttir borgarlistamaður opnar sýningu á skúlptúrum úr torfi og grjóti á morgun kl. 14:00. Austur-forsalur, SigríðurGyða opnar málverkasýningu á morg- un kl. 14:00. Sýningarnarstanda til 11. september og verða opnar daglegakl. 14:00-22:00. Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16. Lokað vegna sumarleyfa. Listasafn Einars Jónssonar, er opið alla daga nema mánudaga kl. 13:30-16:00. Höggmynda- garðurinn er opinn daglega kl. 11:00-17:00. Mokka, Halldóra Emilsdóttir sýnir pastelmyndir. Verkin eru öll unnin á þessu ári og eru til sölu. Sýningin stendur út ág- ústmánuð. Norræna húsið, kjallari: Nor- rænt grafík þríár (triennal), sýn- ing grafíkverka eftir Vigni Jó- hannesson, Yngve Næsheim, Finn Richardt Jörgensen, Kry- styná Piotrowska, T uomo Saali og Mimmo Paladino, verðuropn- uð á morgun kl. 15:00. Sýningin er unnin í samráði við félagið ís- lensk graf ík og er ætlunin að grafík-þríárin verði fastur liður í starfsemi Norræna hússins. Sýn- inginstendurtil 18. septemberog verðuropindaglegakl. 14:00- 19:00. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, sumar- sýning á verkum ýmissa lista- manna. Verkin eru öll til sölu og afhendingarstrax. Sýningin stendurfram íseptember, Ný- höfn er opin alla virka daga kl. 12:00-18:00, en lokuð um helgar. Undir pilsfaldinum, Vesturgötu 3 B, Kristín María Ingimarsdóttir og Jóhannes Eyfjörð opna sýn- ingu á málverkum og skúlptúr á morgun kl. 16:00. Sýningin verð- uropindaglegakl. 15:00-21:00, og stendurtil 7. september. Þjóðminjasafnið, Bogasalur, sýning á verkum W.G. Colling- woods (1854-1932). Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 11:00-16:00, ogstendurtil lokaseptember. LEIKLIST Alþýðuleikhúsið, Ásmundarsal v/ Freyjugötu. Elskhuginn eftir Harold Pinter, 5. sýning laugar- dag kl. 16:00,6. sýning sunnu- dagkl. 16:00. Ferðaleíkhúsið, Tjarnarbíói, síðustu sýningarsumarsins á Light Nights verða í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 21:00. Haustlitaferð til Þingvalla Steinunn Ásmundsdóttir, blaðamaður á Mogganum Ég hef hugsað mér að fara til Þingvalla um helgina í haustlitaferð, og vonandi kemur ekkert það uppá á síðustu stundu sem setur þetta fræga strik í reikninginn. Aðdáun mín á Þingvöllum er það sterk að ég fór þangað ein í útilegu um verslunarmannahelgina og labbaði þá út um allt. Fór meðal annars í margra tíma göngu um Bláskógaheiðina og reyndar út um allar trissur, og það var alveg yndislegt. Dáh'tið hef ég svo ferðast í sumar í tengslum við starfið, og var til dæmis í síðustu viku á Þórshöfn, Egilsstöðum og Akureyri. HS Töfrabrögð fyrirfinnast í bridgeheiminum, líkt og í öðrum heimum. Hér er sýnishorn, sem byggist á kaldri skynsemi: G654 6 ÁKG953 82 3 ÁD10987 752 G3 87 D104 DG109754 63 K2 ÁKD10984 62 ÁK Sagnir höfðu gengið: Suður Vestur Norður Austur 3 lauf 3 tíglar 3 spaðar 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil Vesturs spaðaþristur. Suður leit yfir dýrðina og bölv- aði með sjálfum sér að vera ekki í 6 gröndum (tólf slagir beint eftir útkomuna). Nú jæja, er þetta einhver þraut? Spaði upp á ás og meiri spaði og stungið, einn nið- ur? Hvað um, spaði út, ásinn og kóngurinn í? Hvað gerir Austur? Tekur hann áhættuna á því að spila meiri spaða og setja upp gosann í blindum? Trúlega ekki og spilar því laufi í stöðunni. Þá fáum við upp þessa stöðu: G ÁKG ---- D 87 D104 G10 ----- 2 4 62 Við spilum síðasta hjartanu og hendum spaðagosa úr blindum. Austur er varnarlaus og má ekk- ert spil missa. Líkja má þessari þróun í spilinu við vel útfærð töfr- abrögð. Og öll vitum við að engin væru ævintýrin án töframann- anna. TÓNLIST Heiti potturinn Duus-húsi, Kvartett Árna Scheving leikur gamlar og nýjar Be Bob stjörnur frá kl. 22:00 á sunnudagskvöldið. Kvartettinn skipaÁrni Scheving (víbrafónn), Kristján Magnússon (píanó), Birgir Bragason (bassi) og Guðmundur R. Einarsson (trommur). HörðurTorfasonheldurtón- leika á Bakkafirði í kvöld, á Þórs- höfn á laugardagskvöldið, á Raufarhöfn á sunnudagskvöldið og á Kópaskeri á mánudags- kvöldið. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 öll kvöldin. Loic Mallié, franskurorgel- leikari, heldurtónleikaíPrests- bakkakirkju á síðu á sunnudag- inn. Maxi Priest, einn vinsælasti dans-reggaesöngvari Evrópu syngurfyrirgesti Broadway um helgina. Söngdagar í Skálholti, verða í tíunda sinn um helgina, hefjast í kvöld og standa fram á sunnu- dag. Meðal þeirra verkefna sem verða í öndvegi verður nýtt kórlag eftir John Speight, samið í tilefni Söngdaga 88, og Sálumessa eftir G. Fauré. Lokaþáttur Söng- daganna hefst með tónlistarflutn- ingi í kirkjunni kl. 16:30 á sunnu- daginn, hópurinnsyngurogSig- urður Halldórsson leikur á selló svítu nr. 5 eftir J.S. Bach. Guðs- þjónusta hefst kl. 17:00 oger stefnt að því að flytja Sálumessu Faurés við athöfnina. Organisti er Gústaf Jóhannesson og söng- stjóri Jónas Ingimundarson. ÍÞRÓTTIR Af íþróttaviðburðum helgarinn- ar ber hæst úrslitaleik í bikar- keppni KSÍ sem f ram fer á laug- ardag ki. 14.00. Valsmennog Keflvíkingar munu þá eigast við í Laugardalnum en liðin hafa aldrei áður leikið saman í bikarúrslitaleik. Fjöldi leikja verður í 2. og 3. deild ásamt leikjum í kvenna- flokki og úrslitakeppni 4. deildar stendur sem hæst. HITT OG ÞETTA Árbæjarsafn, ný sýning um Reykjavík og rafmagnið er í Mið- húsi (áður Lindargata 43a). Safn- ið er opið alla daga nema mánu- daga kl. 10:00-18:00. Leiðsögn umsafniðerkl. 15:00 ávirkum dögum, og kl. 11:00 og 15:00 um helgar. Veitingar í Dillonshúsi kl. 11:00-17:30. Ferðafélagið, dagsferðir á sunnudaginn: 1. Kl. 8:00: Þórs- | mörk, verð 1.200 kr. 2. Kl. 10:00: jSíldarmannagötur-gömul þjóð- leið. Gengið frá Hvalfirði upp Síldarmannabrekkur, yfir Botns- heiði í Skorradal. Skemmtileg þjóðleið milli byggða í Hvalfirði og Skorradal, en í lengra lagi. Verð 1.200 kr. 3. Kl. 10:00: Sveppa- og berjaferð í Skorradal - Uxa- hryggir, íbakaleiðinni verðurekið um Uxahryggi og Þingvelli til Reykjavíkur. Verð 1.200 kr. 4. Kl. 13:00: Ketilsstígur- Sveifluháls - Vatnsskarð, ekið að Lækjar- völlum, gengið um Ketilsstíg upp á Sveifluháls, síöan norður háls- inn að Vatnsskarði. Verð 600 kr. Brottförfrá Umferðarmiöstöð- inni, austanmegin. Farmiðarvið bíl, frítt fyrir börn í fylgd meö full- orðnum. Helgarferðir26.-28. ágúst: 1. Óvissuferð, áhugaverð ferð fyrir þá sem hafa gaman af að ferð- ast. Gist í húsum. 2. Þórsmörk, gist í Skagfjörðsskála/ Langadal, gönguferður um Mörkina. 3. Landmannalaugar- Eldgjá, gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Upplýsingarogfar- miðasalaáskrifstofu Ferðafél- agsjps, Öldugötu 3. Hana nú, leggur upp í laugar- dagsgönguna f rá Digranesvegi 12, kl. 10:00 í fyrramálið. Bæjar- rölt í skemmtilegum félagsskap, nýlagað molakaffi. Útivist, dagsferðir á sunnudag- inn: 1. Kl. 8:00, Þórsmörk- Goðaland, stansað3-4 klst. í Mörkinni. Berjatínsla. Verð 1.200 kr. 2. Kl. 9:00, Línuvegurinn- Hlöðufell. Ekið um Línuveginn norðan Skjaldbreiðar á Hlöðu- velli og gengið þaðan á fellið. Verð 1.300 kr. 3. Kl. 13:00, Strandganga í landnámi Ingólfs, 20. ferð, Herdísarvík-Strandar- kirkja. Skemmtileg gönguleið um greiðfæra hraun- og sandströnd. Strandakirkja skoðuð. Verð 900 kr., f rítt fyrir börn í fylgd með full- orðnum. Brottförfrá BSÍ, bensín- sölu. Helgarferðir26. -28. ágúst: 1. Þórsmörk-Goðaland, gisting í Útivistarskálunum Básum, göng- uferðir viö allra hæfi. 2. Núps- staðarskógur, gist í tjöldum við skógana, gönguferðirm.a. að Tvílitahyl og Súlutindum. Brottför kl. 18:00. Upplýsingarog farmið- aráskrifstofunni, Grófinni 1. Félag eldri borgara, opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á sunnu- daginn kl. 14:00. Frjálst spil og tafl, dansað til kl. 23:00. VERIDISTILLT!!! SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.