Þjóðviljinn - 26.08.1988, Side 6
Baldur Guðlaugsson, lögfræðingur formaður stjórnar Hlutabréfamarkaðarins, fyrrum meðeigandi í Kaup-
þingi og bankaráðsmaður í Útvegsbankanum hf. sést hér með Gísla Ólafssyni, fyrrum formanni bankaráðs
Útvegsbankans hf og stjórnarmanni í Fjárfestingafélaginu þar sem hann er fulltrúi fyrirtækis síns, T rygging-
armiðstöðvarinnar. Þriðji maðurinn á myndinni er Guðmundur Hauksson, bankastjóri Útvegsbankans hf en
hann átti sæti í stjórn Kaupþings hf. Þræðir fjármálalífsins liggja víða og tengjast á mörgum stöðum.
Ragnar S. Halldórsson, stjórnar-
formaður ísal og stjórnarmaður í
Hlutabréfamarkaðinum.
Hvítflibbarnir
bak við gráa markaðinn
Tengsl við fyrirtœki, banka og opinbera sjóði og stofnanir ótvírœð
Svo mjög sem fjallað hef-
ur verið um fjármögnunar-
sjóði og félög af ýmsu tagi í
fjölmiðlum og vegna þess
hve flest þessara félaga
hafa verið dugleg við að
auglýsa sig fyrir alþjóð, þá
kannast flestir við nöfn eins
og Fjárfestingarfélag ís-
lands, Ávöxtun, Kaupþing
o.s.frv. Hins vegar er það
minna þekkt hvaða aðilar
standa að baki þessum
fyrirtækjum og hverjir sitja í
stjórnum þeirra.
Fjárfestingarfélag íslands er
stærst þessara fyrirtækja og námu
útgefnar skuldayfirlýsingar
verðbréfasjóða þess tveimur
miljörðum og tæplega þrjúhund-
ruð miljónum um síðustu ára-
mót. Núverandi hlutafé Fjárfest-
ingarfélagsins er hins vegar 110
miljónir. Að þessu fjármálafyrir-
tæki standa síðan ýmis stórfýrir-
tæki, einkabankar, fjárfestinga-
sjóðir, lífeyrissjóðir, stofnanir og
einstaklingar. Fyrirtækið var
stofnað 1971 og voru stofnendur
m.a. Verslunarráð íslands, Félag
íslenskra iðnrekanda, Samband
íslenskra samvinnufélaga auk
annarra sem þessir aðilar kölluðu
til. Hluthafar eru í dag um 400, en
til að gefa dæmi um stofnendur
og hlutafjáreign þeirra 1971 má
neftia að hlutafé Verslunarráðs-
ins var 40 þús. kr., F.Í.I. 40 þús.
kr., SÍS með 5 miljónir, Verslun-
arbankinn með 5 miljónir, Líf-
eyrissjóður verslunarmanna með
15 miljónir, Lífeyrissjóður verk-
smiðjufólks á 6 miljónir, Iðnað-
arbanki 7 miljónir, Samvinnu-
banki 5 miljónir, Sláturfélag Suð-
urlands 1 miljón, Árvakur sem
útgáfuféiag Morgunblaðsins 1
miljón, Eimskipafélag íslands 2
miljónir, Hekla hf, 1 miljón,
Gunnar Ásgeirsson 250 þús. kr.,
Skrifstofuvélar 400 þúsund kr. H.
Benediktsson hf. 300 þúsund,
Bengt Scheving Thorsteinsson
400 þúsund kr., Glóbus hf. 200
þús. kr., Smjörlíki hf. 400 þús.
kr., Eggert Kristjánsson 500 þús-
und kr., Framkvæmdasjóður ís-
lands 20 miljónir kró.na, Iðnlána-
sjóður 7 miljónir og Sameinaðir
verktakar 1 miljón. Það skal
tekið fram að þessi hluthafaskrá
er ekki tæmandi, auk þess sem
hún hefur breyst á liðnum árum.
Stýrir
Verslunarbankinn
feröinni?
Nú er eigið fé Fjárfestingarfé-
lagsins um 110 miljónir króna.
Verslunarbanki fslands er með
26% eignarhlutdeild og síðan
skipta Eimskipafélag Islands,
Tryggingamiðstöðin og Lífeyris-
sjóður verslunarmanna á milli sín
öðrum 60% af hlutafénu. Þá mun
SÍS ekki lengur eiga hlut, né
Framkvæmdasjóður, svo dæmi
séu tekin.
f stjórn Fjárfestingarfélagsins
sitja núna; formaður Guðmund-
ur H.Garðarsson, alþingismaður
og fulltrúi Lífeyrissjóðs vers-
lunarmanna, varaformaður er
Gísli V. Einarsson úr stjórn
Verslunarbankans, Tryggvi Páls-
son, bankastjóri Verslunarbank-
ans, Árni Gestsson, eigandi Gló-
buss hf., situr einnig fyrir Versl-
unarbankann sem og Jóhann J.
Ólafsson, Gísli Ólafsson er for-
stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar
og fyrrum formaður bankaráðs
Utvegsbankans hf., Þórður
Magnússon, frkvstj. fjármála-
sviðs Eimskipafélagsins, Hörður
Jónsson, byggingameistari og
sjálfstæður hluthafi, og Ágúst
Hafberg, frá ísarn og Norður-
leið. Þeir Hörður og Jóhann,
ásamt Gunnari Björnssyni, eru
varamenn. Framkvæmdastjóri er
Gunnar Helgi Hálfdánarson.
Að sögn Gunnars Óskars-
sonar, aðstoðarframkvæmda-
stjóra Fjárfestingarfélagsins, er
fyrirtækið nokkurs konar móð-
urfyrirtæki sjö annarra fyrirtækja
sem rekin eru sjálfstætt. Þau eru:
Verðbréfasjóðurinn, Marksjóð-
urinn, Tekjusjóðurinn og Fjöl-
þjóðasjóðurinn og er Sigurður R.
Helgason formaður allra sjóð-
anna. Þá er Féfang hf. fjár-
mögnunarfyrirtæki einnig dóttur-
fyrirtæki. Að auki sér Fjárfesting-
arfélagið um rekstur Vogalax hf.,
þar sem þeir voru meirihluta-
eigendur og Frjálsa lífeyrissjóð-
inn.
Pétur
og sparisjóöirnir
Kaupþing hf. var stofnað í fe-
brúar 1982 og um síðustu áramót
stóðu útgefnar skuldayfirlýsingar
verðbréfasjóða þess í einum milj-
arði og níu miljónum króna. Sjö
mánuðum seinna, þann 31. júlí,
var þessi tala komin í einn milj arð
og fjögurhundruð miljónir og
hafði því hækkað um 40%.
Stofnendur Kaupþings voru
Ari Arnalds, Baldur Guðlaugs-
son, Friðrik Marteinsson, Gunn-
ar Guðmundsson, Pétur H.
Blöndal, Ragnar H. Árnason,
Sigurður B. Stefánsson og Þor-
steinn Haraldsson. í núverandi
stjórn sitja dr. Þorvaldur Gylfa-
son, dr.Þorkell Helgason, Baldur
Tryggvason, Jónas Reynisson og
Geirmundur Kristinsson. Guð-
mundur Hauksson gekk úr stjórn
þegar hann gerðist bankastjóri
Útvegsbankans hf. Fram-
kvæmdastjóri er Pétur H.
Blöndal.
Fyrir u.þ.b. tveimur árum
keypti Pétur Blöndal þáverandi
meðeigendur sína út úr fyrirtæk-
inu og átti það einn um skamma
hríð, en síðar gengu níu stærstu
sparisjóðir landsins inn í fyrirtæk-
ið sem meðeigendur og eru þeir
Baldur, Jónas og Geirmundur
fulltrúar þeirra í stjórn. Stofnfé
er um 800 þúsund krónur, en að
sögn Péturs Blöndals er eigið fé
rúmlega 38 miljónir króna. Sam-
kvæmt upplýsingum endurskoð-
anda Kaupþings var hagnaður
fyrstu fjóra mánuði þessa árs 10,5
miljónir króna fyrir tekju- og
eignarskatt. Nettóhagnaður er
því um 6 miljónir króna þessa
fjóra mánuði, sem munu vera um
20% af eigin fé eins og það var í
ársbyrjun. Hagnaður árið 1987
var hins vegar um 19 miljónir
króna.
Þjóöhagsstofnun
og kapítaliö
Hlutabréfamarkaðurinn ..hf.
státar af stjórnarmönnum í stjórn
eins og Baldri Guðlaugssyni lög-
fræðingi sem víða hefur komið
við í fjármálastofnunum og á
m.a. sæti í bankaráði Útvegs-
bankans hf. og var einn stofn-
enda og eigenda Kaupþings hf.,
Árna Vilhjálmssyni, prófessor og
fyrrum bankaráðsmanni í Lands-
banka, sem jafnframt á sæti í
stjórnum fyrirtækja eins og Hvals
hf., Venusar hf., Sjóvá og Ham-
piðjunnar, sem nýverið gerðu til-
boð í Granda upp á hálfan 'fnilj-
arð, og Ragnari S. Halldórssyni,
fyrrum forstjóra álversins og nú-
verandi stjórnarformanni Isals.
Varamenn eru Árni Ártiason,
frkvst. Byko og fyrrverandi
frkvst. Verslunarráðs, Gamalíel
Sveinsson hjá Þjóðhagsstofnun
og Sigurður B. Stefánsson sem er
framkvæmdastjóri Verðbréfam-
arkaðar Iðnaðarbankans. Hluta-
bréfamarkaðurinn hf. var stofn-
aður í júlí 1985 og rekur Hluta-
bréfasjóðinn hf., en í árslok 1987
átti hann rúmlega 18 miljónir
króna í útgefnum hlutdeildarb-
réfum. Stofnfé 500 þús. kr.
VIB, Hlutabréfa-
markaöurinn
og lönþróunar-
sjóöur
Verðbréfamarkaður Iðnaðar-
bankans var stofnaður 11. nóv-
ember 1986 og skipa stjórn þeir
Ragnar Önundarson, banka-
stjóri Iðnaðarbanka og formaður
stjórnar Iðnþróunarsjóðs, sem er
formaður, Davíð Scheving Thor-
steinsson, framkvæmdastjóri og
formaður bankaráðs Iðnaðar-
bankans, og Sigurður Kristins-
son, sem einnig á sæti í bankaráði
Iðnaðarbankans. Sigurður B.
Stefánsson, sem er varamaður í
stjórn Hlutabréfamarkaðarins og
einn af fyrrum eigendum
Kaupþings, er framkvæmda-
stjóri. Stofnfé er 4.8 milj., en út-
gefnar skuldayfirlýsingar verðb-
réfasjóða VIB voru um 110 milj-
ónir í árslok 1987.
Verðbréfasjóður Ávöxtunar
hf. var stofnaðar 15.12. 1986 og
er rekinn af sameignarfélagi
þeirra Ármanns Reynissonar og
Péturs Björnssonar, Ávöxtun sf.
Formaður Verðbréfasjóðsins er
Gísli Gíslason og aðrir í stjórn
Ármann Reynisson og Pétur
Björnsson. Þeir Ármann og Pét-
ur hafa jafnframt skipt á milli sín
stjórnun í nokkrum fyrirtækjum
sem þeir eiga. Útgefnar skulda-
yfirlýsingar Verðbréfasjóðs
Ávöxtunar hf. voru í árslok 1987
rúmlega 244 miljónir króna.
Stofnfé 500 þús. kr.
Hagskipti hf. var stofnað í okt-
óber 1983 og er smæst í sniðum
þessara fyrirtækja. Útgefnar
skuldayfiriýsingar Verðbréfa-
sjóðs Hagskipta hf. námu tæpum
18 mi'ijónum í árslok 1987, en
sjóðurinn var stofnaður fyrri
hluta árs það sama ár. Þeir Sig-
urður Örn Sigurðarson, Kristján
V. Kristjánsson og Sigurður ,H.
Garðarsson sitja í stjórn og kom-
ust m.a. í fréttir þegar þeir
keyptu Ferðamiðstöðina af
Guðjóni Styrkárssyni. Þá stofn-
aði Utvegsbankinn hf. verðbréfa-
sjóð og verðbréfamarkað á árinu.
- phh
Dr. Pétur Blöndal, framkvæmda-
stjóri Kaupþings og meirihluta-
eigandi fyrirtækisins.
Gunnar Helgi Hálfdánarson,
framkvæmdastjóri Fjárfestinga-
félagsins.
Pétur Björnsson annar stjórn-
enda og eigenda Avöxtunar sf.
Sigurður B. Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfamarkað-
ar Iðnaðarbankans á einnig sæti í
stjórn Hlutabréfamarkaðarins og
er í hópi stofnenda Kaupþings hf.
og fyrrum meðeigandi þar.
Þórður Magnússon, fulltrúi Eim-
skipafélags íslands í Fjárfest-
ingafélaginu. Árni Vilhjálmsson,
prófessor, stjórnarmaður í Hluta-
bréfamarkaðinum með meiru.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ