Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 15
Róm, yfirgefm borg... Túrhestarleggja undir sig Borgina eilífu Það er undarleg reynsla að vera í Rórnaborg í ág- ústmánuði. í hverri götunni eftir aðra er ekki annað að sjá en endalausar raðir af járn- tjöldum sem á eru fest papp- aspjöld með áletruninni „Lok- að vegna sumarleyfa". Hund- ar og kettir kúra sig í rólegum og skuggsælum hornum til að sleppa undan sólskininu. Ágúst er hinn hefðbundni sumarleyfamánuður á Ítalíu, og þá er verksmiðjum lokað og ein- ungis örfáir menn eru eftir í opin- berum skrifstofum, einkafyrir- tækjum og verslunum. Menn flýja hópum saman ryk og hita stórborganna a.m.k. hluta af mánuðinum, þ.á m. þriðjungur af þeim þremur miljónum sem búa í Róm. En túrhestar halda þó uppi mannlífinu í borginni eilífu, og streyma þeir nú þangað að sögn borgaryfirvalda í enn stærri stóð- um en áður. Tvær og hálf miljón túrhesta komu á fyrstu sex mán- uðum þessa árs, en það er átta af hundraði meira en á sama tíma í fyrra. Haft er eftir mörgum þeirra, að það sé sérlega gaman að kanna fjársjóði borgarinnar í friði fyrir hávaða og umferð. Þótt verðlag sé yfirleitt hærra í Róm en annars staðar á Ítalíu, streyma túrhestarnir einkum tií Borgarinnar, eins og hún var gjarnan kölluð, og þá ekki síst ungt fólk. En aðrir Italir flykkjast þangað líka. „Ágústmánuður er besti tíminn til að heimsækja Róm, vegna þess að þá er þar minni umferð, minna öngþveiti og færra fólk,“ sagði trésmiður frá Feneyjum sem var á brúð- kaupsferð. Sagðist hann vera ánægður yfir að vera fjarri fjall- ahéruðum og baðströndum þar sem hann gæti ekki þverfótað fyrir sínum eigin löndum, og væri honum sama um það þótt mörg söfn og verslanir væru lokuð. „Róm er svo stór og það er svo margt að sjá þar, að það skiptir engu máli, þótt maður sjái það einungis utan frá í fyrsta skipti.“ Mörg af torgum Rómaborgar eru yfirfull af bflum mestan hluta ársins og að verulegu leyti hulin augum vegfarenda. En alls kyns óþekktir staðir og sjaldséðir hlutir koma svo skyndilega í ljós í ágúst, þegar bflunum fækkar, t.d. gosbrunnur frá endurreisnartím- abilinu með marmaramyndum af dúfum mitt í gamla Gyðinga- hverfinu. Jafnframt hverfur sú streita sem fylgir því gjarnan að skoða helstu byggingar og söfn. „Við héldum að við þyrftum að bíða marga klukkutíma eftir því að komast inn í Vatíkansöfnin," sagði bandarísk hjúkrunarkona, „en við höfum svo til aldrei þurft að standa í biðröð." En í kringum Maríumessu 15. ágúst getur Rómaborg orðið full róleg, jafnvel fyrir túrhesta. „Þegar við komum hingað var borgin tóm, - hún var eins og draugaborg," sagði hjúkrunar- konan. Þennan dag kjósa nefni- lega þeir, sem dveljast annars í borginni í ágúst, að fara burtu, jafnvel andlitsteiknararnir á hinu sporöskjulaga torgi Piazza Na- vona, sem stendur á stæði róm- verskrar kappakstursbrautar en er nú í skugga barokk-kirkju. Einungis trönurnar eru eftir á þessum vinsæla túrhestastað. Þegar hitinn kemst upp fyrir 35 gráður flykkjast túrhestarnir á þá fáu bari og ísbúðir sem opin eru í hálf yfirgefinni borginni. „Það var eíckert að fá til að borða og engar búðir voru opnar. Þetta var mjög erfitt,“ sagði stúdent frá Chicago. „Og við vildum sjá ítali en ekki túrhestana." Ein er þó sú tegund ítala sem verður gjarnan fyrir útlendum konum, en það eru karlmenn með veiðihár á sálinni, sem leitast við að tala til allt sem kvenkyns er. En ólíkt því sem er á öðrum tímum ársins, þegar yfir- fullir strætisvagnar og neðanjarð- arlestir' eru ákjósanlegur vett- vangur fyrir alls kyns áleitni og þjófnað, virðist Rómaborg í ág- úst vera öruggari en aðrar evr- ópskar höfuðborgir. Stræti og torg í miðhluta Róm- aborgar eru ólgandi af mannlífi þrátt fyrir árstíðina, því að þar eru opin veitingahús og kaffihús, en helmingur kvikmyndahús- anna er lokaður og svo til öll leikhúsin, tónleikasalirnir og næturklúbbarnir. Næturlífið fer mest fram í útjöðrum Rómar og er því utan við seilingarfjarlægð fyrir túrhesta. Meðal þeirra fáu sem hafa ver- ið á fullu starfi þennan mánuð eru Vottar Jehóva. Þeir héldu mikinn fund á íþróttavelli og lýstu þar þeim miklu refsingum sem synd- arar ættu yfir höfði sér þegar heimsendir kæmi. En þar sem þetta var í ágúst voru flestir synd- arar víðsfjarri. Reuter/e.m.j. ^ Kennarar! / Kynning á nýju námsefni / I Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar 29. águst -14. september 1988 Mánudagur 29. ágúst ■ Priðjudagur 30. ágúst Byrjendakennsla (forskóli - 3. bekkur) kl. 9.00 * Nýtt námsefni kynnt og gamalt reifað. * Leiðbeint um notkun námsefnis og ýmissa hjálpargagna. * Hvað er á döfinni í námsefnisgerð? Umsjón: Kennaramir Bryndís Gunnarsdóttir, Guðriin Bentsdóttir, Hafdís Guðjónsdóttir og Matthildur Guðmundsdóttir og Sigríður Jónsdóttir námstjóri. Stærðfræði fyrir 7. - 8. bekk kl.13.00 * Stærðfræði handa grunnskólum fyrir 7. bekk, ný útgáfa af Talnaspegli ogHomalínu, kynnt. kl.15.30 * Verkefnasafnið íþróttir og útilíf í endanlegum búningi kynnt. •»... Umsjón: Anna Kristjánsdóttir, Kristín Bjamadóttir og Ásgerður Magnúsdóttir (þrír höfunda Talnaspegils og Homalínu). Miðvikudagur 31. ágúst Finin ber Móðurmál fyrir 5. - 8. bekk KÍ. 9.00 * Nýtt námsefni kynnt, m.a. Orðhákur 1. og 2. og bækumar Fallorð, Sagnorð, Smáorð og Nafnakver. -----y 1 * Leiðbeint um notkun námsefnis og ýmissa hjálpargagna^_- Ný skólaljóð fyrir 4. - 6. bekk kl. 13.00 * Ný skólaljóð, Ljóðspor, kynnt * Um aðdraganda og undirbúning að Ljóðsporum * Ýmsar hugmyndir um aðferðir við ljóðakennslu ræddar Umsjón: Magnús Jón Ámason (höfundur Orðháks o.fl.), Véný Lúðvíksdóttir Qiöfundur Nafnakyers) og Guðni Olgeírssón námstjóri. Stærðfræði fyrir 7.-8. bekk kl. 13.00 * Almenn stærðfræði kynnt (bókin er þýdd úr sænsku) . * Leiðbeint um notkun þessa námsefnis Umsjón: Hildigunnur Halldórsdóttir og Sverrir Einars'son (þýðendur bókanna), og Jóhanna Axelsdóttir kennari Umsjón: Kolbrún Sigurðardóttir, Sverrir Guðjónsson og Þórdís Mósesdóttir (ritstjórar Ljóðspora), Ámi Ámason frá Námsgagnastofnun og Guðni Olgeirsson námstjóri Föstudagur 2. september I Máiiudagur 5. september Náttúrufræði fyrir 4. - 9. bekk kl. 9.00 * Kynning á bókinni Heilsubót ásamt verkefnum. * Fjallað um námsefnið Fmmur og Efni og orka. * Leiðbeint um kennslu og kennsluaðferðir. Umsjón: Fanný Gunnarsdóttir kennari, Tryggvi Jakobsson frá Námsgagnastofnun og Þorvaldur Öm Ámason námstjóri. kl. 13.00 * Endurskoðað námsefni um Manninn kynnt Umsjón: Edda Eiríksdóttir og Pétur Garðarsson (tveir höfunda námsefnisins). Samfélagsfræði í 7.-9. bekk kl. 9.00 * Nýtt námsefni, Heimabyggðin - Reykjavík, kynnt. * Leiðbeint um kennslu og kennsluaðferðir. Umsjón: Tryggvi Jakobsson ffá Námsgagnastofnun Danska í 8. og 9. bekk kl. 15.00 * Nýtt námsefni, Vi bespger hinanden og Pá bespg, kynnt. Greint ffá tilraunakennslu í 8. bekk. * Leiðbeint um kennslu og kennsluaðferðir og um notkun ýmissa hjálpagagna. Umsjón: Sigurlín Sveinbjamardóttir námstjóri. Sérkennsla kl. 15.00 * Nýtt námsefni, m.a. Syngjum með táknum, Myndasafnið og lestrar- kennsluefnið "Bára og Palli" og "Nói og Lína", kynnt. * Leiðbeint um kennslu og kennsluaðferðir. Umsjón: Sylvía Guðmundsdóttir sérkennslufulltrúi Námsgagnastofnunar og fleiri. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.